Er óvísindalegt að notast við Biblíuna við vísinda rannsóknir?

Ímountrushmore_1214537.jpgmyndaðu þér að árið er 5000 e.kr. og ein geimvera finnur hylki sem mannkynið sendi út í geim og í þessu hylki var að finna bók um sögu okkar og þar á meðal lýsingu á listamanninum sem bjó til andlitin í Rushmore fjallinu. Mjög spennt yfir þessu þá ákveður geimveran að ferðast til þessarar plánetu og heimsækja þessar lífverur en þegar hún kemur að jörðinni þá eru öll ummerki af mannkyninu farin, allt fyrir utan andlitin í Rushmore fjallinu. 

Önnur geimvea, geimvera tvö, hún fann ekkert hylki og enga bók, hún einfaldlega rakst á jörðina fyrir tilviljun og fyrir algjöra tilviljun þá hittast þessar tvær geimverur við Rushmore fjallið.

Þær byrja nú að spjalla saman og velta fyrir sér hvað orsakaði þessi andlit í fjallinu. Fyrsta geimveran segir að þetta passar við bókina sem hún fann, að þetta er örugglega höggmyndirnar sem bókin hans lýsti.  Geimvera tvö mótmælir þessu, hún segir að hið vísindalega er að byrja með niðurstöðuna fyrirfram út frá einhverri bók. 

Hvað segið þið, er óvísindalegt af fyrstu geimverunni að meta sönnunargögnin og athuga hvort þau passa við það sem stendur í bókinni eða hefur geimvera tvö rétt fyrir sér?


mbl.is Fundu stærsta eldfjall jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: admirale

Það ætti nú alveg að vera hægt að taka sögubók og setja hana upp í formi tilgátu og finna svo leiðir til að prófa hana. Alveg hægt að kalla það vísindi sé rétt farið að því.  

En það er eitt að prófa tilgátuna og athuga hvort að staðreyndir passa við hana en það er annað að nota tilgátuna til þess að styðja tilgátuna. 


Bókin inniheldur ítarlega lýsingu á höggmyndunum í Mt. Rushmore og hún inniheldur líka ítarlega lýsingu á uppruna höggmyndanna. 

Ef að höggmyndirnar eru ennþá til, þá er hægt að bera þær saman við lýsinguna í bókinni og þá væri ekkert óvísindalegt að draga þá ályktun, eftir samanburð, að þetta séu sömu höggmyndirnar, þ.e.a.s. ef að lýsingin er nógu greinargóð. Þú getur dregið þá ályktun að höggmyndirnar sem að bókin lýsir séu raunverulega til. 

Segir það okkur að lýsing bókarinnar á uppruna höggmyndanna sé rétt? 

admirale, 6.9.2013 kl. 17:20

2 Smámynd: Mofi

Nei, það aðeins styður það því að þegar um ræðir atburði í fortíðinni þá erum við frekar blind. 

Mofi, 6.9.2013 kl. 19:30

3 Smámynd: admirale

Þannig það er engin leið til þess að ákvarða hvort að það sem stendur í bókinni sé lýsing á því sem raunverulega gerðist eða ekki?

admirale, 6.9.2013 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 802810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband