26.6.2013 | 17:52
Evolution Vs. God
Sýnishorn af nýrri mynd þar sem Ray Comfort tekur viðtal við ótal vísindamenn sem aðhyllast Þróunarkenninguna og spyr þá spurninga um þeirra trú. Örugglega stór skemmtilegt fyrir þá sem finnst bara fyndið hve sannfærðir þróunarsinnar eru í sinni trú.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 803194
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mofi :)
Ert þú ekki örugglega að tala þarna um Bananamanninn Ray Comfort? Þennan sem sagði bananann vera versta óvin þróunarsinna?
Ert þú ekki örugglega að tala um Ray Comfort, þennan sem gaf út bókina On the Origin of Species eftir Charles Darwin árið 2009 til dreifingar í bandarískum háskólum þar sem hann fór í löngu máli yfir meinta annmarka á henni og lýsti því svo yfir að bókin væri þarna í heild sinni. Það kom reyndar bara fljótlega í ljós að Bananamaðurinn Ray Comfort hafði bara logið blákalt þegar hann sagði eftirfarandi á vef sínum, Living Waters:
Bananamaðurinn hafði nefnilega, líklega eftir ábendingu frá guði sínum, sleppt fjórum veigamiklum köflum úr bókinni, þar af köflum 11, 12 og 13 sem eru lykilkaflar í ritinu. Bananamanninum þótti nefnilega betra að rökræða við Darwin, löngu dauðan, þegar hann var búinn að fjarlægja öll bestu rökin. En þetta er nú einu sinni Bananamaðurinn, gæinn sem segir að bananinn sé versti óvinur þróunarsinna. Er við hæfi að segja að Bananamaðurinn hafi dottið kylliflatur á bananahýði lyginnar?
Það er reyndar skondið að Bananamaðurinn virðist eiga í vandræðum með vefinn sinn því hann virðist hafa eytt síðunni þar sem þetta kemur fram. Þetta sést á því að þar kemur fram villa ef reynt er að nota vefslóðina á yfirlýsingu Bananamannsins (smelltu bara og prófaðu, jafnvel Guð gæti ekki endurheimt þessa týndu frétt). En Bananamaðurinn getur þó verið kátur því The Wayback Machine tók afrit af henni fyrir kallinn og geymir á góðum stað. Þar sést glögglega að Bananamaðurinn dregur ekkert af sér í yfirlýsingum sínum og drýgir þar með eina af lykilsyndunum, held ég.
Í ljósi þessa og margra annarra hluta er rétt að spyrja af hverju við ættum að taka nokkurt mark á Ray Comfort sem segir bananann vera versta óvin þróunarsinna? Manninum sem sveigir og teygir sannleikann, felur gögn og fer með hrein ósannindi þegar það hentar honum? Þessi maður er gjörsamlega marklaus, hann er núllstillingin á áreiðanleikamælinum og toppstillingin á 'krípí'-mælinum sbr. það þegar hann sendi fullt af fólki á elliheimilum miða á hvern það var beðið um að rita áætlaða tímasetningu dauðdaga síns. Bananamaðurinn vildi nefnalega hvetja þetta sinnulausa lið til þess að íhuga hverfulleika lífsins og, væntanlega, biðla til Guðs um gott sæti á himnum.
Ef við erum að tala um þennan Bananamann þá virðist hann vera steyptur í sama mót og flest allir þeir sem þú vitnar til; hann er bara gírugur gaur sem sést ekki fyrir í verkum sínum og stendur fyrir svo auman málstað að hann getur ekki einu sinni unnið rökræður við löngu dauðan Charles Darwin nema að fela drjúgan hluta af góða stöffi karlsins.
Veistu, ég held að þetta segi allt sem þarf að segja í þessu samhengi! Þú verður bara að halda áfram að efast því enn hefur þér ekki tekist að sanna tilvist Guðs þrátt fyrir mikla fyrirhöfn. Getur verið að þú sért trúlausastur okkar allra því þú virðist hafa svo mikla þörf fyrir að sanna með beinum hætti að Guð sé til? Þér virðist bersýnilega ekki nægja að lesa um hann í gömlum sögubókum.
En að grípa til Bananamannsins? Er það ekki eins og að grípa tifandi handsprengju þegar þú ætlaðir bara að fá þér gómsætan banana?
Óli Jón, 28.6.2013 kl. 02:56
Ég hef gaman að Ray Comfort og er engan veginn sannfærður um hans óheiðarleika. Það sem allt hans starf snýst um er boðorðin tíu og "þú skalt ekki ljúga" er það auðvitað mjög áberandi.
Hérna fjallar Ray um þetta, sjá: http://www.usnews.com/news/blogs/god-and-country/2009/11/02/ray-comfort-responds-to-genie-scott-on-creationist-origin-of-species
Ég þekki ekki söguna á bakvið af hverju það vantaði nokkra kafla í hluta af þeim bókum sem voru gefnar út en megnið af þeim eða 170.000 eiga að hafa haft alla kaflana. Ef þú heldur að ástæðan sé að í þessum köflum voru virkilega góðu rökin fyrir Þróunarkenningunni þá... er það dáldið fyndið :)
Í þessari mynd þá einfaldlega er Ray Comfort að spjalla við þróunarsinna og spyrja þá spurninga. Ég held að ég muni hafa gaman af því að heyra þetta spjall. Ég hef aðallega áhyggjur af því að þekkingarleysi Ray muni koma honum í klandur og leyfa þessum gaurum að komast upp með einhverjar blekkingar eins og að við höfum góð dæmi um að stökkbreytingar geti búið eitthvað nytsamlegt til.
Mér finnst ekki rétt framsetning að ég sé að reyna að sanna að Guð sé til, aðeins að benda á það sem styður þá trú og síðan benda á hvað er óvísindalegt við Þróunarkenninguna. Fjallið af gögnum sem passar ekki við þá trú. Alveg rétt að mér nægir ekki að lesa um Guð í gömlum sögubókum, mér finnst mjög eðlilegt að gera ráð fyrir því að sönnunargögnin sem ég hef aðgang að í dag passi við þá trú sem ég hef.
Svo, ég er hérna ekkert að grípa til Bananamannsins, ég er bara að benda á áhugaverða mynd þar sem hann spjallar við þó nokkra þróunarsinna um þeirra trú; ekkert meira en það.
Mofi, 28.6.2013 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.