Er kynlíf utan hjónabands synd?

Að kynlíf er aðeins í lagi ef það er innan hjónabands er ein óvinsælasta kenning kristinnar. Svo óvinsæl að margir sem flokka sig kristna kannast ekkert við hana. Þetta er nýleg breyting vegna samfélagsins enda ekki í fyrsta sinn sem samfélagið hefur áhrif á kirkjuna á meðan það er kirkjan sem á að hafa áhrif á samfélagið.  Það sem er svo erfitt við þetta er að flestir kristnir eru svo djúpt sokknir í samfélagið sem þeir búa í að megnið af þeirra upplýsingum koma frá samfélaginu en ekki Biblíunni.

Biblían er alveg skýr, kynlíf utan hjónabands er synd. Ekki beint regla sem er mér eðlislæg en ég ákveð ekki hvað er rétt og hvað er rangt. 


mbl.is „Lífið er stutt, haltu framhjá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill

gefur þér að fólki finnist "synd" vera eitthvað sem skiptir máli.

og restin af þessari færslu þinni er meira rugl en orðið synd.

eigðu góðan dag og æðisleg jól :)

Egill, 18.12.2012 kl. 01:14

2 Smámynd: Mofi

Egill, margir verða alveg brjálaðir þegar sagt er að samkynhneigð er synd svo ég held að staðreyndin er að þetta skiptir helling af fólki máli. Þetta er síðan eitthvað sem er fyrir kristna en ekki guðleysingja. Auðvitað ætti það ekki að skipta neinu máli fyrir guðleysingja hvað er synd og hvað er ekki synd.

Mofi, 18.12.2012 kl. 09:54

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég skrifaði einmitt einu sinni grein um þetta á Vantrú (http://www.vantru.is/2012/02/23/12.00/), það væri afskaplega gaman að heyra núverandi biskup Þjóðkirkjunnar segja hvað henni finnst um þetta, því eins og þú segir þá er þetta almennt samþykkt núna, þvert á það sem kristnir menn hafa sagt frá upphafi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.12.2012 kl. 19:29

4 Smámynd: Mofi

Fín grein hjá þér Hjalti; gaman að benda á hvernig viðhorf kirkjunnar hafa breyst í gegnum tíðina.

Mofi, 18.12.2012 kl. 22:57

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Skrýtið að flokka sig sem kristinn og hundsa síðan kenningarnar. Getur verið að margir sem kalla sig kristna séu í raun eitthvað annað?

Hörður Þórðarson, 19.12.2012 kl. 06:18

6 Smámynd: Mofi

Hörður, það væri í góðu samræmi við það sem Jesú fjallaði mikið um í mörgum af sínum dæmisögum. Það virðist fara framhjá ótrúlega mörgum kristnum að dæmisögurnar fjalla að mjög stórum hluta um hóp af kristnum þar sem sumir eru falskir. Það er auðvitað kærleiksrík viðvörun til okkra allra, hvatning til að skoða sjálfan í ljósi Orðs Guðs.

Mofi, 19.12.2012 kl. 08:29

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hvernig skyldi standa á því að margir vilja kalla sig kristna þegar þeir vilja síðan ekki fara eftir kenningum kristninnar? Að minnsta kosti lítur það þannig út fyrir mér. Ég get skilið fermingarbörnin sem vilja veislu og gjafir, en ég á erfiðara með að skilja fullorðið fólk sem hagar sér svona. Mér detta orð í hug eins og óheiðarleiki og hræsni.

Hörður Þórðarson, 19.12.2012 kl. 13:50

8 Smámynd: Mofi

Kannastu við bókina "Prinsinn"?  Þetta er svona bók sem fjallar um pólitík og hvernig á að ná völdum og halda völdum. Ég las bók sem fjallaði um tíu verstu bækur mannkynssöguna, þ.e.a.s. bækur sem höfðu mjög slæm áhrif á samfélagið og þess bók var ein þeirra.  Ein af ráðunum sem Niccolò Machiavelli gefur í bókinni er einmitt að þykjast vera kristinn eða hvaða önnur trúarbrögð eru vinsæl á þínum tíma til að fá meiri vinsældir og trúverðugleika. Núna eru svo margir búnir að misnota þetta að segjast vera kristinn lætur fólk efast meira um þín heillindi frekar en að auka traust til þín.

Mofi, 19.12.2012 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 802801

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband