10.10.2012 | 11:21
Setlög í höfunum of þunn ef að jörðin er margra miljón ára gömul
Ef að setlög hafa verið að safnast saman á botni sjávar í þrjá miljarða ára þá ættum við að finna margra kílómetra þykkt setlög á botni hafsbotninum.
Sérhvert ár þá riðja vatn og regn í kringum 20 miljörðum tonna af jarðvegi af meginlöndunum og setja þau á hafsbotninn (1). Myndin hérna til hægri útskýrir þetta.
Megnið af þessu efni safnast saman nálægt meginlöndunum en samt er meðal þykktin á þessum setlögum í kringum 400 m (2).
Sum setlög virðist hafa verið fjarlægð þegar meginlands flekarnir hreyfast en í kringum 1 miljarður jarðvegs er talinn fjarlægast þannig (2). Þannig að 19 miljarðar tonna jarðvegs safnast þannig á hverju ári. Á þeim hraða ættu 400m þykk setlög að safnast saman á innan við 12 miljón árum en ekki mörgum miljörðum árum.
Það er auðvelt að samræma þessi gögn við syndaflóð Biblíunnar þar sem miklar hamfarir orsökuðu það sem við sjáum og síðan róaðist allt niður í það sem við sjáum í dag en ekki við mörg hundruð miljónir ára af hægum breytingum samkvæmt þróunarsinnum.
Tilraunir til að bjarga þróunarsinnum frá þessu þá vilja sumir meina að þetta ferli hafi verið miklu hægara í gamla daga. Vandamálið við það er að við höfum engin vitni að því og enga ástæðu til að ætla það og síðan þegar við skoðum setlögin sem við þegar höfum þá virðast þau hafa myndast hraðar en þau eru að myndast í dag. Við getum séð það á kornastærðum og lögum í setlögunum.
Fengið héðan: Very Little Sediment on the Seafloor
1. John D. Milliman and James P. N. Syvitski, Geomorphic/Tectonic Control of Sediment Discharge to the Ocean: The Importance of Small Mountainous Rivers, The Journal of Geology 100 (1992): 525544
2. William W. Hay, James L. Sloan II, and Christopher N. Wold, Mass/Age Distribution and Composition of Sediments on the Ocean Floor and the Global Rate of Sediment Subduction, Journal of Geophysical Research 93, no. B12 (1998): 14,93314,940.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803195
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vil taka fram að ég hef ekki sterka skoðun á því hve gömul sjálf jörðin er sem hnöttur í geimnum. Kannski talar Biblían um upphaf alls alheimsins eða hún er að tala um upphaf mannkyns. Ég tel aftur á móti nokkuð skýrt að Biblían talar um að lífið á jörðinni er mjög gamalt eða innan við tíu þúsund ár og að margt styður það. Hérna fjalla ég um staðreyndir sem passa ekki við þróun og myndun setlaga á mörg hundruð miljónum árum eins og þróunarsinnar trúa.
Mofi, 10.10.2012 kl. 11:41
Þú talar eins og það sé einhver "trú" sem þurfi til að geta sér til hvað jörðin sé gömul. Það er er einhver misskilningur. Jarðeðlisfræðingar hafa núorðið ágætlega góðan skilning á því hvað jörðin sé gömul.
Alfræðisíðan Wikipedia gefur upp aldur jarðar með 1% óvissu. Þú ættir að senda inn leiðréttingu ef það er kolrangt.
http://en.wikipedia.org/wiki/Age_of_the_Earth
En svona grínlaust, hvernig sérðu fyrir þér að fyrirbærið "syndaflóð" hafi verið? Að vatnsyfirborð alls staðar á jörðinni hafi barasta allt hækkað um einhverja tugi eða hundruð metra? (Hvaða kom allt það vatn??) Eða geisaði fárvirði alls staðar á jörðinni samtímis??
Skeggi Skaftason, 10.10.2012 kl. 15:40
Skeggi, það þarf mikla trú þar sem gögnin sem við höfum benda í alls konar áttir. Hérna bendi ég á eina sem er margfallt áreiðanlegri heldur en geislaefnis ruglið sem við höfum aldrei getað sannreynt á neinu sýni sem við vitum aldurinn á.
Biblían talar um að það hafi aðalega komið úr iðrum jarðar og enn í dag er mikið magn þar. Síðan að jörðin hafi ekki haft jafn há fjöll og jafn djúpa dali og við höfum í dag. Það er nógu mikið vatn í dag til að hylja jörðina svo...
Mofi, 10.10.2012 kl. 15:54
Ertu þá að meina að grunnvatn hafi tekið uppá því að sprautast upp úr jörðinni? Hvernig gæti það hafa gerst?
Annars var ég ekki að spyrja þig út í biblíuþekkingu, heldur hvernig og hvort þú sérð fyrir þér að náttúruöflin (stýrt af Guði eða ekki) hefðu getað valdið "syndaflóði".
Skeggi Skaftason, 10.10.2012 kl. 21:44
Stundum held ég að answeringgenesis.org sé grín.
Jón Ragnarsson, 10.10.2012 kl. 23:39
En jafnvel amatörinn ég get svarað Mr. Snelling. Í fyrsta lagi vantar alla útreikninga þarna, Andrew Snelling slengir fram bara einhverjum tölum sem ómögulegt er að sannreyna.
Svo (viljandi eða óviljandi) sleppir hann að nefna að höfin breytast, land rís, ný meginlönd myndast. Þess vegna finnum við steingervinga af skeldýrum lengst uppi á fjöllum.
Jón Ragnarsson, 11.10.2012 kl. 00:00
Ég held að tvennt hafi spilað inn í, jörðin hafi flatari og magn sem var neðanjarðar hafi verið leyst úr læðingi, kannski með loftsteinum eða jarðskjálftum.
Jón Ragnarsson, þetta er aðeins stóra myndin, hve mikið magn kemur með rofi af meginlöndunum ofan í höfin og síðan tekið tillit til þess hve mikið magn hreyfingar á meginlandsskorpunum taka til sín.
En ef þú vilt ýtarlegri útreikninga þá eru þeir alveg til, sjá: http://www.icr.org/research/index/researchp_lv_r01/
Mofi, 11.10.2012 kl. 07:25
Svo ein ástæðan fyrir því að þú hafnar gamalli jörð er þykkt á setlögum í hafinu, og þér finnst núverandi kenningar og útreikningar ekki standast.
Svo leggur þú til að guðinn þinn hafi gert þetta, og leggur til að syndaflóð sé í raun orsökin.
Ég finn sum sé lykt af tvennu: Double standard og God of the gaps.
Ég er þó viss um að þú sért með greinargóða útskýringu á því hvernig syndaflóðið gerði þetta. Endilega skelltu því hingað inn, ég hefði áhuga á hvaða útfærsla sannfærir þig svona.
Tómas, 11.10.2012 kl. 11:16
Tómas, aðal punkturinn er að hérna sjáum við staðreyndir sem er erfitt að samræma við sögu þróunarsinna. Auðvitað gæti ferlið hafa verið hægara eða hraða í fortíðinni en það ætti að láta alla velta því fyrir sér að við erum alltaf að gera svona ályktanir svo allar ályktanir um aldur hluta eru ekkert voðalega áreiðanlegar því að þær eru allar byggðar á óþekktum atriðum.
Mofi, 11.10.2012 kl. 11:23
Kannski "erfitt" já. Ekki ómögulegt, né jafnvel ólíklegt. Ég veit það ekki svosem. Hef ekki lesið mér mikið til um þetta nýlega.
Hinsvegar var ég að hnýta í færsluna þína, sem gerir því skóna að úr því þetta sé erfitt mál þá sé eins hægt að líta til syndaflóðsins sem betri útskýringar.
Mér finnst þetta vera uppgjöf sköpunarsinnans gagnvart spurningu sem og sókn í guðsgjánna. Einnig er ég, eins og ég ritaði að ofan, forvitinn að vita nánar um útskýringuna sem fylgir syndaflóðinu.
Tómas, 11.10.2012 kl. 11:32
Aðeins að þessar staðreyndir passa vel við sköpunarsöguna en passa ekki vel við sögu þróunarsinna. Ég held að góð leið er að vera með tvær sögur og síðan athuga, hvor sagan passar betur við gögnin. Hvor sagan útskýrir gögnin betur en hin. Svo hérna bendi ég á dæmi þar sem saga Biblíunnar passar betur við gögnin.
Mofi, 11.10.2012 kl. 11:39
Mér finnst það helst til ódýrt að segja: "Vísindin geta ekki útskýrt þetta á fyllilegan hátt - það vantar prósentur hér, árþúsund hér, metra hér og þar o.s.frv" og ljúka svo hugsuninni með "Well.. risastórt flóð gæti hafa látið jörðina líta svona út.".
Það er það sem ég átti við með "double standard" að ofan.
Tómas, 11.10.2012 kl. 11:47
Ég skil ekki alveg hvernig þú færð "double standard" út úr þessu. Hérna eru tveir hópar með mismunandi sögu varðandi fortíðina. Báðir hóparnir aðhyllast vísindi og viðkomandi vísindamenn þarna eru með gráður í þessum fræðum og nota hina vísindalegu aðferð til að öðlast þessa þekkingu.
Síðan eru gögnin einfaldlega borin saman við sögurnar og þarna sér hópurinn sem hefur söguna frá Biblíunni að þessi gögn passa betur við sögu Biblíunnar en þessi almenna saga sem þróunarsinnar hafa skáldað síðustu hundrað árin eða svo.
Mofi, 11.10.2012 kl. 11:53
Er útskýringin með flóðinu bara þessi? Að með flóðinu hafi setlögin raðað sér á ákveðinn hátt? Er ekkert meira sem fylgir? Engin útskýring á því af hverju jarðskorpan inniheldur bæði há fjöll á meginlandinu og djúpa skurði í sjónum. Ég hefði haldið að ef flóðið væri svona gífurlega öflugt, þá myndi það í raun fletja út alla jörðina - og ég sé það ekki lagast á inann við 6000 árum aftur.
Þess vegna kalla ég þetta double standard. Ég er tvívegis búinn að spyrja um nánari útlistun á kenningum ykkar, en þú hefur engu svarað. Ég er reyndar viss um að þú ert með betri útskýringu en þú ritaðir að ofan sem er:
"miklar hamfarir orsökuðu það sem við sjáum og síðan róaðist allt niður í það sem við sjáum í dag"
Tómas, 11.10.2012 kl. 12:08
Síðan eru gögnin einfaldlega borin saman við sögurnar og þarna sér hópurinn sem hefur söguna frá Biblíunni að þessi gögn passa betur við sögu Biblíunnar ...
Þetta er mótsögn, að aðhyllast vísindi og "hafa" sögu frá biblíunni.
Skeggi Skaftason, 11.10.2012 kl. 13:28
Skeggi, af hverju? Vill nú svo til að sá sem er faðir hinnar vísindalegu aðferðar trúði á Biblíulega sköpun og síðan þeir sem lögðu grunninn að nútíma vísindum gerðu hið sama svo... hvernig færðu þetta eiginlega út?
Auðvitað þá á það að vera þannig að gögnin passa ekki við söguna þá ber að skoða hvort að það þarf að hafna sögunni. En við erum að tala um hvað gerðist í fortíðinni svo það er ekkert að því að meta þær sögur um fortíðina sem við höfum til að athuga hvort þær standast það sem við finnum í dag.
Mofi, 11.10.2012 kl. 14:52
Það er alveg heill kafli út af fyrir sig, ég gerði einu sinni þessa grein hérna: Hvaða staðreyndir styðja Nóaflóðið?
Hérna er síðan síða eftir jarðfræðinginn Tas Walker þar sem hann útskýrir jarðfræði módelið sem við fáum út frá Biblíunni, sjá: http://biblicalgeology.net/
Út frá þessu módeli getum við athugað hvernig raunveruleikinn passar við það sem við ættum von á að sjá út frá Biblíunni. Allt of margir dæma sögu Biblíunnar sem ranga án þess einu sinni að skilja hverju hún spáir...
Mofi, 11.10.2012 kl. 14:56
Til að fyrirbyggja misskilning þá er módelið hérna: http://biblicalgeology.net/Model/Biblical-Geology.html og þetta er fyrsta síðan, þarft að klikka á "Next" til að sjá áframhaldið.
Mofi, 11.10.2012 kl. 15:05
Svona eins og að jörðin hafi orðið til á undan sólinni? :)
Eða að það hafi virkilega verið trébátur sem náði að hýsa svona margar dýrategundir án mikilla vandræða?
Eða að flóðið náði að breyta setlögunum svona gífurlega, án þess að jafna við jörðu fjallstinda?
Mér finnst fátt passa eins illa við gögnin og biblían.
Þarf nú annars meiri tíma til að lesa yfir þetta módel sem þú sendir. Væri eflaust gaman að kíkja almennilega á það.
Tómas, 11.10.2012 kl. 15:25
Skiptir máli að vita hver hin hliðin er svo hægt sé að meta hana, eins og hve stór var örkin, hve margar tegundir þurfti að hýsa. Ekki að flóðið náði að breyta setlögunum heldur mynda þau og fjallstindarnir mynduðust eftir flóðið. Síðan auðvitað gott að vita hverjar staðreyndirnar eru og hvort það eru vandræði að útskýra eitthvað út frá þróun.
Mofi, 11.10.2012 kl. 15:28
Ókei.. Staðreyndin er sú að við höfum mikla og stóra fjallstoppa.
Hvernig passa þeir við flóðið?
Tómas, 11.10.2012 kl. 15:32
Endilega lestu um hvert Biblíulega módelið er til að fá hugmynd um hvað er verið um að ræða. Í stuttu máli þegar kemur að fjallstindunum þá er alveg sama útskýringin á þeim og þróunarsinnar hafa nema að við teljum að þetta ferli hafi verið miklu hraðara en þeir halda.
Meira um þetta: http://www.icr.org/article/103/ og http://www.icr.org/article/recent-rapid-uplift-todays-mountains/
Mofi, 11.10.2012 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.