Guðleysi er trú

atheism_prophet.jpgÍ gegnum alla mannkynssöguna þá hefur fólk reynt að skilja heiminn sem það lifir í. Hefur reynt að svara ákveðnum spurningum sem brenna á öllum þegar þeir öðlast sjálfsmeðvitund. Þegar barn áttar sig á því að dag einn mun það deyja eða dag einn mun mamma deyja. Þegar gamall maður horfir yfir farinn veg og veltir því fyrir sér hver tilgangurinn var með öllu hans striti. Þegar foreldrar missa barn sitt og í sorg spyrja sig hvort það sé engin von gagnvart dauðanun. 

Trúarbrögð heimsins eru einfaldlega tilraunir fólks til að svara þessum spurningum. Í sumum tilfellum eins og tilfelli Búdda þá fékk hann uppljómun og hún var að losna undan tengslum og tilfinningum við þennan heim og þegar þú nærð fullkomnun þá hættir þú að vera til.  Í tilfelli Grikkja og rómverja þá skálduðu menn upp alls konar sögur af guðum en engin tók þau rit alvarlega þó að margir hafa án efa trúað mjög heitt að þessir guðir væru til.  Í öðrum tilfellum þá fullyrtu menn að skapari himins og jarðar hefði haft samband við þá eins og í tilfelli spámanna Gamla Testamentisins.  Í öllum þessum tilfellum þá varð til trú sem svaraði stóru spurningum lífsins. Ekki ber að gleyma að í tilfelli Búdda þá innihélt hans trú engan Guð, hann var sem sagt fyrsti trúaði guðleysinginn.

Guðleysingjar vilja setja þetta þannig upp að trúa ekki á eitthvað verðskuldar ekki nafn eins og að spila ekki tennis ætti ekki að hafa eitthvað sérstakt heiti. Að segja að einhver er "ekennis" spilari og að það þýðir að þarna er um að ræða einstakling sem spilar ekki tennis þá er verið að búa til rugl hugtak sem þjónar engum tilgangi.  Það að trúa ekki á eitthvað er ekki trú.  Þetta hljómar kannski vel en málið er að guðleysingjar eru að gera það sama og fólk í gegnum aldirnar hefur gert sem er að svara stóru spurningum heimsins, þeir einfaldlega gera það út frá þeirri forsendu að það er enginn Guð til.

Skoðum stóru spurningar lífsins og hvernig kristnir og guðleysingjar svara þeim:

  • Hvaðan komum við?
    Kristnir: Mannkynið var skapað af Guði.
    Guðleysingjar: Tilviljanir og náttúruval bjó til mannkynið.
  • Af hverju erum við hér?
    Kristnir: Til að lifa og eiga samskipti við Skaparann og hvort annað.
    Guðleysingjar: Það er tilviljun að við erum hér, enginn tilgangur með tilvist okkar.
  • Er einhver von andspænis gröfinni?
    Kristnir: Jesú mun koma aftur og reisa okkur upp frá dauðum til eilífs lífs.
    Guðleysingjar: Þegar þú deyrð þá er allt búið og þú verður aldrei til aftur.

Augljóslega þá vita guðleysingjar ekki svörin við þessum spurningum heldur svara þeir þeim í trú þannig að heimsmynd guðleysingja er augljóslega trúarleg heimsmynd, alveg eins og restin af fólkinu í heiminum.

Annað tengt þessu:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband