Svör við rökum Kenneths Miller um Vitræna hönnun

Mér var bent á þetta myndband hérna þar sem Kenneth Miller fjallar um kenninguna um Vitræna hönnun. Ætla að reyna að svara því helsta sem þarna kemur fram en sumu var ég búinn að svara áður en ég hef aldrei svarað þessu í heild sinni.  Hérna er myndbandið og síðan fyrir neðan þá útskýri af hverju Kenneth Miller hefur rangt fyrir sér.

kennethmiller.jpgPresturinn sem biður fyrir fyrirlestrinum og talar um að við eigum að nálgast þetta efni í auðmýkt og láta Guð kenna okkur um Hans hlutverk í heiminum

Í fyrsta lagi þá er ekkert auðmjúkt við Kenneth Miller og hans málflutning þarna og í öðru lagi þá er snýst þróunarkenningin aðalega um að útskýra hönnun án hönnuðar svo hlutverk Guðs er sama sem ekkert samkvæmt Kenneth Miller. Þarna t.d. reynir Ken að sýna fram á að menn og apar eiga sameiginlegan forföður á meðan Kaþólska kirkjan sem hann þykist tilheyra segir að mannkynið var sérstaklega skapað af Guði.  Þetta er allt svo rangt að mér er hálf flökurt við að hugsa út í það.

Hérna fjalla ég um af hverju að blanda saman kristni og þróunarkenningunni gengur ekki upp, sjá: Er hægt að samræma þróunarkenninguna og kristni?

Scopes réttarhöldin 

Hann fjallar smá um Scopes réttarhöldin en fyrir áhugasama um hvað raunverulega gerðist þar þá mæli ég með þessari grein hérna: The Scopes “Monkey Trial”—80 Years Later

Þróunarkenningin eyðileggur grunninn að siðferði

Ehh, JÁ! LOL   talandi um eitthvað sem er augljós, sjá: ‘Sexual perversion is good for you’, claims BBC

Auka skilning á vísindum

Ken talar um að auka skilning á vísindum en síðan kemur löng ræða sem bara gerir grín að þeim sem eru honum ósammála. Gaman að vita hvernig sumir halda að vísindi snúast um að móðga fólk. Eins og algengt er með þróunarsinna þá lætur hann sem svo að gagnrýni á þróunarkenninguna er eins og að gagnrýna jarðfræði eða eðlisfræði. Þetta er svo óheiðarlegt að það nær engri átt. Kenningin innan fræðigreinar er ekki fræðigreinin sjálf.  Þeir sem lögðu grunninn að jarðfræði, líffræði, erfðafræði og mörgum öðrum fræðigreinum voru ósammála þróunarkenningunni svo það gerir að engu þessi rök Kens. Hvað myndi fólki finnast ef að plötukenningin eða kenningin um Miklahvell hefði verið varin með svona aðferðum?  Augljóslega hefðu menn bara hlegið að þeim sem ætluðu að reyna að sannfæra fólk um að þeirra kenningin væri rétt með svona aðferðum.  

Why are you singleling one topic for consideration

Af því að við höfum sannfæringu um að þetta efni er rangt. Ef að það er eitthvað annað efni sem fólk hefur sannfæringu um að sé rangt þá mun það örugglega benda á það líka. Þetta efni náttúrulega er síðan líka hlaðið tilfinningum því að þetta er aðal vopn guðleysingja gegn kristni og trú á Guð.

Judge Jones réttarhöldin

Hvaða vísindamaður myndi samþykkja að dómarar væru þeir sem ákveddu um hvað tilheyrir vísindum og hvað ekki?  Augljóslega þá er Ken Miller hérna viðbjóðslega óheiðarlegur því að hann hefði rakkað Jones í spað ef að hann hefði tekið afstöðu með þeim sem aðhyllast Vitræna hönnun. Það er líka áhugavert að þessi dómari lét ACLU félagið hreinlega segja sér hver hans dómur átti að vera en hann afritaði stóran part af sinni umfjöllun beint frá þeim, sjá: Study Shows Federal Judge Copied ACLU Text in Dover Intelligent Design Ruling

Hérna er líka eitthvað mjög forvitnilegt um þessi réttarhöld en þessi dómari fór varla rétt með eina einustu staðreynd, sjá: Did Judge Jones Get Anything Right in his Activist Ruling Against Intelligent Design?

Anti evolution

Ken fjallar um hvernig hópar sem eru á móti þróunarkenningunni eru að berjast gegn henni víðsvegar um Bandaríkin. Sannleikurinn er aftur á móti sá að flestir af þeim sem eru samkvæmt Ken að berjast gegn þróunarkenningunni eru í rauninni að berjast fyrir því að það sem við vitum að er ósatt sé ekki kennt og helst að þróunarkenningin sé ekki kennd sem einhver heilagur sannleikur sem má ekki efast um. Einnig eru sumir sem vilja að fjallað sé um atriði sem líffræðingar glíma opinberlega við þegar kemur að þróunarkenningunni, þ.e.a.s. vandamál sem þróunarsinnar sjálfir fjalla um sem vandamál en allt kemur fyrir ekki. Oft þá er verið að reyna að gefa nemendum rétt til að spyrja út í þetta efni en það má ekki einu sinni anda á þessa kenningu, svo veikt er þetta spilahús.

Vitræn hönnun segir að þróunarkenningin er í vandræðum með steingervingana

Í fyrsta lagi þá er það eina sem Vitræn hönnun segir er að sumt í náttúrunni er betur útskýrt með vitrænni hönnun en tilviljanakenndum stökkbreytingum og náttúruvali. Ekkert meira... margir aftur á móti gagnrýna þróunarkenninguna á margan hátt og steingervingarnir eru þar frekar ofarlega. Ken lætur sem svo að það eru til svo margir steingervingar sem styðja þróunarkenninguna að það hálfa væri nóg en það er alveg kolrangt. Þetta er heilmikið efni sem er of mikið til að fara út í hérna, læt nægja að benda á eftirfarandi:

Hvar eru allar milli tegundirnar af steingervingunum?

The links are missing

Fossils Show Stasis and No Transitional Forms

Ambulocetus

whale5a.jpgKen Miller fjallar síðan um þróun hvala og öll gögnin sem styðja hana. Hérna er góð grein sem fjallar um hvað raunverulega fannst og almennt mótrök gegn þessum fullyrðingum Kens, sjá: Whale evolution?

Síðan sýnir Ken Miller dáldið mikið hve algjörlega hann skilur ekki umræðuna því að Vitræn hönnun hefur ekkert á móti millisteingervingum eða sameiginlegum forfeðri.  Ástæðan fyrir því að þeir vísindamenn sem aðhyllast Vitræna hönnun mótmæltu ekki öllum þessum fullyrðingum Kens er vegna þess að Vitræn hönnun fjallar ekkert um steingervinga. Eina sem Vitræn hönnun segir er að sumt í náttúrunni er betur útskýrt með Vitrænni hönnun frekar en tilviljunum og náttúruvali.  Gaman að vita hvort að Ken er þarna óheiðarlegur eða heimskur en mér dettur ekki í hug neinn annar valmöguleiki, hjálp vinsamlegast þegin.

Menn og apar eiga sameiginlegan forföður

Ég var búinn að svara þessum bút af þessu myndbandi hérna: Umfjöllun um bestu rökin fyrir því að menn og simpansar eiga sameiginlegan forföður

Í stuttu máli þá hafa frekari rannsóknir, aðalega á drasl DNA hugmyndinni gert að engu þessi rök Kens. Enn ýtarlegri umfjöllun um þetta hérna:

The chromosome 2 fusion model of human evolution—part 1: re-evaluating the evidence

The chromosome 2 fusion model of human evolution—part 2: re-analysis of the genomic data

Vitræn hönnun og bakteríu mótorinn og irreducible complexity

flagellummotor.gifÉg hef þó nokkuð oft fjallað um þennan mótor:

Síðan kemur Ken með þau rök að ef að kerfið er óeinfaldanlegt þá er ekki hægt að taka kerfið í sundur og finna einhverja virkni meðal þeirra parta. Málið er að þetta er ekki rétt hjá Ken. Michael Behe svaraði þessum rökum strax í sinni bók þar sem þessi hugmynd kom fyrst fram. Málið er að rökin eru ekki að það er ekki hægt að finna neina virkni meðal þeirra parta sem viðkomandi kerfi er sett saman úr heldur að kerfið eða tækið er óeinfaldanlegt með tilliti til ákveðna parta. Þetta er svona eins og tölva er óeinfaldanleg sem tölva ef þú fjarlægir örgjafann, minnið, skjákortið eða móðurborðið. Að það er hægt að finna einhverja virkni fyrir móðurborðið eins og sem hurðastoppara er ekki einhver rök fyrir því að tölvan er ekki óeinfaldanleg.

Hérna er ýtarleg umfjöllun um þessi rök Kens, sjá:

How Kenneth Miller Used Smoke-and-Mirrors to Misrepresent Michael Behe on the Irreducible Complexity of the Blood-Clotting Cascade (Part 1)

Greinar sem fjalla um þróun ónæmiskerfisins 

Ken Miller segir frá óheiðarlögu blöffi sem var gert í Dover réttarhöldunum þar sem hrúga af greinum sem áttu að sýna fram á þróun ónæmiskerfisins og að þarna sýndi Behe fram á að jafnvel ef gögnin og rökin eru mikil þá skiptir það engu máli fyrir Behe.  Í stuttu máli þá var Behe að tala um að það væri ekki til raunhæf tilgáta um hvernig ónæmiskerfið varð til með tilviljanakenndum stökkbreytingum og náttúruvali og að þessar greinar voru aðeins að fjalla um að það væri hitt og þetta líkt með mismunandi ónæmiskerfum sem er engan veginn svar við þessu.

Hérna er grein sem fjallar ýtarlegra um þetta atriði í réttarhöldunum, sjá: Ken Miller and the Evolution of the Immune System: "Not Good Enough"?

Vitræn hönnun er trúarleg hugmynd

Í fyrsta lagi þá gæti hönnuðurinn verið einhver geimvera svo jafnvel ef einhver ályktar að lífið á jörðinni hljóti að vera hannað þá þarf það ekki að þýða að hönnuðurinn er Guð. Í öðru lagi þá að mínu mati eiga vísindi að snúast um leitina að sannleikanum með aðferðafræði vísindanna að vopni. Skemmtilegt að minnast á að Francis Bacon höfundur hinnar vísindalegu aðferðar var sköpunarsinni svo ekki væri hann sammála því að það má aldrei nefna neina vísindalega þekkingu sem styður tilvist Guðs eða að það verður að útskýra allt milli himins og jarðar án Guðs. Hvað ef að Guð er hönnuðurinn? Þá er búið að stilla upp vísindum sem lygi sem getur ekki uppgvötað sannleikann. Algjör fyrra og þeir sem vilja slíka fyrru er auðvitað frjálst að samþykkja það en ég læt ekki neyða svona vitleysu ofan í mig.

Kennið deiluna

Þegar kemur að vísindum þá er einmitt það sem hefur verið hvatinn að ótal vísindalegum uppgvötunum er að menn deila um hvernig er best að túlka staðreyndirnar. Besta leiðin er að ná tökum á einhverju efni er að heyra rök með og rök á móti. Ef að þróunarkenningin er svona góð þá ætti það ekki að vera vandamál en þróunarsinnar vita að kenningin ræður engan veginn við neina samkeppni. Það er samt gaman að sumir þróunarsinnar viðurkenna að það er góð leið til að læra vísindi að fræðast um rök með og rök á móti, sjá:

Bandaríkin eru fremst þegar kemur að vísindum

Já, það er mjög merkilegt. Kannski er það miklu frekar að efinn um þróunarkenninguna sem hjálpar til?  Þróunarkenningin sem segir að þú þarft ekki að nota þína vitsmuni til að búa til flókna hönnun og leysa vandamál svo við höfum mjög góðar ástæðu að álykta að slík trú hindri vísindaframfarir.   

Læt þetta duga en ef einhver veit um eitthvað sem ég sleppti sem honum finnst mikilvægt þá endilega látið mig vita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband