Eru tvær sköpunarsögur í Biblíunni?

Garden-Eden-Adam-EveSú fullyrðing að það eru tvær sköpunarsögur í Biblíunni er í mínum augum ótrúlega kjánaleg. Að höfundur 1. Mósebókar hafi á einni blaðsíðunni sagt eina sögu og síðan á næstu blaðsíðu haft allt öðru vísi sögu sem væri í beinni mótsögn við hina fyrri. Að þessi hópur fólks, gyðingar sem eru þekktir fyrir að vera óvenju gáfað fólk hafi í mörg hundruð ár ekki tekið eftir eða verið sátt við mótsögn strax á fyrstu blaðsíðu þeirra bókar sem á að vera orð Guðs í þeirra augum.

Fólk sem heldur þetta ætti frekar að stoppa aðeins og íhuga að kannski eru það þau sem eru að misskilja eitthvað.

Fyrir mig er þetta mjög einfalt, á fyrstu blaðsíðu Biblíunnar er gefin heildarmynd af því sem gerðist. Það er farið yfir hvað gerðist á hverjum degi og síðan er sú yfirferð búin. Í næsta kafla er fókusinn settur á sköpun mannsins og Edens og ekkert verið að fjalla um hvað gerðist á hvaða degi heldur aðeins þennan atburð. 

Þannig er málið leyst og þetta er mjög algeng aðferð til að segja sögur, þ.e.a.s. að gefa fyrst yfirlit og fara síðan í meiri smá atriði. Má í rauninni segja að allar bækur með efnisyfirlit eru í rauninni að nota þetta prinsipp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, í síðari sögunni er líka sagt frá sköpun jurta og dýra, og þar gerist það á eftir sköpun mannsins. Þetta eru einfaldlega tvær mismunandi sögur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.9.2012 kl. 19:33

2 Smámynd: Mofi

Ég sé þarna vera að fjalla um sköpun Edens.

Mofi, 13.9.2012 kl. 20:43

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

1:25 Guð gjörði villidýrin, hvert eftir sinni tegund, fénaðinn eftir sinni tegund og alls konar skriðkvikindi jarðarinnar eftir sinni tegund.

1:26 Guð sagði:

"Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni."

Guð skapaði dýrin, svo mannin til að drottna yfir þeim.

---

2:18 Drottinn Guð sagði: "Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall. Ég vil gjöra honum meðhjálp við hans hæfi." 19Þá myndaði Drottinn Guð af jörðinni öll dýr merkurinnar og alla fugla loftsins og lét þau koma fyrir manninn til þess að sjá, hvað hann nefndi þau.

Nei, maðurinn er einn, þannig að guð skapaði dýrin fyrir hann...

Þannig að ég spyr, hvort er rétt?

Jón Ragnarsson, 19.9.2012 kl. 01:36

4 Smámynd: Mofi

Þegar maður skoðar seinni kaflann þá sjáum við ekki tíma röð, við sjáum ekki þetta gerðist á þessum degi og svo gerðist þetta á öðrum degi. Akkúrat þarna þá hafa þó nokkrir þýðendur þýtt þetta svona:

1. Mósebók 2 - NIV
Now the Lord God had formed out of the ground all the beasts of the field and all the birds of the air. He brought them to the man to see what he would name them.

1. Mósebók 2 - Tyndale
The Lord God had made of the earth all manner of beasts of the field and all manner fowls of the air.

Fyrir mig er að minnsta kosti auðvelt að sjá seinni kaflan sem lýsingu á því sem gerðist í Eden en ekki verið að endurtaka það sem er nýbúið að fara yfir.

Mofi, 19.9.2012 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 803251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband