Börn með ólæknandi sjúkdóm

Sá nýlega auglýsinguna sem var gerð til að styrkja börn með ólæknandi sjúkdóm. Maður finnur mjög til með þessum litlu hetjum sem eru að standa frammi fyrir svona.

Þetta er dæmi um af hverju umræða um þróunarkenninguna skiptir mig máli. Ef að þróunarkenningin er sönn þá eru þessi börn ekkert nema handahófskennd uppröðun efna, tilviljanir og náttúruval bjó þau til og þeirra aðeins að hverfa í tómið og aldrei sjást aftur.  Hver vill fara með þessi börn á stað eins og Natural History Museum og segja þeim að við erum aðeins dýr sem erum komin af apalegum dýrum, enginn tilgangur með okkar tilveru og engin von fyrir þá sem standa frammi fyrir dauðanum?

Satt skal samt alltaf vera satt en málið er að þessi sorglega sýn passar ekkert við sönnunargögnin. Við höfum ótal ástæður til að trúa að við erum börn Guðs og að okkar bíður að vakna aftur til lífs þegar Kristur kemur aftur.

http://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/75421/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Stundum skrifar þú eins og fábjáni Halldór.

Matthías Ásgeirsson, 2.9.2012 kl. 12:24

2 Smámynd: Mofi

Matti, þú gerir þetta svakalega oft, kemur bara með einhverja móðgun en enga málefnalega gagnrýni.

Mofi, 2.9.2012 kl. 12:31

3 Smámynd: Rebekka

Er eitthvað skárra að segja eitthvað í líkingu við: "guð elskar þig, en vegna þess að maðurinn er svo syndugur þá fæddist þú með ólæknandi sjúkdóm og munt líklega þjást þar til þú deyrð langt fyrir aldur fram. En engar áhyggjur, guð er með áætlun fyrir þig..."

Rebekka, 2.9.2012 kl. 13:19

4 Smámynd: Mofi

Rebekka, mér finnst skárra að það eina sem gerist er að þú sofnar og síðan vaknar til lífs á himnum þar sem engin illska, þjáning eða dauði er lengur til.

Mofi, 2.9.2012 kl. 13:30

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

"Ef að þróunarkenningin er sönn þá eru þessi börn ekkert nema handahófskennd uppröðun efna, tilviljanir og náttúruval bjó þau til og þeirra aðeins að hverfa í tómið og aldrei sjást aftur."

Þú talar um náttúruval eins og það sé einhversskonar meðvitund á bakvið hana. Að ungfrú náttúruval sé svo ill að hún framleiði börn á færibandi bara til þess eins að vera gölluð og deyja.

Það er auðvitað alveg svakalega órökrétt. Gætir þá allt eins bara kennt foreldrunum um að vera að búa til börn sem eru ekki heilbrigð.

Bara segi svona.

En þetta er nákvæmnlega ástæðan fyrir því að megnið af guðleysingjum er algerlega ófært um það að trúa á guð(i). Að börn séu sétt hér á jörðina, bara til þess eins að þjást í stuttan eða langan tíma, og deyja svo án þess að fá að upplifa nokkuð annað. Og hvað svo? Himnaríki? Var heimsóknin hingað þá ekki frekar tilgangslaus, óþörf og óvenjuleg pynting?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.9.2012 kl. 13:43

6 Smámynd: Mofi

Ingibjörg, heimsóknin þjónaði þeim tilgangi að viðkomandi fái tækifæri að velja hvað hann vill. Ef við viljum eilíft líf með Guði þá er þetta líf tækifæri til að velja það. Ég reyndi að útskýra deilunni milli góðs og ills eitt sinn, sjá: Vondur heimur sama sem vondur Skapari?

Mofi, 2.9.2012 kl. 13:53

7 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

En hvaðan kom einstaklingurinn? Kom hann frá himnaríki til þess að komast þangað aftur? Þurfti hann að leggja inn umsókn? Kom hann hingað til þess eins til þess að deyja? Skiptir þá einhverju máli hvort hann kom hérna á vegum guðs, eða hvort það var tilviljunarkennd þróun?

Eða var þetta einstaklingur sem var þegar fæddur, og fékk tækifærið á eftir?

Og ef svo er, er þetta þá ekki sama hringavitleysan? Umræddur guð setti einstaklingina hingað niður til þess að þjást, upplifa ótta, og á endanum deyja? Og hvers vegna? Voru börnin ekki verðug nærveru hans áður?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.9.2012 kl. 16:20

8 Smámynd: Mofi

Minn skilningur er að hann var ekki til áður en hann fæddist. Við verðum til og síðan með lífi okkar og ákvörðunum ákveðum við okkar eilífu örlög. Í mínum augum er dauðinn bara stuttur svefn og síðan vaknar maður lífs, eða dóms.

Allir fá smakka lífið, allir upplifa þjáningar og ótta en einnig hamingju og kærleika. Allir fá að sjá gott og illt og geta valið hvort eilíft líf með Guði er það sem það vill. Guð er ekki svo fjarlægur okkur, eins og Páll orðaði það "í Guði lifum við og hrærumst".

Hvort hljómar betur, að dauðinn er svefn og okkar raunir hér vara aðeins í stuttan tíma og síðan tekur við nýtt líf þar sem illska og þjáningar eru ekki til eða að þessi stutti tími sem við höfum hérna er það eina sem við höfum og síðan allt búið?

Mofi, 2.9.2012 kl. 16:35

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Almáttugur guð lætur sem sé sum ung börn deyja af ólæknandi sjúkdómum, en það er í lagi, af því þau "sofna" bara og fara svo til himna.

En ef þau eru óskírð og foreldrar þeirra trúleysingjar eða villutrúarfólk?

Hvað með 18 ára ungmenni sem deyr úr krabbameini, en hefur ekki fermst, afneitar Guði, er ekki í neinu trúfélagi heldur í félaginu Vantrú?

Skeggi Skaftason, 2.9.2012 kl. 23:48

10 Smámynd: Mofi

Ég einfaldlega treysti Guði til að vera réttlátari, kærleiksríkari og vitrari en ég til að finna út úr slíku.

Þessi 18 ára sem þú nefnir mun að mínu mati mjög líklega glatast eða enn frekar Guð mun heiðra hans val í lífinu.

Mofi, 3.9.2012 kl. 08:15

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Halldór, stundum skrifar þú pistla sem verðskulda ekki merkilegri athugaasemdir en þá sem ég skrifaði.

Matthías Ásgeirsson, 3.9.2012 kl. 14:25

12 Smámynd: Mofi

Matti, þá get ég ekki hjálpað þér. Fyrir mitt leiti er þetta mjög mikilvægur punktur. Þetta er atriði sem gerir það að verkum að ég hata ykkar afstöðu og óska ekki neinum að sitja uppi með slíkar hörmungar. Þið eigið alveg betra skilið en að hafa svona ljótar ranghugmyndir.

Mofi, 3.9.2012 kl. 15:49

13 Smámynd: Skeggi Skaftason

Mofi segir

Við höfum ótal ástæður til að trúa að við erum börn Guðs og að okkar bíður að vakna aftur til lífs þegar Kristur kemur aftur.

Eins og hverjar? Að við þurfum ekki að óttast dauðann?

Skeggi Skaftason, 3.9.2012 kl. 23:01

14 Smámynd: Mofi

Við höfum vitnisburð Krists, við höfum vitnisburð þeirra sem komu á undan og eftir Honum. Við höfum uppfyllta spádóma og ótal ummerki um tilvist skapara svo nokkuð sé nefnt. Mér finnst allt of margir nálgast þessa von eins og eitthvað til að traðka á og ef það er einhver ástæða til að efast þá er það nóg til að afskrifa allar ástæðurnar til að treysta.

Mofi, 4.9.2012 kl. 08:07

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hvað varðar vitnisburð Krists, þá hafði Jesús Kristur Jósepsson aldrei komið til himna eða hitt í eigin persónu Guð. Mér vitanlega hefur enginn farið til himna og komið þaðan tilbaka og gefið vitnisburð.

Þú mátt eiga þessa von, mér finnst hún á vissan hátt falleg.

En mér finnst þú brenglaður að segjast "hata" þá afstöðu mína, að ég skuli ekki vilja taka undir þessa von.

Skeggi Skaftason, 4.9.2012 kl. 08:33

16 Smámynd: Mofi

Þá hafnar þú þeim vitnisburði Jesú. Alveg skiljanlegt en endilega rannsakaðu hvort að hann sé ekki traustins verður.

Ég hata afstöðu guðleysis og þróunarkenningarinnar því að mínu mati gerir hún allt lífið að vonlausum, kjánalegum farsa. Allt tal um kærleika og visku verður að engu því að um er að ræða tilviljanakenndan árekstra atóma í hauskúpu vanþróaðra dýra. Þessi afstaða segir að þessi börn eiga enga von, eina sem býður þeirra er að þjást og hverfa að eilífu. Mig einfaldlega hryllir við þessari trú og skil ekki af hverju sumir vilja hanga í hana án þess að hafa nein góð rök eða gögn fyrir þessari afstöðu.

Mofi, 4.9.2012 kl. 09:05

17 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég hata afstöðu guðleysis og þróunarkenningarinnar því að mínu mati gerir hún allt lífið að vonlausum, kjánalegum farsa. Allt tal um kærleika og visku verður að engu því að um er að ræða tilviljanakenndan árekstra atóma í hauskúpu vanþróaðra dýra.

Ég "hata" ekki þessa afstöðu þína en ég get ekki sagt neitt kurteislegt um hana.

En hvaða máli skiptir ÞIG mín afstaða anyway? Ef mín afstaða er RÖNG en þín afstaða RÉTT, nú er þá ekki allt frábært, himnaríki er til og allt það?

Af hverju böggar það þig svona óskapegla hvað mér og öðrum finnst??

Mér finnst satt að segja þín afstaða til minnar afstöðu lýsa dæmigerðri frekju og umburðarleysi mjög margra kristinna um allan heim.

Skeggi Skaftason, 4.9.2012 kl. 11:27

18 Smámynd: Mofi

Endilega segðu mér hvað þér finnst um hana, hafðu ekki áhyggjur af kurteisi.

Ég vil aðeins benda á af hverju ég þá afstöðu sem ég hef og benda á af hverju ég tel aðrar hugmyndir rangar. Ég vil engum svo mikils ills að hafa svona hugmyndafræði sem að lokum mun leiða til glötunar viðkomandi.

Af hverju tengir þú umburðarleysi því að gagnrýna hugmyndafræði sem maður telur vera ranga?

Mofi, 4.9.2012 kl. 12:02

19 Smámynd: Skeggi Skaftason

Af hverju tengir þú umburðarleysi því að gagnrýna hugmyndafræði sem maður telur vera ranga?

Þegar gagnrýni þín er þannig að þú segist hata mína afstöðu, þá er umburðarleysi vægt til orða tekið.

Skeggi Skaftason, 4.9.2012 kl. 12:54

20 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég vil engum svo mikils ills að hafa svona hugmyndafræði sem að lokum mun leiða til glötunar viðkomandi.

Það er þÍN AFSTAÐA að mín hugmyndafræði leiði til glötunar.

Þín afstaða og hugmyndafræði byggist nefnilega á því að það sé ekki nóg að vera góður og vilja öðrum vel. Samkvæmt ÞINNI hugmyndafræði á ég vísa leið til glötunar, vegna minnar afstöðu, en ekki vegna þess hvernig ég haga mér í lífinu.

Það finnst mér ljót og umburðarlaus hugmyndafræði.

Skeggi Skaftason, 4.9.2012 kl. 12:59

21 Smámynd: Mofi

Skeggi
Þegar gagnrýni þín er þannig að þú segist hata mína afstöðu, þá er umburðarleysi vægt til orða tekið.

Ég leyfi þér alveg að hafa þessa afstöðu, ég umber þetta alveg þótt ég vorkenni öllum sem sitja uppi með þessa hugmyndafræði.

Skeggi
Þín afstaða og hugmyndafræði byggist nefnilega á því að það sé ekki nóg að vera góður og vilja öðrum vel. Samkvæmt ÞINNI hugmyndafræði á ég vísa leið til glötunar, vegna minnar afstöðu, en ekki vegna þess hvernig ég haga mér í lífinu.

Það finnst mér ljót og umburðarlaus hugmyndafræði.

Ef einhver leitar ekki Guðs og biður Hann um eilíft líf þá virðir Guð einfaldlega það val. Ef þú ert svo kærleiksríkur að þú hefur aldrei stolið, logið, hatað, drýgt hór, verið gráðugur og fleira þá ertu í góðum málum.

Hvað er umburðarlindi í þínum huga?

Mofi, 4.9.2012 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 802880

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband