Hvað finnst mér um íslam, búddatrú, ásatrú, hindúisma, bahá'i og kaþólsku

1world.jpgNýlega var ég spurður hvað mér finndist um  íslam, búddatrú, ásatrú, hindúisma, bahá'i og kaþólsku á þræðinum:  Vantrú - Fáguð eða fáránleg trú?

Þetta fannst mér vera skemmtileg spurning og gott efni í stutta blog grein.

Íslam

Múhammeð kom 500 e.kr. sagðist byggja á mörgum af bókum Biblíunnar og sagðist vera spámaður eins og Elía og Jeremía nema að hann væri síðasti spámaðurinn sem Guð myndi senda og hann væri að leiðrétta allt sem hefði farið misfarist í varðveislu á Biblíunni.  Mínar ástæður fyrir því að trúa ekki að Múhammeð hafi verið spámaður frá Guði er að hann gerði ekkert til að gefa okkur ástæðu til að trúa að hann hafi verið frá Guði, engin kraftaverk og engir spádómar. Hann síðan er í mótsögn við höfunda Gamla og Nýja Testamentisins en Gamla Testamentið spáir fyrir um Messías sem er Guð sjálfur og höfundar Nýja Testamentisins segja að akkúrat það gerðist en Múhammeð segir að Jesú er ekki Guð og Hann dó ekki á krossinum.  Síðan fyrir mig þá fyrirlít ég hugmyndina um eilífar kvalir í helvíti en hún er mjög áberandi í Kóraninum en það mætti tína helling í viðbót til að efast um að Kóraninn sé raunverulega frá Guði.

Búddatrú

Þar sem ég hef varið megnið af mínum tíma til að gagnrýna guðleysi þá er ég í rauninni búinn að útskýra hvað ég hef á móti búddisma því að búddistar almennt trúa ekki á tilvist Guðs. Við það bætist síðan við að takmark búddisma er að slíta tengslin við þetta jarðneska líf til að lina þjáningar. Ég skil takmarkið en mér finnst leiðin vera röng. Ég tel að þykja vænt um vini og ættingja er mikils virði, jafnvel þótt að um leið og manni þykir vænt um aðra manneskju þá á maður á hættu að finna sársauka ef hún hafnar manni, særir mann eða hún deyr.

Ásatrú

Ég hef ekki hitt neinn sem virkilega trúir á tilvist Þórs og Óðins.  Jafnvel þeir sem ég hef heyrt í, í Ásatrúarfélaginu þá trúa þeir ekki raunverulega að þessir guðir séu til heldur aðeins að þeir eru tákngervingar fyrir náttúruöflin. Jafnvel þannig að Ásatrú er nær Vantrú ef eitthvað er. Ef einhver veit meira um þetta þá endilega láta mig vita.

Hindúismi 

Rit hindúista innihalda voðalega lítið sem gefur manni ástæðu til að trúa að þau eiga sér guðlega uppsprettu, þau innihalda t.d. ekki spádóma sem hafa ræst. Ég hef ekki mikið lesið af trúarritum hindúa en hugmyndin að við endurfæðumst aftur og aftur er hugmynd sem mér finnst vera órökrétt og hef ekki séð neitt sem styður að það sé rétt. Ég gerði eitt sinn grein sem kom inn á þetta og í rauninni flest þessra trúarbragða, sjá: Afhverju Kristni?

Þessi grein vakti hellings viðbrögð og mikla umræðu sem var mjög forvitnileg.

Bahá'i 

Í þessu tilfelli þá þyrfti ég að velja á milli tveggja spámanna, Ellen White og Bahá'u'lláh.  Það er mjög auðvelt val eftir að hafa lesið nokkuð eftir Bahá'u'lláh og Ellen White. Bahá'u'lláh sagðist vera kristur sjálfur sem passar engan veginn við lýsingu Biblíunnar á því hvernig Kristur mun koma aftur. Síðan samþykkir Bahá'u'lláh Múhammeð sem spámann en Múhammeð sjálfur sagði að það kæmu ekki fleiri spámenn á eftir honum svo strax þar er komin mótsögn. Bahá'ul'lláh sagði að Móses, Jesús og Múhammeð hafa allir verið að spámenn frá Guði, ásamt nokkrum fleirum en ég get engan veginn séð hvernig menn sem kenna mismunandi hluti geta verið sendiboðar sama guðs, nema sá guð er eitthvað gleyminn eða ringlaður.  Ég gerði eitt sinn grein um bréf sem Bahá'u'lláh sendi páfanum, sjá: Kæri Páfi, ég(Jesús) er kominn aftur! Kveðja Bahá'u'lláh

Kaþólska kirkjan

Það sem ég hef á móti Kaþólsku kirkjunni er hún metur hefðir manna fram yfir það sem Biblían kennir.  Hún kennir t.d. eilífar kvalir í helvíti sem ég hef mikla óbeit á og hef skrifað ýtarlega um, marg oft, sjá:  Svar mitt til AiG varðandi þeirra grein um helvíti og Helvíti gerir Guð óréttlátan

Þannig að þetta væri í rauninni nóg fyrir mig til að hafna Kaþólsku kirkjunni en það er margt fleira sem ég gæti týnt til en læt þetta duga.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Búddatrú:

"Þar sem ég hef varið megnið af mínum tíma til að gagnrýna guðleysi þá er ég í rauninni búinn að útskýra hvað ég hef á móti búddisma því að búddistar almennt trúa ekki á tilvist Guðs."

Guð er til í huga þeirra sem trúa á hann.

Við það bætist síðan við að takmark búddisma er að slíta tengslin við þetta jarðneska líf til að lina þjáningar:

Takmarkið er að skilja að allt er sífelldum breytingum undirorpið og losna við þær þjáningar sem því fylgir að reyna að halda í eitthvað sem ekki er hægt að halda í. 

Ég skil takmarkið en mér finnst leiðin vera röng. Ég tel að þykja vænt um vini og ættingja er mikils virði, jafnvel þótt að um leið og manni þykir vænt um aðra manneskju þá á maður á hættu að finna sársauka ef hún hafnar manni, særir mann eða hún deyr. 

Þeir sem ekki ríghlada í breytanlega hluti særast ekki þegar hlutirnir breytast. Það eru til misminandi tegundir af væntumþykju. Eigingjörn væntumþykja sem er háð því að sá sem manni þykir vænt um sé til staðar of endurgjaldi hana. Það er til stærri væntumþykja sem nær lengra og er ekki háð því hvort sá sem þótt er vænt um hafni eða deyi. Sagt er: "If you really love something, set it free".

Hörður Þórðarson, 26.7.2012 kl. 20:02

2 Smámynd: Mofi

Hörður, það er dáldið erfitt að skilja hvert þú ert að fara með þessu. Ég er alveg sammála að alvöru væntumþykja um einhvern getur innifalið í sér að leyfa þeim að fara.  Búddismi snýst um að hafa ekki tilfinningar til þessa heims og þess fólks sem í honum er til að finna ekki þennan sársauka. Þótt að einhverjum finnst vænt um aðra manneskju og hún fer þá getur það samt verið sárt þótt að væntumþykjan er ekki eigingjörn.

Mofi, 27.7.2012 kl. 09:27

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég skil vel hvers vegna kristnum finnst erfitt að skilja þetta. Væntumþykja Guðs og Krists er skilyrt. Þeir biðja um trú og tilbeyðslu í staðinn. Væntumþykja að hætti Búdda er skilyrðislaus.

Búddismi snýst ekki um að hafa ekki tilfinningar og væntumþykju.  Hann snýst um það að hafa skilyrðislausa væntumþykju og ást, óháð því hvaða breytingum það sem manni þykir vænt um tekur. Við losnum við þjáningarnar með því að skilja að ekkert er varanlegt. Ef manneskja sem manni þykir vænt um fer, þá óskum við henni alls hins besta. Að fara var hennar val og ef okkur finnst það sárt, þá er það eigingjörn tilfinning. Við eigum frekar að gleðjast.

Hörður Þórðarson, 27.7.2012 kl. 21:22

4 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Þannig að í þínum huga eru fylgjendur þessara trúarbragða í raun villutrúarfólk ef maður kemur sér beint að kjarnanum?

Óli Jón, 28.7.2012 kl. 13:00

5 Smámynd: Mofi

Hörður, það er engin væntumþykja í búddisma, hann snýst allur um að aðskilja sig frá þessum heimi og þeim sem eru í honum. Ertu búddisti og er þetta það sem þú trúir að búddistar trúa?  Kannski er það ég sem er að misskilja, ef svo er, endilega sýndu mér einhverjir heimildir sem styðja það.

Óli Jón, þau trúa hlutum sem eru ekki réttir, er það ekki þín skoðun líka?

Mofi, 30.7.2012 kl. 08:26

6 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Þið trúið öll hlutum sem eru ekki réttir, það er mín skoðun, ég geri ekki upp á milli vitleysunnar. Þú og þín skoðanasystkin eruð á jafn miklum villigötum og þeir sem þú segir að séu á villigötum. Það sem þið öll, alvöru trúfólk, eigið sameiginlegt er að þið teljið ykkur öll hafa rétt fyrir ykkur :) en við vitum báðir að það er algjörlega útilokað!

Svona í framhjáhlaupi er rétt að benda þér á að fylgjendur allra þessara trúarbragða eru allir sammála um að þú sért á algjörum villigötum. Getum við ekki verið sammála um að ef allt þetta fólk getur komið sér saman um eitthvað að þá hljóti eitthvað að vera til í því?

Óli Jón, 31.7.2012 kl. 00:42

7 Smámynd: Mofi

Óli Jón,  þú heldur að þau hafi öll rangt fyrir sér og ég þar á meðal. Ég trúi að þau hafi öll rangt fyrir sér og þú ert þar á meðal. Svo, gott að hafa þessa einföldu hluti á hreinu :)

Prófaðu bara að rannsaka sjálfur, berðu saman guðleysis trúnna og það sem styður hana og síðan helst mína trú og hvað styður hana.  Ég meina, ég er alltaf að gera greinar um atriði sem styður mína trú. Ég sé ekki slíkt hjá Vantrú eða hjá þér! 

Hvaða vísindalegu uppgvötanir síðustu aldar telur þú hafa stutt þína trú?

Mofi, 31.7.2012 kl. 08:31

8 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Allt það sem þú og þín skoðanasystkini reynið eins og rjúpur við staur að afsanna styður mína sannfæringu. Þið reynið að kasta rýrð á þróunarkenninguna án nokkurs árangurs til þess að afsanna að maðurinn hafi þróast frá öpum. Þið reynið að véfengja viðurkenndar aðferðir til aldursmælinga vegna þess að þær fara allhressilega fram úr þeim kjánalegu aldurstölum sem þú verður að halda þig við svo eitthvað smæsta vit sé í Biblíunni. Þið reynið að gera erfðavísindi tortryggileg af því að þau sýna fram á hversu kolklikkað ævintýrið um Nóa er og hversu fáránlegt það er að ætla að sex hundruð ára gamall kall hafi alið af sér mannkyn með dætrum sínum og konu.

Allt það sem þið beinið spjótum ykkar að er það sem sæmilega skynsamt fólk hefur rannsakað og er sammála um að sé besta mögulega nálgun að þekkingu sem við höfum.

Þú getur því farið yfir eigið greinasafn og safnað sjálfur saman þessum tilvísunum, en þær má örugglega finna í einhverri bók eða á einhverjum vef úti í heimi undir yfirskriftinni 'Almenn skynsemi og staðgóð vísindi'. Þú og þínir, í örvæntingarfullri leit til þess að sanna að Guð sé ekki Piltdown-maðurinn, hafið ekki tekist ætlunarverk ykkar og þess vegna er Guð á undanhaldi vegna þess að því meir sem þú reynir að sanna tilvist Guðs og mistekst, því meir sannast að hann hefur aldrei verið til.

Mitt ráð til þín er að endurskoða afstöðu þína til Biblíunnar og viðurkenna hreinlega að það eru ágætir kaflar í henni og það eru ógeðfelldir kaflar í henni. Lokaðu augunum gagnvart því ljóta og misheppnaða og haltu í hitt. Þannig getur hún gengið upp, ella er hún bara samansafn af þversögnum og ljótu bulli!

Óli Jón, 31.7.2012 kl. 17:52

9 Smámynd: Mofi

Óli Jón, það er ekkert hægt að rökræða við einhvern sem getur aldrei glímt efnislega við hlutina heldur getur aðeins komið með yfirlýsingar um sína eigin afstöðu.

Reyndu bara að lista upp vísindalegar uppgvötanir síðustu hundrað ára og hvernig þær styðja þína afstöðu.

Mofi, 1.8.2012 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband