Veistu sannleikann um mjólkina?

Fyrir þá sem vilja vita um heilsufarsleg áhrif mjólkurafurða langar mig að benda á þessa mynd hérna: http://www.milkdocumentary.com/

Ég var búinn að benda á þennan fyrirlestur áður en læt mig hafa það, hann er vel þess virði.


mbl.is Mjólkin hækkar um 4% í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Já Mofi, þarna er þróunin í verki! Mjólk okkar manna er þróuð til að passa við okkur, hún er fiturík og mjög kaloríurík. Hvort tveggja algjörlega nauðsynlegt á fyrsta árinu þegar líkamsvöxtur er hraður og, ekki síst, heilinn á eftir að þroskast jafnvel meira en í móðurkviði.

Vandamálið með að neyta mjólk annarra dýrategunda er að við erum ekki þróuð til að melta hana. Sérstaklega er mjólkursykurinn í kúamjólk illmeltanlegur. Þar sem mjólkurneysla hófst mjög snemma (fyrir allt að 10.000 árum) hafa einstaklingar þróað með sér hæfileikann til að melta mjólkursykur þótt þeim hæfileika sé misskipt (eins og alltaf með tiltölulega ný-þróaða hæfileika).

Flest samfélög manna neittu aldrei kúamjólkur og hafa þess vegna ekki þessa getu sem er einkum bundin við Evrópubúa.

Brynjólfur Þorvarðsson, 4.7.2012 kl. 15:10

2 Smámynd: Mofi

Brynjólfur, ef þér finnst þetta vera þróun sem styður þróunarkenninguna þá er svo sem ekki nema von að þér finnist helling styðja kenninguna. Ég sé örlitla aðlögun sem er möguleg vegna góðrar hönnunar.  Ef þú hefðir horft á myndbandið þá er tenging milli mjólkurneyslu og alls konar sjúkdóma. Sem sagt, við getum ekkert "þróað" eiginleikan að neyta mjólkur annara dýra, vorum einfaldlega ekki hönnuð til þess. Hið sama gildir alveg um Evrópubúa þótt við erum ekki í jafn miklum vandræðum með mjólkina og aðrir hópar.

Líkaminn sýnir ótrúlega aðlögunarhæfni en það eru takmarkanir fyrir þessari aðlögunargetu.

Mofi, 4.7.2012 kl. 16:00

3 Smámynd: Rebekka

Mofi, e.t.v. hefðirðu áhuga á að lesa þessa ritgerð hér. http://skemman.is/item/view/1946/8039

Það var nefnilega svo að á 18. og 19. öld voru íslensk ungabörn yfirleitt aldrei sett á brjóst heldur var þeim gefin kúamjólk, rjómi og smjör frá fæðingu.  Þetta (ásamt slæmu hreinlæti og lifnaðarháttum yfirleitt) olli því að ungbarnadauði á Íslandi rauk upp úr öllu valdi, ég held ég hafi einhvers staðar lesið að þegar verst var hafi hann verið um 600 af hverjum 1000 fæddum börnum.

 Eins dapurleg og þessi saga er, þá getur hún e.t.v. gefið einhverja skýringu á af hverju Íslendingar virðast þola mjólk og mjólkurvörur ágætlega.  Þau börn sem lifðu af þessa óhentugu fæðu gerðu það líklegast því þau voru þolnari gagnvart henni.  150 - 200 ár af þessari "hefð" = aukið mjólkurþol innan þjóðarinnar?

Rebekka, 5.7.2012 kl. 13:26

4 Smámynd: Mofi

Þetta er magnað Rebekka, ég vissi þetta ekki.  Ég held að fólk ætti ekki að falla í þá gryfju að af því að við þolum þetta ágætlega að þá sé þetta gott fyrir okkur og þetta er ekki að valda okkur neinu heilsutjóni. Ég sé ekki betur en gögnin eru nokkuð ótvíræð að það má rekja ótal sjúkdóma til mjólkurneyslu.

Mofi, 5.7.2012 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 802833

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband