Hvaða mataræði vorum við hönnuð til að borða?

Þegar fólk reynir að átta sig á því hvað sé best fyrir okkur að borða þá fer það mjög mikið eftir því hverju það trúir um uppruna mannsins.  Paleo mataræðið gengur út frá því að þróunarkenningin sé rétt. Að við höfum þróast í mörg hundruð þúsund ár á ákveðnu fæði og þá sé það fæði sem er best fyrir okkur. Það segir sig sjálft að jafnvel þó að þróunarkenningin sé sönn þá vita menn samt ekki hvað fólk var að borða fyrir 500.000 árum síðan en hvað með það.

Við lesum þetta í Biblíunni varðandi hvað við ættum að borða:

1. Mósebók 1:29
Og Guð sagði: "Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu."

Við flóðið þá breyttist margt og þá var bætt við hvaða mat við mættum borða en það breytti því ekki að það var ekki sá matur sem við vorum upprunalega hönnuð til að borða.

Hérna er viðtal við einn mann sem lifir á svona mataræði:

Hérna er annað myndband sem er ekki beint mjög vísindalegt en samt forvitnilegt sem þessi sami maður gerði þar sem hann ber saman Paleo stelpur við Vegan stelpur


mbl.is Paleo er ekki ný tískumatarbóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En bara að borða holla og fjölbreytta fæðu og hreyfa sig reglulega.. leyfa sér svo smá munað endrum og eins?

Alltaf þegar ég sé svona "kúra" sé ég fyrir mér mennina sem moka inn seðlum á því að selja fólki svona hugmyndir..

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 15:42

2 Smámynd: Mofi

Það er einmitt spurningin, "hvað er holl fæða". Hvað er það sem við mennirnir þrífumst best á. Paleo lítur á að mannkynið þróaðist á ákveðnu fæði á meðan Biblían segir að við vorum hönnuð fyrir ákveðið fæði.  Það  getur nú varla verið að Biblían sé að reyna að moka inn peningum með hennar ráðleggingu varðandi mataræði.

Sömuleiðis þessi gaur sem þarna er verið að taka viðtal við, það er ekki eins og hann sé að fara að græða á aukinni sölu á ávöxtum. 

Paleo getur vel verið kúr og tískumatarbóla, ég hef ekki trú á þessu þó að þarna er margt gott eins og að forðast skyndibitann og almennt unninn mat.

Mofi, 11.4.2012 kl. 16:02

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Öll fæða er góð fyrir líkaman sé hennar neytt í hófi.

Matseðillinn getur samanstaðið af mikið af grænmeti og ávöxtum annarsvegar og svo kjötmeti hinsvegar ásamt fiski að sjálfsögðu. Við höfum lifað á alskonar fæðu gegnum aldirnar svo það er ekkert sem er heilagt þar.

Ég lifi góðu lífi þrátt fyrir allt það sem ég hef látið oní mig fara, stoppa reyndar við sumt af þessu þar sem það flokkast ekki undir matvæli í mínum huga. Þar á ég við úldna matinn sem sumir kjósa að kalla súrmeti eða kæst, í mínum huga ónýtt.

En annars borða ég nánast allt sem að kjafti kemur, ef ég má orða það þannig.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 11.4.2012 kl. 23:56

4 Smámynd: Mofi

Ólafur, ég tel að reynslan hefur sýnt fram á svo ekki verður um villst að mjög margt er ekki hollt fyrir okkur. 

Hérna eru nokkur dæmi:

TED - Aðventistar og lengra líf

95 ára gamall hjartaskurðlæknir

Vitnisburður konu sem byrjaði að borða hráfæði

70 ára sem lítur út fyrir að vera 40 ára

Mofi, 12.4.2012 kl. 00:35

5 identicon

Heldur þú Mofi að menn sem prómóta svona kúra séu ekki að selja allskonar kokka og lífstílsbækur í bílförmum þó þeir promoti lífstúlinn kannski með fríum myndböndum sem þeir setja á netið? :)

Meðalgreind upplýst manneskja í dag veit alveg ca. hvaða matur er hollur og hvað ekki - svo er bara spurningin að ákveða það í hvaða hlutfalli þú borðar það sem gagnast þér vs. því sem gagnast þér lítið sem ekkert - og stunda reglulega hreyfingu með..

Þú þarft enga kúra til að segja þér það... hér á íslandi hefur fólk orðið 100 ára og lifað við góða heilsu þrátt fyrir að hafa látið ýmislegt misjafnt ofaní sig hér snemma á síðustu öld og við lok þeirrar þarsíðustu..

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 12:46

6 identicon

Íslendingar eru meðal allra lífseigustu þjóða þrátt fyrir að lifa oft við erfið skilyrði og lifa á súrum og mikið feitum mat...

Manneskja sem myndi taka þá ákvörðun í dag að lifa nær eingöngu á grófum trefjaríkjum morgunmat, borða ferskan fisk í hádeginu og svo íslenkt ræktað grænmeti og ávexti ásamt ýmsu tilfallandi sem þykir hollt sem léttan kvöldverð myndi lfia ágætis lífi - þarf enga paleo eða hráfæðisk´rua til að bæta slíkt matarræði - og þetta tel ég að þú getir fyllilega samþykkt.

Og hann gæti meira segja fengið sér pepperoni pizzu eða beikonborgara um helgar án þess að það hefði nein neikvæð áhrif

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 12:50

7 Smámynd: Mofi

Augljóslega hefur fólk mismunandi hugmyndir um hvað sé hollt og hvað ekki. Ég bendi hérna á tvær tegundir af hugmyndafræði varðandi mataræði, þær eru ekki sammála hvað sé best fyrir okkur að borða og við þetta bætist aragrúi af sérfræðingum með alls konar hugmyndir.

Mofi, 12.4.2012 kl. 12:51

8 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæll Mofi og aðrir gestir á síðunni;

Það verður að viðurkennast að hér birtir þú nokra athyglisverða tengla um mataræði. Það er líka gott ef mataræði þessa fólks hefur þessi áhrif á það.

Get líka bent á að í minni fjölskyldu hefur í gegnum tíðina allt verið borðað sem á annað borð var hægt að borða. Langlífi þekkist líka og eru þónokkrir í minni fjölskyldu sem hafa náð á níræðisaldurinn, aðrir á áttræðisaldurinn. Þetta kalla ég bara nokkuð gott en langlífi er reyndar þekkt hér á landi.

Í minni fjölskyldu hefur fólk borðað fisk, lambakjöt, hrossakjöt, svínakjöt, hákarl, og fleira það sem hægt var að borða. Sumt af þessu fæði samræmist kanski ekki lífsskoðunum þínum en að breytir ekki þeirri staðreynd að fólkið nái háum aldri.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 12.4.2012 kl. 13:05

9 Smámynd: Mofi

Ólafur, engin spurning um að langlífi kemur upp meðal alls konar fólks sem borðar ólíklegustu hluti. Það sem skiptir líka máli er hlutfall sjúkdóma meðal fólksfjölda, það eru t.d. margir sjúkdómar sem eru algengir þar sem fólk borðar ákveðna fæðu. Hlutfallslega þá er t.d. minna um ákveðin tegund af krabbameini meðal þeirra sem borða ekki kjöt.  Alveg eins og margir reykingarmenn hafa orðið mjög gamlir þá sannar það ekki að reykingar séu í góðu lagi þá sannar langlífi einstaklinga ekki að maturinn sem það borðaði hafi verið lykillinn að langlífi.

Þetta er líka spurning um hvernig líf fólk lifir þegar það er komið á efri ár, lítur það vel út og ungleg eins og 70 ára konan sem ég benti á eða er það í nógu góðu líkamlegu og andlegu formi til að geta starfað þrátt fyrir að vera 95 ára eins og hjartaskurðlæknirinn sem ég benti á.

Ég trúi því að ótal fólk er að glíma við alls konar veikindi, þreytu og sársauka vegna mataræðisins. Flestir sem fara á hráfæði tala um að alls konar kvillar hurfu og það upplifði miklu meiri orku og komst í kjörþyng og það er erfitt að setja verðmiða á slíkt.

Með kveðju

Halldór

Mofi, 12.4.2012 kl. 13:18

10 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Athyglisvert. Hann fær nóg B12 bara af því að borða ávexti, það er áhugavert. Líklega hefur það áhrif að hann velur lífrænt því í lífrænu eru 40% meiri næringarefni en í venjulegu. 

Krabbamein er stórt vandamál. Árið 2008 voru 12 milljón tilfelli í heiminum og spáð að verði 21 milljón í 2030. Væri fínt að geta lifað lífi þar sem maður hefði ekki áhyggjur af því að fá þennan sjúkdóm sem og aðra.

Karl Jóhann Guðnason, 15.4.2012 kl. 18:27

11 Smámynd: Mofi

Karl, væri gaman að fá fleiri sem staðfesta að hægt er að fá B12 úr ávöxtum eða grænmeti; kannski er lífrænt galdurinn, veit ekki.  Það hlýtur að vera mjög eftirsóknarvert að hafa ekki áhyggjur af því að fá krabbamein og þetta virðist vera öflug leið til að forðast það.

Mofi, 15.4.2012 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband