Hvernig gat blind efnafræði búið til mannshugan, vitsmuni, meiningu og siðgæði?

nihilism.pngEf að allt þróaðist og við fundum sjálf upp Guð eins og þróunarkenningin kennir, hvaða tilgang eða meiningu getur mannslífið haft?  Ættu nemendur að vera læra tómhyggju ( nihilism ) sem vísindalegan sannleik í skólunum?

Meira um þetta hérna: G.K. Chesterton: Darwinism is ‘An attack upon thought itself’


Miklu frekar líkar mér við hina kristnu heimsmynd sem býður upp á von og tilgang, eins og lag sem ég samdi fjallar um: Lagið "Fortress of my Soul"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> hvaða tilgang eða meiningu getur mannslífið haft?

Þann sem við gefum því.

Matthías Ásgeirsson, 28.2.2012 kl. 11:05

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þróunin (''efnafræðin'') er ekki blind, öðru nær. Auk þess segir þróunarkenningin ekki að við höfum fundið upp guð. Hún segir einfaldlega ekkert um það, til eða frá. Betra væri að svona færsla innihéldi ekki tvær reeginvillur í fyrirsögn og fyrstu setningu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.2.2012 kl. 11:15

3 Smámynd: Mofi

Matthías, sem sagt, blekkja sjálfan sig?   Vitandi mæta vel að samkvæmt manns eigin heimsmynd þá er það rangt...

C.S.Lewis orðaði þetta alveg vel: "All that is not eternal is eternally out of date."  Ég bara get ekki séð hvernig maður gæti látið sem svo að það sé einhver meining við mannslífið þegar það endist í örskamma stund og síðan minninging og fótsporin sem hún skildi eftir eru horfin að eilífu.

Mofi, 28.2.2012 kl. 11:20

4 Smámynd: Mofi

Sigurður, þannig að hún sér?  Hvernig fer hún að því að sjá?  Heldur þú að stökkbreytingar sem verða á genemengi dýra...sjái fyrir fram hvaða afleiðingar þær muni hafa?

Samkvæmt þróunarsinnum þá almennt segja þeir að við mennirnir fundum upp Guð þó að auðvitað er það rétt að kenningin sem slík segir það ekki en gefur það mjög sterklega til kynna því að hún segir að við urðum til fyrir tilviljanakenndar breytingar á okkar DNA plús náttúruval sem einfaldlega drepur þá sem eru ekki hæfir.

Mofi, 28.2.2012 kl. 11:22

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Nei, þú ert eitthvað að misskilja mig Halldór.

> "All that is not eternal is eternally out of date."

Óskaplega er þetta skelfileg hugmynd.

Börnin þín eru ekki "eternal", þau eru því "out of date"!

Matthías Ásgeirsson, 28.2.2012 kl. 13:52

6 Smámynd: Mofi

Matthías, þau eru hér í dag og horfin að eilífu á morgun ( ekki bókstaflega en þú hlýtur að skilja hvað ég á við ).   Þetta er svona eins og vinna við að búa til spilaborg sem hrynur alltaf þegar dagurinn er búinn. Samkvæmt trú sumra þá mun allt líf á þessari jörð deyja út og ekki einu sinni minning um okkar tilveru vera til. Ég á erfitt með að spotta meiningu í þannig heimi.

Mofi, 28.2.2012 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 803251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband