3.1.2012 | 10:38
Nýja Testamentið tilheyrir ekki nýja sáttmálanum
Ef þú hefur keypt íbúð eða bíl þá hefur þú líklegast skrifað undir samning. Um leið og búið er að skrifa undir samninginn og þinglýsa honum þá er hann bindandi. Það er ekki hægt að breyta samningnum eftir það nema þá ógilda hann. Enginn tæki það í mál að skrifa undir samning um kaup á bíl og síðan daginn eftir þá er búið að bæta við núlli við upphæðina, í staðinn fyrir að kaupa bíl á miljón þá á maður að hafa keypt bíl á tíu miljónir.
Í Biblíunni er talað um sáttmála sem er í rauninni bara annað orð yfir samning. Gamli sáttmálann gerði Guð við Ísrael þegar Hann gaf Móse lögmál sitt og þjóðin lofaði að gera allt sem Guð hafði beðið það um. Við lesum um hvernig gamli sáttmálinn var gerður í 2. Mósebók 24. kafla en sáttmálinn var innsiglaður með blóðfórn og loforði fólksins.
Nýji sáttmálinn var síðan gerður á Golgata þegar Jesú dó á krossinum. Þá innsiglaði Jesú nýja sáttmálann með Sínu eigin blóði. Munurinn á nýja sáttmálanum og hinum gamla var að hinn nýji var innsiglaður með blóði sonar Guðs, hinn nýji sáttmáli var byggður á loforði Guðs með Jesú sem æðsta prest sem þjónar í musterinu á himnum en ekki af mönnum hérna á jörðinni.
En hérna kemur mjög mikilvægur punktur sem kristnir þurfa að gera sér grein fyrir. Þegar Jesú dó á krossinum og innsiglaði nýja sáttmálann, hve mikið af Nýja Testamentinu var búið að skrifa?
Svarið er nokkuð augljóst, það var ekki búið að skrifa eina blaðsíðu af Nýja Testamentinu. Það þýðir að Nýja Testamentið er ekki hluti af nýja sáttmálanum. Nýja Testamentið má ekki breyta neinu sem Guð var búinn að opinbera, það væri brot á sáttmálanum sem Jesú gerði á Golgata.
Guð var síðan líka búinn að opinbera fyrir munn spámannsins Jesaja að ef einhver kemur og talar ekki samkvæmt því sem Guð var búinn að opinbera þá væri ekkert ljós í þeim ( Jesaja 8:20 ).
Jesú sagði síðan sjálfur að Hann væri ekki kominn til að afnema lögmálið eða spámennina ( Matteus 5:17 ) og hérna mega menn ekki gleyma því að spámennirnir endurtóku aftur og aftur að fólk á að hlýða lögmáli Guðs sem Guð gaf Móse.
Þetta þýðir að ef að menn vilja tína til vers frá Páli sem þeir halda að gera að engu lögmál Guðs þá gengur það ekki upp. Páll hafði ekkert vald til að breyta sáttmálanum sem Jesú gerði á krossinum. Það er ekki mín trú að Páll hafi gert það enda sagði hann að hann tryði öllu sem stendur í Móse og spámönnunum. Enn fremur sagði Páll við Tímóteus að Gamla Testamentið væri leiðbeinandi okkar í réttlæti ( 2. Tímóteusarbréf 3:16 ).
Ég trúi að Nýja Testamentið er orð Guðs og segi satt og rétt frá en það ber að lesa það í því ljósi að það uppfyllir og staðfestir það sem Guð var þegar búinn að opinbera. Í mínum augum þýðir þetta að hvíldardagurinn, hinn sjöundi dagur sé enn í gildi og það er synd að brjóta helgi hans. Þetta þýðir líka að hinir hvíldardagarnir eða hátíðir Guðs eru líka í gildi og það er líka synd að brjóta helgi þeirra. Örugglega þýðir þetta eitthvað enn meira en maður þarf að taka eitt skref í einu.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803264
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú meira bullið í þér Halldór. Farðu nú og lærðu smá guðfræði eða talaðu við Guðfræðing um sáttmálann. Þú fyrirgefur mér, en ég þoli ekki svona bull.
Linda, 3.1.2012 kl. 19:53
Á hvaða pillum varstu þegar þú skrifaðir þetta bull Dóri minn?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.1.2012 kl. 21:14
Samningi má skv samingalögum víkja til hliðar ef hann er bersýnilega ósanngjarn...
Og fyrst þú fórst þá leið sjálfur að líkja sáttmálanum við löglegan samning þá er ekki úr vegi að henda hér inn nokkrum íslenskum lagagreinum um samninga sem mér finnst að gætu alveg átt við margt af því sem kemur fram í gamla testamentinu...
Úr samningslögum
"31. gr. Hafi nokkur maður notað sér bágindi annars manns, einfeldni hans, fákunnáttu eða léttúð eða það, að hann var honum háður, til þess að afla sér hagsmuna eða áskilja sér þá þannig að bersýnilegur mismunur sé á hagsmunum þessum og endurgjaldi því er fyrir þá kom eða skyldi koma, eða hagsmunir þessir skyldu veittir án endurgjalds, skal gerningur sá, er þannig er til kominn, ógildur gagnvart þeim aðila er á var hallað með honum."
Hér getum við týnt til atriði eins og meðferð þræla, kvenna sem ekki blæddi á brúðkaupsnóttina og ýmissa annarra sem fóru verulega halloka gagnvart mörgum ákvæðum þessa sáttmála þíns
36. gr.
"Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig"
Ég get alveg fullvissað þig um það Mofi að í dag yrði töluvert stórum hluta þeirra reglna sem mönnum eru settar í biblíunni vikið til hliðar af dómstólum af þeirri ástæðu að verulega ósanngjarnt væri að bera þeim fyrir sig..
Þú veist sjálfsagt jafnvel og ég hvurslags reglna ég á hér við..
Ég vil svo benda þér á að það varst þú sem ákvaðst að líkja þessum sáttmála þínum við lagalegan nútíma samning
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 22:30
Mofi, 3.1.2012 kl. 22:45
Mofi, 3.1.2012 kl. 22:47
Mofi, 3.1.2012 kl. 22:48
Sæll Mofi
"En hérna kemur mjög mikilvægur punktur sem kristnir þurfa að gera sér grein fyrir. Þegar Jesú dó á krossinum og innsiglaði nýja sáttmálann, hve mikið af Nýja Testamentinu var búið að skrifa?"
Sjáðu til Mofi þetta var allt saman skrifað jafnóðum í hjörtu fólksins, já og ég held að þetta hafi verið mjög falleg og góð skrift yfir alla ævi og starf hans Jesú Krists, reyndar eru Guðspjöllin eins og vitnisburður um það fyrir alla.
Síðari Sáttmálinn var andlega lifandi frá dauða og upprisu Jesú Krists (eins og andlegt lögmál), eða eins og þegar Jesús sagði við annan fangann "Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís. (Lk.23. 39 – 43)
Kristin trú er því Síðara Ísrael (NT) er tók við af hinu fyrra Ísrael (GT)
"Þess vegna segi ég yður: Guðs ríki verður frá yður tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess."(Matt 21:43)
"...þeir héldu ekki minn sáttmála, og ég hirti eigi um þá, segir Drottinn"(Heb 8:9-10)
"Með öruggri vissu viti þá öll Ísraels ætt, að þennan Jesú, sem þér krossfestuð, hefur Guð gjört bæði að Drottni og Kristi." (Post 2:36)
"Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs, Guð feðra vorra hefur dýrlegan gjört þjón sinn, Jesú, sem þér framselduð og afneituðuð frammi fyrir Pílatusi, er hann hafði ályktað að láta hann lausan. (Post 3:13)
"Þér afneituðuð hinum heilaga og réttláta, en beiddust að manndrápari yrði gefinn yður. (Post 3:14)
"Hann var framseldur að fyrirhuguðu ráði Guðs og fyrirvitund, og þér létuð heiðna menn negla hann á kross og tókuð hann af lífi." (Post 2:23)
"Þér harðsvíraðir og óumskornir í hjörtum og á eyrum, þér standið ávallt gegn heilögum anda, þér eins og feður yðar. Hver var sá spámaður, sem feður yðar ofsóttu eigi? Þeir drápu þá, er boðuðu fyrirfram komu hins réttláta og nú hafið þér svikið hann og myrt." (Postulasagan 7:51-52)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 01:16
Mér finnst þú vera hérna bara að segja hvað þér finnst en ekki byggja þetta á því sem Biblían segir.
Tökum t.d. fyrsta dæmið þar sem talað er um nýja sáttmálann.
Orðið sem þarna er notað yfir "law" er Torah, orðið yfir lögmálið sem Guð gaf Móse. Þetta er síðan sama versið og Hebreabréfið vísar í þegar það talar um nýja sáttmálann.
Nýji sáttmálinn er að það er ekki lengur jarðneskt musteri þar sem venjulegir dauðlegir menn þjóna heldur höfum við himneskt musteri þar sem Kristur sjálfur þjónar og ber fram sitt eigið blóð fyrir fyrirgefningu synda. Hvergi sjáum við að lögmál Guðs hafi verið gallað heldur það sem var gallað var loforð manna og prest þjónusta manna og blóð dýra. Þetta var allt tímabundið, aðeins táknmyndir fyrir það sem myndi gerast.
Allt hitt sem þú vísar í fjallar um að Ísrael hefði ekki lengur einkaleyfi á loforðinu sem gefið var Abraham heldur fengju heiðingjarnir hlutdeild í því.
Mofi, 4.1.2012 kl. 10:27
Sæll aftur Mofi
"Mér finnst þú vera hérna bara að segja hvað þér finnst en ekki byggja þetta á því sem Biblían segir."
Ég var að reyna vísa til þess að Nýi Sáttmálinn (eða hið andlega lögmál) var virkt, um það leiti er Jesús sagði beint við annan fangann "Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís" (Lk.23. 39 – 43).
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 13:17
Þorsteinn, ætti það að vera eitthvað allt annað en Guð var búinn að opinbera og segja oftar en 200 sinnum í gegnum Móse og spámennina að væri Hans lög og Hans vilji?
Hvernig lestu síðan Matteus 23. kafla? Hvað er Jesú að segja þar? Hvað átti fólkið að gera samkvæmt Jesú þar?
Mofi, 4.1.2012 kl. 13:25
Nú þætti mér afar áhugavert að vita hvaða lög í GT við ættum að taka upp aftur Mofi... eitthvað meira þar fyrir utan hvíldardaginn og hátíðir sem þú vilt að fólk fari eftir?
Rebekka, 4.1.2012 kl. 13:50
Ég vil aðeins að fólk rannsaki sjálft og fari eftir sinni eigin sannfæringu. Nokkur dæmi sem mér dettur í hug eru lögin um hreina og óhreina fæðu, lögin um skulda aflausn á sjö ára fresti, mörg ákvæði um réttláta dóma og passa upp á þá sem minna mega sín í samfélaginu eins og ekkjur, munaðarleysingja og útlendinga.
Mörg lögin þarna eru þess eðlis að þau eiga aðeins við Ísrael sem trúar samfélag, með eigin dómsstóla og stjórnvöld. Ég sé ekki beiðni frá Guði að setja á stofn þannig ríki aftur svo öll lög varðandi refsingar tel ég ekki eiga við. Það er samt kjarni í refsingunum sem eru ennþá sönn en þau eiga aðeins við Guð og dómsdag.
Mofi, 4.1.2012 kl. 13:57
Sæll Mofi
Þú gætir alveg eins spurt fólk, er nokkur munur á Gamla Testamentinu og Nýja Testamentinu, eða var það eitthvað nýtt sem bætist við með komu og boðskap Jesú ( þar sem "Guð var búinn að opinbera og segja oftar en 200 sinnum í gegnum Móse og spámennina að væri Hans lög og Hans vilji")?
Það sem ég var að reyna segja áðan var hérna, að : "Kristin trú er því Síðara Ísrael (NT) er tók við af hinu fyrra Ísrael (GT)", og/eða það nýja væri í raun tekið framyfir það eldra Gamla Testamentið (GT).
"...þeir [Gyðingatrúar ] héldu ekki minn sáttmála, og ég hirti eigi um þá, segir Drottinn"(Heb 8:9-10)
"Þess vegna segi ég yður: Guðs ríki verður frá yður [Gyðingatrúar] tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess [Kristin trú]."(Matt 21:43)
Eins og þú veist þá sagði Jesú reyndar, að hann hafi ekki komið til að afnema heldur uppfylla, einu bætti hann við: „Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars" (Jh 13. 34-35).
Ætli Þetta sé ekki nokkuð líkt hérna er lýsir einmitt upprisu, eða: „ Vér vitum, að vér erum komnir yfir frá dauðanum til lífsins, af því að vér elskum bræður vora. Sá sem ekki elskar er áfram í dauðanum. „  (1Jóh 3:14)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 15:11
Þorsteinn, þú svaraðir ekki spurningunni sem ég lagði fyrir, endilega reyndu.
Þegar Jesú sagði "Nýtt boðorð gef ég yður..." þá vitnaði Hann í Gamla Testamentið, í lögmál Móse.
Guðs ríki var tekið af Ísrael sem þjóð en samt var það þannig að fyrstu sirka fimmtíu árin voru bara gyðingar sem trúðu á Jesú. Að síðan kallast kristnir það kom utan að frá, fólk kallaði þessa gyðinga sem trúðu að Messías sem Gamla Testamentið sagði frá væri kominn.
Minn eini punktur með þessari grein er að Nýja Testamentið getur ekki farið að breyta boðskapnum sem Gamla Testamentið boðaði; sérstaklega ekki þegar kemur að lögmálinu. Biblían er alveg skýr, það er aðeins einn löggjafi og aðeins Guð getur breytt lögmálinu. Páll segir síðan skýrt að lögmálið er heilagt, andlegt og gott og að með trúnni á Krist þá staðfestum við lögmálið. Þeir sem láta Pál kenna að kristnir þurfa ekki að hlýða lögmálinu fara á móti því sem Kristur kenndi, á móti því sem nýji sáttmálinn verður að innihalda og fara á móti hans eigin orðum. Allt eitthvað til að toga og teygja einhverja merkingu frá Páli sem losar fólk við lögmálið, samt aðeins þann hluta lögmálsins sem því líkar illa við, þ.e.a.s. hvíldardaginn.
Mofi, 4.1.2012 kl. 15:40
"Hvernig lestu síðan Matteus 23. kafla? Hvað er Jesú að segja þar? Hvað átti fólkið að gera samkvæmt Jesú þar?"
Eftir orðum Jesú að dæma þá átti fólkið að fylgja honum Kristi og/eða trúa á hann, en eins og þér er kunnugt þá hafnað fólkið Jesú Kristi.
37Jerúsalem, Jerúsalem! Þú sem líflætur spámennina og grýtir þá, sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum, eins og hænan safnar ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi. 38Hús yðar verður í eyði látið. 39Ég segi yður: Héðan af munuð þér eigi sjá mig, fyrr en þér segið: ,Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins.'"
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 16:25
Þorsteinn, hvað þýða þessi orð Jesú?
Mofi, 4.1.2012 kl. 16:30
Sæll aftur Mofi
Ef þú vilt hafa það þannig og trúir því, að það sem Jesú nefndi "Nýtt boðorð...." sé í raun og veru ekki "Nýtt boðorð" heldur gamalt boðorð, þá verður þú að eiga það við sjálfan þig held ég.
Mér finnst eins og þú sért að fara með rangt mál, en reyndu samt að skilja mig, þú segir hérna "Nýja Testamentið tilheyrir ekki nýja sáttmálanum". En hvernig má skilja þetta hjá þér Mofi, tilheyrir þá Nýji Sáttmálinn hans Jesú Krist Gamla Testamentinu?
Jesú kallaði þetta reyndar "Nýi sáttmáli" við Kvöldmáltíðina, eða "Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði.", en hvers vegna nýi sáttmáli? Tilheyra þessi orð og gerðir Jesú Krist ekki NT eða hvað?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 22:44
leiðrétting
sp. átti að vera : Tilheyra þessi orð og gjörðir Jesú Krist ekki NT eða hvað?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 22:55
Vandamálið er að málflutningur Mofis heldur ekki vatni. Hann fullyrðir að allt lögmál Gamla testamentisins sé í gildi. Síðan tínir hann eitthvað til og blaðrar um það, bann við svínakjötsáti, sem hann notar til að stofna til illinda um hver einustu jól, hátíð friðarins.
Síðan nefnir hann skuldaaflausn á sjö ára fresti (mér líst reyndar mjög vel á það) passa upp á þá sem minna mega sín í samfélaginu eins og ekkjur, munaðarleysingja og útlendinga. Sem er reyndar allt mjög gott.
Segir síðan að mörg lögin þarna eru þess eðlis að þau eiga aðeins við Ísrael sem trúar samfélag, með eigin dómsstóla og stjórnvöld.
Þarna síðast virðist einhver ljósglæta kvikna í kollinum á honum. En málið er að hann getur ekki haldið því fram samtímis að lögmálið sé í gildi og það sé ekki í gildi. Það getur augljóslega ekki verið í gildi og ekki í gildi á sama tíma. Það hljóta allir með einhverja vitglóru í hausnum að sjá. Ég þakka fyrir að Mofi er ekki dómsmálaráðherra, nógu slæm er stjórnin fyrir.
Í Jakobsbréfi segir að sá sem heldur allt lögmálið en hrasar í einu atriði sé orðinn sekur við öll boðorð þess. Sá sem ætlar að banna svínakjöt verður um leið að láta umskerast, skjóta galdrakonur og aflífa dýraperra. (2. Mósebók 22:18,19.)
Staðreyndin er að Nýji sáttmálinn (sem er bókstafleg þýðing á orðasambandinu Nýja testamentið) felur í sér að uppfylla anda lögmálsins, fyrir trú á Jesú Krist og hlýðni við meginreglur þess eins og þær eru útlagðar í Nýja testamentinu (aftur lesist Nýji sáttmálinn.)
Það er mjög heilbrigt að gerast grænmetisæta, en að boða það sem eitthvað lögmál fyrir aðra er bæði ókristilegt og heimskulegt.
Theódór Norðkvist, 4.1.2012 kl. 23:23
Það er einfaldlega staðreynd að Jesú vitnar þarna beint úr lögmálinu, jafn mikil staðreynd og að sólin er heit.
Líklegast var þetta nýtt fyrir mörgum þar sem hefðir og þrætur um allt milli himins og jarðar hafði tekið fókusinn af þessu. Eins og Jesú sagði við fariseianna, að þeir gerðu vel með að borga tíund og þess háttar en þeir vanræktu miskun og kærleika, mikilvægustu hluta lögmálsins.
Ég er að benda á það að þegar Jesú dó þá var Nýja Testamentið ekki til. Það sem var til var líka endalaust verið að vitna í, í Nýja Testamentinu sem orð Guðs og lög Guðs. Aðeins að Nýja Testamentið er ekki að afnema það sem Guð var búinn að opinbera heldur aðeins að útskýra frekar og skilaboð til fólks í breyttum aðstæðum en gyðingar höfðu lifað við.
Þú sagðir mér síðan ekki hvað þessi orð Jesú þýða.
Jú, nýji sáttmálinn snérist um krossfestinguna og að við höfum nýjan æðsta prest sem gefur okkur aðgang að fyrirgefningu Guðs með sínu blóði en ekki blóði dýra.
Mofi, 5.1.2012 kl. 00:32
Af því að Biblían segir að þeir sem borða svínakjöt verður tortýmt. Ekki kenna mér um þennan boðskap Biblíunnar og vonandi sérðu að ef maður trúir Biblíunni þá væri það mikið hatur að horfa upp á einhverja stefna í eilífa glötun og ekki vara þá við.
Ég er bara að benda á hvað lögmálið segir af því að fólk virðist hafa mikið á móti því en það ætti að hafa í huga hvað Páll segir um þá sem hafa eitthvað á móti lögmáli Guðs.
Aftur og aftur þá vitnar Nýja Testamentið í lögmál Móse sem lögmál Guðs svo það gengur ekki upp að láta sem svo að lögmál Guðs er bara eitthvað handahófskennt sem menn reyna að tína til sem þeim líkar úr Nýja Testamentinu.
Þú vonandi getur reynt að fyrirgefa mér að reyna að skilja hvað Biblían er að kenna... Ég er ekkert kominn með fullkominn skilning á þessu en mér finnst svakalega sorglegt hvað kristnir virðast ekki einu sinni hafa áhuga. Tala oft um að lifa kristilegu lífi og ekki syndga en gleyma því alveg að skilgreningin á synd er að hún er lögmálsbrot svo það ætti að skipta máli að vita hvað lögmálið segir.
Þú hlýtur að geta skilið að þegar lög tala um ákveðna hópa þá eru þau að tala um ákveðna hópa en ekki aðra. Lög um konur gilda ekki fyrir karla svo dæmi sé tekið. Lög sem giltu fyrir levítana giltu aldrei fyrir neina aðra og aðeins þeir máttu starfa í musterinu svo augljóslega þá getur aldrei orðið nein starfsemi í einhverju musteri sem er í samræmi við lögin.
Ertu þá ósammála Jakobsbréfi? Þú síðan þekkir ekkert til hvernig kemur að refsingum í Gamla Testamentinu en samt lætur það ekki stoppa þig að bulla einhverja tóma vitleysu. Þú trúir kannski ekki að Gamla Testametnið sé satt og að Guð hafi gefið Móse lög?
Getur þú uppfyllt anda lögmálsins og brotið bókstaf lögmálsins? Getur þú elskað náungan en síðan drepið hann? Ekki síðan gleyma að lögmálið segir að elska náungann og Páll segir að lögmálið sé andlegt. Finnst þér eðlilegt að kristnir bara búi sér til það sem þeim finnst vera meginreglur Guðs og hunsi það sem Guð sjálfur sagði?
Hver sagði að það væri lögmál að verða grænmetisæta?
Veistu hvort að ég sé grænmetisæta?
Mofi, 5.1.2012 kl. 00:43
Mofi
“Þeir sem láta Pál kenna að kristnir þurfa ekki að hlýða lögmálinu fara á móti því sem Kristur kenndi, á móti því sem nýji sáttmálinn verður að innihalda og fara á móti hans eigin orðum. Allt eitthvað til að toga og teygja einhverja merkingu frá Páli sem losar fólk við lögmálið, samt aðeins þann hluta lögmálsins sem því líkar illa við, þ.e.a.s. hvíldardaginn.”
Það var ekki meiningin hjá mér að fara útí eitthvað sem hafði að gera með hvíldardaginn, heldur var ég að reyna benda beint á lögmál kærleikans í sambandi við andlega upprisu (varðandi þarna Jesú og annan fangann, Lk. 23. 39 – 43). Þeas. þetta mikilvæga atriði, frá dauðanum til lífsins, eða:
„ Vér vitum, að vér erum komnir yfir frá dauðanum til lífsins, af því að vér elskum bræður vora. Sá sem ekki elskar er áfram í dauðanum. „ (1Jóh 3:14)
Ef menn vilja endilega halda sér við gamla lögmálið (Gamla Testamentið), eða tönn fyrir tönn og auga fyrir auga osfrv. og ekki setja sér inní neitt annað, þá þeir um það. Ég er á því Mofi að þetta hafi verið “Nýtt boðorð” sem Jesús Kristur hafi komið með, eða:
“„Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars" (Jh 13. 34-35).
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 01:03
Mofi, vertu nú einu sinni heiðarlegur í umræðunni. Þú hótar tortímingu og reynir að gera lítið úr mér með því að saka mig um vanþekkingu á einhverjum refsingum úr GT, en kemur ekki með nein biblíuleg rök hvers vegna eigi frekar að hlýða boðinu um svínakjötsát en því að skjóta galdrakonur.
Síðarnefnda boðinu var ekki beint til neins ákveðins þjóðfélagshóps, eða einungis karla eða kvenna. Það er bara skýrt boð til þjóðfélagsins Ísrael. Ég sé því ekki hvernig það kemur málinu við hvort einhverjum ónefndum lögum var aðeins beint til kvenna eða levíta. Það á ekki við um þessi atriði sem ég nefni.
Ég hefði þurft að vera aðeins nákvæmari um matarmálin, þú hefur allavega boðað að þeir sem borði svínakjöt séu Guði ekki þóknanlegir og þú hefur reyndar líka talað neikvætt um neyslu annars kjöts.
Minnir að þú hafir sagt einhvern tímann að þér þætti gott að fá þér pizzu með pepperoni, þannig að þú ert augljóslega ekki að fara eftir þínum eigin reglum, sem þú tekur svo alvarlega að þú hótar öðrum helvítisdómi fyrir að fara ekki eftir þeim.
Theódór Norðkvist, 5.1.2012 kl. 01:37
Merkileg umræða.
Mofi, þú veizt að Kristur er herra lögmálsins. Sumt í lögmálinu (sem einnig er þekkjanlegt af náttúrunni og skynseminni) er öllum ætlað (heiðnum líka), annað einungis Ísraelsmönnum/Gyðingum. Kristur og postularnir, sem framfylgdu valdi hans, hafa linað lögmálið í nokkrum atriðum. Á einum stað lýsti Kristur alla fæðu hreina. Sjá þó nánar í Postulasögunni um undantekningar.
(Skrifað í flýti og mest hér þá ólesið.)
Gleðilegt ár!
Jón Valur Jensson, 5.1.2012 kl. 07:08
Ég verð bara að segja að mér finnst ég vera í afskaplega - ég endurtek, AFSKAPLEGA - undarlegri stöðu þegar ég sé mig vera sammála Þorsteini Sch. Thorsteinssyni, Theódóri Norðkvist og Jóni Vali Jenssyni... undarleg tilfinning þetta.
Ég verð samt að taka það fram að ég er eingöngu sammála þeim að því leyti að Gamla Testamentið er ekki lengur í gildi og hentar illa sem löggjafarvald í nútímanum.
Mig langar samt að vita, Mofi, eru einhver lög í Gamla Testamentinu sem hægt væri að kalla "slæmar", sem að þú myndir vilja sjá verða gildar aftur?
Mér finndist það nefnilega undarleg "tilviljun" ef svo vildi til að öll "slæmu lögin" úr Gamla Testamentinu hafi eingöngu átt við aðra en okkur, á meðan öll lögin sem þér finnst hentug eigi við í nútímanum.
Rebekka, 5.1.2012 kl. 07:37
Mofi, 5.1.2012 kl. 08:45
Jón Valur, ef að Kristur hefði líst alla fæðu hreina ( þó að enginn sem hlustaði á Hann skildi það sem hann sagði þannig, enda getur þú rétt ímyndað þér fjaðrafokið ef að Jesú hefði verið að kenna það og hvort að það hefði ekki verið notað á móti Honum við réttarhöldin ) þá hefði Hann verið að kenna á móti því sem Guð var búinn að opinbera sem fer á móti Jesja 8:20 og hefði verið að breyta lögmálinu, eitthvað sem var búið að spá að anti Kristur myndi gera, sjá í Daníel 7. Ef einhver vill meina að Jesú hafi komið til að breyta lögmálinu, þótt að Hann sjálfur sagði að ekki einn stafkrókur myndi falla úr gildi þá er viðkomandi að segja að Jesú sé þessi anti Kristur sem Daníel talar um.
Mofi, 5.1.2012 kl. 08:47
Rebekka, ég finn til með þér :)
Hugsaðu út í eitt. Fyrir sirka 150 árum síðan þá voru sjúkrahús í Evrópu að glíma við það vandamál að þriðja hver kona sem kom til að fæða á sjúkrahúsi dó. Læknarnir voru ekki að þrífa sig milli aðgerða þannig að þeir gátu farið frá því að kryfja lík yfir í að taka á móti barni án þess að þrífa sig. Slíkt gerðu gyðingar aldrei vegna heilbrygðisreglanna í Móse lögunum sem fóru yfir hvað væri hrein og óhreint og sóttkví fyrir allt sem var óhreint.
Hversu mikils virði hefði það verið að koma í veg fyrir þessar þjáningar? Hefði það verið þess virði að skoða lög Guðs í einhverri alvöru?
Ég segi alltaf að þetta er fyrir fólk að fara eftir, eftir sinni eigin sannfæringu. Málið er einmitt að margir kristnir einmitt líta á lög varðandi hreina og óhreina fæðu sem slæm lög því þeim líkar vel við. Ég held að við höfum einfaldlega ekki næga þekkingu til að vita fyrir víst hvaða lög eru góð og hver eru vond. Ef einhver trúir að Guð sé á bakvið þessi lög þá eru þau öll góð og ef þau eiga við mann persónulega þá ætti maður að fara eftir þeim.
Já, sammála því.
Mofi, 5.1.2012 kl. 09:47
Varðandi það hvort annað hvort sé "rétt" eða úrelt þá er forvitnilegt að benda á eftirfarandi í samþykktum íslensku Þjóðkirkjunnar:
Skeggi Skaftason, 5.1.2012 kl. 10:35
Góður punktur Skeggi enda er í gegnum allt Nýja Testamentið talað þannig um Gamla Testamentið.
Mofi, 5.1.2012 kl. 10:49
Mofi
Ég trúi orðum Jesús í þessu sambandi og að það hafi verið rétt hjá Jesú að kalla þetta “Nýtt boðorð”
„Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars" (Jh 13. 34-35).
Menn eins og þú Mofi geta svo sem reynt "að toga og teygja einhverja merkingu" úr 3. Mósebók 19:18, eða að maður á að elska náungan. En þetta var "nýtt boðorð" hjá Jesú við hin þekktu boðorð, Mofi og hafðu það þarna, og ekki gera lítið úr honum Jesú kallinum.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 13:31
Þorsteinn, þegar kemur nýtt tungl var það þá ekki til áður en það birtist?
3. Mósebók 19:18 segir beint út "elska náungan eins og sjálfan þig". Jesú vitnar meira segja að í þetta vers þegar Hann er spurður hvað er mikilvægasta í lögmálinu
Ég get ekki einu sinni byrjað að reyna að skilja hvernig þú færð það út að ég sé að gera lítið úr Jesú...
Þorsteinn, þú hefur síðan ekki enn getað svarað þessari spurningu hérna:
Mín reynsla er sú að þegar fólk getur ekki svarað einföldum spurningum þá hefur það augljóslega rangt fyrir sér en á erfitt með að horfast í augu við það. Prófaðu að skipta um skoðun, það er ekki eins sárt og margir halda.
Mofi, 5.1.2012 kl. 13:49
Þú getur ekki hafnað því, Mofi, að Jesús hafi hefið okkur nýtt boðorð – nema þú viljir andmæla Nýja testamentinu.
Það gerir þú einnig, þegar þú dregur hér í efa kl. 8.47, að Kristur hafi lýst (ekki: líst) alla fæðu hreina. En hvað segir guðspjallið? Markús 7,14-23:
"Aftur kallaði Jesús til sín mannfjöldann og sagði: „Heyrið mig öll og skiljið. Ekkert er það utan mannsins er saurgi hann þótt inn í hann fari. Hitt saurgar manninn sem út frá honum fer.“ ... Þegar Jesús var kominn inn frá fólkinu spurðu lærisveinar hans hann um líkinguna. Og hann segir við þá: „Eruð þið einnig svo skilningslausir? Skiljið þið ekki að ekkert sem fer inn í manninn utan frá getur saurgað hann? Því að ekki fer það inn í hjarta hans heldur maga og út síðan í safnþróna.“ Þannig lýsti hann alla fæðu hreina. Og hann sagði: „Það sem fer út frá manninum það saurgar manninn. Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp, hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska. Allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn.“
Kristin kirkja hefur farið eftir þessu. Þú talar hér bæði gegn Ritningunni og traditioninni.
Jón Valur Jensson, 5.1.2012 kl. 14:06
... að Jesús hafi gefið okkur nýtt boðorð ...
Jón Valur Jensson, 5.1.2012 kl. 14:07
Jón Valur, málið er að textinn segir ekki þetta. Glímir hérna við lélega þýðingu en svona er töluvert betri þýðing:
Enginn sem var að hlusta á Jesú skildi Jesú þannig að Hann væri að segja að nú mætti borða það sem Guð hafði sagt að væri óhreint. Pétur skildi þetta ekki þannig, eitthvað sem við sjáum mjög skýrt í Postulasögunni 10:14. Af hverju ætti Jesú að andmæla Guð föður þannig? Við vitum að í gegnum mannkynssöguna að þá hefur svínakjöt verið hættulegt mönnum, af hverju ætti Jesú að leggja þannig þjáningar á fólk?
Í öllum kaflanum er ekki einu sinni nefnt óhreinn matur, það er ekki til umræðu en samt reynir fólk að detta það til hugar að eitthvað sem hafði mjög mótandi áhrif á samfélag gyðinga og hefur enn mjög mótandi áhrif á samfélag gyðinga að það hafi verið tekið burt án þess einu sinni að vera til umræðu eða sagt hreint út. Þetta er auðvitað alveg kostulegt, getur ekki þurft fleiri en eina heilasellu til að sjá að þetta er glórulaust.
Þetta síðan er í mótsögn við það sem Jesaja sagði um hina síðustu tíma þar sem kemur fram að Guð lítur mjög alvarlegum augum á þetta atriði:
Það liggur síðan alveg skýrt fyrir að boðorðið um að elska náungan er í 3.Mósebók; ég skil ekki alveg af hverju að loka augunum fyrir þeirri algjörlega óhrekjanlegu staðreynd.
Mofi, 5.1.2012 kl. 14:22
Jón Valur, ég held að Mofi sé of þrjóskur til að viðurkenna að hann geti haft rangt fyrir sér. Þó vona ég að ég hafi rangt fyrir mér í þeim efnum.
Einmitt þessi kafli úr Markúsi hefur verið nefndur í umræðunni, en þá sagði hann að vegna þess að hann vantaði í sum handrit væri þetta ómarktækt!
Skýrasta vísbendingin um að ekki beri að fara bókstaflega eftir lögmálinu (öllu, því ég hef áður sýnt fram á að ekki er hægt að tína einhver nokkur atriði úr því, það er annaðhvort eða), er sennilega 15. kafli Postulasögunnar.
Þar er einungis ein spurning til umræðu. Hvort beri að umskera lærisveinana og bjóða þeim að halda lögmál Móse.
Svar postulanna var afdráttarlaust.
Þá sagði Mofi að ég væri að segja að þetta merkti að nú væri í lagi að stela myrða og ljúga!
Þau eru stundum ekki burðug rökin hjá honum.
Theódór Norðkvist, 5.1.2012 kl. 14:23
Þú virðist ekkert fylgjast með... frekar undarlegt að verða vitni að þessu. Setningin "hann lýsti alla fæðu hreina" er ekki í handritunum. Þetta er viðbót þýðenda. Ég bendi einfaldlega á betri þýðingu eins og King James útgáfuna. Að láta Jesú ógilda lög Guðs án þess að nokkur sem var að hlusta á Hann skildi það þannig er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Að bara bjóða manni upp á þannig heimsku er engin hemja.
Ég bendi einfaldlega á að ef þetta eru einu kröfurnar sem gerðar eru til kristinna þá vantar dáldið margt inn í eins og að þú skalt ekki ljúga, stela og myrða. Hefðu síðan lærisveinarnir vald til að gera slíka breytingu? Guð faðir býr til lög fyrir sína fylgjendur, Jesú kemur og segir sínum fylgjendum að þeim ber að fara eftir þessum lögum Guðs. Það gengur engan veginn upp að lærisveinarnir gætu afnumið allt þetta í einu bréfi án nokkurar útskýringar.
Mofi, 5.1.2012 kl. 14:46
Nei, það vantar ekkert inn í Nýja testamentið skilaboð um að ekki sé í lagi að stela, ljúga og myrða. Hefurðu ekki lesið Nýja testamentið? Það er margoft bent á þessi þrjú boðorð, auk boðorðsins um að drýgja ekki hór.
Hinsvegar er ekki einu orði minnst á lög um hreina og óhreina fæðu í NT, á tæplega 400 blaðsíðum (ef ég man rétt.)
Theódór Norðkvist, 5.1.2012 kl. 15:14
Theódór, það telst heldur ekki með því að skilaboðin voru að þetta voru einu kröfurnar. Dáldið skondið að þeir vitna í 3. Mósebók varðandi þessar fáu kröfur sem þarna voru teknar fram að giltu fyrir þessa nýju meðlimi. Það var ekkert tekið fram að það væru þessar kröfur og síðan að lesa einhver handrit sem líklegast flest var ekki búið að skrifa.
Það er heldur ekki endurtekið bann um að fara til miðla, að giftast systrum sínum, að leggja nafn Guðs við hégóma svo ég nefni nokkur dæmi.
Mofi, 5.1.2012 kl. 15:20
Vil leiðrétta sjálfan mig aðeins, það er minnst á fæðu í NT, en alltaf í þeim tilgangi að afsanna það sem Mofi heldur fram.
Hef áður nefnt Postulasöguna 15. kafla, þar sem talin eru upp áður nefnd ákvæði um kjöt og Páll áréttar í Korintubréfinu að varast kjöt fórnað skurðgoðum.
Án þess að ég sé að fullyrða að þetta sé tæmandi listi í 15. kaflanum, hefði ekki verið kjörið tækifæri til að minnast á svínakjötið, ef það er svona mikilvægt atriði?
Theódór Norðkvist, 5.1.2012 kl. 15:21
Theódór, af hverju að þurfa að minnast á eitthvað sem allir vissu? Málið er auðvitað stærra, málið er hvort að það sem Guð var búinn að segja, hvort að það væri allt orðið úrelt og ætti ekki við lengur. Ef að lærisveinarnir hefðu farið til gyðinga með þann boðskap þá hefði þeim umsvifalaust verið hafnað því að orð Guðs er mjög skýrt að þeir sem koma, boðandi annað en Guð er búinn að segja að sé satt að þeim ber að hafna sem falsspámönnum.
Mig langar að benda þér á eitt Theódór.
Á öðrum stað er Jesú spurður um lögmálið og það er akkúrat sama orð og kemur fyrir þarna í Matteus 5 og þá segir Jesú þetta:
Hvað segir þetta þér? Er Jesú að segja þarna að lögmálið er afnumið? Hvaða lögmál er það sem Jesú er að tala um í 22. kafla? Veistu hvar þessi vers eru í lögmálinu sem Jesú sagði að væru mest? Hvað segja þessi vers um þá sem brjóta minnsta boðorð lögmálsins og kenna öðrum það? Er það gott af þeim að gera slíkt?
Mofi, 5.1.2012 kl. 15:33
Þú stendur þig vel hér, Theódór ––– og gleðilegt ár! ––– en ég verð að líta betur á þetta seinna.
Jón Valur Jensson, 5.1.2012 kl. 15:49
Ég fer nú að gefast upp á þessu, umræðurnar eru ekki að skila neinum árangri. Við erum bara að fara í hringi.
Ég hef hvergi sagt að lögmálið hafi verið afnumið, við erum einungis að deila um hvernig það er uppfyllt.
Ég segi eins og ég hef margtuggið upp, að ef lögmálið er í gildi, þá verða öll boð þess að vera í gildi. Þá er ekki nóg að hafa hvíldardag á laugardegi, forðast svínakjöt, giftast ekki systrum o.m.fl.
Þá verðum við líka að láta umskerast, skjóta galdrakonur og aflífa dýraperra.
Ég vil fá skýr svör.
Theódór Norðkvist, 5.1.2012 kl. 15:50
Á að uppfylla það þýða að það er ekki lengur í gildi? Hvernig virkar það?
Ég fjallaði um þetta með uppfylla í þessari grein hérna: Var hvíldardagurinn aðeins fyrir gyðinga?
Hérna er parturinn sem á við þessa umræðu:
Þar sem að lögmálið skilgreinir hvað synd er, er þá ekki rökrétt að rannsaka það til að lifa ekki í synd og lifa samkvæmt vilja Guðs?
Nei, þú segir þetta aðeins vegna þess að þú hefur ekki þekkingu á lögmálinu.
Mofi, 5.1.2012 kl. 15:57
Þakka þér Jón, en verð að bæta einu við. Mofi, þú segir í upphaflegu greininni:
Gerirðu þér grein fyrir því hve mikið bull þetta er? Þú ert í raun að segja að Nýji sáttmálinn sé ekki hluti af Nýja sáttmálanum!*
* Orðið Testamenti merkir sáttmáli.
Theódór Norðkvist, 5.1.2012 kl. 15:59
Endilega fræddu fáfróðan mig.
Þú svaraðir ekki spurningum mínum.
Theódór Norðkvist, 5.1.2012 kl. 16:01
Endilega lestu greinina og svaraðu rökunum sem ég kem með. Að hrópa eitthvað upp yfir sig er ekki rök fyrir neinu.
Hugleiddu aðeins hvað Davíð sagði:
Þú hefur hvorki yndi af lögmáli Drottins né hefur nokkur tíman hugleitt það. Hvernig getur verið að eitthvað sem var algjör grundvöllur í Gamla Testamentinu allt í einu orðið að einhverju heimskulegu sem þeir sem segjast vilja fylgja vilja Guðs vilja ekki sjá?
Ef að einhver ætlaði að fara eftir refsingakerfinu þá þarf hann að leita til dómsstóla með tvö áreiðanleg vitni. Þessir dómsstólar eru ekki til og lærisveinarnir boðuðu ekki að það ætti að setja á stofn nýtt Ísraels ríki með lögum þess samfélags. Núna sé ég ekki betur en þetta snýst um eigin sannfæringu en ekki samfélags reglur þar sem þú ert að refsa náunganum; núna bíða þeir dóms Guðs. Helgidómurinn og musterið tengist líka refsingum og fá fyrirgefningu synda en jarðneski helgidómurinn var afnuminn og hreinlega tortýmt svo allt sem hann tengist er ekki lengur í gildi fyrir okkur.
Mofi, 5.1.2012 kl. 16:09
Mofi
Það er rétt hjá þér Mofi að þetta finnst í 3. Mósebók 19:18 "...elska náungan eins og sjálfan þig.." . Ástæðan fyrir því að Jesús Kristur kallaði þetta "Nýtt boðorð" er sennilega vegna þess að fólk var fyrir löngu búið að gleyma þessu atriði. En þú Mofi getur samt sem áður ekki hafnað því, að Jesús hafi gefið okkur "Nýtt boðorð".
Hvað um það, svo ég reyni svar þessu hér fyrir neðan:
1Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna:
2"Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear.
3Því skuluð þér gjöra og halda allt, sem þeir segja yður, en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara, því þeir breyta ekki sem þeir bjóða.
Eftir þessu að dæma þá fóru fræðimenn og farísear ekki eftir lögmálinu, heldur einhverju öðru. Ef að fólkið eða almenningur fór ekki eftir lögmálinu, þá var því refsað skv. lögmálinu undir þeim kringumstæðum sem þá þekktust, ekki satt?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 16:10
Mofi, 5.1.2012 kl. 16:11
Það var margt nýtt í því sem Jesú sagði.
Þeir fóru eftir sínum hefðum fremur en lögmáli Guðs og Jesú gagnrýndi það oftar en einu sinni. Ef að einhver syndgaði eða braut lögmálið þá fór það eftir aðstæðum hvað gerðist. Mismunandi refsingar samkvæmt lögmálinu og aðeins ef að einhver ákærði mann frammi fyrir dómsstólum og hafði áreiðanleg vitni var möguleiki á refsingu. Musterið síðan þjónaði alltaf þeim tilgangi að þú gast farið þangað með fórn til að fá fyrirgefningu á hvaða syndum þú hafðir framið.
Mofi, 5.1.2012 kl. 16:16
Það þarf ekki tvö vitni til að láta umskerast. Ef þú vilt meina að það eigi ekki við kristna, ertu í raun að segja að ekki allt lögmálið sé í gildi.
Þú reyndar komst þér undan því að svara spurningunni, fórst aðeins í kringum málið með því að tala óljóst um dómstóla.
Þetta eru nú nokkuð stór orð hjá þér. Hvað veist þú um mína afstöðu til lögmáls Guðs, eða hvað ég er að leggja á mig í þágu þess? Þetta er rakinn dónaskapur. Auk þess hvernig gæti ég tekið þátt í umræðum um lögmál Drottins án þess að hugleiða lögmál Drottins?
Theódór Norðkvist, 5.1.2012 kl. 16:23
Það er dónaskapur að tala svona til viðmælenda þinna, segja "þú hefur ekkert vit á þessu (lögmálinu.)"
Þú veist vel að hroki er ekki einn af ávöxtum andans og ekki heldur lögmálsins.
Kannski er hroki hinsvegar einn af ávöxtum lögmálshyggjunnar. Páll sagði að lögmálið vekti reiði.
Farísearnir voru mjög vandlátir að fara eftir lögmálinu, en voru jafnframt menn sem upphófu sjálfan sig, þ.e. töldu sig réttlátari en aðra menn. Þeir síuðu mýfluguna en gleyptu úlfaldann, sagði frelsarinn um þá.
Aldrei talaði Jesús eins hart til neinnra eins og faríseanna. Mér sýnist farísear nútímans vera víða.
Theódór Norðkvist, 5.1.2012 kl. 16:25
Mofi
" Þeir fóru eftir sínum hefðum fremur en lögmáli Guðs og Jesú gagnrýndi það oftar en einu sinni. "
Já, ég hef heyrt að þetta hafi verið oral tradisions eða hefðir sem kenndar eru við Talmud –ritin
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 16:36
Allt lögmálið? Líka að elska Guð og elska náungan? Bara vegna þess að einhver hefur vangaveltur um hvort að það eigi að umskera? Mér finnst það skjóta skökku við, sérstaklega þar sem kannski eigum við að umskera, að minnsta kosti kallar heiðinginn Lúkas boðorðið um að umskera lögmál Guðs:
Af hverju? Ef að einhver ætlaði að fara eftir þessu þá yrði hann að finna dómsstóla samkvæmt Móselögmálinu og biðja þá um dóm og refsingu. Þetta er ekki til í dag, leið undir lok með gamla Ísraels ríki og kristnir hafa ekki skipun um að setja á fót nýtt Ísraels ríki.
Hvernig á ég að skilja endalausar árásir á það og ákefð um að okkur ber ekki að halda það? Ef að einhver talaði svona um lög sem gilda á Íslandi þá myndir þú án efa líta þannig á málið að viðkomandi hefði eitthvað á móti annað hvort landinu eða lögum landsins.
Það er yndislegt ef þetta er rangt hjá mér og ég neita því ekki, að þú skulir yfirhöfuð ræða þetta segir að þér er ekki sama en það breytir því ekki að þú ert hérna að gagnrýna það að halda lögmálið sem getur varla verið jákvæð afstaða til þess.
Þú sagðir hluti sem sýndu að þú þekkir ekki lögmálið, hluti sem sýndu aðeins þína andúð á því.
Málið er nefnilega það að þeir fóru ekki eftir lögmálinu. Lögmálið var alveg skýrt að það átti ekki að bæta við það eða taka frá en þeir voru mjög duglegir að bæta við það. Síðan sagði lögmálið að elska náungan og mörg ákvæði fjölluðu um miskunsemi og að sýna umhyggju ekkjunum, munaðarleysingjum og útlendingum. Jesú gagnrýndi þá einmitt fyrir að vanrækja hið veigamesta í lögmálinu.
Mat 23:23 Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér gjaldið tíund af myntu, anís og kúmeni, en hirðið ekki um það, sem mikilvægast er í lögmálinu, réttlæti, miskunn og trúfesti. Þetta ber að gjöra og hitt eigi ógjört að láta.
Ef þér sýnist ég vera fariseii þá geta þeir varla verið víða. Ef þér sýnist ég líka vera fariseii vegna þess að ég hvet þá sem vilja fylgja Kristi að halda boðorð Hans þá... bara veit ég ekki.
Mofi, 5.1.2012 kl. 20:28
Mofi, 5.1.2012 kl. 20:29
Ég held við komumst ekki lengra með þetta mál, finnst þú allavega ekki vera að skilja það sem ég er að segja, hvort sem það er viljandi eða ég er svona óskýr í framsetningunni.
Mér finnst það nú vera ofstæki hjá þér að tala um að ég sé með endalausar árásir á lögmálið, að því er virðist einungis vegna þess að ég skrifa ekki undir þína útgáfu af því (sem þú meint eflaust segja í hundraðasta skiptið að sé biblíuleg og sú eina rétta.)
Ég vil minna þig á að einungis lítið brotabrot af kristnum söfnuðum skrifa undir þinn skilning um hvíldardaginn og mataræði. Reyndar aðallega söfnuðir sem eru flokkaðir af virtum fræðimönnum sem villutrúarhópar, s.s. aðventistar, Worldwide Church of God og fleiri.
Ef við tökum mína persónu út úr dæminu þá ertu í raun að segja þeir, sem ekki samþykkja þína túlkun á Biblíunni sem hina einu réttu séu að ráðast á lögmálið.
Þar með ertu að segja að t.d. Hjálpræðisherinn, sem gefur fátækum að borða um hver einustu jól, eða pólsku nunnurnar sem stunda kærleiksþjónustu og biðja fyrir Íslandi dag og nótt, séu að ráðast á lögmálið. Bara vegna þess að þær eru með annað dagatal en þú.
Mér finnst það vera þér til mikils vansa og mjög ófyrirleitið.
Theódór Norðkvist, 5.1.2012 kl. 21:12
Þú vonandi fyrirgefur en lögmál Móse er það sem Biblían kallar marg oft lögmál Guðs. Ef þú ert með aðra útgáfu þá er það einfaldlega ekki útgáfa Biblíunnar. Þegar Jesú talaði um það sem væri mikilvægast í lögmálinu þá vitnaði Hann beint í 3. Mósebók 19:18 og 5. Mósebók 6:5 svo augljóslega þegar Jesú talaði um lögmálið þá var Hann að tala að minnsta kosti um 3. Mósebók og 5. Mósebók.
Mér væri sama þótt það væri bara ég, eina sem ég hef er mín samviska og þegar ég stend frammi fyri Guði þá skiptir engu máli hvað minn söfnuður kenndi heldur hvort ég fylgdi því ljósi sem ég fann í Orði Guðs.
Þegar þú síðan hafnar hvíldardeginum þá ertu að hafna boðorðinu sem er í miðjunni á boðorðunum tíu, í því ljósi, hvernig getur þú sagt eitthvað annað en að þú hafir andúð á lögmáli Guðs? Þú vilt láta sem svo að þú hafir yndi af lögmáli Guðs eins og Davíð talar um en síðan rakkar það niður í næstu setningu. Þú bara verður að prófa að horfa aðeins í spegil og veltu því fyrir þér hvort þetta sé eðlilegt.
Mín reynsla er sú að þegar ég spjalla við fólk um Biblíuna og lögmál Guðs þá eru allir mjög fylgjandi því og sammála því. Sammála Páli þegar hann segir að lögmálið sé andlegt, heilagt og gott. En síðan þegar maður bendi á hvað lögmálið segir, þá allt í einu er Kristur endir lögmálsins og við erum laus við lögmálið vegna þess að Kristur dó á krossinum. Allt í einu allt annar tónn. Mér finnst þetta bara svakalega dapurlegt.
Ég tala um að þú ráðist á lögmálið af því að þú ert að taka þátt í þessari umræðu og í henni viltu meina að við eigum ekki fara eftir lögmálinu. Sá sem er ekki að taka þátt í svona umræðu og halda svona fram er auðvitað ekki að ráðast á lögmálið. Mér finnst þú hafa gert þetta frekar oft í þessari umræðu, búa mér til skoðanir og síðan rakka mig niður fyrir skoðanirnar sem þú bjóst sjálfur til. Ef þér finnst það kristileg hegðun þá þú um það.
Mofi, 5.1.2012 kl. 22:55
Mofi, það var ekki ætlun mín að "rakka þig niður" og ég bið þig að fyrirgefa ef ég hef sagt eitthvað sem særði þig (og þá hvað?) Ég skal viðurkenna að ég hef verið harðorður, en það er ég stundum og þá helst þegar ég er að reyna að opna augu fólks.
Reyndar vil ég meina að þú sjálfur hafi verið að gera mér upp skoðanir og gera síðan lítið úr mér í kjölfarið. Til dæmis þegar þú sakaðir mig um að halda því fram að nú væri í lagi fyrir kristna að stela, ljúga og myrða.
Finnst þér í lagi að saka einarðan biblíutrúaðan kristinn mann um slíkt? Fannst þér í lagi að fullyrða að ég hefði ekkert vit á lögmálinu, þrátt fyrir að ég telji að ég hafi sýnt mikla þekkingu í þeim efnum, enda er ég búinn að íhuga þessa hluti í mörg ár. Þó ég sé alls ekki að fullyrða að ég viti allt.
Hinsvegar hef ég lent í mörgum óheiðarlegum og óbilgjörnum mönnum, sem koma gjarnan fram sem miklir sérfræðingar, eins og þeirra skilningur sé sá eini rétti og fyrirlíta þá sem eru á annarri skoðun.
Ef það eru einhverjar reynslur sem maður hefði viljað sleppa við þá eru það einmitt svoleiðis átök, við fólk sem maður taldi "vera með sér í liði" en síðan kom annað á daginn. Ég var að vona að þú værir ekki af því taginu.
Ég skal ekkert liggja á þeirri skoðun minni að ég tel þig vera í villutrúarhópi og vil hjálpa þér að losna þaðan. Ég þekki af eigin raun hve miklar sálarkvalir það er að ánetjast söfnuð sem telur sig hafa höndlað hinn stóra sannleika. Ekkert pláss er gefið fyrir spurningar eða efasemdir.
Ég veit ekki hvort aðventistar séu í þeim hópi, ég er að tala um mína reynslu af öðrum kirkjum og hreyfingum sem ég ætla ekki að nefna, en mig grunar það.Theódór Norðkvist, 6.1.2012 kl. 00:05
Lítill tilgangur í að fara yfir hvað lét mig upplifa þetta svona. Umræða milli tveggja aðila sem segjast vilja fylgja Kristi á að geta verið málefnaleg, vingjarnleg og uppliftandi. Mín niðurstaða er að bæði Gamla og Nýja Testamentið boðar að við eigum að fara eftir lögmálinu og reyni að útskýra mínar ástæður fyrir þessari niðurstöðu. Að kristnir hafa ekki áhuga á að vita neitt um lögmál Guðs og rakka niður það sem lögmálið kennir eins og t.d. að borða ekki svínakjöt, það er svakalega niðurdrepandi. Það fer svo algjörlega á móti því sem Biblían segir um lögmálið, eins og Páll sem segir að "Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti" - 2. Tímóteusarbréf 3:16.
Þegar Páll skrifar þetta þá eru ritningarnar sem hann vísar til Gamla Testamentið; kannski eitthvað af því nýja en það var ekki búið að skrifa það allt saman og alls ekki búið að taka það saman sem heilaga ritningu.
Ég sagði aldrei að það væri þín skoðun. Ég benti á að það væri niðurstaðan ef að það eina sem hinir nýju kristnu ættu að gera væri að "haldið yður frá kjöti fórnuðu skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og saurlifnaði" - Postulasagan 15:29 Ekkert minnst á að þurfa að lesa Nýja Testamentið ( sem var ekki til þegar þetta var skrifað ) og ekkert minnst á að ekki ljúga, stela eða myrða. En augljóslega þá telur þú að það eru meiri kröfur á þá sem gerast kristnir en aðeins það sem kemur fram í þessum lista.
Hafðu síðan í huga að þetta með blóð og kjöt frá köfnuðum dýrum kemur beint úr 3. Mósebók, það er eina ástæðan sem ég sé að gæti verið fyrir því að þeir nefna þetta.
Þú einfaldlega sagðir dáldið sem sagði mér að þú þekktir ekki lögmálið, að minnsta kosti þann hluta lögmálsins. Ég hef ekki mikla þekkingu á Móselögunum, mín þekking er mjög yfirborðskennd svo ég sé það ekki sem einhverja voðalega móðgun að halda að einhver annar hafi ekki mikla þekkingu á því.
Ég verð að standa með því sem Biblían kennir og ekki gera málamiðlanir til að eignast vini eða halda einhverjum góðum.
Ég tilheyri þeim hópi sem Opinberunarbókin lýsir sem þeim sem halda boðorð Guðs. Ég vil hjálpa öllum að tilheyra hópi sem getur með góðri samvisku sagt að þeir haldi boðorð Guðs. Ég get ekki með nokkrum móti séð hvernig þú gætir sagt það þegar ekki einu sinni boðorðin tíu ná til þín.
Mofi, 6.1.2012 kl. 00:34
Mofi
"Já og þetta er enn á lífi í dag meðal gyðinga. Ótal reglur um allt milli himins og jarðar og endalausar reglur um hvíldardaginn mjög áberandi, svo mikið að það eru til sér lyftur í Jerúsalem sem ganga af sjálfu sér á hvíldardögum svo að fólk þarf ekki að ýta á takkana og margt fleira þannig. "
Já það er víst alveg rétt hjá þér, sjá hérna :
"...Talmudic hate literature has caused untold suffering throughout history and now, in occupied Palestine, it is used as a justification for the mass murder of Palestinian civilians. The Talmud specifically defines all who are not Jews as non-human animals."
"The Talmud is to this day the circulating heart's blood of the Jewish religion. Whatever laws, customs or ceremonies we observe -- whether we are Orthodox, Conservative, Reform or merely spasmodic sentimentalists -- we follow the TALMUD. It is our common law."Mr. Wouk
"The teachings of the Talmud stand above all other laws. They are more important than the laws of Moses." -Rabbi Issael, Rabbi Chasbar, et. al.
Universal Jewish Encyclopedia confirms: Thus the ultimate authority for orthodoxy is the Babylonian Talmud. The Bible itself ranks second to it in reality, if not in theory. Universal Jewish Encyclopedia, Authority p. 637.
Eins og gefur að skilja þá er þetta ógeðsleg rit (Talmud) gegn Kristi og öllu er varðar Kristinna trú (sjá http://www.revisionisthistory.org/talmudtruth.html , en samt finnur maður link hjá trúfélagi eins og Krossinum hérna inná þetta efni, eða um Talmud ritin sjá: http://www.krossinn.is/Safnadarstarf/Tenglarnir/
Greinilega er á öllu að þetta fólk er orðið svona innileg vel heilaþvegið á Ómega stöðinni hérna.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 16:40
Þorsteinn, það er aðeins of mikil ást á Ísrael að mínu mati meðal margra kristna söfnuða hér á landi. Þegar ég segi of mikil ást þá á ég við að það er eins og það er horft fram hjá mörgu af því virkilega slæma sem er í gangi hjá þeim. En það er önnur umræða sem mig langar ekki að fara út í út frá þessari grein.
Mofi, 6.1.2012 kl. 16:50
Þetta er mjög sennileg þýðing á orðum sem eru einmitt í handritum.
Svo byggir KJV einmitt á verri handritum þegar kemur að einmitt þessu atriði (þeas hafa "hreinsandi" í hvorugkyni en ekki karlkyni).
En mér finnst merkilegt hvað andmælendur þínir segja lítið um upphafið á Matt 23. Jesús segir lærisveinum sínum að fara eftir öllu því sem farísearnir kenndu. Kenndu farísearnir að maður mætti borða svínakjöt? Auðvitað ekki.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.1.2012 kl. 19:30
Smá punktur varðandi bloggfærsluna sjálfa:
Mofi, þú virðist gefa þér það að þeir sem segja að lög GT hafi verið afnumin séu að segja að "samningnum" hafi verið breytt t.d. í skrifum Páls.
Ég held að þetta fólk segi einfaldlega að svona hafi samningurinn verið frá upphafi, að Páll hafi ekki bætt neinu við eða breytt neinu, heldur eingöngu sagt frá því hvernig samningurinn var frá upphafi.
Skil vel að þetta sé vandamál fyrir þig, enda boða bréf sem eru eignuð Páli greinilega það sama og Mark 7:19 ;)
Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.1.2012 kl. 19:36
Mér finnst sennilegt ekki duga á móti því að enginn virtist skilja Jesú þannig í umræðu sem fjallaði ekki um hreint og óhreint kjöt. Heldur þú að gyðingar hefðu bara þegið ef að Jesú hefði verið að boða að þessi hluti lögmáls Guðs væri ekki lengur í gildi eða að einhver hefði ekki ásakað Jesú um þetta þegar var verið að reyna að ásaka Jesú um bara eitthvað...
Hvaða handrit telur þú vera betri og betri en hvaða handrit þá?
Það virðist fáir vera tilbúnir að glíma við þetta vers af einhverri alvöru.
Fyrirgefðu, ekki áætlun mín. Frekar að Páll getur ekki hafa verið að meina að lög GT hafi verið afnumin því að það er ekki hægt að afnema lög eftir að búið er að skrifa undir og innsigla samninginn.
Það gengur ekki upp, Ísrael átti pottþétt að fara eftir lögmáli Móse, veit ekki um neinn sem heldur öðru fram.
Mofi, 6.1.2012 kl. 23:32
Mofi, ég skil ekki hvernig þetta á að vera einhvers konar mótmæli. Til að byrja með efast ég auðvitað um að Jesús hafi sagt þetta. Og í annan stað, jafnvel þó að við gefum okkur að hann hafi sagt þetta, þá er ekki sagt neitt um viðbrögðin við þessum ummælum. Svo er þetta þar að auki ekki eitthvað sem hann segir, heldur túlkun höfundar guðspjallsins á orðum Jesú.
Mofi, er sagt að það hafi ekki verið gert?
Þetta er í karlkyni (-wn) í elstu handritunum af Markúsarguðspjalli (Sinaiticus, Alexadrinus og Vaticanus), mér sýnist elsta handritið með þetta í hvorugkyni (-on) vera frá 10. öld (33).
Ah....ég hef misskilið þig. Ertu að segja að í nýjum samningi geti ekki verið neinar breytingar frá því sem var í eldri samningi?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.1.2012 kl. 03:54
Það er óbeint gert því að það er sagt að andstæðingar Jesú hefðu reynt margt en ekki fundið neitt á Hann. Þarna hefði verið eitthvað mjög bitastætt gegn Jesú en enginn nefnir það.
Nei... þetta virðist vera svakalega flókið hjá mér Nýr samningur var gerður og það er fjallað um hver munurinn er en minn punktur er að Nýja Testamentið getur ekki verið að breyta þeim sáttmála því að NT var ekki til þegar Jesú innsiglaði nýja sáttmálann á krossinum. Ég tel að NT varpi ljósi á hver munurinn er en oftar en ekki færa þeir rök út frá GT til að sýna fram á að þetta er rétt eins og með að Jesú er núna æðsti presturinn og að jarðneski helgidómurinn er ekki lengur í gildi.
Mofi, 7.1.2012 kl. 10:38
Hjalti, varðandi handrits dæmið þá er hérna myndband sem mig minnir að fjallar um þetta atriði: http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=tNv-zzpIwBs Gæti verið að sóa tíma þínum með einhverju sem kemur málinu ekki við, orðið dáldið langt síðan ég horfði á þetta en mig minnir að þetta kemur inn á atriðið með handritin.
Mofi, 7.1.2012 kl. 10:46
Mofi, í fjallræðu Jesús, sem er falleg eftirmynd af Móses á Sínaífjalli, er nýi sáttmáli boðaður og þín útlegging og túlkun er ekkert verri enn annarra greina og kvista kristninnar, sem eru trúarbrögð sem lánað hafa mikið úr Gyðingdómi (2. og 5. Mósebók) og miskilið enn meira, og því miður lagt mikið kapp á það að ráðast á þá trú og trúarhóp sem rænt var frá í stað þess að fylgja þeim boðorðum sem tekin voru af láni.
Fjallræðan og nýi Sáttmáli hefur verið túlkuð á mismunandi hátt gegnum tíðina, sumir hafa talið að meiri strangleiki Jesús í útleggingu gamla Sáttmala hafi fyrst og fremst verið ádeila á lærissveina hans og fylgismenn. Marteinn Lúther túlkaði Fjallræðuna þannig að eini tilgangur ræðunnar væri til að fá fólk til að skilja að frelsunin kæmi aðeins gegnum trúna á Jesús á krossinum sem dó svo þeir sem á hann trúa mætti hljóta fyrirgefningu syndanna, syndanna gegn lögmálinu sem þeir þurftu ekki að fylgja. Kaþólska kirkjan hefur hefur túlkað orð Fjallræðunnar þannig, að þau ættu fyrst og fremst við þá sem vildi lifa frómu lífi, þeas presta, munka og nunnur og annað kirkjunnar fólk, meðan leikir skyldu aðeins halda hin venjulegu boðorð.
Greinilegt er í athyglisverðri umræðu hér að ofan, að þeir sem trúa á Krist fylgja greinilega ekki þeim sáttmála sem þeir tala um, hvort svo hann er nýr, gamall eða endurnýjaður.
Þorsteinn Scheving, sem er afdankaður moonisti, kemur greinilega einvörðungu inn í umræðuna til þess eins að lýsa hatri sínu á gyðingum með lygum af öfgasíðum sem hann hefur ekki einu sinni fyrir því að þýða yfir á móðurmálið.
Fyrirgefðu mér það JVJ, en mér finnst þú leika æðstaprest með tilheyrandi valdi þegar þú ákveður að Mofi andmæli Nýja Testamentinu, líkt og þú telur að gyðingurinn Jesús hafi verið gyðingahatari, sem þú vissulega hélst fram um daginn í umræðu á bloggi Svans Gísla Þorkelsson, sjá hér.
Rebekka er full af fordómum um Lög Móses og gyðinga og langa hefð í túlkunum á þeim innan Gyðingdóms, sem hún veit greinilega ekkert um. Það er auðveldara að hata, en hins vegar ekki í anda boðskaps þess Jesús sem gefur henni lausnina og frelsunina ef hún trúir á hann.
Aðrir eru bara með dónaskap um pillur (Guðsteinn) og Theodór Norðkvist er svo með gamaldags íslenskt skítkast, nema að hann sé á vegum samtaka svínabænda.
Jesús, sem ég ætla ekki að efast um tilvistina á eins og Hjaltií allri sinni þekkingu á kristni og gyðingdómi gerir, var gyðingur. Hann borðaði ekki hamborgarahrygg í Hebron eða bæjarins bestu í Jeríkó. Hann hataði ekki aðra gyðinga eins og JVJ heldur fram og hélt því aldrei fram sjálfur að Gyðingar hafi drepið hann, sem nú hefur verið staðfest af Páfanum í Róm, sem JVJ vill ekki hlusta á.
Nei, í Gamla sáttmála og boðorðunum 10 er greypt virðing fyrir Guði og örðum mönnum. Þetta eru einfaldar reglur eða réttara sagt yfirlýsingar. Engum er skylt að fylgja lögmálinu, enda var það upphaflega gefið Ísraelsþjóð til að fylgja, sem var valin til að ver Am Nivchar, útvalda þjóðin, sem reyndar þýðir ekki það sama og flestir á Vesturlöndum leggja í það fyrirbæri. Virðingu vanta í þessa umræðu sem einkennist af stælum um hver hafi skilið Jesús réttast. En Mofi er hér með nokkuð góð rök, sem eru áhugaverðari en áhugi hans á furðudýrum og risaeðlum á nútíma og þess konar hankípankíi.
Túlkun Mofa er hvorki verri né betri útlegging á gömlu stefi, sem allir vilja leika og hafa vit á. Hún á fullan rétt á sér og henni ber að fagna, því aðalatriðið er að kærleikurinn á einum Guði endurspeglast í kærleikanum á náunganum eða þeim sem hefur aðrar skoðanir, trú, eðli, eða kynferði og sama hvort þeir trúa á Jesús eður ei.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.1.2012 kl. 12:28
Sæll Vilhjálmur
Vilhjálmur ég er stuðningsmaður Jews Against Zionism , Jews Not Zionist , Neturei Karta og REAL JEW NEWS og við hérna mótmælum Zíonistum, Zíonisma þínum og þessu her- og landnámi Zíonista - Ísraelsmanna.
Hvernig er það falla ekki allir þessir hópar og aðilar (eða Jews Against Zionism , Jews Not Zionist , Neturei Karta og REAL JEW NEWS ) undir GYÐINGAHATARAR hjá þér Vilhjálmur, svo og Arabar rétt eins og aðrir Íslendingar sem ekki eru sammála þér ( eða EKKI ZÍONISTAR)?
Hvernig er það vilt þú ekki fá fleiri líka en þennan hér : http://www.revisionisthistory.org/talmudtruth.html er fjallar um nokkurn vegin það sama varðandi Talmud- ritin, eða hversu andkristilegt þessi rit eru, hvað með vef hans Séra I. B. Pranaitis sem er reyndar kaþólskur (Master of Theology and Professor of the Hebrew Language at the Imperial Ecclesiastical Academy of the Roman Catholic Church, http://www.biblebelievers.org.au/talmud1.htm , http://www.talmudunmasked.com/ ).
Benjamin H. Freedman: http://www.iahushua.com/JQ/factsR4.html
Hvað eru það orðnir margir í dag sem þú hérna Vilhjálmur uppnefnir GYÐINGAHATARAR?
Hvernig væri að þú einu sinni reyndir að svara þessu Vilhjálmur?
"..Menn sem styðja slík ríki eru gyðingahatarar. Össur Skarphéðinsson er að mínu mati dæmigerður gyðingahatari.." (http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/?offset=20)
Hversu margir eða hversu stór hluti ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR erum við að tala um sem eru GYÐINGAHATARAR samkvæmt þessu, og telur þú þetta virkilega einhverja fræðimennsku að viti, Vilhjálmur?
Hvað með ef við tökum allan Arabaheiminn og aðrar þjóðir inn í þessa mynd (er munu líklegast greiða atkvæði með stofnun Palestínuríkisins), og spyrjum hversu marga erum við að tala um sem Vilhjálmur mun uppnefna sem GYÐINGAHATARA, Vilhjálmur?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 18:51
Vilhjálmur
Hérna lestu þetta sjálfur Vilhjálmur, því að þetta er frá Gyðingum fylgjendum Talmud- bókanna, hættu svo þessum lygum, ok?
"The Talmud (Babylonian edition) records other sins of "Jesus the Nazarene":
The false, rebellious message of Jesus has been thoroughly rejected by the vast majority of the Jewish people, as G-d commanded. Unfortunately, however, this same message has brought a terrible darkness upon the world; today, over 1.5 billion gentiles believe in Jesus. These lost souls mistakenly think they have found salvation in Jesus; tragically, they are in for a rude awakening. Truth and eternal life are found directly from G-d, through performing His Law. Any "mediator" only separates man from G-d:..." http://www.noahide.com/yeshu.htm "
Sjá einnig :
"The Talmud is to this day the circulating heart's blood of the Jewish religion. Whatever laws, customs or ceremonies we observe -- whether we are Orthodox, Conservative, Reform or merely spasmodic sentimentalists -- we follow the TALMUD. It is our common law."Mr. Wouk
"The teachings of the Talmud stand above all other laws. They are more important than the laws of Moses." -Rabbi Issael, Rabbi Chasbar, et. al.
Universal Jewish Encyclopedia confirms: Thus the ultimate authority for orthodoxy is the Babylonian Talmud. The Bible itself ranks second to it in reality, if not in theory. Universal Jewish Encyclopedia, Authority p. 637.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 19:18
Vilhjálmur, ég sé fjallræðuna sem uppfyllingu á því sem GT sagði um einhvern sem myndi upphefja lögmálið en í fjallræðunni tekur Jesú boðorðin tíu og útskýrir hvernig slæmar hugsanir eru nóg til að vera brotlegur gagnvart Guði. Í gegnum NT þá er talað um GT sem orð Guðs og lög Guðs og Jesú talar um lögmálið og spámennina sem þá sem opinbera Hann sjálfan.
Þannig að mér finnst sorglegt að sjá andstöðuna frá gyðingum við Kristi því að án Krists þá fellur GT um sjálft sig og sömuleiðis er sorglegt að sjá kristna hafna GT þar sem það er eins og jörðin sem Kristur stendur á.
Mofi, 8.1.2012 kl. 12:03
Sæll Mófster- ég hef aðeins verið að fylgja eftir þessum þráttum sem hér að finna ;). Fyrir mig er þetta einfalt mál, Jesú er Drottinn, hann kom sá og leiðrétti, engin efast um boðorðin eða lögmálið, en við mótmælum mannasettningum sem viðbætur við lögmálið. Innan skamm´s mun gamall vinur koma með handa mér Mezuah sem ég mun festa við útidyr mínar, til að minna mig á boðorðin :) þegar ég geng út og inn. Eitt leyndarmál, sem er kannski ekki leyndarmál skal ég deila með þér. Ég er hætt að flækja Guð´s orð, ég er hætt að flækja mig í umræður sem vega að Guðs orði. Fyrir mér er Jesú orðið eins og ritningin kveður á um, ekki sérlega flókið. Stundum þarf maður bara að leyfa Guði að vinna og sigrast innra með okkur og leyfa orðinu Jesú að koma með réttlæti og sannfærningu inn í hjörtu okkar sem engin fær ráðist á. Ég fel honum allt mitt, áhyggjur, vonir, vonbrygði, gleði, tár og sorg, því hann mun fyrir sjá og hann hefur sko fyrir séð <3<3. Þó ég sé ekki sammála þér í þessum skrifum þínum, þá verður þú að mun að vinur er ávalt vinur þó ekki að hann/hún skilji þínar pælingar. Svo gleðilegt nýtt ár Mófs megi það koma með margar blessanir inn í líf þitt.
Linda, 8.1.2012 kl. 22:42
Hvar kemur það fram hvort að þetta hafi vakið "svakaleg viðbrögð" eða ekki?
Markúsarguðspjall er einfaldlega í mótsögn við Matteusarguðspjall.
Æi, Mofi, það er svo auðvelt að koma með eitthvað til að útskýra þetta, t.d. get ég einfaldlega sagt að andstæðingar Jesú skildu hann ekki.
Mofi, hvar getur maður lesið sér til um innihald þess sáttmála sem var innsiglaður á krossinum?
Hvað segirðu við þann mann sem segir eitthvað eins og: "Nýi samningurinn sem var innsiglaður á krossinum fól í sér að við þyrftum ekki að fara eftir t.d. matarlöggjöf gyðinga. Í bréfum Páls sérðu að Páll segir að þannig hafi ssamningurinn verið."
Það er ekki verið að segja að Páll hafi breytt samningnum, heldur að hann hafi einfaldlega verið svona.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.1.2012 kl. 22:59
Vilhjálmur, ég segi hvergi að Jesús hafi í raun og veru verið fylgjandi svínakjötsáti.
Mofi, í staðinn fyrir að horfa á myndbönd frá rugludöllum um þetta efni, af hverju lestu ekki einhverja almennilega bók um þetta? Á Landsbókasafninu er t.d. "The text of the New Testament" eftir Bruce Metzger.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.1.2012 kl. 23:04
Sæll Hjalti
Þú vitnar hér í þessi orð frá Zíonistanum honum Vilhjálmi, eða:
"Jesús, sem ég ætla ekki að efast um tilvistina á eins og Hjalti í allri sinni þekkingu á kristni og gyðingdómi gerir, var gyðingur. Hann borðaði ekki hamborgarahrygg í Hebron eða bæjarins bestu í Jeríkó. Hann hataði ekki aðra gyðinga eins og JVJ heldur fram og hélt því aldrei fram sjálfur að Gyðingar hafi drepið hann, sem nú hefur verið staðfest af Páfanum í Róm, sem JVJ vill ekki hlusta"
Það væri nær að spyrja Vilhjálm sjálfan, hvað hann meinti með því að skálda upp þessar lygar gegn þér Hjalti, en ég efast um að Vilhjálmur svari þér nokkuð eða hérna síðar í athugasemdum. Því það hefur ekki verið háttur hans Vilhjálms hérna á blogginu.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 00:10
Hjalti, ég sagði víst ekkert um að þú hafir verið að kokfylla Jesú með svínasultu. Ég skrifaði einungis að þú efaðist um tilvist hans. Það gera svo margir. Svo kom punktur og mín eigin útlegging á matarvenjum Meistarans.
Kristur stóðst einfaldlega ekki prófið sem Messías,Mofi, og því verður ekki breytt héðan í frá.
Steini Moon,
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2012 kl. 00:52
Ertu eitthvað að ruglast, Vilhjálmur Örn?
Og hvað gefur þér leyfi til að skrökva því hér, að ég hafi haldið því fram, að Gyðingurinn Jesús hafi verið Gyðingahatari? EKKERT!
Jón Valur Jensson, 9.1.2012 kl. 08:34
Linda, í gegnum Biblíuna þá er það alltaf dyggð og mikils metið að rannsaka Biblíuna og reyna að skilja hana eins vel og maður getur. Jesú talaði mjög hart á móti mannasetningum og hefðum manna og síðan staðfesti aftur og aftur það sem Guð hafði lagt fyrir Ísrael. Þar sem að synd er lögmálsbrot þá ætti það að vera okkur kappsmál að vita hvaða lög það eru sem Guð vill að við förum eftir; samt alltaf að muna eftir því að Guð dæmir okkur eftir okkar þekkingu og löngunum að ganga Hans veg.
Ég vona að þú getir haft gaman af svona pælingum, ég hef lært helling nýtt um orð Guðs af fólki sem ég var og er ósammála. Endilega, kíktu á nýjustu færsluna mína, mig grunar að þér muni vel líka, sjá: Nýji sáttmálinn og kvöldmáltíðin
Vinar kveðja :)
Mofi, 9.1.2012 kl. 10:13
Ég sé það ekki í textanum og mér finnst að ef að allt hefði farið í uppnám vegna þess að Jesú var þarna að leyfa lærisveinum sínum að borða svínakjöt þá hefði það komið skýrt fram, bæði þarna og í framhaldinu.
Menn geta sagt alls konar rugl en það hjálpar ekkert :) Síðan skildi Pétur heldur ekki Jesú svona svo þá er fokið í flest skjól.
Ég tel að það sem Kristur kenndi lærisveinunum hafi verið nýji sáttmálinn, já, ég hafði rangt fyrir mér, sjá: Nýji sáttmálinn og kvöldmáltíðin
Ég treysti þessum manni tíu sinnum betur en þessum Bruce Metzger og síðan er miklu auðveldara að hlusta á í einn klukkutíma en að lesa einhverja langa bók sem tekur líklegast marga daga.
Mofi, 9.1.2012 kl. 10:18
Ég sé ekki betur en Hann stóðst prófið fullkomlega. Eitt gott dæmi er t.d. þessi spádómur hérna: Spádómurinn um Föstudaginn Langa
Hvernig telur þú að Jesú hafi ekki staðist prófið, hvað vantaði upp á?
Mofi, 9.1.2012 kl. 10:21
Jón Valur, í umræðu sem spannst hjá Svani Gísla Þorkelssyni fóru menn út í Passíusálmana, sem þú telur greinilega beina tilvitnun í Jóhannesarguðspjall, en ég er ekki sammála.
Ég bar þessa spurningu mína og frásögn úr NT undir þig í athugasemdum hjá Svani:
"Heldur þú virkilega að Guðs sonur hafi sagt eftirfarandi við ættmenn sína?:
"Jesús svaraði: "Ef Guð væri faðir yðar, munduð þér elska mig, því frá Guði er ég út genginn og kominn. Ekki er ég sendur af sjálfum mér. Það er hann, sem sendi mig. Hví skiljið þér ekki mál mitt? Af því að þér getið ekki hlustað á orð mitt. Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir. En af því að ég segi sannleikann, trúið þér mér ekki. Hver yðar getur sannað á mig synd? Ef ég segi sannleikann, hví trúið þér mér ekki? Sá sem er af Guði, heyrir Guðs orð. Þér heyrið ekki, vegna þess að þér eruð ekki af Guði.""
Kæri vin, þú svaraðir því játandi og þetta er gyðingahatur með stóru G-i. Þú telur að Jesús hafi sagt þetta, að þar með er ekki óeðlilegt að maður komist að þeirri niðurstöðu, að Jesús, sem kristnir trúa á, hafi verið Gyðingahatari og að sumir haldi það.
Ég tel annan möguleika álitlegri, þ.e. að gyðingahatari sem skrifaði NT hafi lagt þessi orð í munn Krists.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2012 kl. 10:34
Vilhjálmur, þú hlýtur að sjá hvers konar rugl þetta er? Jesú var gyðingur og allir lærisveinarnir gyðingar og í Postulasögunni þá eru það þúsundir gyðinga sem snúa sér til trúar á Kristi. Jesú er þarna einfaldlega að tala til ákveðna manna og þessi orð voru til þeirra en Jesú án efa vonaði að þeir myndu sjá að sér, iðrast sinnar illsku og snúa sér til Guðs.
Mofi, 9.1.2012 kl. 10:39
Mofi, það stendur ekkert um Föstudaginn langa í Daníels bók - akkúrat ekkert. Þú vilt bara lesa það út úr Daníels bók sem þér hentar. Enginn jarðlegur möguleiki er á því að Daníels bók hafi verið skrifuð á þeim tíma sem þú segir, og í gyðingdómi er þessi "spámaður" ekki tekinn alvarlega.
Daniel tilheyrði ekki Neviim heldur Ketuviim! GT þitt er ekki alveg rétt framreitt, en þó þannig að hægt er að misnota það í rugl eins og að Daníel hafi dreymt um Föstudaginn langa. Það er greinilega ekki einu sinni þannig að gyðingar megi sjálfir hafa vit á sínum ritum. Kristnir þurfa líka að vita betur um þau.
Þú verður víst að hugsa það aðeins betur. Þú virðir ekki gyðingdóm þegar þú ert með svona vangaveltur. Daníel var kannski spámaður í þínum augum, en augum gyðinga hefur hann aldrei verið það!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2012 kl. 10:59
Nei Mofi, þessi orð hefur enginn gyðingur látið út úr sér fara nema að hann hefði ruglast, eins og t.d. Bobby Fischer.
Þetta eru orð eins af riturum eða afriturum NT og það var ekki Guð!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2012 kl. 11:03
Já, Vilhjálmur, sá er munur á mér og þér (sem ert greinilega ekki kristinn) að ég trúi því vel, að Guðs sonur hafi sagt þetta við áheyrendur sína, þetta sem þú vitnar til úr Jóhannesarguðspalli. Og það er ekkert undarlegt að hann lýsi ekki Satan sjálfum fagurlega. Ennfremur vissi Jesús betur en þú og ég um hugsanir mannanna og illar rætur haturs mótstöðumanna sinna.
En þú ert greinilega búinn að gefast upp á því verkefni þínu að finna sannanir í Passíusálmunum á því, að þar sé talað í rasísku máli um Gyðinga eða af fyrirlitningu á þeim almennt, og ert kominn út í allt aðra sálma. Ég fagna uppgjöf þinni og bið þér heilla.
PS. Og kjánalegt dæmi um slæma ákytunarhæfni (allt í einu og að tilefnislausu) var þeessi fráleita spurning hjá þér, hvort ég væri að kenna þinni ástkæru eiginkonu um ódæðisverk gegn Kristi og lærisveinum hans.
Jón Valur Jensson, 30.12.2011 kl. 17:44
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2012 kl. 11:07
Vilhjálmur, spádómurinn er alveg skýr og að taka Daníel ekki alvarlega er alveg stórfurðulegt, hann er magnaðasti spámaður Biblíunnar. Reyndu nú að glíma við spádóminn efnislega en ekki á svona hundavaði.
Af hverju ekki við fólk sem var að reyna að drepa Hann? Af hverju eiginlega, af hverju í ósköpunum ættu þessi orð að vera einhvers konar almennt gyðingahatur. Það er bara svo heimskt að það nær engri átt, hvers konar kjaftæði finnst þér í lagi að leggja á borð fyrir fólk? Það eru sannarlega takmörk fyrir vitleysunni sem ég er til í að umbera og þetta fer langt út fyrir mitt umburðarlindi.
Mofi, 9.1.2012 kl. 11:12
Sæll Jón Valur
Það eru orðnir svo margir sem Vilhjálmur uppnefndir GYÐINGARHATARAR, að maður er orðinn ónæmur fyrir öllum þessu bulli í honum Vilhjálmi, en er það ekki annars merkilegt að hann Vilhjálmur sér ekkert athugunarvert við allt þetta hatur sem Gyðingar sýna Jesú Kristni, Nýja testamentinu, kristinni trú osfrv. Nei, nei allt svoleiðis hjá honum Vilhjálmi skiptir nákvæmleg engu máli, hann hérna heldur bara áfram með eitthvað sundurlaust crap gegn Passíusálmunum HP. og núna eina lygina í viðbót gegn þér Jón Valur.
Vilhjálmur ég legg til að þú hættir með allt þetta labeling, name-calling, bullyinig hérna og takir niður þennan Mólokstjörnufána (eða þessa stjörnu sem ranglega er nefnd sem Davíðsstjarna) og troðir þessum ljóta fána þar sem sólin ekki sést.
"Star of David = 6 lines, 6 points, 6 intersections (666) The Magen David/Star of David/Seal of Solomon/Hexagram is NOT of Jewish origin, but instead finds its origin in pagan idolatry towards Ashtoreth which was adopted by Israel's king Solomon in defiance of God's commandments. The six pointed star was used in Gnostic and even Islamic artwork and symbolism before it came to use amoung Jews. It was adopted by Cabalists who got their beliefs from the earlier heretic Gnostics who believed the God of the Old Testament was evil and worshipped Lucifer. Issac Luria was a Cabalist who popularized it in the sixteenth century and it was used on a coat of arms by the banking family of Rothschild. Further on down the line the hexagram was utilized as the symbol for Zionism and became the emblem of the Israeli flag."(The six-pointed star, Dr O.J. Graham, bls 91.)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 11:31
Daníel var ekki spámaður og ég held að það sé á hreinu. Gyðingar leggja annan skilning í frásögnina um hann en kristnir menn gera.
Ef sú skoðun mín særir umburðalyndi þitt, þá er það ekki mikið.
En þú veist mætavel Mofi, að gyðingahatarar fyrri alda fundu brunn visku sinnar í kristnum ritum, í ritningunni og í aðgerðum kirkjunnar!
Gyðingar, nema þeir sem kalla sig Jew for Jesus, trúa ekki á Jesús, þeir myrtu hann ekki og þeir vilja ekki láta blanda sér inn í þetta flókna mál og trú kirkjudeilda. Þolinmæðin er mikil á meðal gyðinga að þurfa að heyra ásakanir um morðið á Guðs syni kristinna. Morð er ekki hægt að heimfæra á heil trúarbrögð og þjóðina sem aðhyllist þau nema að sannanir liggi fyrir.
Með virðingu fyrir kristni og trú þinni og t.d. trúarskoðun kaþólikka eins og JVJ, þá eru engar sannanir fyrir því að Jesús hafi verið ofsóttur eða myrtur af gyðingum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2012 kl. 11:45
Vilhjálmur, þín skoðun að Jesú sé að boða gyðinga hatur í þessum orðum sem þú vísar í er svo heimskt að ég hef ekki umburðarlindi gagnvart þannig rugli.
Skoðaðu þetta hérna: http://www.jewfaq.org/prophet.htm Daníel er ekki hafnað beint sem spámanni heldur er spurning um skilgreiningu. Daníel er hluti af orði Guðs en af því að hann talaði ekki fyrir hönd Guðs þá er hann ekki spámaður. Hann er samt spámaður í þeim skilningi að hann fékk sýnir um framtíðina og þær voru frá Guði.
Ekki í Nýja Testamentinu, ekki nema með alvarlegri brenglun á boðskapi þess sem hlýtur að vera mjög augljóst þar sem það var samið af gyðingum.
Ekki nema Nýja Testamentið... en við erum aðeins að tala um hluta af gyðingum en að sirka fyrstu hundrað árin þá voru kristnir aðalega gyðingar sem hötuðu ekkert samlanda sína.
Mofi, 9.1.2012 kl. 11:53
"Vilhjálmur ég legg til að þú hættir með allt þetta labeling, name-calling, bullyinig hérna og takir niður þennan Mólokstjörnufána (eða þessa stjörnu sem ranglega er nefnd sem Davíðsstjarna) og troðir þessum ljóta fána þar sem sólin ekki sést. "
Er þetta staðurinn sem þú ert að biðja mig að setja stjörnuna?
Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, það er nú furðulegt að maður eins og þú sem gert hefur sig sekan um svæsnasta gyðingahatur á Íslandi skuli fá að skrifa á blog.is. En það er einungis vegna þessa að þeir sem stjórna þessum sandkassa eru ekki búnir að átta sig á því að málfrelsið er takmörkunum háð. Hatursáróður er ekki verndaður af málfrelsi og tjáningarfrelsi. Hatursáróður þinn er brot á hegningarlögum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2012 kl. 12:03
Mofi, Daníel var ekki spámaður. Þetta kemur reyndar greinilega fram á þessari undarleg upplýsingasíðu um gyðingdóm http://www.jewfaq.org/prophet.htm
Tracey Rich sem er með þessa síðu segist ver gyðingur. Hann (hún) er greinilega illa að sér í Gyðingdómi og mig grunar nú frekar að hann sé kristinn, þar sem hann heldur því fram að gyðingar trúi á Daníel. Svo er ekki.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2012 kl. 12:23
Ég sé ekki betur en margir gyðingar líta á Daníel sem hluta af þeirra "Biblíu", sjá: http://www.biblewheel.com/canon/ChristianOT_vs_Tanakh.asp og http://www.crivoice.org/canonot.html
Maður síðan getur ekki beðið um magnaðri vitnisburð og spádóma en þá sem finnast í Daníelsbók svo að hafna Daníel er virkilega brenglað í mínum augum. Ég samt veit ekki hvort ég vil eyða orðum í þig ef þú tekur ekki til baka þetta með gyðinga hatur Jesú, ef einhver heldur í þannig rugl þá get ég ekki ímyndað mér að viðkomandi sé viðræðuhæfur.
Mofi, 9.1.2012 kl. 12:36
Daníel er hluti af biblíu Gyðinga, en þeir trúa ekki á hann. 1. og 2. boðorðið í Gyðingdómi segir greinilega til um hvern gyðingar trúa á.
Við skulum hvíla þessa umræðu, en gyðingahatur kristninnar á rætur að rekja í NT. Jesús sagði hluti um gyðinga sem sýna annað hvort að hann hafi verið gyðingahatari, að einhverjir aðrir hafi lagt honum orð í munn, eða að hann hafi alls ekki verið gyðingur eða jafnvel ekki til. En það er svo vandasöm umræða og ófrjó að við skulum sleppa henni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2012 kl. 12:50
Vilhjálmur, ég á bara ekki til orð yfir þvælunni sem veltur upp úr þér. Endilega ekki láta sjá þig aftur hérna nema til að biðjast afsökunar á þessu ótrúlega rugli. Ef það gerist þá sé ég einhverja vitglóru í að hlusta aftur á þig.
Mofi, 9.1.2012 kl. 12:54
Hann gæti líka hafa verið sjálfshatari, hann Jesús. Þegar gyðingar voru mest ofsóttir á sögulegum tíma var ekki óalgengt að sumir gerðust sjálfshatarar
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2012 kl. 12:55
Vilhjálmur, eitt tækifæri í viðbót síðan loka ég á þig. Svona kjaftæði er svo heimskt að það er ekki nokkrum manni bjóðandi.
Mofi, 9.1.2012 kl. 13:07
Vilhjálmur
Af hverju reynir þú ekki að svara fólki, í stað þess að nota alltaf þennan lélega útúrsnúning aftur og aftur eða "attack the messenger not the message"?
Ég var búinn að segja þér að setja þennan" ljóta fána þar sem sólin ekki sést", eða hvernig er það ert þú orðinn eitthvað snarvitlaus eða skilur þú ekki það sem sagt er við þig? Það kæmi mér hins vegar ekki á óvart að þú værir búinn að setja þessa Móloch- stjörnu á báðar rasskinnarnar á þér, svona innilega mikill aðdáandi og þú ert Vilhjálmur. Móloch -karlinn væri örugglega hrifinn af því, ekki satt?
"Hvernig væri að þú einu sinni reyndir að svara þessu Vilhjálmur?
"..Menn sem styðja slík ríki eru gyðingahatarar. Össur Skarphéðinsson er að mínu mati dæmigerður gyðingahatari.." (http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/?offset=20)
Hversu margir eða hversu stór hluti ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR erum við að tala um sem eru GYÐINGAHATARAR samkvæmt þessu, og telur þú þetta virkilega einhverja fræðimennsku að viti, Vilhjálmur?
Hvað með ef við tökum allan Arabaheiminn og aðrar þjóðir inn í þessa mynd (er munu líklegast greiða atkvæði með stofnun Palestínuríkisins), og spyrjum hversu marga erum við að tala um sem Vilhjálmur mun uppnefna sem GYÐINGAHATARA, Vilhjálmur?"
Vilhjálmur þú sakar mig aftur og aftur um GYÐINGAHATAUR hvar eru einhverjar sannanir fyrir öllu þessu hjá þér, Vilhjálmur?
Hvernig er það vilt þú að menn lofsyngi eitthvað þessu líkt hérna fyrir neðan, eða má fólk gagnrýna þetta hjá Gyðingum?
"The Talmud (Babylonian edition) records other sins of "Jesus the Nazarene":
1. He and his disciples practiced sorcery and black magic, led Jews astray into idolatry, and were sponsored by foreign, gentile powers for the purpose of subverting Jewish worship (Sanhedrin 43a).
2. He was sexually immoral, worshipped statues of stone (a brick is mentioned), was cut off from the Jewish people for his wickedness, and refused to repent (Sanhedrin 107b; Sotah 47a).
3. He learned witchcraft in Egypt and, to perform miracles, used procedures that involved cutting his flesh—which is also explicitly banned in the Bible (Shabbos 104b).
The false, rebellious message of Jesus has been thoroughly rejected by the vast majority of the Jewish people, as G-d commanded. Unfortunately, however, this same message has brought a terrible darkness upon the world; today, over 1.5 billion gentiles believe in Jesus. These lost souls mistakenly think they have found salvation in Jesus; tragically, they are in for a rude awakening. Truth and eternal life are found directly from G-d, through performing His Law. Any "mediator" only separates man from G-d:..." http://www.noahide.com/yeshu.htm "
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 16:08
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 18:05
Vilhjálmur-ég veit ekki hvað þér gengur til, en eitt er víst að þú ferð með rant mál hér. Það er þér til smánar og þykir mér það leitt. Jesú er Drottinn, hann uppfylti alla spadómana. Orð þín í tilfellum hér fyrir ofan, eru farin að minn á þá auknu útbreiðslu að hata þá sem á Krist trúa, já, jafnvel í landinu Helga eru hópar sem stækka og sjálfsagt taka bókstaflega orð Jerúsalem´s Talmúdsins. En hvað um það, ég hata þá ekki, þvert á móti. Ég óttast heldur ekki auknar ofsóknir sakir trúar á Jesú Krist, það er vissulega erfitt að horfa upp á hatrið, en Jesú umbar annað eins frá samtíma mönnum sínum. Hver er ég að kvarta.
Guð mun leiðrétta, hann mun fyrirsjá, hann mun koma aftur og í stað þess að sá hatri skulum við sá kærleika og umburðalyndi, slíkt mun gefa mun farsælli uppskeru.
ÞST - ekki láta hatur leiða þig í hatur, leyfðu Guði frekar að leiða þig til frelsis frá slíkum pælingum.
Mófi - búin að lesa nýju greinina og ég verð að segja að þetta með fótaþvottinn er arfur sem við höfum gleymt að nota við hina helgu kvöldmáltíð. Stórkostlegt alveg.
Linda, 9.1.2012 kl. 19:47
Linda, já, þetta var stórt atriði í kvöldmáltíðinni og mér þykir mjög vænt um þessa athöfn.
Mofi, 9.1.2012 kl. 20:26
Mofi, þetta eru léleg þagnarrök.
Af hverju ósköpunum treystirðu því að þessi maður hafi einhverja hugmynd um hvað hann er að gera þegar kemur að textafræði? Og það á meðan þú treystir ekki manni sem var sérfræðingur á þessu sviði!
Þessi maður ver "comma Johanneum", sem við sjáum fyrst í biblíunni á ~16. öld ef ég man rétt!
Og já, það er erfiðara að lesa bók um þetta, heldur en horfa/hlusta á eitthvað rugl á netinu. Að læra hluti er erfiðara en að gera það ekki.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.1.2012 kl. 13:02
Þetta eru að mínu mati mjög sannfærandi þagnarrök. Sannfæra mig, ef þau sannfæra ekki aðra þá þeir um það.
Af hverju svona móðgandi með því að kalla þetta rugl? Ertu búinn að horfa á þetta og finna rök fyrir því af hverju þetta er rugl? Frekar ömurlegur málflutningur hérna hjá mér, ert vanalega fyrir ofan svona ómerkileg heit.
Mofi, 11.1.2012 kl. 13:32
Móðgandi? Þetta er einfaldlega rugl
Ég er búinn að horfa á þetta. Og já, það er rugl að halda að lesháttur sem kemur fyrst fram á sjónarsviðið eftir árið 1500 sé upprunalegur.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.1.2012 kl. 15:50
Mofi, 11.1.2012 kl. 16:42
Vilhjálmur Örn, ég hef haft öðru að sinna og var fyrst nú að sjá svör þín hér, 9.1.2012 kl. 10:34 og áfram. Ég get tekið fyllilega undir svar Mofa þar í næsta innleggi, sama dag kl. 10:39. Það er EKKERT GYÐINGAHATUR í orðum Gyðingsins Jesú Krists. Þvert á móti sýnir hann víða með orðum sínum innilega væntumþykju sína með þjóð sinni, t.d. hér: "Jerúsalem, Jerúsalem! Þú sem líflætur spámennina og grýtir þá sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum, eins og hænan safnar ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi?" (Matteusarguðspjall 23:37).
Jón Valur Jensson, 17.1.2012 kl. 01:43
Svo er ekki rétt hjá þér, VÖV, að ég telji Passíusálmana "greinilega beina tilvitnun í Jóhannesarguðspjall." Það hygg ég ekki (þótt einhvers staðar í Pass. geti verið slíkar orðréttar tilvitnanir í orðalag Biblíuþýðinga hér), en í þeim eru á vissan hátt TILVÍSANIR til guðspjallanna, getum við sagt, þ.e. að Pass. séu byggðir á guðspjöllunum.
Og ég þarf ekkert að taka til baka af þessum tilfærðu orðum mínum á bloggi Svans Gísla.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifar 9.1. 2012 kl. 11:45: "Með virðingu fyrir kristni og trú þinni [Mofi] og t.d. trúarskoðun kaþólikka eins og JVJ, þá eru engar sannanir fyrir því að Jesús hafi verið ofsóttur eða myrtur af gyðingum."
Jesús var ekki "myrtur" á laun af Gyðingum, heldur tekinn af lífi, af Rómverjum, en að eindreginni hvatningu – og vegna mikils þrýstings – andlegra leiðtoga Gyðinga og með tilverknaði konungs Gyðinga. Ennfremur höfðu ýmsir Gyðingar reynt að grýta hann (sbr. t.d. Jóh. 8.58) og Heródes mikli reynt að láta drepa hann nýfæddan. En auðvitað finnur þú ekki merki þess í þínum fornleifagreftri, Vilhjámur minn!
Jón Valur Jensson, 17.1.2012 kl. 02:08
Einig hér: Jóh. 10.31–39: "Menn tóku aftur upp steina til að grýta hann. Jesús mælti: „Ég hef sýnt yður mörg góð verk frá föður mínum. Fyrir hvert þeirra verka viljið þér grýta mig?“ Þeirsvöruðu honum: „Við grýtum þig ekki fyrir góð verk heldur fyrir guðlast. Þú gerir sjálfan þig að Guði þótt þú sért aðeins maður.“ Jesús svaraði þeim: „Er ekki skrifað í lögmáli yðar: Ég hef sagt: Þér eruð guðir? – og ritningin verður ekki felld úr gildi. Ef lögmálið nefnir þá guði sem Guðs orð kom til segið þér þá við mig, sem faðirinn helgaði og sendi í heiminn, að ég guðlasti af því ég sagði: Ég er sonur Guðs? Ef ég vinn ekki verk föður míns skuluð þér ekki trúa mér, en ef ég vinn þau, þá trúið verkunum, þótt þér trúið mér ekki, svo að þér skiljið og vitið að faðirinn er í mér og ég í föðurnum.“ Nú reyndu þeir aftur að grípa hann en hann gekk úr greipum þeirra. "
Jón Valur Jensson, 17.1.2012 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.