Margar fleiri ástæður til að láta mjólkurvörur í friði

Ekki þægilegt fyrir mig að lesa þessa frétt þar sem ég drakk óhemju mikið af mjólk þegar ég var yngri. Var hreinlega þekktur fyrir þetta.  Í dag finnst mér mjólk mjög góð og fátt betra en ostur en ég er orðinn sannfærður um að hollustunnar vegna á maður ekki að borða þetta.  

Ellen White sem er kona sem aðventistar trúa að hafi verið spámaður Guðs sagði þetta um ost

Ellen White - Testimonies, vol. 2, p. 68
Cheese should never be introduced into the stomach.

Ellen White - Ministry of Healing, p. 302
Cheese is still more objectionable; it is wholly unfit for food.

Hérna er fyrirlestur þar sem farið er yfir margt sem gefur okkur ástæðu til að minnka verulega notkun mjólkurvara.


mbl.is Mjólk og krabbi í blöðruhálskirtli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Langar að benda á blog grein sem vinkona mín gerði um þessa frétt, sjá: "Mjólk er góð"... eða hvað?

Mofi, 30.12.2011 kl. 12:27

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæll vertu Mofi.

Verður að viðurkennast að ég er líklega í sömu stöðu og þú varðandi mjólkina, þambaði hana eins og mér væri borgað fyrir það.

Ég var og er enn mikill mjólkurþambari, ostasælkeri, og reyndar allt sem lýtur að mjólkurvörum. Þessu gleypi ég við eins og ég veit ekki hvað.

Svo ætla ég ekki að hætta þessu, ég er fíkill á þessar afurðir. Og það mun sjálfsagt vera slæmt, en ég lifi til að njóta. Ég er á því að allt það sem mér þykir gott sé óhollt, enda borða ég mikið af mjólkurafurðum.

Hitt er þó staðreynd að ég borða ekki mikið af því sem flestir telja til óhollustu, sem er, hamborgrar og annar skyndibiti. Þetta verður líklega minn bani, en ég mun þó hafa notið lífsins lystisemda.

Með áramótakveðju og von um skemmtilegt ár 2012... :)

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 31.12.2011 kl. 00:59

3 Smámynd: Mofi

Ólafur, ekki gleyma að við venjumst matnum sem við borðum. Við getum alveg vanist öðrum mat, já, mjög líklega verður hann ekki mjög bragð góður í byrjun en smá saman breytist smekkur manns. Ég hef upplifað þetta marg oft og þekki mörg svona dæmi. Miklu sniðugra að vera fíkill á það sem er hollt fyrir mann en að vera fíkill á það sem drepur mann.

Með von um farsælt komandi ár, fullt af góðum og hollum mat :)

Mofi, 31.12.2011 kl. 12:16

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Jú ekki er því að leyna að ég hef bragðað á ýmsu gegnum tíðina, svona sælkeri eins og ég er.

Ég get líka viðurkennt að ég hef prófað mat sem mér þótti ekki góður í byrjun en vandist samt glettilega vel. Og ekki er ég þó fíkill á það sem er og hefur verið dæmt hvað óhollast af því er mannskepnan lætur ofaní sig.

Hugsanlega erum við sammála þarna.

Með jafnvel betri kveðjum en fyr, er í svo góðu skapi núna... :)

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 31.12.2011 kl. 23:02

5 Smámynd: Mofi

Hugsanlega!  Gott að byrja árið á enn betri kveðjum :)

Mofi, 1.1.2012 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband