Líkamsrækt er vonlaus aðferð til að grennast

pizzas_with_coke_product.jpgÞað tekur aðeins nokkrar mínútur að torga niður nokkrum sneiðum af pizzu og glasi af kók. Þetta er eitthvað sem við flest gerum án þess að hugsa mikið út í það en hvað voru þetta margar kaloríur og hve mikið þarf maður að hreyfa sig til að brenna þessar kaloríur?

Nokkrar sneiðar af pizzu og glas af kóki er sirka 1000 kaloríur.  Skoðum aðeins hvað klukkutími af mismunandi hreyfingu brennir mikið af kaloríum:

Fyrir mann sem er 85 kíló þá brennur hann sirka 860 kaloríum í karate, 690 kaloríum í körfubolta, hlaupa 690 kaloríur og ganga 300 kaloríur.
Fyrir konu sem er 58 kíló þá brennur hún sirka 600 kaloríum í karate, 470 í körfubolta, 470 í að hlaupa og ganga 200 kaloríur.

Að hreifa sig er frábært fyrir heilsuna og það er alveg rétt að maður brennir meiru en til að grennast þá er bara hreyfing algjörlega vonlaust að mínu mati. Ef þú torgaðir niður lambalæri með góðri sósu, nokkur glös af jólaöli og ís og súkkulaði í eftirmat þá lofa ég þér því að klukkutími af hreyfingu brennir aðeins litlu broti af því sem þú borðaðir.

Maður þarf að taka á mataræðinu ef maður vill grennast og best að taka hreyfingu ekki inn í myndina heldur láta mataræðið vera aðal tækið.

fruit_vegetables.jpgEitt af því besta sem ég hef gert í þessum málum var þriggja daga fasta.  Þarna fékk líkaminn tækifæri til að hreinsa sig. Andlega lærði ég að stjórna matarlystinni, að ég gæti sitið og horft á sjónvarpið á kvöldin án þess að vera sífellt að borða.  Aðrar reglur sem ég hef sem hafa reynst mér vel er að ég hef hætt að borða eftirfarandi mat: pasta, kartöflur, hrísgrjón, brauð og sykur. Ef þú hugsar með þér að þú getir ekki sleppt brauði þá getur þú búið til brauð sem er bæði hollt og gott, sjá: Esekíel brauð

Ég borða síðan ákveðna hluti til þess að koma líkamanum í gang, fá orku og stilla líkamannn inn á að brenna fitu frekar en geyma hana. Hérna eru nokkur dæmi:

  • Omega 3 lýsi
  • 1 skeið af kókosolíu ( mæli með NOW )
  • Prótein drykk á morgnanna, í kringum 20 grömm af próteini.
  • Hörfræ, graskersfræ og Chia fræ.  Maður fær prótein og trefjar og margt fleira gott.
  • Blómkál.
  • Ávaxta safi. Fyrir mig þá líkar mér best við epli og frosin ber.

Vonandi gagnast þetta einhverjum, þetta er búið að hjálpa mér mjög mikið.


mbl.is Jól án samviskubits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Einn vinur minn benti mér á dáldið sem Ellen White skrifaði um mataræði sem er mjög gott innlegg í þessa umræðu.

http://egwtext.whiteestate.org/publication.php?pubtype=Book&bookCode=8MR&lang=en&pagenumber=173
We need a genuine education in the art of cooking. Instead of multiplying our restaurants, it will be better to form classes, where you may teach the people how to make good bread, and how to put together the ingredients to make healthful food combinations from the grains and the vegetables. Such an education will assist in creating a desire among our people to move out of the cities, to secure land in the country, where they can raise their own fruit and vegetables. Then they can care for their gardens, and their food will not come to them half spoiled and decayed.

Mofi, 26.12.2011 kl. 15:48

2 Smámynd: Mama G

Sætar kartöflur eiga að vera OK. En "aðeins nokkrar mínútur að torga niður nokkrum sneiðum af pizzu og glasi af kók" - hversu hratt  borðar þú eiginlega? Ég er upp undir 10 mín. með eina sneið af 16" pizzu :D

Frábær leið til að borða ekki of mikið er að tyggja matinn eins og hver biti væri sá síðasti. Maður er óhemjulengi að borða, en á móti kemur að það er nánst vonlaust að éta á sig gat, sama hvað maður borðar ;)

Mama G, 26.12.2011 kl. 17:05

3 Smámynd: Mofi

Mama G
Sætar kartöflur eiga að vera OK.

Já, góð hugmynd að skipta yfir í sætar kartöflur en ég trúi ekki öðru en líka þær þyrftu að vera í miklu hófi.

Mama G
En "aðeins nokkrar mínútur að torga niður nokkrum sneiðum af pizzu og glasi af kók" - hversu hratt  borðar þú eiginlega?

Veistu ekki að þetta er keppni :)     ég hef svo sem ekki tekið tímann og já, fimm mínútur virka dáldið lítið.

Mama G
Frábær leið til að borða ekki of mikið er að tyggja matinn eins og hver biti væri sá síðasti. Maður er óhemjulengi að borða, en á móti kemur að það er nánst vonlaust að éta á sig gat, sama hvað maður borðar ;)

Hehe, mjög sammála. Meira að segja sagði Ellen White ( sú sem ég vitnaði í hérna fyrir ofan ) að þetta væri eitt af því mikilvægasta í því að bæta mataræðið til að tryggja að maður fengi almennilega næringarefnin úr matnum. Meðal vina minna þá er ég þekktur fyrir að borða hægt svo þessar fimm mínútur ganga líklegast ekki alveg upp.  Samt, punkturinn er mikilvægur, það tekur svo stutta stund að borða allar þessar kaloríur en miklu lengri tíma að brenna þær af.

Mofi, 26.12.2011 kl. 18:40

4 identicon

Þessi fyrirsögn þín er náttúrulega alveg út í hött...

Það er alveg rétt að ef þú vilt grennast skiptir öllu að breyta mataræðinu, maturinn er 75% .. En, með því að hreyfa þig reglulega, að ég tali nú ekki um ef þú ert að gera æfingar sem valda niðurbroti vöðva og svo enduruppbyggingu þeirra, ert þú að skapa gríðarlega orkuþörf.. Manneskja sem er vöðvamikil og brennir mikilli orku á hverjum degi bara með því einu að vera til er miklu hentugri til þess að brenna fitu en sá sem hreyfir sig ekki neitt og passar bara það sem hann setur ofan í sig.

Ég er mjög duglegur að fara í ræktina, borða mjög mikið til að gefa líkamanum það sem hann þarf... En ég get líka stjórnað því mjög auðveldlega hvort ég er að brenna eða hvort ég er að safna fitu.

Sá sem hreyfir sig reglulega brennir meiri fitu en sá sem hreyfir sig ekki, hann innbyrðir líka meira af orku..

Ég ákvað það í byrjun desember að vegna prófaálags og svo jólanna að taka mér pásu í ræktinni og leyfa mér það sem ég vil... ég mun og hef þyngst um nokkur kíló vegna þess... En ég veit líka að um leið og ég byrja að hreyfa mig aftur í janúar og passa aðeins hvað ég set ofan í mig þá munu þessi aukakíló hverfa á nokkrum dögum/vikum... Þetta getur sá sem eingöngu passar matarræði ekki gert..

Pointið er.. matarræði skiptir langmestu máli þegar fólk er að reyna koma sér í form.. en bestum árangri nærð þú þegar þú gerir það samhliða reglulegri hreyfingu.. að halda öðru fram er heimska af hæstu gráðu

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 19:16

5 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Gæti þetta verið gott innlegg í þessa umræðu?

http://www.youtube.com/watch?v=KHQQtJSOTi0

Karl Jóhann Guðnason, 26.12.2011 kl. 22:31

6 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, skondið en þín niðurstaða þarna í lokinn er akkúrat minn punktur.

Mofi, 26.12.2011 kl. 22:51

7 Smámynd: Mofi

Við þetta vil ég bæta að það er helling af fólki sem æfir ekki en er varla með fitu á sér og það er bara vegna mataræðisins. Punkturinn er að þetta er hægt aðeins með mataræði en að æfa og passa ekki mataræðið er alveg töpuð barátta að mínu mati.

Mofi, 26.12.2011 kl. 22:54

8 Smámynd: Mofi

Karl Jóhann, þetta er mjög fróðlegt. Engin spurning, næring er númer eitt þegar kemur að heilsu og að halda kjörþyngd. Ég æfi mjög reglulega, þrisvar í viku og einu sinni í viku fótbolti. Málið er bara að ég geri þetta til að byggja upp vöðva, þol og hreyfigetu; ásamt því að það eru rannsóknir sem sýna að líkaminn bókstaflega yngist við æfingar. Þetta eru nógu góðar ástæður fyrir mig að æfa mig.

Mofi, 26.12.2011 kl. 23:00

9 identicon

Það breytir því ekki halldór að það er fáránlega heimskulegt að slá því upp í fyrirsögn að líkamsrækt sé vonlaus aðferð til að grennast

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 16:37

10 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, það er sannleikurinn, ef sannleikurinn er fáránlegur þá verður að hafa það :/

Mofi, 27.12.2011 kl. 18:12

11 identicon

Það er ekki sannleikurinn Mofi, jú matarræði skiptir mestu - en sú einfalda staðreynd að með því að hreyfa þig brennir þú hitaeiningum og með því að auka vöðvamassa eykur þú brennslu líkamans er hægt að staðhæfa það að líkamsrækt er góð aðferð til þess að grennast....

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 18:35

12 identicon

Segðu mér eitt... sá sem hleypur 15 kílómetra á dag... brennir hann meira en sá sem gerir það ekki?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 18:39

13 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, ertu virkilega ekki að skilja punktinn?  Taktu eftir hve mikið viðkomandi þarf að hreyfa sig mikið til að vega upp á móti nokkrum pizzu sneiðum og kóki. Það er bara virkilega erfitt að hreyfa sig nógu mikið til að vega upp á móti slíku.  Það er síðan helling af fólki sem er varla með fitu á sér og hreifir sig ekki neitt; það einfaldlega borðar hollt og í réttu magni.

Í vinnunni minni fékk ég langann frá manni sem er í þessum bransa, að þjálfa fólk og lykilatriðið hjá honum var að maður hreyfir sig til að bæta heilsuna og bæta hreyfigetuna og fleira en til að grenna sig þá er það mataræðið sem er númer eitt tvö og þrjú. Margir meira að segja benda á að það eru margir sem borða meira vegna þess að þeir halda að þeir hafa brennt svo miklu í ræktinni að þeir megi við því þegar það er alls ekki málið.

Þú ert búinn að segja þetta sjálfur, mataræðið er númer eitt þegar kemur að því að grennast svo...hvað er málið?

Mofi, 27.12.2011 kl. 18:48

14 identicon

Fólk borðar sem betur fer ekki kók og pizzu í öll mál Halldór, þessi samanburður er út í hött... með því að eyða hálftíma- 45 min á brettinu ert þú að brenna ca einum fimmta af venjulegri orkuinntöku meðal manneskju.. það gefur því auga leið að sá sem bætir við sig slíkri hreyfingu án þess að breyta nokkru í matarræði mun, ef við göngum út frá því að hann innbyrði ca það sem meðal manneskja innbyrðir á degi hverjum..

Þú spyrð mig hvað málið sé... málið er það að það er út í hött að halda því fram að líkamsrækt sé vonlaus leið til að grennast.. Sá sem breytir engu nema matarræði og hreyfir sig ekki neitt breytir engri fitu í vöðva t.d. - hann missir bara fitu.. Sá sem hreyfir sig með gerir meira en bara missa fita, hann grennist vegna þess að vöðvar koma í stað fitu..

Þar fyrir utan brennir líkami í formi fleiri hitaeinginum á hverjum degi bara með því að vera til en líkami sem er ekki í formi...

Að týna til þetta pizzudæmi og svo einhverja skussa sem láta ofan í sig einhvern óþverra vegna þess að þeir halda að þeir hafi brennt svo mikið í ræktinni eru engin rök í þessa umræðu..

Líkamsrækter EKKI vonlaus leið til að grennast

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 23:05

15 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni.... ehhh.. já já, what ever.

Mofi, 28.12.2011 kl. 02:45

16 Smámynd: Mofi

Ég verð að bæta við smá persónulegum vitnisburði. Nokkrir af vinum mínum eru búnir að hamast í Crossfit og Bootcamp í nokkur ár. Fyrst jú, þeir misstu eitthvað fyrstu tvo þrjá mánuðina en síðan stop. Lítið sem ekkert næstu árin, alltaf með góða bumbu og almennt eins og þeir væru ekki í formi enda með góðan slatta af fitu á sér.

Einn þeirra tók sig til og keypti forrit á netinu sem íslenskt fyrirtæki selur. Þeirra sölumaður kom í heimsókn í fyrirtækið mitt og hélt svaka ræðu um líkamsrækt og mataræði og hans aðal punktur, þegar honum var virkilega heitt í hamsi var að líkamsrækt er ekki aðferðin til að grennast. Eftir þó nokkrar vikur þá var vinur minn strax byrjaður að grennast. Mörg ár af fjórum sinnum í viku Crossfit og fótbolti einu sinni í viku gat ekki losað hann við bumbuna. Og að hans mati þá borðaði hann ósköp eðlilega, var alls ekkert að leyfa sér pizzur og hamborgara oft.

Hið sama gildir um svo marga gaura í ræktinni hjá mér. Ég sé þá ár eftir ár vera að púla oft í viku og fitan fer ekki neitt.

Þá kemur að mér. Í mörg ár hef ég verið með slabb utan á mér. Þrátt fyrir að æfa að mínu mati af mikilli hörku. Ég fór í gegnum helling af prógrömum, eins og t.d. þessi hérna:

  • doubleedgedfatloss.com
  • finalphasefatloss.org
  • www.truthaboutabs.com
  • www.tacfitcommando.com
  • everyotherdaydiet.net
  • 7minutediet.org
  • www.customizedfatloss.net

Þetta síðasta hjálpaði mér mjög mikið því það tók á mataræðinu en það dugði samt ekki til. Ég er nokkuð viss um að ástæðan var Krystal plús drykkurinn. Ég hélt að hann væri ekki svo slæmur en síðan áttaði ég mig á því að hann væri troðfullur af sykri og þegar ég sleppti honum þá byrjuðu kílóin að fjúka af; eftir öll þessi ár og öll þessi forrit og bækur og ég veit ekki hvað og hvað. Það vantar helling í listann þarna af því sem ég fór í gegnum.

Mín niðurstaða af öllu þessu er sú að líkamsrækt er vonlaus aðferð til að grennast. Hún hjálpar og gerir manni mjög gott en ef mataræðið er ekki gott þá er viðkomandi búinn að tapa.

Fyrir utan, ef einhver tekur mataræðið fyrst í gegn þá mun hann hafa meiri orku og minni fitu til að hægja á honum að líkamsræktin verður svo miklu auðveldari og ánægjulegri.

Mofi, 28.12.2011 kl. 18:43

17 identicon

Halldór, hreyfing og líkamlegt erfiði brennir fitu - að halda því fram að hún sé vonlaus til þess að gera nákvæmlega það er þvæla...

En það nær enginn árangri í líkamsrækti sem ekki passar hvað hann lætur ofan í sig líka..

Menn auka ekki vöðvamassa með því að borða rétt, til þess verða þeir að reyna á vöðva líkamans.. Það er fullkomlega eðiliegt að hætta að léttast eftir ákveðinn tíma í ræktinni - enda eru að myndast vöðvar sem eru mun þyngri en fita..

Það eru engin ný vísindi að mikilvægasta tækið til að léttast er að taka á mataræðinu - en sú afar einfalda efnafræðilega staðreynd að með því að hreyfa þig lætur þú líkamann brenna hitaeiningum þýðir að það að ætla halda því fram að "líkamsrækt sé vonlaus aðferð til að léttast" er tómt bull..

líkamsrækt ásamt hollu matarræði er besta leiðin til að grennast ...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 21:51

18 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
þýðir að það að ætla halda því fram að "líkamsrækt sé vonlaus
aðferð til að léttast" er tómt bull..
Nei Jón, það er sannleikurinn og ég er búinn að sýna fram á það svo um munar. Auðvitað er ég sammála því að líkamsrækt ásamt hollu mataræði er besta leiðin.

Mofi, 28.12.2011 kl. 21:56

19 Smámynd: Mofi

Jón, þessi skoðun þín er komin á framfæri og ég er búinn að koma minni skoðun á framfæri og lítið við það að bæta.

Mofi, 28.12.2011 kl. 21:57

20 identicon

Ég ætla að prófa þessa kenningu þína, ég ætla að hreyfa mig eftir áramót án þess að spá í því hvað ég borða... ég mun halda matardagbók fyrstu 3 mánuði næsta árs ásamt því að skrá niður þá líkamsrækt sem ég stunda.. ég er búinn að vera í pásu í 2 mánuði og því bætt á mig 7-9 kílóum yfir prófa/ jólatörnina .. Við ættum því að geta séð hvort fullyrðing þín um að likamsrækt sé vonlaus til þess að léttast standist...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 19:56

21 Smámynd: Mofi

Hehe, svakalega tekur þú þessu alvarlega :)

Hljómar vel, hlakka til að heyra hvernig fer.

Mofi, 29.12.2011 kl. 20:55

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mofi, ef þú meinar að líkamsrækt ein og sér dugi ekki til að grennast, er ég alveg sammála því.

Líst annars ágætlega á matseðilinn hjá þér. Verst hvað þetta lífræna dót er herfilega dýrt. Maður fer á hausinn við að vanda mataræðið.

Ég myndi ekki sakna brauðs mikið, því ég fæ svo í magann af því. Er ekki gefinn fyrir kartöflur, pasta og hrísgrjón, en er sólginn í sætindi.

Kýs fisk frekar en kjöt, þó ég telji afstöðu þína til svínakjöts algert rugl. Hef samt varann á með þá tegund kjöts af heilsufarsástæðum.

Það spretta reyndar alltaf upp einhverjir sértrúarhópar, sem klippa eitthvað algerlega samhengislaust út úr lögmálinu, en láta restina af því lönd og leið.

Ætli það sé ekki næst á dagskrá að heimta umskurð á sveinbörnum, kæmi ekki á óvart ef öfgasíonistarnir færu að boða það.

Theódór Norðkvist, 29.12.2011 kl. 22:15

23 Smámynd: Mofi

Theódór
Líst annars ágætlega á matseðilinn hjá þér. Verst hvað þetta lífræna dót er herfilega dýrt. Maður fer á hausinn við að vanda mataræðið.

Ég læt mér nægja að borða egg frá hænum sem fá að ganga lausar. Annars velti ég mér ekki svo mikið upp úr því hvort það sé lífræntræktað eða ekki. Kannski er ég bara ekki kominn svo langt :)

Theódór
Kýs fisk frekar en kjöt, þó ég telji afstöðu þína til svínakjöts algert rugl. Hef samt varann á með þá tegund kjöts af heilsufarsástæðum.

Mín afstaða er að pizza með pepperóní og ananas er bara með því besta sem ég fæ!  En afstaða Guðs er að þetta er viðbjóður og þeir sem verða að gæða sér á þessu fyrir dómsdag verður tortýmt. Ég vil helst ekki verða tortýmt.

Theódór
Það spretta reyndar alltaf upp einhverjir sértrúarhópar, sem klippa eitthvað algerlega samhengislaust út úr lögmálinu, en láta restina af því lönd og leið.

Það þarf auðvitað að reyna að gera sitt besta, að reyna að fara eftir því sem Guð vill að maður geri. Ein góð regla er að spyrja sig "hvað myndi Jesú gera". Ef maður beitir því á svínakjöt, borðaði Jesú svínakjöt, ég held að það sé alveg á hreinu hvert svarið er við því.

Theódór
Ætli það sé ekki næst á dagskrá að heimta umskurð á sveinbörnum, kæmi ekki á óvart ef öfgasíonistarnir færu að boða það.

Það er alltaf slæmt að heimta einhverja hegðun af öðrum. Málið er auðvitað að gera sjálfur sitt besta og hvetja aðra til að gera hið sama.  Varðandi umskurð þá vitum við að lögmál Guðs segir það og það hjálpar við að sporna gegn sjúkdómum í konum. Svo, öfgarnar væru í rauninni að berjast á móti því sem bjargar mannslífum, ekki satt?

Mofi, 29.12.2011 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 802800

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband