Mega kristnir borða svínakjöt?

pig1_1204022cÍ fyrsta Pétursbréfi þá skrifar Pétur eftirfarandi:

1 Pétursbréf 1:15-16
Verðið heldur sjálf heilög í öllu dagfari ykkar eins og sá er heilagur sem ykkur hefur kallað. Ritað er: „Verið heilög því ég er heilagur.“

Þetta er kall Péturs til þeirra sem vilja kenna sig við Krist, að vera heilagir. En hvað þýðir það eiginlega að vera heilagur?  Pétur segir líka "Ritað er", hvar er þetta ritað?

Pétur er þarna að vísa í lögmálið sem Jesú sagði að ekki stafkrókur félli úr, nánar tiltekið 3. Mósebók 11

3. Mósebók 11:44
Vegna þess að ég er Drottinn, Guð ykkar, skuluð þið helga ykkur og vera heilagir því að ég er heilagur. Þið skuluð ekki saurga ykkur með því að snerta skriðdýr sem skríður á jörðinni.

Þetta er að finna í kaflanum um hrein og óhrein dýr. Það kannski hjálpar okkur að skilja af hverju þegar Pétur fékk sýn þar sem hann sá óhrein dýr og Guð sagði honum að borða að Pétur sagði þvert nei. Þegar Pétur síðan fékk útskýringu á sýninni þá þýddi hún að núna ætti að predika til þeirra sem eru ekki gyðingar og kom hreinu og óhreinu kjöti ekkert við.

Í Matteusarguðspjalli segir Jesú eftirfarandi:

Matteusarguðspjall 5:17
Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla. 18Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram

Ef við skoðum síðan hvað einn af spámönnunum sagði um það að borða svinakjöt þá lesum eftirfarandi:

Jesaja 66:16-17
Því að Drottinn kemur í eldi til að dæma alla jörðina og allt hold með sverði sínu
og margir verða vegnir af Drottni. 17Þeir sem helga sig og hreinsa til að fara í garðana
og leita þann uppi sem er í miðjunni, eta svínakjöt, maðka og mýs, munu allir farast, segir Drottinn.

Það sem er áhugavert hérna er að þarna er verið að tala um endurkomuna svo augljóslega þá gilda lögin um hreint og óhreint kjöt gilda við tíma endalokanna.

Sem sagt, svarið er hreint nei. Kristnir mega ekki borða óhreint kjöt, ef þeir gera það þá eru þeir að velja að vera vanhelgir og þau örlög sem Jesaja sagði fyrir um.


mbl.is Hamborgarhryggur vinsælastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Alltaf gaman að sjá þig blogga um eitthvað nýtt.

Theódór Norðkvist, 20.12.2011 kl. 15:47

2 Smámynd: Mofi

Þetta hefur nú komið upp áður en ég er að nálgast þetta efni á aðeins annan hátt. Gaman að þér líkaði þetta :)

Mofi, 20.12.2011 kl. 16:11

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.12.2011 kl. 11:35

4 Smámynd: Mofi

Haukur, endilega glímdu við versin sjálf, ég sé ekki betur en á boðskapi Biblíunnar að þitt eilífa líf er að veði.

Mofi, 21.12.2011 kl. 11:37

5 Smámynd: Linda

Bentu nákvæmlega á þar sem bannað er að borða svínakjöt og með lýsingu á þeim dýrum sem ekki má borða. Nenni ekki að leita af því ;) Ég er alltaf að snerta dýr sem skríða á jörðinn, t.d. Ormar sæki þá í rigningu og set í blómapott. :))

Linda, 21.12.2011 kl. 14:20

6 Smámynd: Mofi

Það er allt í 3. Mósebók 11. kafla. Samt, versið í Jesaja 66 bætir alveg sérstaklega við þetta með svínin.

Mofi, 21.12.2011 kl. 14:29

7 Smámynd: Rebekka

Hvað um allar hinar reglurnar í 3. Mósebók?  Einnig finnst mér merkilegt að þú nefnir að Jesú sagði að ekki stafkrókur úr lögmálinu myndi falla úr gildi, en annars staðar segirðu að margt í Gamla Testamentinu hafi eingöngu átt við Ísraelsmenn á þeim tíma sem það var ritað.

Rebekka, 21.12.2011 kl. 21:26

8 Smámynd: Rebekka

Til dæmis þætti mér áhugavert að vita hvað þér finnst um reglurnar í 12. kafla Mósebókar.  Þar segir Guð t.d.:

„Ávarpaðu Ísraelsmenn og segðu: Þegar kona er þunguð og fæðir sveinbarn er hún óhrein í sjö daga á sama hátt og hún er óhrein þá daga sem hún hefur tíðir. 3Á áttunda degi skal yfirhúð drengsins umskorin.
4
Konan skal halda kyrru fyrir í þrjátíu og þrjá daga meðan á blóðhreinsuninni stendur. Hún má hvorki snerta neitt heilagt né koma inn í helgidóminn fyrr en hreinsunardagar hennar eru liðnir. 5Ef hún fæðir meybarn er hún óhrein í tvisvar sinnum sjö daga á sama hátt og þegar hún hefur tíðir.

Rebekka, 21.12.2011 kl. 21:30

9 Smámynd: Mofi

Rebekka, það er margt í lögmálinu sem á bara við Levítana, aldrei átt við neinn annan. Nú eru þeir horfnir af sjónarsviðinu en það þýðir ekki að lögin hafa breyst. Hið sama gildir um lög sem voru fyrir Ísrael sem samfélag, kristnir geta ekki þvingað upp á aðra þeirra lög.

Varðandi 12. kaflann, mjög skemmtilegur.  Áttundi dagurinn er akkúrat rétti tíminn til að framkvæma umskurn og við höfum góðar ástæður til að álykta að umskurn hjálpi til með að forða fólki frá nokkrum sjúkdómum. Að kona sé óhrein lengur þegar hún eignast stelpu er mjög líklega vegna þess að stelpur eru veikburðari þegar þær fæðast. Þetta hefði sem sagt gefið konunni auka tíma til að sinna barninu ef það stelpa.

Mofi, 21.12.2011 kl. 22:07

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Haukur, endilega glímdu við versin sjálf,
Ömmm .. við höfum margsinnis gert það, og leiðist mér að kalla höfund (Lúkas) postulasögunar lygara þegar hann segir frá draumi Péturs, eins og þú og aðrir sem trúa þessu gera.

Sumt átti aðeins við gyðinga en ekki okkur (heiðingjana) og var barn síns tíma og til eru góð og gild rök fyrir því (aðallega hreinlæti), það er 2011 Dóri minn og alveg að verða tólf - bara svo þú vissir af því.

og sé ekki betur en á boðskapi Biblíunnar að þitt eilífa líf er að veði.
Þú ert fyndinn, og fer þér ekki svona hræðsluáróður. Hefur þú aldrei lesið:

Fyrra Korintubréf 8:8-12

8En matur færir okkur ekki nær Guði. Hvorki missum við neins þótt við etum það ekki né ávinnum við neitt þótt við etum.
9En gætið þess að þetta frelsi ykkar verði ekki hinum óstyrku að falli. 10Því sjái einhver þig, sem hefur þekkinguna, sitja til borðs í goðahofi, mundi það ekki hvetja þann sem óstyrkur er til að neyta fórnarkjöts? 11Hinn óstyrki glatast þá vegna þekkingar þinnar, bróðirinn sem Kristur dó fyrir. 12Þegar þið þannig syndgið gegn systkinunum[2]  og særið óstyrka samvisku þeirra, þá syndgið þið á móti Kristi. 13Þess vegna mun ég, ef matur verður einhverju trúsystkina minna[3]  til falls, ekki neyta kjöts um aldur og ævi til þess að ég verði þeim[4]  ekki til falls.
Frekar skýrt þykir mér. Eins er að finna eftirfarandi í textanum sem kemur á undan þessum og teljast Aðventistar sennilega til hina "óstyrku":
Fyrra Korintubréf 8:13
Tillit til óstyrkra

1Þá er að minnast á kjötið[1]  sem fórnað hefur verið skurðgoðum. Við vitum að öll höfum við þekkingu. Þekkingin blæs menn upp en kærleikurinn byggir upp. 2Ef einhver þykist þekkja eitthvað þá þekkir hann enn ekki svo sem þekkja ber. 3En sá sem elskar Guð er þekktur af honum.
4En hvað varðar neyslu kjöts, sem fórnað hefur verið skurðgoðum, þá vitum við að skurðgoð er ekkert í heiminum og að enginn er Guð nema einn. 5Því að enda þótt til séu svonefndir guðir, hvort heldur er á himni eða á jörðu - enda eru margir guðir og margir drottnar - 6þá höfum við ekki nema einn Guð, föðurinn, sem skapað hefur alla hluti og líf okkar stefnir til, og einn Drottin, Jesú Krist, sem allt varð til fyrir og við fyrir hann.

Þarna er kristaltært að blátt bann er lagt við neyslu kjöts af fórnardýrum - og er annað kjöt í lagi miðað við þetta. Eða er kannski allt svínakjöt sem selt er hér á landi af fórnardýrum ertu kannski að meina það Dóri minn?

Lestu þennan texta vel og vandlega Dóri minn, og íhugaðu hvað þar stendur:

Rómverjabréfið 14:20
1
Takið á móti trúarveikum án þess að dæma skoðanir þeirra. 2Einn er þeirrar trúar að alls megi neyta, annar er veikur í trúnni og neytir einungis jurtafæðu. 3Sá sem neytir skal ekki fyrirlíta hinn sem neytir ekki og sá sem neytir ekki skal ekki dæma þann sem neytir því að Guð hefur tekið á móti honum. 4Hvað átt þú með að dæma þjón annars manns? Hann stendur og fellur herra sínum. Og hann mun standa því að megnugur er Drottinn þess að láta hann standa.
5Einn gerir mun á dögum, annar metur alla daga jafna. Hver og einn fylgi sannfæringu sinni. 6Sá sem þykist verða að taka tillit til þess hvaða dagur er gerir svo vegna Drottins. Og sá sem neytir kjöts gerir það vegna Drottins því að hann gerir Guði þakkir. Hinn sem lætur óneytt gerir svo vegna Drottins og færir Guði þakkir. 7Því að enginn okkar lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér. 8Ef við lifum, lifum við Drottni, ef við deyjum, deyjum við Drottni. Hvort sem við þess vegna lifum eða deyjum þá erum við Drottins. 9Því að til þess dó Kristur og varð aftur lifandi að hann skyldi drottna bæði yfir dauðum og lifandi. 10En þú, hví dæmir þú bróður þinn? Eða þá þú, hví fyrirlítur þú bróður þinn? Öll munum við verða að standa frammi fyrir dómstóli Guðs. 11Því að ritað er: „Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn, fyrir mér skal hvert kné beygja sig og sérhver tunga vegsama Guð.“
Ferð þú eftir þessum texta? Sér í lagi þar sem stendur þarna í byrjun:  "2Einn er þeirrar trúar að alls megi neyta, annar er veikur í trúnni og neytir einungis jurtafæðu." Hmmm ... umhugsunarvert.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.12.2011 kl. 22:18

11 Smámynd: Mofi

Haukur
Ömmm .. við höfum margsinnis gert það, og leiðist mér að kalla höfund (Lúkas) postulasögunar lygara þegar hann segir frá draumi Péturs, eins og þú og aðrir sem trúa þessu gera.

Endilega hættu þá að kalla Lúkas lygara :)    Lúkas segir skýrt í Postulasögunni frá sýninni sem Pétur fékk og einnig hvað sýnin þýddi og hún þýddi ekki að það væri í lagi að borða óhreina fæðu heldur að það ætti að boða til heiðingja.  Ef þú heldur að ég sé að kalla Lúkas lygara þá verður þú að útskýra hvernig þú færð það út.

Haukur
Sumt átti aðeins við gyðinga en ekki okkur (heiðingjana) og var barn síns tíma og til eru góð og gild rök fyrir því (aðallega hreinlæti), það er 2011 Dóri minn og alveg að verða tólf - bara svo þú vissir af því.

Hvernig veistu?  Af hverju er Guð að útskýra fyrir sínu fólki hvernig það á að hegða sér og hvernig það á að helga sig og síðan Páll að vísa í þau vers sem fjalla um helgun og segir við kristna að þeir eiga að helga sig. Er það þannig að þegar þú lest Pál þá á það ekki við þig?  Þegar Jesú síðan segir að Hann kom ekki til að afnema lögmálið eða spámennina. Er það þá þannig að þegar þú lest lögmálið þá á það ekki við þig og þegar þú lest spámennina þá á það ekki heldur við þig?  Það er ekkert voðalega mikið eftir af  Biblíunni ef þú nálgast hana svona.

Haukur
Þú ert fyndinn, og fer þér ekki svona hræðsluáróður. Hefur þú aldrei lesið:

Ég vísaði í vers sem talar um endalokin og að þeir sem verða að borða svínakjöt þá mun Guð eyða. Ekki kenna mér um hræðsluáróðurinn, kenndu Biblíunni um.

Haukur
Frekar skýrt þykir mér. Eins er að finna eftirfarandi í textanum
sem kemur á undan þessum og teljast Aðventistar sennilega til hina "óstyrku"

En hann er ekkert að tala um hreint og óhreint kjöt heldur hvort búið sé að fórna mat til heiðinna guða. Heldur þú að Biblían sé í endalausum mótsögnum við sjálfa sig?

Haukur
Eða er kannski allt svínakjöt sem selt er hér á landi af fórnardýrum ertu kannski að meina það Dóri minn?

Mjög einfalt, allt kjöt sem Guð segir að sé vanheilagt er eitthvað sem gerir okkur vanheilög og Guð kallar okkur til þess að vera heilög.

Haukur
Ferð þú eftir þessum texta? Sér í lagi þar sem stendur þarna í byrjun:  "2Einn er þeirrar trúar að alls megi neyta, annar er veikur í trúnni og neytir einungis jurtafæðu." Hmmm ... umhugsunarvert.

Þegar fólk hefur einhverja trú sem er hvorki í samræmi né ósamræmi við Biblíuna þá ber að nálgast slíkt með nærgætni. Auðvitað aldrei að dæma eða fyrirlíta en eins og Biblían segir

3. Mósebók 19:17-18
Þú skalt ekki hata bróður þinn í hjarta þínu. Einarðlega skalt þú ávíta náunga þinn, að þú eigi bakir þér synd hans vegna. 
18 Eigi skalt þú hefnisamur vera né langrækinn við samlanda þína, en þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ég er Drottinn.

Taktu eftir að þetta eru orðin sem Jesú vitnar í sem grundvöllinn að lögmálinu og spámönnunum. Að ávíta og leiðrétta er okkar hlutverk. Eins og Páll sagði við Tímóteus að ritningarnar eða Gamla Testamentið væri okkar kennslu bók þegar kemur að réttlæti.

Við eigum að passa upp á þá sem eru veikir í trúnni. Sérstaklega þegar kemur að atriðum sem eru vafa atriði. Það var enginn vafi á dögum Páls í Ísrael að gyðingar borðuðu alls ekki svínakjöt. En ekkert þannig á við þegar kemur að því sem Guð hefur opinberað mjög skýrt. Það skiptir þá engu máli þótt einn telji að það sé í lagi að borða svínakjöt og annar ekki. Trú einhvers út í bæ ógildir ekki orð Guðs.

Mofi, 21.12.2011 kl. 23:11

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Magnað og afskaplega tilgangslaust svar Dóri, viðurkenndu bara að þessi kenning þín heldur ekki vatni:

Markúsarguðspjall 7:1-23
Hið ytra og innra
1Nú safnast að Jesú farísear og nokkrir fræðimenn, komnir frá Jerúsalem. 2Þeir sáu að sumir lærisveina hans neyttu matar með vanhelgum, það er óþvegnum, höndum. 3En farísear, og reyndar Gyðingar allir, eta ekki nema þeir þvoi hendur sínar og fylgja þannig erfðavenju[1]
 forfeðra sinna. 4Og ekki neyta þeir matar þegar þeir koma frá torgi nema þeir hreinsi sig áður. Þeir fara einnig eftir mörgum öðrum fyrirmælum sem þeim hefur verið kennt, svo sem að hreinsa bikara, könnur og eirkatla.
5Farísearnir og fræðimennirnir spyrja hann: „Hvers vegna fylgja lærisveinar þínir ekki erfðavenju forfeðranna heldur neyta matar með vanhelgum höndum?“
6Jesús svarar þeim: „Sannspár var Jesaja um ykkur hræsnara þar sem ritað er:
Þessir menn heiðra mig með vörunum
en hjarta þeirra er langt frá mér.
7Til einskis dýrka þeir mig
því að þeir kenna það eitt sem menn hafa samið.
8Þið hafnið boðum Guðs en haldið erfikenning manna.“
9Enn sagði Jesús við þá: „Listavel gerið þið að engu boðorð Guðs svo þið getið rækt erfikenning ykkar. 10Móse sagði: Heiðra föður þinn og móður þína, og: Hver sem formælir föður eða móður skal deyja. 11En þið segið: Ef maður segir við föður sinn eða móður: Það sem ég hefði átt að styrkja þig með er korban, ég gef það til musterisins, 12þá leyfið þið honum ekki framar að gera neitt fyrir föður sinn eða móður. 13Þannig látið þið erfikenning ykkar, sem þið fylgið, ógilda orð Guðs. Og margt annað gerið þið þessu líkt.“
14Aftur kallaði Jesús til sín mannfjöldann og sagði: „Heyrið mig öll og skiljið. 15Ekkert er það utan mannsins er saurgi hann þótt inn í hann fari. Hitt saurgar manninn sem út frá honum fer.“ [ 16Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri!][2]
 
17Þegar Jesús var kominn inn frá fólkinu spurðu lærisveinar hans hann um líkinguna. 18Og hann segir við þá: „Eruð þið einnig svo skilningslausir? Skiljið þið ekki að ekkert sem fer inn í manninn utan frá getur saurgað hann? 19Því að ekki fer það inn í hjarta hans heldur maga og út síðan í safnþróna.“ Þannig lýsti hann alla fæðu hreina. 20Og hann sagði: „Það sem fer út frá manninum það saurgar manninn. 21Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp, 22hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska. 23Allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn.“ 

(leturbreytingar mínar)

Magnað alveg, orð Jesú eru þá lygi. Verði þér að góðu Dóri minn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.12.2011 kl. 23:29

13 Smámynd: Mofi

Haukur
Magnað og afskaplega tilgangslaust svar Dóri, viðurkenndu bara að þessi kenning þín heldur ekki vatni:

Ég skil ekki hvernig þú getur lesið versin sem ég benti þér á og skilið þau einhvern veginn öðru vísi en ég. Eina sem þú gerir er að benda á önnur vers eins og að Biblían hljóti að vera í mótsögn við sjálfan sig og það hljóti að vera lausnin, hvernig gengur það upp?  Þú síðan svarar engum af þeim versum sem ég bendi á eða rökum, af hverju?

Haukur
Magnað alveg, orð Jesú eru þá lygi. Verði þér að góðu Dóri minn.

Ef að Jesú meinti að núna væri í lagi að borða hvað sem er þá var Hann að ljúga í Matteus 5:17 þegar Hann sagði að Hann kom ekki til að afnema lögmálið eða spámennina. Spámennirnir sögðu einnig að fólk ætti ekki að borða svínakjöt eins og ég benti á í Jesaja 66.

Umræðuefnið þarna var ekki hreint og óhreint kjöt. Enginn sem var viðstaddur skildi Jesú þannig að það væri í lagi að borða óhreint kjöt og besta dæmið um það er Pétur.

Setningin "þannig lýsti hann alla fæðu hreina" er ekki í textanum heldur kemur frá þýðendum.  Svona er þetta í King James útgáfunni:

Markúsarguðspjall 7:18-19
it cannot defile him; 19  Because it entereth not into his heart, but into the belly, and goeth out into the draught, purging all meats?

Svona er þetta í Literal Translation

Mar 7:19
This is because it does not enter into his heart, but into the belly, and goes out into the waste-bowl, purging all the foods.

Einfaldlega að maturinn hreinsast við að fara í gegnum líkamann. Hefur örugglega meikað meira sens fyrir fólkið sem var að hlusta en fyrir okkur í dag en það sem er alveg skýrt er að fólkið hefði orðið alveg brjálað ef að það hefði haldið að Jesú væri að segja að nú væri í lagi að borða svínakjöt.

Það myndi einnig þýða að varnarorð Biblíunnar gagnvart nýjum spámönnum hefði verið brotið. 

Jesaja 8:20
þá svarið þeim: "Til kenningarinnar og vitnisburðarins!" Ef menn tala ekki samkvæmt þessu orði, hafa þeir engan morgunroða 

Ef að Jesú hefði komið og predikað það sem þú heldur fram að Hann hafi verið að predika þá hefði það þýtt að það væri ekkert ljós í Honum og skylda okkar að hafna Honum sem falsspámanni.

Mofi, 22.12.2011 kl. 00:16

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er farinn að útbúa fyrir ykkur morgunmat. Egg og beikon.

Theódór Norðkvist, 22.12.2011 kl. 08:08

15 Smámynd: Mofi

Theódór, þá fer fyrir þér eins og Jesaja segir

Jesaja 66:16-17
Því að Drottinn kemur í eldi til að dæma alla jörðina og allt hold með sverði sínu
og margir verða vegnir af Drottni. 17Þeir sem helga sig og hreinsa til að fara í garðana
og leita þann uppi sem er í miðjunni, eta svínakjöt, maðka og mýs, munu allir farast, segir Drottinn.

Mofi, 22.12.2011 kl. 08:45

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Slakaðu nú aðeins á, Mofi minn. Ertu alveg laus við allan húmor?

Theódór Norðkvist, 22.12.2011 kl. 09:24

17 Smámynd: Mofi

Theódór, afsakaðu, stundum erfitt að greina húmor í skrifuðu máli.

Mofi, 22.12.2011 kl. 09:25

18 Smámynd: Rebekka

"Áttundi dagurinn er akkúrat rétti tíminn til að framkvæma umskurn og við höfum góðar ástæður til að álykta að umskurn hjálpi til með að forða fólki frá nokkrum sjúkdómum."

UMSKURÐ, Mofi, þetta heitir UMSKURÐUR, ekki umskurn...  :P

Ég hef sömu skoðun á umskurði ungabarna og Christopher Hitchens hafði, þannig að við skulum ekkert fara nánar út í það.

 Hins vegar þetta: 

"Að kona sé óhrein lengur þegar hún eignast stelpu er mjög líklega vegna þess að stelpur eru veikburðari þegar þær fæðast. Þetta hefði sem sagt gefið konunni auka tíma til að sinna barninu ef það stelpa."

Þetta seturðu fram án þess að veita nokkrar sannanir fyrir því að nýfæddar stúlkur séu veikburðari en nýfæddir drengir.  Þessi rannsókn hérna (gerð af Ísraelskum læknum) bendir til hins gagnstæða.

Svo að lokum, hvernig getur maður vitað hvaða lög voru ætluð fyrir levíta og hvaða lög fyrir Ísraelsmenn.  T.d. segir Guð í bæði kafla 9 og 12 "Ávarpaðu Ísraelsmenn og segðu:" sem bendir til að þessi lög eigi við um Ísraelsmenn.  Fyrst að þér finnst að kristnir eigi að halda í lögin sem banna svínakjöt, finnst þér þá líka að konur ættu að teljast áfram óhreinar í ákveðinn tíma eftir barnsburð?

Rebekka, 22.12.2011 kl. 11:05

19 Smámynd: Mofi

Rebekka
UMSKURÐ, Mofi, þetta heitir UMSKURÐUR, ekki umskurn... :P

Þitt líf verður strax betra ef þú lætur mínar málvillur ekki fara í taugarnar á þér :)

Rebekka
Ég hef sömu skoðun á umskurði ungabarna og Christopher Hitchens hafði, þannig að við skulum ekkert fara nánar út í það

Jafnvel ef að konur fá síður krabbamein og deyja ef að strákar eru umskornir?  Það vegur...ekkert í þínum huga?

Rebekka
Þetta seturðu fram án þess að veita nokkrar sannanir fyrir því að nýfæddar stúlkur séu veikburðari en nýfæddir drengir. Þessi rannsókn hérna (gerð af Ísraelskum læknum) bendir til hins gagnstæða.

Ef það er rétt þá... ok. Að minnsta kosti þá voru þetta heilbrigðisreglur og maður getur velt því fyrir sér af hverju það var lengri tími fyrir stúlku börn. Lengri tími þýddi samt lengri tími frá daglegu amstri og frá umheiminum og ég tel að það þýddi meiri vernd því þetta var ákveðin sótthví.

Rebekka
Svo að lokum, hvernig getur maður vitað hvaða lög voru ætluð fyrir levíta og hvaða lög fyrir Ísraelsmenn

Það vanalega stendur og með því að leita eftir því og skoða samhengið þá ætti maður að geta fattað það. 

Mofi, 22.12.2011 kl. 11:28

20 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Mér finnst stundum þegar fólk er að verja svínakjötneyslu að það sé frekar persónuleg rök á bak en trúarleg rök. Nokkuð klárt að mínu mati að það er talað mjög neikvætt um svínakjöt í Biblíunni.

En ein spurning sem ég hef velt fyrir mér. Hafa kristnir minni ástæðu til að forðast svínakjöt en t.d. múslimar? Mér sýnist að múslimar eru almennt meðvitaðir um að svínakjöt er bannað. Er þetta eitthvað minna skýrt í Biblíunni en Kóraninum?

http://www.themodernreligion.com/misc/hh/pork.html

http://islamicvoice.com/february.99/zakir.htm

Karl Jóhann Guðnason, 22.12.2011 kl. 15:06

21 Smámynd: Mofi

Virkar dáldið eins og hefðir og maginn er að stjórna og fólk að tína til hvað sem það getur tínt til, til að halda í hefðir og það sem gleður magann. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað skýrara í Kóraninum, erfitt að ímynda sér skýrari vers en þau sem eru í Jesaja 66.

Mofi, 22.12.2011 kl. 15:26

22 identicon

Það er líka ekkert óeðlilegt við að menn með viti hafi talað illa um svínakjöt á þeim tíma sem biblían var skrifuð, þær ástæður sem eru fyrir þeim varúðarorðum eiga hinsvegar ekki við um það svínakjöt sem stendur fólki til boða í velflestum vestrænum ríkjum í dag.. Svín á íslandi eru þannig ekki alin á sama úrgangi og svín á dögum biblíuskrifa.

Karl, það er enginn að verja sína svínakjötsneyslu enda er ekkert sem þarf að verja - Svínkjöt það sem þér og mér stendur til boða í dag er ekki á nokkurn hátt verra en annað kjöt sem er í boði - og þá jafnvel töluvert skárra en t.d. kjúklingur...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 20:03

23 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Jón, ég er alveg ósammála að svínakjöt sem er í boði í dag er betra en á tíma Biblíunnar, þróunin hefur verið þvert á móti á niðurleið. Þá voru dýr oftast í náttúrulegum aðstæðum þó að hreinlæti hafi kannski verið verra. Nú á tímum massaframleiðslu er kjöt langt frá því að vera náttúrulegt.

Sjá hér t.d. Meet your meet http://www.youtube.com/watch?v=32IDVdgmzKA

og Food Inc. http://www.youtube.com/watch?v=5eKYyD14d_0

Fyrir utan þetta þá eru svín frá náttúrunnar hendi alætur, éta sinn eigin saur jafnvel. Svín eru einskonar ryksugur náttúrunnar og ætti að vera kommon sense að ekki að borða þetta, jafnvel þó maður vissi ekki af ráðleggingunum í Biblíunni.

Karl Jóhann Guðnason, 22.12.2011 kl. 21:55

24 identicon

Svín á íslandi eru ekki alin á úrgangi, engin youtube myndbönd breyta þeirri staðreynd Karl.. Hér koma sárasjaldan upp vandamál vegna neyslu svínakjöts og eru aðrar fæðutegundir fyrir ofan það á lista sem algengir orsakavaldar vandræða.. Hér er öflugt eftirlit með fæðuframleiðslu..

Og samkvæmt þessari ryksugu lógík þinni ætti enginn maður að leggja sér ýsu til munns, hvað þá þorsk sem er meira og minna útataður ormum þegar hann kemur til vinnslu .. En lítið er minnst á það í Biblíunni eftir því sem ég best veit..

ég ætla ekki að taka þátt í rökræðu þar sem einstökum tilfellum fest á filmu og sett á youtube er beitt í áróðursskyni.. viljir þú færa sönnur á mál þitt og hvort það á við hér á íslandi þá verður þú að leggja fram einhver gögn sem sýna fram á réttmæti þess sem þú ert að halda fram...

Það að svín "geti" verkað sem ryksugur og étið nánast hvað sem er kemur þessu máli nákvæmlega ekkert við, vegna þess að bæði hér á landi eða í löndunum í kring um okkur er sá eiginleiki þeirra nýttur við eldi þeirra.

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 22:08

25 identicon

er sá eiginleiki þeirra "ekki" nýttur - átti þetta að vera

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 22:08

26 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, fyrir kristni þá á þetta ekki að vera spurning um að reyna að meta hvort að svínakjöt er hollara en fyrir tvö þúsund árum síðan. Fyrir kristna þá á þetta að vera spurning um, hvað segir Guð og það er Hann sem ræður. Ef Guð segir að þetta er vanheilagt og ekki borða þá er það það sem gildir.

Mofi, 22.12.2011 kl. 22:37

27 identicon

Fyrir meðalgreinda kristna manneskju sem beitir almennri skynsemi er þetta spurning um að hugsa:

"getur verið að það hafi verið ástæða til þess að letja menn frá því að borða svínakjöt á þeim tíma sem þessi texti er skrifaður"

Svarið við þeirri spurningu er JÁ, það var ástæða til þess...

Síðan myndi viðkomandi spurja sig:

"eru þessar aðstæður ennþá fyrir hendi"

Svarið við þeirri spurningu er NEI

Að ætla að fara velja þessa tilteknu reglu og fara eftir henni líkt og heilög sé, en hunsa svo aðrar reglur sem erfiðara er að fara eftir - er hræsni

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 12:38

28 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, ég er sammála þér að hunsa aðrar reglur er hræsni.

Mofi, 23.12.2011 kl. 13:05

29 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Jón, hefur þú farið inn í íslenskt svínabú? Ekki ég en eins og hefur talað um í fjölmiðlum undanfarið þá hafa íslendingar haldið að það sé betra ástand á kjötframleiðslu hér en svo er niðurstaðan að það er í raun ekki mikill munur. Hér er verksmiðjuframleiðsla eins og annar staðar.

Svo er það líka spurning um að trúa Biblíunni þegar hún talar um hreint og óhreint kjöt. Það eru góðar ástæður fyriri því.

Karl Jóhann Guðnason, 23.12.2011 kl. 13:05

30 identicon

Ég hef reyndar komið inn í íslenskt svínabú Karl, og þú mátt röfla um þetta án gagna eins og þú vilt - það breytir ekki þeirri staðreynd að þrátt fyrir töluverða neyslu, þá eru íslendingar ekki að verða veikir af því að borða svínakjöt... Ekki bara það, heldur eru aðrar fæðutegundir sem eru guði þóknanlegar að valda töluvert meiri vandræðum en svínakjöt.

Þú mátt alveg predíka gegn neyslu svínakjöts af trúarlegum ástæðum eins og þú vilt.. En um leið og þú ætlar að bera fyrir þig einhverjum heilsufarsástæðum ert þú með tapað mál í höndunum, allavega þegar kemur að íslensku svínakjöti

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 13:40

31 identicon

Og mikið er nú gott að við séum sammála Mofi.. jóla kraftaverk? :)

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 14:21

32 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Það þarf ekki að leita lengi á netinu til að finna gögn. Mæli með að allir horfi á viðtalið við Sif Traustadóttur í Silfuregils. Hvað finnst ykkur?  Verksmiðjubúskapur er tilstaðar hér á landi bara á minni skala en í USA http://www.ruv.is/sarpurinn/silfur-egils/11122011/sif-traustadottir-dyralaeknir

Karl Jóhann Guðnason, 23.12.2011 kl. 14:26

33 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, ég trúi á kraftaverk :)

Karl Jóhann, það ætti að vera alveg ljóst að kjöt í dag er almennt óhollt. Smá séns með lamba kjöt þar sem lömbin fá að ganga laus en jafnvel þá hefur maður áhyggjur af því hvort það er verið að sprauta einhverju í þau.

Mofi, 23.12.2011 kl. 15:11

34 identicon

Ég held að þú sért ekki alveg að átta þig á hvað ég er að segja Karl...

Þú réttlætir ekki fordæmingu á svínakjöti út frá einhverjum heilsufarsástæðum þegar þær ástæður eiga jafnt við aðrar tegundir af kjöti... Fólk á íslandi ER EKKI að verða veikara af svínkjöti en öðru kjöti.. Þegar þú talar um verksmiðjubúskap þá á hann væntanlega við um alla kjötframleiðslu, ekki bara framleiðslu á svínakjöti

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 16:03

35 identicon

Kjöt framleitt á íslandi skv þeim reglum sem gilda um heilbrigði er ekki óhollt mofi, nema þess sé neytt í óhófi - en það á sjálfsagt við um flest, hófleg neysla á kjöti er í góðu lagi, eins og þú sjálfsagt veist.

Sjálfur borða ég ekki mikið kjöt, er mun hrifnari af fiski... En ég hef líka séð hvernig fiskur lítur oft út þegar hann kemur inn á borð til verkunar og það er oft ekki glæsilegt :) En ég borða það nú samt

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 16:05

36 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, ég held að við hérna á Íslandi erum í nokkuð góðum málum miðað við annars staðar. Mín trú er að dýraafurðir eru ekki heppilegar fyrir okkur. Hérna er prófessor frá Cornell háskólanum að útskýra af hverju það er hans trú varðandi kjöt át, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=yfsT-qYeqGM

Vil taka fram að ég borða kjöt og finnst það mjög gott en er reyna að minnka það.

Mofi, 23.12.2011 kl. 16:12

37 identicon

Það eru ákveðin efni í kjöti sem við þurfum á að halda, og það eru staðir í heiminum þar sem fólk hefur ekki aðgang öðruvísi en með því að borða kjöt..

Íslendingar hefðu t.d. ekki lifað af hér í mörg hundruð ár ef þeir hefðu ekki borðað kjöt Mofi...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 16:44

38 identicon

Það er því einfaldlega ekki rétt að halda því fram að dýraafurðir séu ekki heppilegar fyrir okkur, sumsstaðar í heiminum er kjöt einfaldlega lífsnauðsynleg uppspretta ákveðinna efna.. Það geta nefnilega ekki allir hlaupið út í Hagkaup og keypt sér hnetur og baunir

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 16:48

39 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Halldór, gleðileg jól.

Umræðuna langar mig ekki að blanda mér í að sinni. En er samt alltaf hissa á þessu sjónarhorni.

Kristinn Ásgrímsson, 23.12.2011 kl. 17:55

40 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, skoðaðir þú fyrirlesturinn?  Ég er alveg sammála því að á mörgum stöðum þá er kjöt það hollasta sem er í boði eða nauðsynlegt vegna takmarkaðs úrvals.

Mofi, 23.12.2011 kl. 17:55

41 Smámynd: Mofi

Kristinn, gleðileg jól :)   

Hefði gaman að heyra hvernig þú sérð þetta. Kannski eftir jól :)

Mofi, 23.12.2011 kl. 17:56

42 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Jón: "Það eru ákveðin efni í kjöti sem við þurfum á að halda, og það eru staðir í heiminum þar sem fólk hefur ekki aðgang öðruvísi en með því að borða kjöt.."

Við þurfum ekki kjöt ef aðstæður eru ákjósanlegastar. Öll næringarefni er hægt að fá úr grænmetismat sem er lífrænt ræktaður. En þú kemur með góðan punkt, sumstaðar eru aðstæður þannig að fólk verður að borða kjöt til að lifa af, t.d. Ísland eða Grænland amk fyrr á tímum. En það þýðir ekki að það er hollast heldur það sem er í boði og stundum það besta.

Jón. "Fólk á íslandi ER EKKI að verða veikara af svínkjöti en öðru kjöti.. Þegar þú talar um verksmiðjubúskap þá á hann væntanlega við um alla kjötframleiðslu, ekki bara framleiðslu á svínakjöti"

Ég held að svínakjöt hjóti að vera hluti af vandamálinu ásamt kjúklingi, miðað við hversu rosalegt magn íslendingar borða af þessu, vísa í viðtalið við Sif Traustadóttur.

Í Biblíunni eru óhrein dýr ekki bara svín heldur rækjur, krabbar osfrv. Svínakjöt er bara nærtækt dæmi.. sérstaklega kannski núna um jólin ;) Svo þessi umræða hér get ég ímyndað mér sé viðkvæmt mál fyrir marga og persónulegt, en það er einmitt málið, matur er mjög persónulegt mál... og þar með mjög mikilvægt mál.

Karl Jóhann Guðnason, 23.12.2011 kl. 19:41

43 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

HVernig er hægt að ætlast til þess að fólk trúi svona bulli eins og að svínaketið sé saurgað.

Þjóðarréttur Pólverja er í raun svínaket og hafa þeir þó oft þótt kaþólskari en Páfinn, nema þegar Páfinn var Pólskur.

Þessi Pólski páfi gaf þeim reyndar leyfi til að borða ket 24. Des. Annars var fiskur á borðum hjá Pólverjum þann daginn en svínaketið 25. Des.

Ef svínaketið sé svona vont eins og menn vilja trúa eftir lestur á skáldsögum allra tíma (Biblíunni, kóraninum og Tóran). Afhverju er þá svínaketið svona algengt í kaþólskum löndum? Þeir hafa jú almennt verið álitnir strangtrúaðri en hinir sem eru lúterstrúar.

Hvenær ætla menn að frelsast almennilega gagnvart matvælum og borða það sem náttúran bíður? Það var líka ástæða fyrir því að hinir "heilögu" dóu út á Grænlandi einfaldlega vegna þess að þeir tóku ekki upp matarsiði "heiðingjanna".

Mjög einfallt...

Með Jólakveðju

Kaldi

ps.

Jól er ekki kristið orð og leyfi ég mér því að nota það, kemur úr "heiðni" og er fyrir sólstöðuhátinni.

Ólafur Björn Ólafsson, 23.12.2011 kl. 19:53

44 identicon

Afhverju var ýsa ekki á þessum lista? Gleymdist hún...

en það sem ég er að segja er að þú talar ekki um réttmæti þessa banns á svínakjöti sérstaklega með því að tala um hversu óhollt það er, þegar eins og þú segir - hægt er að nota sömu fullyringar um allskonar kjöt sem samt er ekki bannað....

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 19:58

45 identicon

Af öllu því sem Guð þarf að hafa auga með og afskipti af ... held ég að hamborgarhryggsát á Jólum sé ekki að valda honum sérstöku hugarangri.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 20:20

46 Smámynd: Mofi

Ólafur
HVernig er hægt að ætlast til þess að fólk trúi svona bulli eins og að svínaketið sé saurgað.

Biblían skilgreinir hvað synd er, synd er Biblíulegt hugtak og þá er það Biblían sem ákveður hvað það er. Skiptir engu máli hvort einhver trúir öðru, það breytir ekki skilgreiningunni. Þetta er svona eins og íslendingar skilgreina þorramat. Það getur enginn ástrali sagt að það sé bull að ákveðinn matur er þorramatur. Hann einfaldlega er þorramatur vegna þess að við íslendingar höfum ákveðið þetta.  Hið sama gildir um óhreint kjöt, Biblían er það sem skilgreinir hvaða kjöt er óhreint og hún segir að svínakjöt sé óhreint. Hvort einhver sé ósammála því, kemur málinu voðalega lítið við.

Ólafur
Ef svínaketið sé svona vont eins og menn vilja trúa eftir lestur á skáldsögum allra tíma (Biblíunni, kóraninum og Tóran). Afhverju er þá svínaketið svona algengt í kaþólskum löndum? Þeir hafa jú almennt verið álitnir strangtrúaðri en hinir sem eru lúterstrúar.

Af því að Biblían er ekkert voðalega hátt skrifuð hjá þeim. Þar eru prestar og páfar þeir sem valdið hafa og Biblían verður að lúta því sem þeir segja. Lúterstrúar eru í rauninni bara aðeins vatnsþynntri útgáfa af Kaþólsku. Lúter sjálfur hörku tól en afskaplega þunnt í þeim sem kalla sig lúterstrúar í dag.

Ólafur
Hvenær ætla menn að frelsast almennilega gagnvart matvælum og borða það sem náttúran bíður? Það var líka ástæða fyrir því að hinir "heilögu" dóu út á Grænlandi einfaldlega vegna þess að þeir tóku ekki upp matarsiði "heiðingjanna".

Hvað ef þetta frelsi hefur í för með sér verri heilsu og ótímabæran dauðdaga?  Ef svo er, er það þá eitthvað frelsi sem er eftirsóknarvert?

Ólafur
Jól er ekki kristið orð og leyfi ég mér því að nota það, kemur úr "heiðni" og er fyrir sólstöðuhátinni.

Já, mikið rétt. Skrifaði um svipað efni: Jólin og hátíðir Guðs

Mofi, 23.12.2011 kl. 20:58

47 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
Afhverju var ýsa ekki á þessum lista? Gleymdist hún...

Miðað við þennan lista þá er í lagi með ýsuna: http://www.biblestudy.org/cleanfood.html

Enska heitið er Haddock...

H.T. Bjarnason
Af öllu því sem Guð þarf að hafa auga með og afskipti af ... held ég að hamborgarhryggsát á Jólum sé ekki að valda honum sérstöku hugarangri

Hlíðni fólks Guðs skiptir Guð máli því það segir svo mikið um hver það er sem er verið að fylgja.

Mofi, 23.12.2011 kl. 21:02

48 identicon

Afhverju ætti dýr sem lifir á þvi að éta hræ annarra dýra að vera "hreint" á meðan svínkjöt er það ekki...

Hvarflar það í alvöru ekki að þér að í stað þess að vera heilög regla hvers brot á er synd, þá hafi þetta einfaldlega verið ráðlegging sprottin upp á tíma og stað þar sem fullkomlega rétt og eðililegt var að vara við neyslunni?

Eitthvað sem á ekki við allstaðar í dag

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 21:13

49 identicon

Ert þú líka á því að 7 dögum eftir barnsburð séu konur "óhreinar" og þær beri að forðast?

Eða getur verið að þar sé líka komin til regla sett vegna þess að menn höfðu einhverja hugmynd um á þeim tíma voru konur viðkvæmar (sýkingarhætta) og því sett þetta fram með þessu móti (hljómar sjálfsagt betra en að tala um ósýnilegar litlar verur sem valda sýkingum)

Finnst þér þetta vera regla sem fara eigi eftir á sama hátt og mönnum beri enn þann dag í dag allsstaðar að sleppa því að borða svínakjöt?

Eða er þetta kannski regla sem meiri tilgangur er í þar sem t.d. verri aðbúnaður er í kringum konur sem eru nýbúnar að eiga börn, alveg eins og svín sem alin eru á úrgangi séu ekki endilega sniðug til átu

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 21:17

50 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
Afhverju ætti dýr sem lifir á þvi að éta hræ annarra dýra að vera "hreint" á meðan svínkjöt er það ekki...

Þetta er spurning um skilgreiningu, ef að Biblían segir að dýrið sé hreint þá er það hreint, hvort sem manni finnst það vera gáfulegt eða ekki.

Jón Bjarni
Hvarflar það í alvöru ekki að þér að í stað þess að vera heilög regla hvers brot á er synd, þá hafi þetta einfaldlega verið ráðlegging sprottin upp á tíma og stað þar sem fullkomlega rétt og eðililegt var að vara við neyslunni?

Málið er að fyrir mitt leiti þá er þetta það sem Biblían boðar og því hefur aldrei verið breytt. Fyrir þann sem Biblían er það sem ræður þá er það það sem skiptir máli, ekki hvort maður skilur eða sé sammála.

Jón Bjarni
Eða getur verið að þar sé líka komin til regla sett vegna þess að menn höfðu einhverja hugmynd um á þeim tíma voru konur viðkvæmar (sýkingarhætta) og því sett þetta fram með þessu móti (hljómar sjálfsagt betra en að tala um ósýnilegar litlar verur sem valda sýkingum)

Ég held að þetta sé akkúrat rétt. Nema að menn höfðu enga hugmynd um þetta heldur vissi Guð þetta.  Menn voru ekki búnir að fatta þetta hérna á vesturlöndunum fyrir 150 árum síðan.

Jón Bjarni
Finnst þér þetta vera regla sem fara eigi eftir á sama hátt og mönnum beri enn þann dag í dag allsstaðar að sleppa því að borða svínakjöt?

Allar svona reglur eru þannig að maður ræður sjálfur hvort maður vill fara eftir þeim eða ekki. Ég er frekar nýbyrjaður að komast á þessa skoðun svo ég er ennþá að melta þetta allt saman. Fyrir mitt leiti þá er eina skylda mín er að fræðast og segja öðrum en það er annara að velja hvað þeir teljas að sé rétt að gera fyrir þá sjálfa.

Mofi, 23.12.2011 kl. 22:00

51 identicon

Er það þá synd að umgangast konu sem er nýbúin að eiga? Eins og það er synd að borða svínakjöt...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 22:04

52 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, lögin um hreint og óhreint voru flest á þá leið að ef einhver varð óhreinn, skar sig, snerti lík og þess háttar þá voru ákveðnar reglur í kringum það. Vanalega var það að fara út fyrir samfélagið, þrífa sig og fötin sín og bíða þar í einhvern tíma. Vanalega einn dag eða svo.

Mofi, 23.12.2011 kl. 22:12

53 identicon

Þetta svarar ekki spurningunni, er brot á þessum reglum synd? Eins og þú segir að það sé synd að borða svínakjöt

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 22:14

54 Smámynd: Mofi

Líklegast svarar þetta vers hérna spurningunni:

1. Jóhannesarbréf 3:4 
Hver sem synd drýgir fremur og lögmálsbrot. Syndin er lögmálsbrot. 

 Annað sem ég tel eiga líka við.

Jakobsbréf 4:17
Hver sem því hefur vit á gott að gjöra, en gjörir það ekki, hann drýgir synd. 

Hver sá sem trúir að Guð veit hvað er best að gera og er með lög Guðs sér til leiðbeiningar þá ætti þetta að eiga við.

Mofi, 23.12.2011 kl. 22:22

55 identicon

Það er sumsé synd að umgangast konu sem er nýbúin að eiga barn?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 22:30

56 Smámynd: Mofi

Ég hreinlega veit ekki hvernig gyðingar fóru að þessu. Hvernig þeir skildu hvernig þessi lög voru sett í praksís. Það er samt á hreinu að í gegnum aldirnar þá hefur það skipt miklu máli að fyrst um sinn þá fái konan og barnið vernd frá sýkingum og án efa mörg dæmi þar sem móðir eða barn dó vegna þess að þau fengu ekki þessa vernd. Mér persónulega finnst það skipta máli og sannarlega synd ef einhver deyr vegna þessa.

Mofi, 23.12.2011 kl. 22:34

57 identicon

Auðvitað skiptir þetta máli, og á þessum tíma var þetta mjög gott ráð.. Set samt spurningamerki við það orðalag að tala um að konur séu "óhreinar" á þessum tíma..

Og þetta fær mig til að velta því fyrir mér hvort þetta sé ráðlegging sem átti sannanlega rétt á sér á þessum tíma en eigi kannski ekki endilega við lengur á mörgum stöðum, alveg eins og bann við svínakjötsáti hafi verið fullkomlega réttlætanlegt á þessum tíma en eigi ekki við í dag...

Held þú fattir alveg hvað ég er að fara... :) Þó þín sýn sé kannski önnur

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 22:39

58 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
Set samt spurningamerki við það orðalag að tala um að konur séu "óhreinar" á þessum tíma..

Kannski sett svona upp til að óprútnir aðilar sæu sér ekki hag af því að brjóta þetta. Þannig að fólk í sinni eigingirni færi eftir þessu. Skilur þú hvað ég á við?

Ég held ég skilji þig, fyrir mitt leiti þá talar versið í Jesaja sterkast til mín og var í rauninni það sem lét mig skipta um skoðun fyrir nokkrum árum. Aðalega vegna þess að það talar um eitthvað sem er að gerast á dómsdegi eða rétt fyrir dómsdag svo út frá því þá gildir þetta fyrir okkar tíma.

Mofi, 23.12.2011 kl. 22:45

59 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Mögulegt finnst mér að hluti ástæðanna fyrir óhreinleika fólks á tímabili (t.d 7 daga eða 30) hafi verið sýkingarhætta, einfaldlega reglur til að minnka sýkingarhættu. Semsagt upplýsingar sem var fólki fyrir bestu þótt það skildi það ekki sjálft.

Karl Jóhann Guðnason, 23.12.2011 kl. 22:46

60 identicon

Sem er það sem ég er búinn að vera segja, ég skil bara ekki tilhvers það ætti að halda í slíkar reglur þegar þörfin fyrir þær er farin...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 23:55

61 Smámynd: Mofi

Það er persónulegt fyrir þá sem trúa að Biblían sé þeirra leiðarvísir í lífinu.

Mofi, 24.12.2011 kl. 00:18

62 identicon

Spurning hvort að trúin næði til fleira fólks og færi nær tilgangi sínum ef þessar blessuðu reglur yrðu uppfærðar á þann hátt að þær eigi við í dag...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 24.12.2011 kl. 09:26

63 Smámynd: Mofi

Það er spurning en hafðu í huga að flestir kristnir láta sem svo að allt sem Móse skrifaði er úrelt og eigi ekki við þá svo... fyrir mig er síðan spurning hvað er rétt, hvað vill Guð. Ég veit ekki alveg hvort það er gagn af því að fleiri trúi en síðan gangi ekki á vegum Guðs eftir að það öðlist trú. Þetta eru bara hlutir sem ég hef verið að velta fyrir mér, ekki kominn með einhverja grjótharða niðurstöðu í.

Mofi, 24.12.2011 kl. 10:27

64 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Jón: "Spurning hvort að trúin næði til fleira fólks og færi nær tilgangi sínum ef þessar blessuðu reglur yrðu uppfærðar á þann hátt að þær eigi við í dag..."

Hefur þú kíkt á þetta viðtal og fyrirlesturinn sem Halldór og ég hafa bent á? Þú þarf eiginlega að svara því því það er ekki hægt að gera upp skoðun á því sem maður hefur ekkii séð. Þessar reglur eru skynsamlegar jafnvel í dag. Einnig þó maður sleppi Biblíunni og notar bara skynsemi og vísindi þá kemst maður að því þetta eru góðar heilbrigðisreglur.

Karl Jóhann Guðnason, 24.12.2011 kl. 12:35

65 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Mofi svarar mér með "Hvað ef þetta frelsi hefur í för með sér verri heilsu og ótímabæran dauðdaga? Ef svo er, er það þá eitthvað frelsi sem er eftirsóknarvert?"

Heldur þú að mankynið þróist ekkert og komi til vits og ára? Það er hægt að skoða hvort hlutur sé matarkyns og ekkert sem styðst við það að eitthvað sé óhollara en annað í þeim efnum. Til dæmis get ég bent á að ef þú leitar að grænmetisfæðu á Íslandi er hægt að fara í Hagkaup og fá lítið blað sem útlistar það sem ekki er ætt af arfanum sem sprettur á skerinu.

Af keti er það að segja að hægt er að borða hvað sem er þar. Það er svo hægt að skemma allann mat þannig að hann verði óætur, samanber skötuna og þorramatinn úldna.

Svínaketið er ekki eitrað, þaðan af síður svo óhollt að manni verði meint af. Eina sem ég set útá varðandi svínaketið er ef menn sjóða það áður en það er steikt, í mínum huga er það eina syndin sem hægt er að drýgja með svínaket. Það eyðileggur bragðið sem á að vera af ketinu að sjóða það.

Með Jólakveðjum sem fyr

kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 24.12.2011 kl. 14:00

66 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Ólafur: "Svínaketið er ekki eitrað, þaðan af síður svo óhollt að manni verði meint af. Eina sem ég set útá varðandi svínaketið er ef menn sjóða það áður en það er steikt, í mínum huga er það eina syndin sem hægt er að drýgja með svínaket. Það eyðileggur bragðið sem á að vera af ketinu að sjóða það."

Þér finnst því ekki vera samhengi á því á þeirri staðreynd að svín éta allt og hversu hollt kjötið er? Hefur þú rök fyrir því að svínakjöt sé hollt eða amk það sé eins hollt og annað "hreint" kjöt?

Gleðileg jól!

Karl Jóhann Guðnason, 25.12.2011 kl. 11:05

67 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég og velflestir Pólverjar og margra annarra þjóða fólk eru lifandi sönnun þess að ekkert sé að því að borða svínaket.

Ég hef svo verið við svínaeldi og get vottað að þau svín átu ekki allt sem að kjafti kom.

Ég hef lifað á svínaketi í mörg ár, eins hefur konan mín lifað lengi á svínaketi. Foreldrar konunnar hafa lifað á svínaketi í áratugi og farin að komast á áttræðisaldurinn. Þarf að sanna þetta frekar.

Kreddukenningar skáldsögunnar sem kallast "Biblía" eru því búnar að dæma sig sjálfar.

Að auki get ég bent á að líklegasta skýringin á bulli "biblíunnar" er sá að ekki hafi verið of gott að ala, slátra, og geyma svínaketið á þeim tíma er hún var rituð.

Annars get ég spurt: Borðar þú ekki Ýsu???

Þú veist jú hvað hún lætur ofaní sig ekki satt???

Með Jólakveðjum sem fyr

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 25.12.2011 kl. 15:56

68 Smámynd: Mofi

Ólafur, ertu svo viss um að það sé ekkert að heilsufari þessa fólks sem gæti verið svínakjöti að kenna?  Ertu búinn að eyða áratugum í að rannsaka áhrif svínakjöts eða bara kjöts á heilsu fólks? 

Í fyrsta lagi þá er það alveg sannað að það er hætta á Trichinosis  og þá sérstaklega í gegnum aldirnar hefur þetta verið ákveðin hætta. Ef að gjaldið fyrir þetta væri einhver sem þér þykir vænt um og væri að deyja vegna þessa núna, væri þá gjaldið að borða ekki svínakjöt of hátt til að bjarga því lífi?

Endilega kíktu á þennan fyrirlestur sem ég benti á sem fjallaði að vísu bara um áhrif kjöts .

Þarna er prófessor frá Cornell háskólanum að útskýra af hverju það er hans trú að kjöt sé ekki gott fyrir heilsu okkar, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=yfsT-qYeqGM 

Að hann sé prófessor og hafi eytt áratugum í að rannsaka þetta þýðir ekki að hann hafi rétt fyrir sér en gefur manni ástæðu til að hlusta og meta.

Jólakveðjur :)

Mofi, 25.12.2011 kl. 17:07

69 identicon

Karl, það sem ég og fleiri eru að benda á hérna er að þessar reglur, skrifaðar fyrir mörg þúsund árum síðan voru líklega búnar til þá vegna þess að þá, á þeim stað og við þær aðstæður sem voru þá - voru þær skynsamlegar.

Þær eru ekki skynsamlegar í dag og eiga ekki við - þessvegna finnst sumum það kjánalegt að menn séu enn að fara eftir úreltum reglum.. Þetta er svona álíka fáránlegt og ef umferðarlög hefðu ekki verið uppfærð frá því að menn ferðuðust um á hestvögnum í bæjum sem töldu nokkur hundruð íbúa..

Ákveðinn hópur kristinna manna er hinsvegar svo gríðarlega umhugað um það að ALLT sem stendur í biblíunni verði að vera rétt að þeir eru tilbúnir að fórna almennri skynsemi á altari þess að bíblian verði að segja satt og rétt frá um ALLT og um ALLA tíð

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 25.12.2011 kl. 17:10

70 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, þú hefur hérna ekki sýnt fram á að þessar reglur séu ekki skynsamegar. Virkar dáldið undarlegt að þær eigi að falla úr gildi ef þær voru góðar og gildar fyrir 150 árum en fyrst að aðstæður eru öðru vísi í dag þá eiga þær ekki lengur við. Fyrir kristinn einstakling, er þá ekki rökrétt að álykta sem svo að Guð viti betur en hann?  Að þegar skaparinn gerir reglur að þá viti Hann betur en við?  Síðan fyrir kristinn einstakling þá ætti þetta líka að vera einfaldlega það að ef Guð segir að eitthvað sé rétt að þá skiptir ekki máli þótt að okkur finnst það undarlegt, sá sem er manns guð er sá sem maður hlýðir og ef maður velur að hlýða sjálfum sér þá er maður að setja sjálfan sig í hásæti Guðs. Út frá kristnum forsendum, þá getur það ekki verið skynsamlegt eða hvað?

Mofi, 26.12.2011 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband