Stephen Meyer um staðreyndir sem styðja tilvist Guðs - 2

Skemmtilegt viðtal við Stephen Meyer um uppgvötanir vísindanna síðustu aldar sem benda til tilvistar Guðs. Að við höfum í dag staðreyndir sem benda til yfirnáttúru.  Ein góð tilvitnun sem kemur þarna fram er þessi: 

Frederic Burnham
The idea that God created the Universe is a more respectable hypothesis today than at any time in the last 100 years

http://www.lightsource.com/ministry/ankerberg-show/discovery-two-space-and-time-had-a-beginning-222380.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Hér er önnur góð tilvitnun:

Stephen Hawking
It is not necessary to invoke God to light the blue touch paper and set the universe going.

Hér segir Hawking eitthvað sem er að fullu sambærilegt við það sem þinn maður segir. Hann færir hins vegar alvöru rök fyrir því í þessari tilvitnun:

Because there is a law such as gravity, the universe can and will create itself from nothing," he writes. "Spontaneous creation is the reason there is something rather than nothing, why the universe exists, why we exist.

Hann lýsir því þarna með vísindalegum hætti hvernig allt gat mögulega orðið til. Það gerir hann óbundinn af öllu nema túlkun á vísindalegum gögnum.

Þín tilvitnun sannar ekkert frekar en að mín sanni eitthvað endanlega. Munurinn liggur hins vegar í því að þínar tilvitnanir koma iðulega úr vefjum bókstafstrúarmanna sem eru, trúar sinnar vegna, skyldaðir til þess að 'sanna' það að þeirra trú sé rétt.

Minn maður notar vísindalega hugsun og vísindaleg gögn og leiðir líkur að niðurstöðu sem er studd af hvoru tveggja. Þú þarft t.d. oft að grípa til þess að Guð hafi hagað málum með ákveðnum hætti til þess að undarlegar kenningar geti gengið upp. Nægir þar að nefna eftirfarandi tilvitnun í þig:

Þar af leiðandi er þetta aðeins vandamál ef að gen þessara átta voru með mikið af göllum en þar sem að Guð gerði þau galla laus og það var langur tími frá sköpun þá hafa gen þeirra ekki haft mikið af göllum vegna stökkbreytinga. #

Þarna þurfti Guð að hafa haft eindregin og afgerandi áhrif til þess að kenning þín geti gengið upp. Þetta á ekki við um vísindalegar kenningar sem studdar eru vísindalega rannsóknum og gögnum.

Óli Jón, 28.10.2011 kl. 15:18

2 Smámynd: Mofi

Óli Jón,... það er voðalega lítið hægt að segja við þessu. Ef þú virkilega tekur þetta alvarlega þá... ég er alveg gáttaður.  Hann lýsir ekkert þarna með vísindalegum hætti hvernig alheimurinn getur orðið til úr engu, ef þú vilt trúa því þá er það þitt val en ekki láta eins og það sé eitthvað vísindalegt við það. Það er þá þitt val og þín trú sem er í mínum augum algjörlega óskiljanleg og óskynsamleg.

Óli Jón
Minn maður notar vísindalega hugsun og vísindaleg gögn og leiðir líkur að niðurstöðu sem er studd af hvoru tveggja

LOL

Hérna eru tveir vísindamenn að útskýra af hverju Hawkings er algjörlega úti að aka í þessum hugleiðingum sínum: McGrath og Penrose um M-kenningu Stephen Hawking’s

Hawking er að reyna að finna leið til að útiloka Guð vegna þess að staðreyndirnar benda til þess og honum líkar það ekki. Þess vegna koma þessar mjög svo fáránlegu hugmyndir hans, hann lætur sína trú leiða sig út í algjörar ógöngur.

Mofi, 28.10.2011 kl. 15:36

3 Smámynd: Mofi

Hérna er líka farið yfir hvað er að rökum Hawkings, sjá: John Lennox um bók Stephen Hawking "The Grand Design"

Mofi, 28.10.2011 kl. 15:38

4 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Við erum líklega báðir jafn gáttaðir á þessu. Stóri munurinn er þó að til þess að tilgátur þinna manna geti gengið upp þarf alltaf eitthvað töfrabragð að koma til, sbr. það sem þú sagðir um genin í Nóa-fjölskyldunni, það er að Guð hefði gert þau gallalaus. Þannig viðurkenndir þú skilmerkilega að án þessarar meintu íhlutunar Guðs gæti sagan um syndaflóðið aldrei staðist. Þetta er afar þægileg og auðveld leið til þess að sanna allar kenningar að geta alltaf gripið til þess í öngstrætum að 'Guð hafi fiffað hlutina til'.

Viðurkenndar aðferðir til aldursmælinga eru látnar fjúka út um gluggann, Guð gerir töfratrix, dýrin í Örkinni súperþróast eftir strandið (ein stofntegund af belju breyttist súperhratt í allar hinar) og allt þar fram eftir götunum. Trúaðir sveigja m.a.s. Biblíuna til og teygja hana til þess að það henti sínum útgáfum af veruleikanum sem birtist t.d. í því að þið eruð ekki einu sinni sammála um á hvaða degi þið eigið að hvíla ykkur?!?

Auðvitað er hægt að láta allt ganga upp í slíkri kenningasmíði ... ja, eða næstum allt.

Óli Jón, 30.10.2011 kl. 17:33

5 Smámynd: Mofi

Óli Jón
þarf alltaf eitthvað töfrabragð að koma til, sbr. það sem þú sagðir um genin í Nóa-fjölskyldunni, það er að Guð hefði gert þau gallalaus

Við sjáum í dag að gallar vegna stökkbreytinga eru að aukast sem þýðir að í fortíðinni voru færri slíkar villur. Þau þurfa ekki að hafa verið gallalaus, aðeins færri svo að náskyldir ættingjar gætu átt afkvæmi án þess að það hefði alvarlegar afleiðingar.  Það er síðan auðvitað rökrétt ályktun að í upphafi sköpunnar hafi ekki verið villur vegna stökkbreytinga og út frá því ættum við að sjá stökkbreytingar í dag vera að aukast og allt þetta passar svakalega vel :)

Óli Jón
Þetta er afar þægileg og auðveld leið til þess að sanna allar kenningar að geta alltaf gripið til þess í öngstrætum að 'Guð hafi fiffað hlutina til'.

Ekki rugla saman inngripi Guðs og síðan hvað við getum ályktað út frá sköpun. Sá sem trúir á sköpun hefur annan byrjunarpunkt en sá sem trúir á þróun. Síðan út frá því er hægt að gera spá um hverjar staðreyndirnar ættu að vera eða hvað frekari rannsóknir ættu að leiða í ljós.

Óli Jón
Viðurkenndar aðferðir til aldursmælinga eru látnar fjúka út um gluggann,

Af því að þær eru virkilega óáreiðanlegar og enginn hefur getað sannreynt þær á hlutum sem við vitum aldurinn á. Að treysta þeim er að mínu mati mjög óvísindalegt og ég er 100% viss um að ef að tölurnar sem kæmu úr þessum mælingum myndu ekki passa við þróuarkenninguna þá yrðu þeim hent í ruslið sem óáreiðanlegar. 

Óli Jón
dýrin í Örkinni súperþróast eftir strandið

Hey, það passar við okkar rannsóknir svo hvað er að því? Hérna er stutt myndband sem fer yfir þetta: http://www.answersingenesis.org/articles/am/v3/n4/rapid-speciation

Óli Jón
Trúaðir sveigja m.a.s. Biblíuna til og teygja hana til þess að það henti sínum útgáfum af veruleikanum sem birtist t.d. í því að þið eruð ekki einu sinni sammála um á hvaða degi þið eigið að hvíla ykkur?!?

Biblían er alveg skýr að sjöundi dagurinn er heilagur og Kaþólska kirkjan er alveg með það á hreinu að það var hún sem breytti þessu og að það var vegna hennar valds að hún gat breytt þessu.  Inn í þetta blandast í smá rifrildi þar sem sumir halda í hefðir og finna upp alls konar afsakanir til að þurfa ekki að fara eftir boðorðinu um hvíldardaginn. Enginn ágreiningur að hvíldardagsboðorðið er þarna og hvað það segir.

Ég veit vel að þetta lítur illa út fyrir einhvern sem horfir á þetta úr fjarlægð svo þetta er mjög réttmæt gagnrýni.

Mofi, 31.10.2011 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband