Geta vísindin ályktað um yfirnáttúru?

supernaturalHvað þarf til að við getum ályktað um yfirnáttúru?  Gæti guðleysingi ályktað að yfirnáttúra væri til ef að hann hefði verið vitni þegar Ísraels þjóðin gékk í gegnum Rauðahafið?  Það er áhugavert að margir svo kallaðir fræðimenn vilja meina að sumar bækur Biblíunnar voru skrifaðar á ákveðnum tímum vegna þess að viðkomandi rit inniheldur spádóm sem síðan rættist svo þá segja þeir að ritið hafi verið skrifað eftir að atburðirnir gerðust. 

Með svona reglu þá auðvitað er engin leið að greina yfirnáttúru. Þótt að gögnin bentu til yfirnáttúru þá verða gögnin að hneigja sig og beygja fyrir reglunni sem þessir fræðimenn bjuggu sjálfir til. Þeir telja sig örugglega hafa góðar ástæður fyrir þessu en fyrir mitt leiti eiga vísindin að leitast við að öðlast þekkingu á raunveruleikanum en ekki vera að finna leið til að láta gögnin passa við guðleysis trúnna.

Í skemmtilegri umræðu hjá Arnari Pálssyni um hvort að við værum skyggn eða ekki, sjá: Við erum ekki skyggn þá datt mér í hug ein spurning til að glíma við.

Segjum sem svo að það er kona út í bæ sem segist vera skyggn. Til að sýna fram á það þá kaupir hún lottó miða með einni röð fyrir næsta útdrátt og síðan þegar búið er að draga út í lottóinu að þá kemur í ljós að hún var með allar tölurnar réttar. Ég er nokkuð viss um að margir myndu trúa því að konan væri skyggn ef þetta gerðist. Ég er samt líka viss um að þeir sem afneita yfirnáttúru og því að fólk geti verið skyggnt myndu fallast á þetta.

Þá langar mig að vita, hvað myndi sannfæra þetta fólk? Ef að konan gerði þetta tíu sinnum í röð og allt væri gert til að koma í veg fyrir að hún gæti svindlað. Segjum sem svo að hún væri læst niðri í kjallara allan tímann með enga leið til að hafa samband við umheiminn og hún gerði þetta samt tíu sinnum í röð. Væri það nóg til að sannfæra vísindamenn sem afneitar yfirnáttúru að kannski er eitthvað meira við þennan heim en hið efnislega?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Segðu okkur fyrst hvað sannfærði þig?  Hvernig getur þú ályktað framyfir aðra og á hverju byggir þú það?

Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 15:11

2 Smámynd: Mofi

Fram yfir aðra?  Ég skal gera grein þar sem ég tilgreini mínar ástæður, skal reyna að gera það fljótlega.

Mofi, 23.5.2011 kl. 15:19

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað kemur þér svo til að vera farinn að verja spírtisma og spákonur? Hélt að það væri algerlega fordæmt af almættinu sjálfur.

5. Mós. 18: 9-14:

"Þegar þú kemur inn í landið, sem Drottinn Guð þinn gefur þér, þá skalt þú ekki taka upp svívirðingar þessara þjóða. 10Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn, eða sá er fari með galdur eða spár eða fjölkynngi, eða töframaður 11eða gjörningamaður eða særingamaður eða spásagnamaður eða sá er leiti frétta af framliðnum. 12Því að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni andstyggilegur, og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drottinn Guð þinn þá burt undan þér.

13Þú skalt vera grandvar gagnvart Drottni Guði þínum. 14Því að þessar þjóðir, er þú rekur nú burt, hlýða á spásagnamenn og galdramenn, en þér hefir Drottinn Guð þinn eigi leyft slíkt"

Þeir eru ófáir sem hafa hlotið hryllilegan dauðdaga af hendi kristinna fyrir þessi orð.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 15:20

4 Smámynd: Mofi

Ég er ekki að verja slíkt, aðeins að velta fram spurningu.

Mofi, 23.5.2011 kl. 15:34

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað er yfirnáttúra? Ef það er einfaldlega það, sem er fyrir ofan svið náttúrunnar (sem og eðlisfræðinnar um þá náttúru eða um efnisheiminn), þá hefði bezti vísindamaður sinnar tíðar, Aristoteles, gefið þér, Mofi, jákvætt svar við spurningu þinni í fyrirsögninni. Það sama hefðu ýmsir skólaspekinga miðalda gert (en sumir þeirra alls ekki).

Jón Valur Jensson, 23.5.2011 kl. 15:35

6 Smámynd: Mofi

Góður punktur Jón. Það vantar í þetta skilgreiningu á hvað yfirnáttúra er svo að fólk sé ekki að tala um mismunandi hluti. Fyrir mitt leiti þá er það sem ég er að falast eftir kemur fram í þessum orðum "eitthvað meira við þennan heim en hið efnislega".  Sumir hafa þá hugmynd að yfirnáttúra geti ekki haft áhrif á þennan heim eða hið náttúrulega; skil ekkert í því hvaðan sú hugmynd kemur.

Mofi, 23.5.2011 kl. 15:45

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mofi minn...það er ekkert til sem heitir yfirnáttúra. Allt ætti í eðli sínu að vera náttúrulegt því í raun höfum við ekki annað en náttúru. Ef eitthvað er nýtt, óskýrt eða illskiljanlegt, þá er engin leið að halda því fram að það sé fyrir utan eða ofan þetta norm. 

Margt í fyrndinni var talið yfirnáttúrulegt en svo þegar vísindin náðu að útskýra fyrirbrigðin, þá urðu þau náttúruleg í hugum manna.  Þau voru það raunar alltaf.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 16:00

8 Smámynd: Mofi

Jón, ég veit alveg þína afstöðu en að bara segja sína afstöðu er frekar lítið innlegg í umræðuna.  Prófaðu bara að svara spurningunni sem ég lagði fyrir í greininni; það væri fín byrjun.

Mofi, 23.5.2011 kl. 16:38

9 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Þetta hefur verið rætt áður, eins og þú manst e.t.v. Það var t.d. verið að tala um það hvort það myndi sannfæra okkur efahyggjumennina ef stjörnurnar myndu skyndilega raða sér í letur á himninum.

Ég get ekki fullyrt um hvernig ég myndi bregðast við þessu dæmi þínu, en málið er að þetta er bara fantasía.  Það hefur aldrei verið staðfest að eitthvað þessu líkt hafi gerst og eitthvað þessu líkt mun líkast til aldrei gerast, þannig að það er óþarfi að vera að velta þessu fyrir sér.

Svo getur auðvitað vel verið að það sé eitthvað meira við þennan heim en hið efnislega, eins og þú orðar það.  Ef svo er þá álít ég að það muni einfaldlega vera hlið á náttúrunni sem við skynjum ekki enn og munum hugsanlega aldrei skynja.  Á meðan ekkert áþreifanlegt bendir til að svo sé, verð ég að gera ráð fyrir að líkast til sé því ekki til að dreifa.

Theódór Gunnarsson, 23.5.2011 kl. 23:13

10 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er ekkert til sem heitir tilviljun....

Vilhjálmur Stefánsson, 24.5.2011 kl. 00:02

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lestu bara Metaphysica eftir þann gamla, Theódór, og þú, nafni.

Jón Valur Jensson, 24.5.2011 kl. 00:30

12 Smámynd: Mofi

Theódór, en ef að þetta gerðist, væri það nóg fyrir þig til að staðfesta að ímyndaða konan væri skyggn?

Mofi, 24.5.2011 kl. 10:06

13 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Ég er býst við að ég yrði að gera ráð fyrir þeim möguleika, þ.e.s. ef þetta gerðist t.d. 10 sinnum í röð, eins og þú segir, en þá er orðið fráleitt að um tilviljun sé að ræða.  Eins er með stjörnunrnar, að ef þær röðuðu sér á himininn og þar stæði t.d. "Theodór, trúir þú nú?", þá yrði ég að sætta mig við að eitthvað verulega ónáttúrulegt væri á ferðinni.  Hér á ég auðvitað við að þetta fyrirbæri þyrfti þá að blasa við öllum öðrum en mér og vera í heimsfréttunum.  Annars yrði ég auðvitað að reikna með að ég væri orðinn veikur á geði.

En enn sem komið er hef ég aldrei orðið vitni að neinu sem bendir til yfirnáttúru, og aldrei séð niðurstöður nokkurra rannsókna sem benda óyggjandi til slíks.  Mér finnst einfaldlega ekki sennilegt á nokkurn hátt að eitthvað sé til sem er utan náttúrunnar, en jafnframt að grautast eitthvað í okkur mannfólkinu.

Theódór Gunnarsson, 24.5.2011 kl. 12:33

14 Smámynd: Mofi

Theódór, forvitnilegt, takk fyrir þetta.  Ég skil vel að einhver sem trúir að ekkert yfirnáttúrulegt sé til gera miklar kröfur til fullyrðinga eða vísbendinga um slíkt, það er fullkomlega gáfuleg og eðlileg afstaða.

Mofi, 24.5.2011 kl. 12:49

15 Smámynd: Mofi

Mér líst ekkert á að gera grein um af hverju ég álykta að yfirnáttúra sé til vegna þess að bloggið virðist vera alveg að sofna þessa daganna. Virðist vera algjör sóun á forvitnilegu efni.  Kannski þarf ég að bíða þangað til sumarið er búið að umræðan fer aftur í gang...

Mofi, 1.6.2011 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband