Heimsendir á morgun?

Maður nokkur að nafni Harold Camping heldur því fram að heimsendir verður á morgun. Útreikningar hans eru vægast sagt stórfurðulegir og fara á móti einföldu opinberun Krists varðandi þetta efni:

Matteusarguðspjall 24:36
En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.

Vísir fjallaði merkilega ýtarlega um þetta mál, hvaða ástæður hann Harold gefur sér, sjá: http://www.visir.is/heimsendir-21.-mai-2011-/article/2011110329105

Þetta er byggt á alveg ótrúlega veikum grunni, í fyrsta lagi höfum við ekki áreiðanlega dagsetningu á hvenær flóðið var og síðan höfum við heldur ekki frá Biblíunni að það mun líða ákveðinn langur tími frá flóðinu til endurkomunnar svo það allt er bara ímyndun hjá þessu manni.

Þannig að nei, það verður ekki heimsendir á morgun.

Amazing Facts stofnaði sér vef um þetta mál, sjá: http://www.aftermay21.com/

Á þessari heimasíðu er myndband í grófum dráttum hvað Opinberunarbókin segir að muni gerast rétt fyrir endurkomuna, sjá: http://www.aftermay21.com/videos/articletype/articleview/articleid/1533/final-events-of-bible-prophecy.aspx


mbl.is Ætlar að horfa á heimsendi í sjónvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Ein góð ástæða fyrir því að heimsendir verður ekki á morgun og það er að á morgun er hvíldardagur. Jesú er ekki að fara að vinna alla þessa vinnu á hvíldardegi, svo mikið veit ég fyrir víst!

Mofi, 20.5.2011 kl. 19:20

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, hann segir að heimsendir muni byrja kl. 18:00 á laugardagskvöldi. Er ekki hvíldardagur hjá ykkur frá 18:00 á föstudegi til 18:00 á laugardegi? ;)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.5.2011 kl. 19:43

3 Smámynd: Mofi

Neibb, þegar sólin sests á föstudegi byrjar hvíldardagurinn þangað til sólarlag á hvíldardegi.  Getur verið ruglsinslegt hérna á Íslandi...

Mofi, 20.5.2011 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 802776

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband