Fávitar eða snillingar?

Endalaust tal um dauða, hefnd og morð gera það að verkum að mig langar að flokka þessa gaura sem algjöra fávita. Þrátt fyrir það þá er ég líklegast einn af þeirra aðal aðdáendum alveg frá því ég var fimmtán sextán ára. Þegar kemur að tónlist þá eru þeir einfaldlega snillingar.  Ekki alveg tónlist fyrir alla, svo mikið er víst og alls ekki kristileg. Ef ég hefði ekki kynnst þeim þegar ég tók mína kristnu trú ekkert voðalega alvarlega þá hefði ég örugglega aldrei byrjað að hlusta á þá.

Þannig að svona fréttir eru mjög sorglegar þegar einhver deyr sem manni þykir nærri því bara vænt um vegna þess að maður er búinn að "þekkja" viðkomandi í stóran hluta ævinnar. Enn frekar er tilfinningin ekki góð þar sem ég hef mjög litla von um að Scott Columbus muni öðlast eilíft líf en sannarlega vona það. Náttúrulega, sá sem vonar að önnur manneskja mun ekki öðlast eilíft líf er í alvarlegri hættu sjálf þar sem eitthvað mikið vantar upp á náungakærleik viðkomandi.

Langar að enda þetta á setningu úr lagi með þeim sem mér þykir alveg frábær.

Manowar - Master of the Wind
And for any day that stings
Two better days it brings
Nothing is as bad as it seems


mbl.is Fyrrum trymbill Manowar látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 803245

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband