Líf sem getur notað arsenik - gölluð rannsókn

arsenic_life.jpgNú þegar vísindamenn víðsvegar hafa skoðað þessa rannsókn sem hélt því fram að lífverur gætu notað arsenik þá eru margir þeirra búnir að benda á alvarlega galla í rannsókninni.  Sumir sögðu beint út að þetta væri eitthvað sem hefði aldrei átt að birta.

Eins og staðan er í dag þá er hægt að afskrifa þetta en aldrei að vita hvað meiri rannsóknir muni leiða í ljós.

Hérna er grein sem fjallar um þá gagnrýni sem þessi rannsókn hefur fengið, sjá: Hyped Arsenic Bacteria Research 'Should Not Have Been Published


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú eitthvað annað sem hrekur þessa rannsókn en eitthvað frá sköpunarsinnum?

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 13:20

2 Smámynd: Mofi

Ninja, flest af þessu kemur ekki frá sköpunarsinnumm

Mofi, 29.12.2010 kl. 13:23

3 identicon

Getur þú þá ekki bent á eitthvað slíkt?

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 13:48

4 Smámynd: Mofi

Ninja, allar þær tilvísanir eru í greininni sem ég vísaði á. Hún er einfaldlega þægileg samantekt á því sem margir vísindamenn hafa haft um þessa rannsókn að segja.

Hérna er þá ein handa þér: "This Paper Should Not Have Been Published"

Mofi, 29.12.2010 kl. 14:19

5 identicon

Hafðir þú fyrir því að lesa svar vísindamannana sjálfra áður en þú settir þessa frétt inn?

 http://www.physorg.com/news/2010-12-nasa-arsenic-life-form-scientist-critics.html

"While the team prefers to address questions through a peer-reviewed process, Felisa Wolfe-Simon and (co-author) Ron Oremland have provided some additional information here as a public service, and to clarify their data and procedures."

She emphasized that the answers had not been peer-reviewed and were "provided on behalf of the authors only as a public information service while more formal review of their responses to comments sent to Science continues."

A list of scientific explanations to three of the top questions is contained in the statement, available online at http://www.ironlisa.com .

Svo segir hún

"We freely admitted in the paper and in the press that there was much, much more work to do by us and a whole host of other scientists," it concludes.

"We look forward to working with other scientists, either directly or by making the cells freely available and providing DNA samples to appropriate experts for their analyses, in an effort to provide more insight into this intriguing finding."

Þú gerir þig hér enn einusinni sekan um það Mofi að skoða mál bara frá einni hlið og fullyrða út frá því, og það frá þeirri hlið sem tilheyrir "þínu liði"

Afar vafasöm aðferðafræði sem þú gerir þig sekan um allt alltof oft... 

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 17:50

6 Smámynd: Óli Jón

Það er vissulega möguleiki á því að þessar niðurstöður séu rangar, en þar kemur styrkleiki vísindahugsunarinnar fram. Tilgáta er sett fram, studd ákveðnum gögnum. Síðan er hún skoðuð frá öllum hliðum og ef eitthvað finnst sem hnekkir upprunalegu tilgátunni, þá er hún endurskoðuð. Ef ekkert kemur fram sem gengur gegn henni, þá stendur hún óhögguð.

Nú reikna ég með að þessi bloggfærsla sé sneið í átt að vísindasamfélaginu sem t.d. heldur fram 'villukenningunni' um þróun og allt það. Það sem þetta mál sýnir einfaldlega er að vísindasamfélagið leitar að bestu mögulegu tilgátunni á hverjum tíma á meðan t.d. sköpunarsinnar eru búnir að gefa sér niðurstöðuna og hnika ekki frá henni sama hversu sterk og afgerandi gögn hrekja hana.

Ég lít því á þetta mál sem vott um hversu traust vísindalega ferlið er og hlakka til þess að fylgjast með hvernig þessu máli vindur fram.

Óli Jón, 30.12.2010 kl. 02:51

7 Smámynd: Mofi

Ninja
Þú gerir þig hér enn einusinni sekan um það Mofi að skoða mál bara frá einni hlið og fullyrða út frá því, og það frá þeirri hlið sem tilheyrir "þínu liði"

Ég fullyrði aðeins það að margir vísindamenn gagnrýna þessa rannsókn og þessi gagnrýni er það hörð að það er full ástæða til að afskrifa þessa rannsókn þar til búið er að staðfesta hana af fleirum af því að það sem hún fullyrti var frekar svakalegt.

Óli Jón, ég er mjög hrifinn af vísindahugsun og vísindum en ekki jafn hrifinn af guðleysi og áhrif þeirra lífsskoðunnar á vísindi þeirra sem aðhyllist hana.  Ef það eitthvað sem aðferðir vísindanna hafa afrekað síðustu 50 ár eða svo er að gefa okkur ennþá meiri ástæðu til að álykta að okkar heimur var hannaður.

Mofi, 30.12.2010 kl. 10:23

8 identicon

"Ég fullyrði aðeins það að margir vísindamenn gagnrýna þessa rannsókn og þessi gagnrýni er það hörð að það er full ástæða til að afskrifa þessa rannsókn þar til búið er að staðfesta hana af fleirum af því að það sem hún fullyrti var frekar svakalegt."

Ég ætla að endurtaka hér það sem ég áður vitnaði í, og þú virðist ekki hafa meðtekið

"We freely admitted in the paper and in the press that there was much, much more work to do by us and a whole host of other scientists," it concludes."

Þeir semsagt sögðu það sjálf sem þú ert síðan að gagnrýna þau fyrir og síðan telur þú þig vera í einhverri aðstöðu til að fullyrða það hér að rannsóknin sé hreinlega gölluð.... lastu svörin frá vísindamönnunum við gagnrýninni?

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 11:09

9 identicon

"Ég fullyrði aðeins það að margir vísindamenn gagnrýna þessa rannsókn"

Nei Mofi, þú fullyrtir að rannsóknin væri hreinlega gölluð, og þú gerðir það meira að segja í titli þessarar færslu

"Líf sem getur notað arsenik - gölluð rannsókn"

Og eins og Óli Jón segir, ef það síðan kemur í ljós að þetta er ekki rétt þá gerir það lítið annað en að sýna enn og aftur styrk vísindanna og sanna enn einusinni að ýmsar fullyrðingar þínar um hvernig þau starfa eru tóm þvæla

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 11:12

10 Smámynd: Mofi

Ninja, ég tel að þessi gagnrýni dugi mjög vel til að afskrifa þessa rannsókn af því að fullyrðingar í rannsókninni voru mjög öfgakenndar. Frekar að samþykkja öfgakenndar fullyrðingar þegar fleiri hafa gert svona rannsóknir og vísindamenn eru ekki að gagnrýna þær harðlega.

Mofi, 30.12.2010 kl. 11:39

11 identicon

Mikið getur þú verið vitlaus

Fyrir það fyrsta var nákvæmlega EKKERT fullyrt í rannsókninni, og eins og ég er núna búinn að benda hér á tvisvar sinnum og vitna BEINT í þá sem var yfir þessari rannsókn þá var þetta ALLT sett fram með þeim FYRIRVARA að frekari rannsókna væri þörf og að MIKIÐ starf væri framundanum sem krefðist aðkomu fjölda ANNARRA vísindamanna....

Þetta síðasta svar þitt er BULL frá rótum

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 12:29

12 Smámynd: Mofi

Ninja, öll umfjöllun um þetta var á þá leið að líf gæti notað arsenik og ég var að hugsa um það. Ef að vísindamennirnir sem settu fram rannsóknina voru með svona fyrirvara þá gott hjá þeim en þeir sem fjölluðu um málið sem ég las ( t.d. Arnar Pálson, sjá: Gammapróteobaktería og sameiginlegur forföður) þá var þetta sett miklu meira fram eins og fullyrðing.

Mofi, 30.12.2010 kl. 13:06

13 identicon

Last þú fréttina frá þeim sjálfum Mofi eða lastu það frá öðrum?

 Það kemur mjög skýrt fram í upprunalegu tilkynningu NASA að rannsóknin á þessu sé langt í frá lokið

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 15:00

14 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þó þetta komi bakteríunum ekki beint við, má ég til með að spyrja hvort þú hafir lesið  The impossible voyage of Noah's ark? Það væri gaman að sjá þig afsaka þig í gegn um hana, kafla fyrir kafla

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.12.2010 kl. 17:49

15 identicon

Takk fyrir þetta, mjög skemmtileg lesning - væri virkilega gaman að sjá Mofa eiga við þetta..

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 18:50

16 Smámynd: Óli Jón

Ninja og Tinna: Ég fór fram gegn Mofa um daginn varðandi Örkina hans Nóa og er hægt að sjá það hér :) Sagan um flóðið er auðvitað svo bjöguð að ekki er nokkru lagi líkt og til þess að styðja hana þarf t.d. að grípa til 'ofurþróunar' sem er afar hentugt.

Óli Jón, 30.12.2010 kl. 19:09

17 identicon

Já, ég fylgdist með þeirri  umræðu - fauk aðeins í Mofa í lokin ef ég man rétt :)

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 19:28

18 Smámynd: Jónatan Gíslason

Sá èg rétt? var Mofi i áramòtaskaupinu? :)

Jónatan Gíslason, 31.12.2010 kl. 23:26

19 Smámynd: Jónatan Gíslason

Thetta atti ad vera

Sa eg rett??

Var Mofi i aramota skaupinuo??@

Jónatan Gíslason, 1.1.2011 kl. 07:58

20 Smámynd: Mofi

Tinna, takk fyrir þetta, ég verð að reyna að glíma við þetta.

Óli Jón, ekki ofurþróunar heldur einfaldrar aðlögunar sem passar vel við gögnin því við sjáum dýrategundir aðlagast merkilegt hratt breyttum aðstæðum ef að fjölbreytnin er þegar til staðar í genunum.

Jónatan,  ég ætla rétt að vona ekki :)   ég að minnsta kosti tók ekki eftir því.

Gleðilegt nýtt ár öll sömul.

Mofi, 1.1.2011 kl. 23:07

21 Smámynd: Jónatan Gíslason

fannst ég sjá glitta í einhvern sem var líkur þessari mynd af þér :)

Jónatan Gíslason, 2.1.2011 kl. 13:31

22 Smámynd: Mofi

Tinna, fyrsta taka varðandi greinina sem þú bentir á, sjá: Sagan af örkinni - 1

Jónatan, ég þarf að sjá endursýninguna með þetta í huga :)  

Mofi, 3.1.2011 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband