Hvernig færðu einhvern til að elska þig?

170.jpgFyrir einhvern sem er einhleypur eins og ég er, þá er þetta mjög forvitnileg spurning. Mín niðurstaða í dag er frekar niður drepandi en samt ekki alveg vonlaus.  Ég sé aðeins eina leið eins og er, fyrst þarftu að reyna að sýna viðkomandi hver þú ert og vona að viðkomandi líki það sem hann eða hún sér. Síðan þarftu að sýna að þú elskir viðkomandi, með orðum já en helst með verkum ef hægt er.

Síðan er bara hægt að vona að viðkomandi endurgjaldi þínar tilfinningar.

Spurning hvort að það sé einhver lærdómur af þessu varðandi Guð og heiminn sem við búum í. Það fyrsta sem ég velti fyrir mér var hvort að Guð hefði ekki aðra möguleika, hvort að Guð gæti ekki gert enn meira en t.d. ég.  Ég sé ekki betur en Guð hafi í grundvallar atriðum sömu valmöguleika og ég. Jú, þegar kemur að því að sýna hver Guð er, þá hefur Guð töluvert meira að sýna en ég eða alla fegurðina í sköpunarverkinu. Ég trúi því að þegar við sjáum eitthvað í náttúrunni sem er fallegt, sólarlag, fallegt landslag, falleg blóm eða dýr, þá erum við að sjá persónuleika Guðs. Þegar við síðan njótum þess góða í lífinu þá erum við að sjá kærleika Guðs í verki til okkar í góðum gjöfum.

Biblían talar um að það hafi myndast gjá milli Guðs og manna, ekki að Guð hafi hætt að elska mannkynið heldur að mannkynið hafi fjarlægst Guð.  Eitt af því sem Guð gerði til að laga þetta bil var að senda Jesú, fyrst til að sýna hver Guð er og síðan að borga gjaldið fyrir hið vonda sem við erum sek um svo að við þurfum ekki að borga það.  

Í dag eins og frá upphafi kallar Guð fólk til sambands við sig því að Hann vill að enginn glatist heldur að allir öðlist eilíft líf. Sorglegt hve fáir virðast svara kallinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er með eina ráðleggingu handa þér ef þú vilt finna þér konu... Hættu að láta Guð stjórna þínu lífi, konur vilja fá að stjórna því fyrir þig ;)

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 13:45

2 Smámynd: Mofi

Elín, ekki beint góðar fréttir fyrir mig :)  

Mofi, 8.12.2010 kl. 13:53

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ekki myndi ég taka mikið mark á Elínu í þessu samhengi Mofi minn, en mér finnast þetta áhugaverðar pælingar hjá þér.

Ég er vel kvæntur í dag, en ég á tvær misheppnaðar sambúðir að baki.

Sennilega er það vegna þess, að ég gerði allt hvað ég gat til þess að heilla mínar fyrrverandi. Þær eru öndvegis konur, en hafa aðra lífsskoðun heldur en ég.

Til þess að ganga út reyndi ég að tileinka mér þeirra lífsskoðanir, en það gekk ekki til lengdar. Fyrr eða síðar kemur hinn rétti maður í ljós.

Í þriðja skiptið ákvað ég að vera eingöngu eins og ég er. Það er mikilvægt að sýna sig á heiðarlegan hátt og afhjúpa sína kosti bæði og galla. Þá veit konan nákvæmlega hvað hún fær og á þá auðveldara með að velja.

Slíkt hið sama gildir vitanlega um konurnar, þær verða að sýna heiðarleika á mót og afhjúpa sig algerlega.

Svo er það með Guð. kosturinn við hann er sá, að hann elskar okkur öll eins og við erum. Hann þekkir okkur og samkvæmt heilagri ritningu þá elskar hann hvert einasta hár á höfði okkar og þá er nú mikið sagt, svo vitnað sé í frásögnina um fugla himinsins sem ég veit að þú þekkir.

Það er rétt sem þú segir, faðir okkar á himnum, hann hafnar aldrei neinum, sama hvernig hann lítur út og sama hvernig persóna hans er. Hann þekkir okkur betur en við sjálf, alla okkar kosti og galla.

Og elskar okkur eins og við erum, það er meiri elska en nokkur lifandi vera er fær um að veita.

Jón Ríkharðsson, 8.12.2010 kl. 23:20

4 Smámynd: Mofi

Jón Ríkharðsson, það er örugglega lykilatriði að viðkomandi hafi sömu lífsskoðun og maður sjálfur. Samt forvitnileg athugasemd hjá Elínu, sem vakti upp þá spurningu hvað það þýðir að Guð stjórni manni. Eitthvað grunar mig að Guði finnst Hann ekki stjórna mér. Það virkaði dáldið eins og í hennar huga að þá ráði maður mjög litlu um hvað maður gerir. Það er einhver forvitnileg hugvekja sem hlýtur að leynast hérna.

Takk fyrir athugasemdina :)

Mofi, 9.12.2010 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband