ATP synthase

Eftirfarandi er unnið út frá kafla í bókinni "The Greatest Hoax on Earth". Ég gerði þessa grein til að svara athugasemdum sem komu upp á bloggi Arnars Pálssonar, sjá: Genaflæði

atp3.gifEnsímið ATP synthase er nauðsynlegt fyrir allt þekkt líf. ATP stendur fyri "adenosine triphosphate". Þessi vél skaffar orku með því að leysa úr læðingi orku með því að losa um eitt af "phosphate"og mynda þannig ADP ( adenosine diphosphate ).  Orka er nauðsynleg öllu lífi og allt líf notar ATP sem orku miðil og allar lífverur jarðarinnar hafa ATP synthase mótora, sjá: ATP: The Perfect Energy Currency for the Cell

Það eru til aðrar aðferðir til að framleiða ATP en eins og staðan er í dag þá er þetta svona.

Þessi mótor virkar þannig að hann notar rafmagn til að snúa tæki sem ýtir saman tveimur einingum af ATP ( ADP plús phosphate ) með nægilega miklu afli til að mynda ATP. Það síðan losar sig við ATP og undirbýr sig fyrir nýtt ADP og phosphate.  Þessi mótor er með snúnings hraða í kringum 10.000 rpm og sérhver hringur býr til þrjár ATP sameindir. Í rauninni tveir mótorar í einu, endilega kíkið á myndbandið hérna fyrir neðan til að skoða þetta nánar.

Rannsóknir gefa til kynna að hagkvæmni þessa mótors er nálægt 100%, þ.e.a.s. þessi umbreyting orku yfir í nýtilega hreyfi orku fyrir vélarnar í frumunni.

Gæti ATP hafa þróast með tilviljanakenndum breytingum á DNA og náttúruvali?

Þessi mótor er með marga hluti sem þurfa að vera settir saman til að hann virki yfirhöfuð. Alveg eins og þú fengir ekki venjulegan mótor bara með því að hrúa saman vírum og seglum heldur þarf að raða þeim saman á mjög nákvæmann hátt til að úr verði virk vél. Þar sem að allar lífverur þurfa á "helicase" fyrir DNA og það notar ATP synthase mótorinn þá gæti engin þróun orðið til fyrr en þessi mótor væri tilbúinn til notkunnar. Þ.e.a.s. náttúruval gerir aðeins sína vinnu eftir að líf hefur myndast en líf þarf ATP svo hérna er stórt vandamál fyrir guðleysingja að útskýra án hönnunar.

Eins og staðan er í dag þá þarf bæði "helicase" og ATP synthase mótorinn að verða til á sama tíma til lífvera geti lifað.

 

Ef eitthvað hérna er ekki rétt þá endilega bendið mér á það. Maður á að vera að rökræða hvaða ályktanir maður getur dregið af staðreyndunum, helst ekki vera að rökræða hverjar staðreyndirnar eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Einnar línu speki, athugasemd fjarlægð og lokað á notanda. Ég nenni ekki að eyða tíma í fólk sem hefur ekkert málefnalegt að segja.

Mofi, 3.12.2010 kl. 10:33

2 identicon

Oh Mofi þú ert svo háfleigur að ég fylgist ekki með...

Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 20:49

3 identicon

Mofi.. ertu ekki soldið seinn.. var ekki NASA að tilkynna fund á lífveru þar sem þetta átti ekki við?

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 22:07

4 Smámynd: Mofi

Áslaug, ekki gefast upp :)

Elín,  ekki að ég best veit. Miðað við það sem ég las um þetta þá hefur þetta ekki mikil áhrif á spurninguna um uppruna lífs þar sem þar er vandamálið spurningin um uppruna upplýsinga, upplýsingakerfisins og allra þeirra flóknu véla sem þarf til að líf fjölfaldi sig. Að ég best veit þá þurfa allar lífverur sem við vitum um í dag á þessum mótor að halda. 

Mofi, 6.12.2010 kl. 09:56

5 identicon

Hvernig væri nú að lesa þig aðeins betur til, þá hefðir þú í það minnsta kannski einhverja hugmynd um hvað ég var að meina... Þessi lífvera notar arsenik í stað fosfórs, en þú fullyrðir hér að allar lífverur noti fosfór - sem þessi lífvera gerir alls ekki..

Það var þessvegna sem ég spurði þig hvort þú værir ekki soldið seinn.. því það sem þú skrifar hér er úrelt.

En til að minnast aðeins á það sem þú fórst að tala um hér óbeðinn þá segir þetta okkur það að líf geri þróast á annan veg en okkur hefur áður dottið í hug, við aðstæður sem höfðu ekki hvarflað að mönnum..

Þessi lífvera er t.d. talin geta lifað á einu fylgitungla Júpiters

Og hvað geta þá margar mismunandi lífverur lifað við aðstæður sem við getum ekki ímyndað okkur og verið byggðar á hátt sem vísindamönnum hefur ekki látið sér detta í hug... eins og í þessu tilviki

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 10:21

6 Smámynd: Mofi

Elín, ég sagði aðeins að samkvæmt minni bestu vitneskju þá nota allar þekktar lífverur ATP synthase mótorinn. Þessi lífvera notar síðan fosfór, aðeisn að hún geti notað arsenik í staðinn en samt að hún vill frekar fosfór.

Mofi, 6.12.2010 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband