30.9.2010 | 11:51
Eru guðleysingjar fróðastir um Biblíuna?
Ég segi hiklaust nei. En, það er ekki hægt að neita því að það er mjög algengt meðal þeirra sem kalla sig kristna að þeir lesi Biblíuna afar sjaldan. Svo þannig geta margir flokkað sig sem kristna en síðan vita afskaplega lítið um hvað Biblían kennir.
Viðhorf einstaklings sem hefuð öðlast lifandi trú gagnvart Biblíunni er löngun til að vita meira um hana því í gegnum orð Guðs getur þú kynnst Guði betur. Þeir sem leita inn á við, kynnast aðeins sjálfum sér betur og því miður halda sumir að það sem þeir kynntust er Guð.
Svekkjandi að sjá ekki aðventista þarna á listanum en í gegnum árin þá voru aðventistar þekktir fyrir að þekkja Biblíuna einstaklega vel en þetta er ekki jafn gott í dag því miður.
Það kemur mér aftur á móti ekki á óvart að svona könnun skuli leiða í ljós að guðleysingjar eru fróðastir um þessa hluti af almenningi. Þeir hafa oftar en ekki leitað og kynnt sér þessi mál á meðan hinn venjulegi þjóðkirkju meðlimur hefur ekkert hugsað út í þessi mál. Það er samt sorglegt að lesa Biblíu "útskýringar" guðleysingja eins og maður sér þær t.d. hérna: http://skepticsannotatedbible.com/ Maður sér ákveðinn vilja til að misskilja eða löngun til að láta Biblíuna líta illa út. Allt of lítið hjá þeim að reyna að skilja hvað höfundurinn er að meina.
Trúleysingjar fróðastir um Biblíuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Trúleysingjar fróðastir um biblíuna"
Vissulega er margt til í því að margir kristnir eru ekki að lesa biblíuna eins og þeir ættu að vera að gera. En hinsvegar þá rangtúlka trúleysingjarnir biblíuna og fá ekki réttan skilning á henni. YHWH er sá sem gefur fólki visku til að skilja hvað stendur í ritningunni. Mig langar að benda hér á eitt gott vers sem mér finnst svara þessari frétt mjög vel:
1Kor 2:14 "Maðurinn án anda veitir ekki viðtöku því, sem Guðs anda er, því að honum er það heimska og hann getur ekki skilið það, af því að það dæmist andlega."
Alexander Steinarsson Söebech, 30.9.2010 kl. 12:21
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.9.2010 kl. 12:48
Alexander, akkúrat.
Hjalti, við erum bara ekki sammála um að þarna er bull og mistök. Þú finnur alveg nóg af aðventistum sem finnast margir staðir í Biblíunni ljótir. Mér finnst margt sem Biblían lýsir ljótt en hún verður ekki ljót af því að lýsa hinu illa.
Mofi, 30.9.2010 kl. 13:24
Auðvitað ekki, þú neitar að viðurkenna það.
Mofi, ég var ekki að tala um það. Það er ljótur boðskapur þarna.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.9.2010 kl. 13:34
Hjalti, ósammála :) Ekki að þetta er mín skoðun og ég neita að viðurkenna hana.
Hvaða boðskapur í Biblíunni finnst þér ljótur?
Mofi, 30.9.2010 kl. 13:44
Það er auðvitað átt við með niðurstöðum rannsóknarinnar að að meðaltali hafi trúleysingjar svarað fleiri spurningum rétt en aðrir um hvað stendur í biblíunni.
Það þýðir bara það. Að þegar spurt var. hvað segir biblían um X þá var það tölfræðilega líklegra að trúleysingi svaraði rétt en aðrir. Það þýðir hvorki að allir trúleysingjar viti meira en aðrir eða að t.d. allir kristnir viti minna en allir trúleysingjar. Þetta er tölfræði svo þetta snýst um meðaltal.
Styrmir Reynisson, 30.9.2010 kl. 13:47
Góður punktur Styrmir...
Mofi, 30.9.2010 kl. 14:00
Ég man eftir einum vinnufélaga mínum sem ég spurði hvort væri kristinn. Hann svaraði eitthvað á þessa leið: "Tja, ég er ekki múslimi og ekki búddisti og ekki neitt annað, þannig að já ég er kristinn."
Ég skil niðurstöður þessarar rannsóknar vel ef það eru mörg dæmi um svona "kristið" fólk sem segist bara vera kristið af því það er ekki neitt annað.
Svo er líka spurning hvernig er spurt í þessum könnunum. Hvort það sé verið að spyrja um guðfræðina eða nákvæmar staðreyndir eins og hvað einhverjar borgir og fólk heita.
Andri (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 14:49
Andri, jebb... fyrir þá sem eru forvitnir þá er hægt að lesa spurningarnar hérna, sjá: http://pewforum.org/Other-Beliefs-and-Practices/U-S-Religious-Knowledge-Survey.aspx
Mofi, 30.9.2010 kl. 15:01
Finnst þér það ekki böggandi Mofi þegar fólk sem kallar sig kristna og tala sig upp sem kristna hafa svo ekki nóga virðingu fyrir trúnni að lesa handritið sem trúin er byggð á..?
Ég á nú 2 vini sem telja sig vera kristna og 6 vini sem telja sig vera utan trúarfélags og allir þeir trúlausu vita meira um biblíunna heldur en þeir kristnu.
Þú hefur örugglega séð þetta en mér finnst þetta svo mikill sannleikur um flesta kristna hér á Íslandi....
To most Christians, the Bible is like a software license. Nobody actually reads it. They just scroll to the bottom and click “I agree.”
CrazyGuy (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 15:31
Svo er líka húmor í biblíunni:
Og Drottinn var með Júda, svo að þeir náðu undir sig fjalllendinu, en þá, sem bjuggu á sléttlendinu, fengu þeir eigi rekið burt, því að þeir höfðu járnvagna.
Járnvagnar: Slá við Drottni.
Jón Ragnarsson, 30.9.2010 kl. 15:47
CrazyGuy, hehe... fyndið og sorglegt. Góð samlíking þarna á ferðinni.
Jón Ragnarsson, :)
Mofi, 30.9.2010 kl. 16:10
Nokkrar spurningar útaf þessari "könnun" sem vel má velta fyrir sér Dóri.
- Af hverju eru Vottar Jehóva ekki nefndir? Þeir eru afar fjölmennur hópur í BNA, og kunna biblíuna eins og páfagaukar.... enda er stór og virk heilaþvottastöð sem boðar að trúa á Mikka erkiengil.
- Var talað við aðventista? Þið virðist vera hvað fróðust rétt eins og Vottarnir.
- Hvar er heimildin fyrir þessu? Hvar er að finna þessar niðurstöður svart á hvítu?
- Auðvitað vita guðleysingjar meira um trú en aðrir, þeir sem gefa sig út að þeir séu að tala gegn "hindurvitnum" verða að vera lesnir. Þetta segir sig sjálft, á meðan trúuðum nægir oft að vita um trú sína, á þessu liggur stór munur.
Annars sýnist mér á öllu að þetta hafi stigið mörgum guðleysingjum til höfuðs þessi "könnun", og hlakkar duglega í þeim vegna þessa.Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.9.2010 kl. 19:21
Fyndið. Fyrst segir Mofi þetta:
Svo segir hann þetta:
Er þetta ekki dálítið á skjön?
Theódór Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 21:53
Mofi,
Eru það einhver mistök af þinni hálfu að ég get núna gert athugasemdir hjá þér? Þú þyrftir kanske að skoða stillingarnar þínar aftur.
Theódór Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 21:54
“I have heard many times that atheists know more about religion than religious people,” Mr. Silverman said. “Atheism is an effect of that knowledge, not a lack of knowledge. I gave a Bible to my daughter. That’s how you make atheists.”
Jón Ragnarsson, 30.9.2010 kl. 23:27
Jón Ragnarsson, miðað við þetta þá er óskiljanlegt að guðleysingjar séu að setja út á að Gídeon gefi tíu ára börnum Nýju testamenti.
Theódór Norðkvist, 1.10.2010 kl. 01:15
Hmm... til dæmis að maður átti að grýta fjölskyldumeðlimi sína ef þeir boðuðu manni aðra trú.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.10.2010 kl. 07:49
Theódór, við erum á móti trúboði í skólum, þess vegna erum við á móti starfsemi Gídeonfélagsins.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.10.2010 kl. 07:49
Guðsteinn; Þeir sem stóðu fyrir þessari könnun kalla sig "Pew Forum on Religion & Public Life" Könnunin var gerð þannig að 32 spurningum var svarað af rúmlega 3000 manns og aðeins átta svöruðu öllum spurningum rétt. Hér getur þú reynt við 10 þessarar spurninga.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2010 kl. 09:55
Mig grunar að í svona úrtaki þá geti það vel komið þannig út að alveg örfáir vottar eða aðventistar séu í úrtakinu. Fréttin segir að úrtakið hafi verið 3400 manns en það eru alveg agnarsmá prósenta af þeim fjölda sem býr í Bandaríkjunum. Held að til að svona sé eitthvað að marka þá þarf að tala við kannski 200 manns úr sérhverjum hóp.
Ég ætla nú rétt að vona að við erum fróðari :) En við vorum ekki á listanum...
Mér finnst mjög eðlilegt að kristnir viti um önnur trúarbrögð líka því að annars er ekki eins og einhver hafi leitað og fundið heldur að honum hafi verið rétt eitthvað og hann meðtók það gagnrýnislaust án þess að vita hvaða aðrir möguleikar eru fyrir hendi.
Mofi, 1.10.2010 kl. 10:17
Ég held ekki því að í svona úrtaki þá er einmitt líklegra að rekast á einhvern sem kallar sig kristinn en síðan les ekkert Biblíuna. Margir kristnir sem ég þekki lesa Biblíuna í gegn á hverju ári eða lesa hana daglega. Það þarf enginn að segja mér að þeir eru margfallt fróðari um hana en hinn venjulegi guðleysingi.
Mig minnir að þú hafir beðið mig um þetta og ég ákvað að það væri gott mál.
Mofi, 1.10.2010 kl. 10:20
Mofi, 1.10.2010 kl. 10:23
Mofi, 1.10.2010 kl. 10:25
Mofi.
Ef þú villt meina að fólk sem kallar sig kristið sé í raun og veru ekki kristið, hvað er það þá?
Kannski er það í raun guðleysingjar, eða hvað?
Ef slíkt fólk eru guðleysingjar, ætti fyrirsögnin þá ekki að vera; "Guðleysingjar vita minna um..." eða hvað :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2010 kl. 10:40
Svanur, það er ekki að mínu mati það sem mætti kalla "frelsað" eða endurfætt. Það kannski trúir eitthvað af því sem það heldur að kristni kennir en hefur litla þekkingu á því. Ég held ekki að það fólk er guðleysingjar því að flestir af þeim trúa að Guð er til en þetta bara skiptir litlu sem engu máli í þeirra daglega lífi. Ég læt fyrirsögnina vera í bili en ég skil hvert þú ert að fara :)
Mofi, 1.10.2010 kl. 11:11
Segir þessi könnun okkur ekki að ef "almennur" borgari kynnir sér biblíuna sé líklegra að hann segist vera trúlaus en almenni borgarinn sem kynnir sér hana ekki.. en segist vera kristinn án þess að vita nákvæmlega hvað í því felst?
Semsagt... ef venjulegur maður sem ekki hefur verið "heilaþvegin" í æsku til að trúa tekur upp biblíuna og kynnir sér hana þá sé líklegra að hann samþykki hana ekki
Á meðan venjulegi maðurinn sem ekki hlaut neitt sérstakt kristilegt uppeldi annað en þetta hefðbundna kynnir sér hana ekki þá sé hann líklegri til að segja bara "já, ætli ég sé ekki kristinn - eins og hinir"
Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 16:08
Elín Árnadóttir, af hverju heldur þú að heilaþvotturinn gildi aðeins til trúar á Guð en ekki til guðleysis?
Mofi, 1.10.2010 kl. 16:09
Hvað kemur það því sem ég var að segja við?
Og já, það er tvennt ólíkt að fá einhvern til að trúa einhverju og að gera það ekki...
Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 17:41
Elín, allir trúa einhverju varðandi stóru spurningar lífsins, hvort sem það er kristni, guðleysi eða hindúismi.
Mofi, 4.10.2010 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.