Áfellis dómur nokkra sjónvarps predikara

Ég rakst á þetta myndband sem fjallar um rannsókn á nokkrum af þessum sjónvarps predikurum og þetta var nóg til að valda mér ógleði.  Omega ætti að sjá sóma sinn í að sýna ekki frá þessu fólki sem dirfist að hegða sér svona, en þetta eru predikarar eins og Benny Hinn og Joyce Myer og fleiri. Verst að ég hef horft á Joyce Meyer og gaman að hlusta á hana. Málið er einfaldlega að maður á að horfa á líf predikara og ef það passar ekki við boðskap Biblíunnar þá er eitthvað mikið að og best að halda sig frá slíku fólki; vona að það iðrist, gefi peninga sína fátækum og verði alvöru þjónar Guðs.

Hérna er myndbandið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór

Mér finnst mest skrýtið að þú skulir virka hissa. Maður horfir á laun presta og biskupa hérna heima, maður horfir á Vaticanið og bara upp til hópa alla skipulagða trúarstarfsemi og það fyrsta sem manni dettur í hug er: "Peningar. Þetta snýst allt um peninga og þá sem eru nógu auðtrúa til að hægt sé að hafa af þeim peninga."

Einar Þór, 20.9.2010 kl. 12:04

2 Smámynd: Mofi

Einar Þór, ég er ekki hissa... Ef þú sérð predikara og kirkjur vaða um í peningum og njóta ávaxa þeirra sjálf, þá ertu að horfa á kirkju sem er fallin frá kristindóminum.

Mofi, 20.9.2010 kl. 12:44

3 Smámynd: Odie

Er einhver munur á kirkjunum.  Sýnist þetta allt snúast um peningana.  Þegar engin hefur getað sýnt fram á tilveru guðs, en allir eru þeir tilbúnir að fá greitt fyrir að segja frá skoðunum hans.

Þegar ég las þessa færslu þína varð  mér sérstaklega hugsað til ákveðins brúðkaups þar sem gengið var á milli manna með posa.   Já kirkjan er kominn á 21 öldina svo sannarlega.

Odie, 20.9.2010 kl. 13:03

4 Smámynd: Mofi

Odie, já, það er mikill munur á kirkjum og margar nota peninga sína og tíma til að hjálpa öðrum.  Það er einmitt ef þú sérð kirkju eyða í íburð fyrir sjálfan sig eða starfsmenn sína þá er eitthvað ógeðslega rotið.

Mofi, 20.9.2010 kl. 13:16

5 Smámynd: Mofi

Odie, þetta er síðan sannfæring um tilvist Guðs og um sannfæringu um að Biblían er orð Guðs. Þegar þú einmitt sérð kirkju ekki fara eftir því sem Biblían kennir þá líka er eitthvað rotið á ferðinni.

Mofi, 20.9.2010 kl. 13:17

6 Smámynd: Odie

Mofi: Odie, já, það er mikill munur á kirkjum og margar nota peninga sína og tíma til að hjálpa öðrum. Það er einmitt ef þú sérð kirkju eyða í íburð fyrir sjálfan sig eða starfsmenn sína þá er eitthvað ógeðslega rotið.

Hef aldrei séð öðruvísi kirkju.  Litu bara á hvernig drekinn liggur á gullinu sínu og vill ekki fá aðskilnað frá ríkinu til dæmis.   Það er svo gott að vera á spenanum um fá sjálfvirka peninga að ári fyrir ekkert, en nota eitthvað smotterí í góðgerðastarf og nota það til að réttlæta allt bruðlið. 

Mofi: Odie, þetta er síðan sannfæring um tilvist Guðs og um sannfæringu um að Biblían er orð Guðs. Þegar þú einmitt sérð kirkju ekki fara eftir því sem Biblían kennir þá líka er eitthvað rotið á ferðinni. 
 

Ég er nú bara hálf fegin að kirkjurnar menn fari ekki eftir biblíunni.  Enda er ég alfarið á móti nornabrennum og að grýta fólk til dauða fyrir minnstu sakir.  Það er líka fyndið hvernig það þarf að slökkva á heilastarfsemi til að trúa mörgu sem þar stendur.  En það er nú einu sinni ástæðan fyrir því að þessir boðberar kirkjunnar í sjónvarpi komast upp með þá þvælu sem þeir ætlast til að áhorfendur trúi.  

Ég bið en eftir því að þeir lækni raunverulega einn sjúkling. 

 

Odie, 20.9.2010 kl. 13:59

7 Smámynd: Odie

8 "Will a man rob God? Yet you rob me. 
"But you ask, 'How do we rob you?'
  "In tithes and offerings.
9 You are under a curse—the whole nation of you—because you are robbing me.
10 Bring the whole tithe into the storehouse, that there may be food in my house. Test me in this," says the LORD Almighty, "and see if I will not throw open the floodgates of heaven and pour out so much blessing that you will not have room enough for it.
11 I will prevent pests from devouring your crops, and the vines in your fields will not cast their fruit," says the LORD Almighty.
12 "Then all the nations will call you blessed, for yours will be a delightful land," says the LORD Almighty.  (Malachi 3:8-12)

 Guð vill fá sitt fyrst.  Annars getur guðinn hjálpað skrílnum.  En af einhverjum sökum þá getur hann ekki séð um sjálfan sig.  Það er svona að vera almáttugur en getulaus.  Það er nú líka skrítið hvað það verður alltaf að sjá fyrir þessum prestum en þarna hafa þeir skýringuna.  Guð getur ekki hjálpað nema prestarnir séu saddir.  

Odie, 20.9.2010 kl. 14:14

8 Smámynd: Mofi

Odie, það er leitt að þú hefur ekki séð öðru vísi kirkju. Verst að mín kirkja á Íslandi hefur ekki verið mjög dugleg við góðverk en engin spurning að hún veður ekki í peningum og íburði og prestarnir ekki á háum launum.

Odie
Ég er nú bara hálf fegin að kirkjurnar menn fari ekki eftir biblíunni.  Enda er ég alfarið á móti nornabrennum og að grýta fólk til dauða fyrir minnstu sakir.

Það gæti enginn farið eftir Biblíunni og farið að brenna fólk á báli eða grýtt fólk. Auðvitað, ef einhver vill vera heimskur og lesa eitthvað úr samhengi þá getur hann gert það en það er alltaf erfitt að glíma við heimskt fólk.

Odie
Það er líka fyndið hvernig það þarf að slökkva á heilastarfsemi til að trúa mörgu sem þar stendur.

Ég veit ekki um nein þannig dæmi.

Odie
Ég bið en eftir því að þeir lækni raunverulega einn sjúkling.

Það er til nóg af fólki með þannig vitnisburð, mig grunar að þú ert eins og faríseiarnir sem Jesú sagði að myndu ekki trúa þó að einhver risi upp frá dauðum.  Hvað heldur þú?

Mofi, 20.9.2010 kl. 14:18

9 Smámynd: Mofi

Odie
Guð vill fá sitt fyrst.  Annars getur guðinn hjálpað skrílnum.  En af einhverjum sökum þá getur hann ekki séð um sjálfan sig.  Það er svona að vera almáttugur en getulaus.  Það er nú líka skrítið hvað það verður alltaf að sjá fyrir þessum prestum en þarna hafa þeir skýringuna.  Guð getur ekki hjálpað nema prestarnir séu saddir. 
Það er mjög forvitnilegt hvernig Guð setti upp prest kerfið fyrir Ísrael. Allar ættkvíslirnar fengu land nema levítarnir sem voru þeir sem fengu prest hlutverkið. Þeir voru háðir því að þjóðin sæi fyrir þeim og fengu engar eignir sjálfir. Þarna er Guð að hjálpa okkur með eigingirnina og æfa okkur í að treysta á Hann en ekki okkur sjálf. Guð þarf ekkert á okkar tíund að halda, fáránlegt að setja þetta þannig upp.

Mofi, 20.9.2010 kl. 14:21

10 Smámynd: Odie

Þetta er bara lýsandi fyrir þá staðreynd að kirkjan og guð er mannanna verk ekki öfugt.  Mér finnst mjög eðlilegt að valdastéttin vilji sjá fyrir sér fyrst.  Þetta hefur ekkert breyst síðan í yfir 2000 ár.

Odie, 20.9.2010 kl. 14:31

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég var nú mest hissa á að sjá að Benny Hinn er enn starfandi. Hann er búinn að vera svo lengi í rannsókn, þ.á.m. vegna gruns um skattsvik, að ég hélt hann væri bara kominn inn. En þetta lið er auðvitað bara brandari, en verst að brandarinn er á kostnað Almáttugs Guðs.

Síðan kom fram að þessir "guðsmenn" fela sig á bak við skattalögin um góðgerðarstarfsemi, sem er undanþegin skatti í Bandaríkjunum.

Hvernig skyldi þessum málum vera háttað hér á landi, hvað skyldu forstöðumennirnir raka mikið inn og hvað mikið gefa þeir upp, eða hinir og þessir farandprédikarar? Mofi, gefur forstöðumaðurinn þinn upp allar sínar tekjur?

Hvað þessa tilvitnun úr Malakí um tíundina varðar þá segja margir að hún sé ekki lengur í gildi á þennan hátt. Páll postuli talaði aldrei um tíund, aðeins frjáls framlög. Hefði hann ekki minnst a.m.k. einu sinni á tíund ef hún væri mikilvæg fyrir kirkjuna?

Theódór Norðkvist, 20.9.2010 kl. 14:46

12 Smámynd: Mofi

Odie, hafðu í huga að enginn af þessum dæmum hérna um kirkjur sem vaða í peningum er vegna tíundar. Kallar þú síðan presta valdastétt? Er ekki allt í lagi heima hjá þér?  Í Ísrael þá var engin kvöð að gefa, ef að fólkið hefði ekki gefið þá hefði prestastéttin ekki getað séð fyrir sér nema með því að fara að vinna. Guð setti þá þannig undir ölmusu annara. Eina sem ég sé í þessum athugasemdum þínum er hatur og þú réttlætir það með hvaða hálmstrái sem þú getur gripið í.

Mofi, 20.9.2010 kl. 14:46

13 Smámynd: Odie

Mofi,  Prestar voru valdastétt, þó að þeir séu það ekki lengur hér á Íslandi.  Það er því ekkert skrítið að þessi hópur hafi í gegnum tíðina útbúið sér reglur fyrir sig.

Þú segir að það hafi ekki verið kvöð, þegar það segir í biblíunni að ef það vantar að fylla hús guðs þá muni uppskeran vera rýr.    Bendi þér á að lesa aftur Malachi 3:8-12.

Hugsaðu til klerkaréttarinnar í Íran  Þeir ráða því sem þeir vilja ráða.  

Odie, 20.9.2010 kl. 14:55

14 Smámynd: Mofi

Theódór
Hvernig skyldi þessum málum vera háttað hér á landi, hvað skyldu forstöðumennirnir raka mikið inn og hvað mikið gefa þeir upp, eða hinir og þessir farandprédikarar? Mofi, gefur forstöðumaðurinn þinn upp allar sínar tekjur?
Ég ætla rétt að vona það :)    Ég að minnsta kosti veit að það er ekki mikill íburður hjá okkur og hið sama gildir um prestana okkar. Flestir eru mjög þakklátir að eiga konu sem fær "eðlileg" laun sem hjálpar þeim mikið.

Theódór
Hvað þessa tilvitnun úr Malakí um tíundina varðar þá segja margir að hún sé ekki lengur í gildi á þennan hátt. Páll postuli talaði aldrei um tíund, aðeins frjáls framlög. Hefði hann ekki minnst a.m.k. einu sinni á tíund ef hún væri mikilvæg fyrir kirkjuna?
Ætti Páll að þurfa að þylja allt upp aftur fyrir kirkjuna sem var þegar komið fram?  Hérna er fjallað um þetta nokkuð vel en væri gaman að taka sérstaklega fyrir einhvern tíman, sjá: http://www.jimfeeney.org/tithing.html

Mofi, 20.9.2010 kl. 14:56

15 Smámynd: Mofi

Odie
Mofi,  Prestar voru valdastétt, þó að þeir séu það ekki lengur hér
á Íslandi.  Það er því ekkert skrítið að þessi hópur hafi í gegnum
tíðina útbúið sér reglur fyrir sig.
Þeir voru ekki valdastétt í Ísrael og fólk mátti alveg sleppa því að borga ef það vildi. Ég sé enga kvöð, það er líklegast engin leið að samræma okkar sýn hérna.

Mofi, 20.9.2010 kl. 14:58

16 Smámynd: Odie

Odie:Ég bið en eftir því að þeir lækni raunverulega einn sjúkling.
Mofi: Það er til nóg af fólki með þannig vitnisburð, mig grunar að þú ert eins og faríseiarnir sem Jesú sagði að myndu ekki trúa þó að einhver risi upp frá dauðum. Hvað heldur þú?

Það er ekki til ein sönnun fyrir neinu að því sem þú heldur hér fram.  Enda ættu þá þessir sömu menn að getað farið inn á hvern einn og einasta spítala og læknað alla þá sem þar eru.  

Hins vegar er nóg til af rugluðu fólki sem heldur alls kyns vitleysu fram til að fá athygli.  

Segðu mér.  Hve margir hafa fengið löpp aftur sem þeir hafa misst ? 

P.s. Var hann örugglega dauður ! 

Odie, 20.9.2010 kl. 15:04

17 Smámynd: Mofi

Odie, nei, það eru til vitnisburðir... þú getur hafnað þeim eða samþykkt; algjörlega þitt val en ekki láta sem það er ekki til. Hvaða aðrar sannanir er hægt að biðja um? Ef þú vilt læknaskýrlsur, fyrir og eftir þá geta þannig dæmi verið til en ég sjálfur hef ekki farið í þannig leit. Slíkt myndi síðan aftur hvíla á vitnisburði fólks sem þú greinilega hafnar.

Odie
P.s. Var hann örugglega dauður !

Ég sé enga leið til að vita slíkt fyrir víst, aðeins hvort maður telur vitnisburðinn trúverðugan eða ekki.

Mofi, 20.9.2010 kl. 15:11

18 Smámynd: Odie

Mofi: Þeir voru ekki valdastétt í Ísrael og fólk mátti alveg sleppa því að borga ef það vildi. Ég sé enga kvöð, það er líklegast engin leið að samræma okkar sýn hérna.

Skrítið

 12En ef nokkur gjörir sig svo djarfan, að hann vill eigi hlýða á prestinn, sem stendur þar í þjónustu Drottins Guðs þíns, eða á dómarann _ sá maður skal deyja, og þú skalt útrýma hinu illa úr Ísrael,  (Fimmta bók Móse 17:12)

Nei það er satt,  Þeir höfðu örugglega engin völd.  Bara þessi óbeinu völd sem skiptu öllu máli.   En ef þú heldur að prestastéttin hafi ekki verið valdastétt í gegnum tíðina þá þarftu svo sannarlega að lesa þig betur til um sögu mannkyns, þú hefur hlaupið yfir einhverja kafla.  

En fyrirgefðu þú hefur kannski lesið ritskoðuðu útgáfuna af sögu mannkyns sem prestarnir ritskýrðu, þar sem jörðin var flöt nokkuð lengi og var nafli heimsins.

Odie, 20.9.2010 kl. 15:21

19 Smámynd: Mofi

Odie, það er enginn ágreiningur að í gegnum tíðina þá hafa menn kallað sig presta og haft mikil völd.

Mofi, 20.9.2010 kl. 15:25

20 Smámynd: Odie

Mofi: Odie, nei, það eru til vitnisburðir... þú getur hafnað þeim eða samþykkt; algjörlega þitt val en ekki láta sem það er ekki til. Hvaða aðrar sannanir er hægt að biðja um? Ef þú vilt læknaskýrlsur, fyrir og eftir þá geta þannig dæmi verið til en ég sjálfur hef ekki farið í þannig leit. Slíkt myndi síðan aftur hvíla á vitnisburði fólks sem þú greinilega hafnar.

Akkúrat Mofi það þarf sönnunargögn sem hægt er að votta að hafi verið rétt.  Vitnisburður er algerlega gagnslaus.  Mundu eftir öllum þeim sem hafa verið brotnumdir af geimverum.  

Odie, 20.9.2010 kl. 15:26

21 Smámynd: Odie

Mofi: Odie, það er enginn ágreiningur að í gegnum tíðina þá hafa menn kallað sig presta og haft mikil völd.

Ekki síðan gleyma tíundinni. Skattur til valdastéttarinnar. Frábært kerfi fyrir þá sem njóta ávaxtanna.  

Odie, 20.9.2010 kl. 15:29

22 Smámynd: Mofi

Odie, vitnisburður eru sönnunargögn, þú þarft meira og það er þitt vandamál.

Odie
Ekki síðan gleyma tíundinni. Skattur til valdastéttarinnar. Frábært kerfi fyrir þá sem njóta ávaxtanna.

Tíundin var ekki skattur, versið sem þú sjálfur vitnaðir í, sannaði það. Tíund er það ekki heldur í dag og öll þessi dæmi þar sem einhverjir predikarar svamla um í peningum þá er það ekki tíundagreiðslur sem er eitthvað vandamál og svo sannarlega ekki þegar kemur að þjóðkirkjunni.

Væri ekki betra að þjóðkirkjan væri rekin á tíund sem fólk ræði sjálft hvort það borgaði eða ekki?

Prófaðu að fara aðeins úr þessum haturs gír sem þú ert í, frekar pirrandi að tala við einhvern sem lætur ekkert úr úr sér nema það er til niðurrifs, sama hvað er í gangi.

Mofi, 20.9.2010 kl. 15:56

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég skora á þig í umræður um tíund, því ég hef lesið mig mikið til um hana. Hvort sem er á mínu bloggi, þínu eða á hlutlausum velli.

Er samt ekki tilbúinn í umræður á mínu bloggi fyrr en seinna í kvöld, því ég vil sjá hvort einhverjar umræður skapist við grein sem ég var að skrifa um innflytjendamál í Svíþjóð.

Theódór Norðkvist, 20.9.2010 kl. 16:58

24 identicon

Odie - Íslenska þjóðkirkjan þiggur ekkert frá ríkinu í dag nema sóknargjöld meðlima sinna og svo greiðir ríkið laun ákveðins fjölda presta og biskups skv samningi frá árinu 1997, þar sem kirkjan afsalaði sér nánast öllum eignum sínum til handa ríkinu gegn téðum launagreiðslum

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 17:12

25 identicon

Fullur aðskilnaður ríkis og kirkju myndi engu breyta um það nema þá að ríkið skilaði þessum eignum eða til kæmi einhverskonar eingreiðsla sem endurgjald fyrir eignirnar... þar erum við að tala um töluvert marga miljarða

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 17:14

26 Smámynd: Einar Þór

Elín, láttu ekki svona. Þjóðkirkjan fær u.þ.b. 4000 milljónir á ári frá ríkinu umfram sóknargjöld og kirkjugarðs. Samningurinn sem gerður var er ekki byggður á neinum eðlilegum markaðs- eða ávöxtunarviðmiðum. "Arður" kirkjunnar af þessum jörðum er mörg þúsund prósent umfram eðlilegan rekstrar- eða fjármagnstekjur af þessum eignum. Að tala á þeim nótum að ríkið sé ekki að eyða peningum í þjóðkirkjuna, heldur bara að greiða fyrir þessar jarðir er blekkingarleikur.

Ef að aðskilnaður ríkis og kirkju yrði að veruleika, þá myndi það breyta fullt. Í fyrsta lagi þá myndi fólk ráða því hvort það borgaði kirkjuskattinn og mig grunar að þá fyrst myndi fólk hugsa sig um hvort það vildi í raun styrkja þessa stofnun.

Einar Þór, 20.9.2010 kl. 17:28

27 Smámynd: Odie

Elín, ertu að segja mér þá að þeir einstaklingar sem ekki borga tekjuskatt borgi ekki til kirkjunnar? Hvaðan ætli sóknagjöld þeirra komi?  

Félagsgjöldin eru tekin beint af sköttunum okkar og síðan má vel spyrja hver eigi nú þessar lóðir sem kirkjan sölsaði undir sig í denn. Já svo sannarlega voru margar gefnar en hverju var nú lofað í staðin ? Eilífðin í himnavist og lausn úr helvíti sem er nú grundvöllur lútherstrúar, því þar fór kaþólska kirkjan svo vel yfir strikið.

Og hvað heldur þú að það kosti ekkert að viðhalda öllu þessu húsnæði. Ríkið borgar nú ekkert lítið í allt þetta viðhald. hvað kostaði Hallgrímskirkjuviðgerðin ?

Mér er nokk sama að láta þessar jarðir aftur til kirkjunnar, sem þeir sannarlega eiga. En það má vel velta fyrir sér hvað þeir eiga í raun. Var það Kaþólska kirkjan sem á þetta eða Dana kóngur. Humm það er ljóst að það er ekki einfalt að svara þessu. 

Annars skiptir þetta ekki máli. Það sem ég er að segja er að kirkjan hefur það bara ansi gott. Situr að gnægðarborði og notar það fjármagn til að skreyta sig fjöðrum um gjafmildi og góðmennsku á kostað okkar skattborgara.

það er ódýrt að vera góður með annarra manna peninga.  Meira að segja ég gæti það.  

Odie, 20.9.2010 kl. 21:00

28 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ljóst er að Einar Þór veit ekki að um sjötta hver jörð á Íslandi var í eigu kirkjunnar. Það þætti lélegur samningur núna að fá ekki meira í leigu fyrir þær miklu eignir sem í þessum samningi felst. Enginn athafnamaður myndi sætta sig við svo lágt afgjald eigna sinna og kirkjan gerir í þessum efnum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.9.2010 kl. 00:58

29 Smámynd: Mofi

Theódór
Ég skora á þig í umræður um tíund, því ég hef lesið mig mikið til um hana. Hvort sem er á mínu bloggi, þínu eða á hlutlausum velli.

Hljómar vel, ef þú vilt þá skal ég gera grein sem þú getur svarað. Nema þú viljir gera grein og ég svara henni?

Predikarinn, hvernig er hægt að verja gnægta fyllerí þessarar kirkju sem í rauninni er búin að hafna Biblíunni?

Mofi, 21.9.2010 kl. 09:55

30 identicon

Einar, það sem ég var að benda á að aðskilnaður ríkis og kirkju myndi eins og staðan er í dag engu breyta um fjárhagslegt samspil ríkis og kirkju... og hvaða röfl er þetta um sóknargjöld... er það ekki alveg vitað að kirkjan fær sóknargjöld sinna meðlima? Það myndi ekkert breytast með aðskilnaði ríkis og kirkju er það?

Og jú Odie, það er mjög einfalt að svara því hver á þessar jarðir, því athugasemdalaust eignarhald hennar í tugi og hundruðir ára er meira en nóg til þess... alveg eins og frumbyggjar ameríku eiga lítið tilkall til jarða sem þeir áttu fyrir 300 árum síðan

Og Einar, þú fullyrðir að aðskilnaður myndi breyta fullt? Hverju myndi það breyta, getur þú útskýrt það í stuttu máli fyrir mér?

Í dag eru ríki og kirkja nánast jafn aðskilin og ríkið og kirkjan í Svíþjóð - eini munurinn er ein til tvær setningar í stjórnarskránni sem hafa enga fjárhags eða raunverulega veraldlega þýðingu...

Þessi samningur frá 1997 er staðreynd og á henni byggir kirkjan rétt sinn á greiðslum úr ríkissjóði og sá samningur er algjörlega óháður sambandi ríkis og kirkju... jú, það borga allir kirkjugarðsgjöld, en er það rekstur sem við viljum frekar hafa í einkarektri?

Heldur þú að fyrirtæki sem ætti 1/6 af öllum jörðum á Íslandi gæti ekki komið ár sinni þannig fyrir borð að arður af slíku fyrirtæki væri ekki nokkrir miljarðar á ári?

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 11:11

31 identicon

Myndi mönnum hugnast það betur ef kirkjan tæki þessar jarðir aftur, seldi þær, safnaði í gríðarlega sjóði og færi t.d. í einhverskonar fjárfestingarstarfsemi til að fjármagna rekstur sinn?

Væru menn ánægðir með það ef kirkjan færi að fjárfesta í matvörubúðum, fjarskiptafyrirtækjum og tryggingafélögum t.d.?

Stundum er eins og menn hugsi ekki heila hugsun og öskri bara "aðkilnaður, aðskilnaður" án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað þeir eru að segja

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 11:14

32 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gerðu tíundargrein og ég skal svara.

Theódór Norðkvist, 21.9.2010 kl. 12:14

33 Smámynd: Odie

Elín: Einar, það sem ég var að benda á að aðskilnaður ríkis og kirkju myndi eins og staðan er í dag engu breyta um fjárhagslegt samspil ríkis og kirkju... og hvaða röfl er þetta um sóknargjöld... er það ekki alveg vitað að kirkjan fær sóknargjöld sinna meðlima? Það myndi ekkert breytast með aðskilnaði ríkis og kirkju er það? 

Elín, það sem þú gerir þér ekki grein fyrir er að ég trúleysinginn er að borga þetta gjald líka. Það myndi breytast.  Í lögunum er orðafroða til að fela þessa staðreynd, en hún er engu að síður þannig að ég þarf að borga þetta gjald til ríkisins í staðin.

Eins og ég sagði fyrst á liggur kirkjan á gulli sínu eins og dreki.  Hún veit vel hvaða spotta hún á að toga í til að hræða alla upp úr skónum með hótunum um eignarhald þessara jarða.  En kannski eins og þú bendir á þá leysist þetta eftir 100 ár þegar ljóst er að eignarhaldið er ekki lengur kirkjunnar heldur ríkisins þar sem tilkall kirkjunnar verður þá einskis virði eins og þú segir sjálf.

En það er ljóst að kirkjan sá hag sínum betur borgið með að fara á ríkisspenann.

Odie, 21.9.2010 kl. 12:59

34 identicon

Það kemur aðskilnaði ríkis og kirkju ekkert við Odie hvað gert er við sóknargjöld þeirra sem eru utan hennar, í öðrum trúfélögum eða algjörlega utan trúfélaga... afhverju ertu að blanda því inn í þessa umræðu?

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1987091.html

Skv þessum lögum með nýjustu breytingum reiknast þetta gjald svo eingöngu á meðlimi skráðra trúfélaga

Þú segir að kirkjan liggji á sinu gulli eins og dreki.. sem er vægast sagt furðuleg fullyrðing, svona í ljósi þess að kirkjan afsalaði sér nánast öllum sínum eignum fyrir 13 árum síðan gegn því að ríkið borgaði ca 150 manns laun á ári...

Hefði það verið skárri kostur ef kirkjan hefði selt 1/6 af jörðum landsins, og notað peningana til að stofna t.d. fjárfestingasjóð og ætti í dag kannski stóran hluta í stærstu fyrirtækjum landins?

Þá held ég að ég velji það frekar að ríkið hafi fengið þessar eignir og sjái um þessi laun frekar en ef kirkjan ætti hluti hér í fjölmiðla, fjarskipta og fjármálafyrirtækjum....

Einhvern veginn þarf hún að fjármagna sig og borga sín laun, og hún hefði ekki gert það með æðartúntöku og rollurækt....

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 17:50

35 identicon

Svo sýnist mér þú ekki fyllilega skilja hvað fólst í þessum samningi frá 1997...

Sá samningur er í raun mjög einfaldur, kirkjan afhenti ríkinu svo til allar sínar jarðir og fleiri eignir - semsagt, þeir eiga það ekki lengur, ríkið á það...

Gegn því að ríkið skuldbatt sig til að greiða tiltekin laun ákveðins fjölda starfsmanna kirkjunnar..

Semsagt

- Ríkið fékk gríðarlegar eignir

- Kirkjan fékk í staðinn þessar launagreiðslur

Þú skilja?

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 18:09

36 identicon

Kirkjan hefur ekki átt neitt tilkall í þessar eignir síðan þeir afsöluðu þeim til ríkisins, og það verður ekkert öðruvísi árið 2097 en það var 1997

Ég skil ekki þetta þvaður þitt hvað það varðar

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 18:11

37 Smámynd: Einar Þór

http://www.vantru.is/2008/10/23/09.00/

Einar Þór, 22.9.2010 kl. 08:51

38 identicon

Það er margt við útreikninga Brynjólfs og forsendur í þessum pistli að athuga, það fyrsta sem stingur í augu er sú augljósa staðreynd að 1/6 jarða á landinu hlýtur að hafa átt að vera nóg til að greiða laun 120 manna við þar síðustu aldamót... það hvernig ríkinu tókst svo til við það segir lítið til um annað en vanhæfi þeirra sem það fóru með..

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 10:10

39 Smámynd: Odie

Elín: Það kemur aðskilnaði ríkis og kirkju ekkert við Odie hvað gert er við sóknargjöld þeirra sem eru utan hennar, í öðrum trúfélögum eða algjörlega utan trúfélaga... afhverju ertu að blanda því inn í þessa umræðu? 
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1987091.html

Þetta er nú einföld stærðfræði.  Hver einn og einasti trúaði fær sóknargjöld sín greidd af tekjuskatti sem allir landsmenn greiða.  Hins vegar eru margir sem ekkert greiða í tekjuskatt, en það er engu að síður greidd sóknargjöld fyrir þetta fólk.  Þessar greiðslur verður því af taka af sameiginlegum sjóði landsmanna sem við trúfrjálsir þurfum líka að greiða í.   Því er alveg ljóst að þeir sem eru skráðir utan trúfélaga eru að greiða sóknargjöld þeirra. 

Odie, 22.9.2010 kl. 11:55

40 Smámynd: Odie

Elín: Kirkjan hefur ekki átt neitt tilkall í þessar eignir síðan þeir afsöluðu þeim til ríkisins, og það verður ekkert öðruvísi árið 2097 en það var 1997 
Ég skil ekki þetta þvaður þitt hvað það varðar

Í umræðunni um að segja upp þessum samningi við ríkiskirkjuna hafa kirkjunnar menn heldur betur gert tilkall til þessara eigna.  Ekkert þvaður þar.

Odie, 22.9.2010 kl. 11:59

41 identicon

Last þú lögin sem ég benti á Odie?

"Í umræðunni um að segja upp þessum samningi við ríkiskirkjuna hafa kirkjunnar menn heldur betur gert tilkall til þessara eigna. Ekkert þvaður þar."

Hvað áttu eiginlega við hérna?

Er það eitthvað óeðlilegt að kirkjan fái þessar eignir til baka ef samningum er sagt upp?

Ef ég sel þér bíl, þú segir síðan sölusamningnum upp og hættir að borga - er þá eitthvað óeðlilegt við það að ég vilji fá bílinn aftur?

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 13:01

42 Smámynd: Einar Þór

Elín, það má líka snúa spurningunni við og spyrja: Ef fullur aðskilnaður breytir engu, því ekki að ráðast þá bara í það verk, þar sem ljóst er að slíkt nýtur stuðnings mikils meirihluta þjóðarinnar?

Einar Þór, 22.9.2010 kl. 18:31

43 Smámynd: Odie

Elín: Er það eitthvað óeðlilegt að kirkjan fái þessar eignir til baka ef samningum er sagt upp?
Það sagði ég ekki.  Var bara að lesa innlegg þitt númer 36.  En mér heyrist nú á þér að tilkallið sé heldur betur til staðar.  Þannig að það er til lítils að halda öðru fram. 

Odie, 22.9.2010 kl. 21:44

44 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Halldór.

Fréttin er nú kannski ekki alveg nógu góð. Þarna er fólk ásakað með nafni, en ekkert sýnt því til stuðnings.

Þar sem ég fæ fréttabréf frá Haiti mánaðarlega, þá get ég upplýst að Joyce Meyer sendir mánaðarlega gám með matvælum þangað. Nú síðast las ég að hún er að kosta 50 hús fyrir fátætækar fjölskyldur á Haiti.  Ekki veit ég hvernig hún býr sjálf, en hún hefur greinilega hjarta fyrir hinum bágstöddu. Að sjálfsögðu þarf enginn að búa í 12 milljón dollara húsi, sérstaklega ekki ef það eru peningar sem koma inn sem gjafir.

Kristinn Ásgrímsson, 26.9.2010 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband