Er þetta Biblíulega rétt hegðun hjá Jenis?

Ég get skilið Jenis að vilja koma á framfæri því að hann er ekki sáttur við Jóhönnu en er þetta rétta leiðin? Er þetta Biblíulega leiðin?

Ég segi nei og því til stuðnings vil ég benda á hvað Páll segir.

1. Kórintubréf 5
9
Ég ritaði ykkur í bréfinu að þið skylduð ekki umgangast saurlífismenn. 10Átti ég þar ekki við saurlífismenn hér í heimi yfirleitt eða ásælna og ræningja eða hjáguðadýrkendur því að þá hefðuð þið orðið að fara úr heiminum. 11En nú rita ég ykkur að þið skuluð ekki umgangast nokkurn þann er nefnir sig bróður en er saurlífismaður eða ásælinn, skurðgoðadýrkandi eða lastmáll, ofdrykkjumaður eða ræningi. Þið skuluð jafnvel ekki sitja að borði með slíkum manni. 12Hvað skyldi ég vera að dæma þá sem eru utan safnaðarins? Eigið þið ekki að dæma þá sem eru í söfnuðinum? 13Og mun ekki Guð dæma þá sem ekki eru í söfnuðinum? „Útrýmið hinum vonda úr ykkar hópi.“ 

Jóhanna setur sig ekki fram sem sannkristna manneskju sem vill fylgja Biblíunni og lúta vilja Krists. Þar af leiðandi er ekki eðlilegt að Jenis vilji ekki mæta í kvöldverðaboð Jóhönnu.  Bloggarinn Haraldur Bjarnason spyr "Hefði hann borðað með biskupnum sáluga?"   Mjög góð spurning hjá Haraldi. Miðað við það sem Páll segir þá er það einmitt hið kristilega að hafna að borða með manni sem setur sig upp sem kristinn en hegðar sér síðan á ósæmilegan hátt.


mbl.is Færeyski lögmaðurinn gagnrýnir Jenis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nonni

Algjörlega sammála þér Mofi!

Nonni, 7.9.2010 kl. 11:59

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef Jóhanna er í þjóðkirkjunni er hún ekki að kynna sig sem kristna manneskju?

Ég hélt Mofi að við værum sammála um að hugtakið kristinn væri ekki límmiði sem þú færð í Cheerios-pakka. Ég hlýt að hafa misskilið eitthvað.

Theódór Norðkvist, 7.9.2010 kl. 15:17

3 Smámynd: Mofi

Nonni, takk!

Theódór,  það er spurning, þetta þjóðkirkju dæmi okkar er bara brandari. Vandamálið með límmiðann er að fólk hefur mismunandi skilning á hvað þetta orð "kristinn" þýðir. Þess vegna tók ég fram að Jóhanna er ekki einhver sem kemur fram eins og einhver sem les Biblíuna og hlýðir því sem í henni stendur.

Mofi, 7.9.2010 kl. 15:20

4 Smámynd: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Á hverju eru þið? Guðsmáttur virkar á ykkur sem versta fíkniefni.

Málið hefur ekkert með trú að gera. Þetta er bara fordómafullur karl.

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, 7.9.2010 kl. 17:50

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Þýðir þá þetta úr Síðari Samúelsbók 1:26 það sem ég held ?

Davíð Konungur um vin sinn Jónatan,sem var nýfallin.

26Ég harma þig,
Jónatan, bróðir minn.
Þú varst mér mjög kær,
ást þín var mér undursamlegri
en ástir kvenna.

Halldór Sigurðsson, 7.9.2010 kl. 18:47

6 Smámynd: Hörður Finnbogason

Er maður "karl hlunkur" fyrir að hafa aðra skoðun en samkynhneigðir?  Þeir kristnu eiga að geta etið og drukkið við hlið syndaranum þó þeir séu á annarri skoðun enda eru kristnir iðarandi syndarar sjálfir.  Ég tel að þeir hafi alveg rétt á að upplýsa aðra um Guð sinn og trú.  En það er sannreynt að samkynhneigðir hlusta ekki en halda að lifimáti þeirra hljóti að eiga sér samleið því þeir hlusta á tilfinningalífið sitt.  Ég er þó á þeirri skoðun að kristnir verði að sýna þolinmæði og þrautseigju.  Sýna öllum kærleika enda eins og þú segir eru ekki allir kirkjunnar fólk og eiga þar ekki heima.  Krisnir verða því að vera kænir áður en þeir berja í borðið..

Hörður Finnbogason, 7.9.2010 kl. 20:42

7 Smámynd: Hörður Finnbogason

Bæði Jónatan og Davíð nutu ástir kvenna en þeirra kærleikur sem var bræðrakærleikur var yfir ástir kvenna hafin enda er sá kærleikur óforgengilegur og hefur ekkert með samkynhneigð að gera.

Hörður Finnbogason, 7.9.2010 kl. 20:58

8 Smámynd: Mofi

Sólrún, þetta hefur allt með hans trú að gera en óneitanlega geta hans fordómar verið hvati að þessari túlkun og hegðun.

Halldór, mig grunar hvað þú heldur að þetta þýði og nei, þetta þýðir ekki það :)  

Að vísu gerðist Davíð sekur um margt og Guð refsaði honum fyrir svo kannski voru syndir Davíðs fleiri en við vitum um. 

Hörður, góð athugasemd, takk.

Mofi, 7.9.2010 kl. 21:50

9 identicon

Það má vel vera að þjóðkirkjudæmið okkar sé brandari. En mér er spurn hvort kristnin stigbeygist:

Kristinn - kristnari - kristnastur.

Hljómar dálítið eins og

óléttur - óléttari - óléttastur

fullkomlega rétt málfræðilega, en algerlega út í hött.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 22:16

10 Smámynd: Mofi

Carlos, eða sterkur, sterkari, sterkastur?

Augljóslega þá tekur fólk sína trú mis alvarlega og enn frekar taka kristnir Biblíuna mis alvarlega.

Mofi, 8.9.2010 kl. 10:28

11 identicon

Takk fyrir að taka þetta dæmi. Sterk persóna, sterkari persóna, sterkust persóna. Kristinn, sterkari kristinn osfrv. sannar það sem ég vildi segja.

Það er hægt að vera kristinn, í stuði og í vanstuði, án þess að hætta að vera kristinn. Það þarf eitthvað annað en "hann er ekki nógu sterkur, heill, góður kristinn" til að maður hætti að vera kristinn, ekki satt?

Eins og ég sagði, þjóðkirkjan er e.t.v. hálfvolgur kristindómur miðað við suma. Þjóðkirkjan er e.t.v. ekki mikil kirkja, miðað við sumar. En hún er þó

kristin kirkja.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 21:07

12 identicon

Óli Ágústar svarar spurningunni sem Mofi spyr í fyrirsögn bloggsins, hér. Hann er einhver biblíufastasti og réttsýnasti kristni maður sem ég hef haft þann heiður að starfa hjá.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 08:34

13 Smámynd: Mofi

Carlos, já, hann Óli Ágúst svarar þessu mjög vel.

Mofi, 9.9.2010 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband