27.8.2010 | 23:30
Hver á þjóðkirkjuna?
Allar þessar eignir, hver á þær? Eru það aðeins það fólk sem er skráð í þjóðkirkjuna? Eru það kannski bara prestarnir og starfsmennirnir? Ef að það ætti að leggja þessa kirkju niður, hvað yrði þá um eignirnar? Yrði kirkjan sjálfstæð stofnun með gífurleg verðmæti í formi kirkna og lands? Ef það gerðist, hver ætti þá aðgang að þessum peningum?
Bara einhverjar vangaveltur, kannski heimskulegar og ef svo er þá getur vonandi einhver frætt mig um þetta.
Þjóðarpúlsinn á þjóðkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803193
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Um fjármál ríkiskirkjunnar. Eignirnar eru ekki svo merkilegar að það hafi gengið vel að lifa af þeim hingað til: http://www.vantru.is/2008/10/23/09.00/
Kristinn Theódórsson, 27.8.2010 kl. 23:43
Þetta er fjári góð spurning :) takk kærlega fyrir hana!
Óli Jón, 28.8.2010 kl. 00:15
Kristinn, takk fyrir forvitnilega grein!
Óli Jón, ekkert að þakka :)
Mofi, 28.8.2010 kl. 10:46
Ríkið og kirkjan gerðu með sér samning 1997 þar sem ríkið tekur yfir jarðeignir kirkjunnar gegn því að ríkið greiði laun 140 presta og 18 starfsmanna Biskupsstofu. Alla vega er líklegt að þessi samningur héldi fyrir dómstólum og jarðeignirnar rynnu aftur til kirkjunnar við ,,aðskilnað". Svo má ímynda sér að fækkaði í kirkjunni og að lokum yrðu eftir bara þrír biskupar og tíu prestar. Þetta yrðu efnaðir menn. Kv. Baldur
Baldur Kristjánsson, 28.8.2010 kl. 19:44
Baldur, þannig að þeir sem tilheyra stofnunni, sérstaklega þeir sem vinna hjá henni, peningarnir tilheyra þeim? Vá... ekki beint kristilegur hvati sem knýr þetta bákn áfram. Spurning hvort það útskýri vandræðin með gamla biskupinn.
Mofi, 29.8.2010 kl. 00:51
Mofi, Þjóðkirkjan er sjálfstæður lögaðili sem "á sig sjálfan". Þær eignir sem hún á núna eru þinglýstar á kennitölu Þjóðkirkju og taldar undir Kirkjumálasjóð sem starfar á sömu kennitölu.
Fyrr voru kirkjur álitnar sjálfseignarstofnanir, enginn "átti" hverja kirkju fyrir sig og það var engin sérstök stofnun sem slík yfir öllum kirkjum.
Baldur telur líklegt að jarðirnar yrðu færðar aftur til kirkjunnar. Þetta tel ég afskaplega ólíklegt. Nýlegt lokaverkefni við Háskólann á Akureyri kemst að svipaðri niðurstöðu, það er annars mjög góð og ítarleg úttekt á þessu máli öllu:
http://skemman.is/stream/get/1946/5849/1/Hvers_vegna_eru_r%C3%ADki_og_kirkja_ekki_a%C3%B0skilin_a%C3%B0_fullu_%C3%A1_%C3%8Dslandi.pdf;jsessionid=4093CB5D851579F8906E7E67FC6294BD
Flestir ef ekki allir þeir sem skýrsluhöfundur vitnar í, þar á meðal Ólafur Skúlason fyrrum biskup, telja einmitt mjög ólíklegt að jarðirnar færu nokkurn tímann aftur til kirkjunnar.
Enda eru þær væntanlega allar í einkaeigu í dag!
Annars langar mig að benda Baldri á bls. 33-34 þar sem vitnað er í Þorvald Karl Helgason biskupsritara. Baldur var víst sjálfur biskupsritari þegar þeir atburðir gerðust sem þar er lýst, ef mér skjátlast ekki.
Samt þykist Baldur ekki vita um neinar heimildur eða gögn um verðmætamat á kirkjujörðunum? Alla vega nefndi hann ekkert slíkt í umræðum okkar um það mál fyrir stuttu.
Auðvitað væri það umræðunni mjög í hag að hafa þessar upplýsingar, ég hef hugsað mér að senda beiðni til Þjóðkirkjunnar um að fá hana í hendur.
Brynjólfur Þorvarðsson, 1.9.2010 kl. 09:30
Urlið virðist hafa lagst á flakk hér fyrir ofan, reyni aftur:
Skýrslan er hérna
Brynjólfur Þorvarðsson, 1.9.2010 kl. 09:31
Brynjólfur, hver heldur þú þá að eigi þjóðkirkjuna? Ef að það yrði aðskilnaður ríkis og kirkju, hvaða einstaklingar yrðu þá eigendur allra þessara auðæfa?
Mofi, 1.9.2010 kl. 09:42
Mofi, Þjóðkirkjan er sjálfseignarstofnun og á sig sjálf. En stjórn hennar getur ráðstafað eignum innan ákveðinna takmarkana sem eru að finna í samþykktum stofnunarinnar.
Aðrar sjálfseignarstofnanir eru t.d. háskólar og framhaldsskólar, hjálparstofnanir osfrv. Eitt aðal skilyrðið held ég sé að sjálfseignarstofnun má ekki skila arði, þ.e.a.s. vera gróðafyrirtæki.
Sjálfseignarstofnun er sem sagt ekki í eigu neins og ef hún er lögð niður þá minnir mig að eignirnar renni til ríkisins. Önnur leið er að stjórn stofnunarinnar breyti samþykktum á þá leið að eignum er ráðstafað með einhverjum hætti og stofnunin lögð niður. Þeim er þó varla heimilt að græða á því sjálfir.
Brynjólfur Þorvarðsson, 1.9.2010 kl. 11:18
Brynjólfur, vel gert, loksins kominn með svarið sem ég var að leita eftir :)
Vonandi er þeim ekki heimilt að græða á því sjálfir, verst að þeir eru núna að skaffa sér ofurlaun...
Mofi, 1.9.2010 kl. 11:24
Varðandi fyrri athugasemd mína, ég er að tala um tvær skýrslur (kemur kannski ekki nógu vel fram):
Annars vegar er lokaverkefni frá Háskólanum á Akureyri 2010 sem linkur er á í færslu 7.
Hins vegar er skýrsla sem samninganefnd Þjóðkirkjunnar lét gera (eða gerði sjálf) í tengslum við samningana 1997 þar sem gerð er tilraun til að verðmeta eignirnar sem Baldur talar um, þ.e. jarðirnar 700 sem ríkið tók í sína vörslu í tengslum við samninginn 1907.
Í allri umræðu um hugsanlegt verðmætamat á þessum jörðum hefur enginn nefnt að slík skýrsla sé til eða að tilraun hafi verið gerð til að gera slíka skýrslu. Ég hef sjálfur spurt einn samningamanna (man því miður ekki hvað hann heitir) og han sagði að engin sérstök tilraun hefði verið gerð til að reikna þetta út. Nýlega átti ég samræður á netinu við Baldur þar sem ég t.d. benti á að það væri undarlegt að kirkjan hefði ekki reynt sjálf að leggja mat á eignirnar.
Nú kemur á daginn, á bls. 33 og 34 í skýrslunni frá HA þar sem vitnað er í biskupsritara, að kirkjan hefur gert tilraun til að meta eignirnar og að þetta mat hafi verið lagt fyrir samninganefnd ríkisins. Ég skil ekki hvers vegna þessi skýrsla er ekki gerð opinber, það má skilja á orðum biskupsritara að Kirkjan hafi metið eignirnar talsvert hátt og birting skýrslunnar ætti þá að vera til styrktar málstað kirkjunnar?
Brynjólfur Þorvarðsson, 1.9.2010 kl. 11:24
Mofi, þú afsakar kommentaflauminn, mér datt í hug hvort Sjöundadags aðventistar á Íslandi eigi ekki samkomuhús? Mörg trúfélög á Íslandi eiga fasteignir og eru þá í raun í sömu stöðu og Þjóðkirkjan, trúfélagið er lögaðili og "á sig sjálft".
Brynjólfur Þorvarðsson, 1.9.2010 kl. 11:25
Brynjólfur, ef Aðvent kirkjan á Íslandi yrði lögð niður þá að ég best veit færu eignirnar til aðal samtakanna eða heims kirkjunnar. Taka samt þessu með miklum fyrirvara þar sem ég er enginn sérfræðingur í þessu.
Mofi, 1.9.2010 kl. 11:28
Mofi, ég held að það sé ekki rétt hjá þér. Líklegast rynni eignin til ríkisins - nema hún sé þinglýst eign erlendra samtaka (heimskirkjunnar).
Trúfélag sjöunda dags aðventista er trúlega með kennitölu sem sjálfstæður lögaðili sem er undanþeginn skatti og fær greidd sóknargjöld meðlima. Þessi lögaðili er þá jafnframt væntanlega þinglýstur eigandi Aðvent kirkjunnar á Íslandi. Stjórn trúfélagsins fer með eignir félagsins.
Ef kirkjan yrði lögð niður gæti stjórnin hugsanlega breytt samþykktum félagsins á þá leið að eignirnar yrðu færðar á hendur annarra - og ef slík breyting er samþykkt af réttum aðilum þá er sú leið væntanlega fær. Ég er bara ekki nógu vel að mér í útfærslum hérna, það er mikill munur á þessu milli landa hvað lögin segja nákvæmlega.
Brynjólfur Þorvarðsson, 1.9.2010 kl. 11:49
Brynjólfur, gæti verið. Ég þarf endilega að spyrjast fyrir um þetta þótt það svo sem skipti mig ekki svo miklu máli.
Mofi, 1.9.2010 kl. 11:55
Verkefni sem ég gerði um aðskilnað ríkis og kirkju, ef þið hafið áhuga
http://dl.dropbox.com/u/7231448/A%C3%B0skilna%C3%B0ur%20rogk.docx
Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 14:07
Chrome ekki að standa sig, reyni aftur
http://dl.dropbox.com/u/7231448/A%C3%B0skilna%C3%B0ur%20rogk.docx
Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 14:08
Það skal tekið fram að fleiri komu að þessari skýrslugerð en ég :)
Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 14:10
Takk fyrir þetta, þetta er heilmikil lesning og við fyrstu sýn mjög fróðleg.
Mofi, 1.9.2010 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.