Ég fatta ekki Líkar þetta takann!

Ef maður smellir á "Líkar þetta" takkann sem er tengdur t.d. þessari frétt, hvað þýðir það eiginlega?  Líkar manni að einhver nennti að skrifa um þetta? Eða að 23 ára maður var handtekinn eða að lögmaður hans heldur því fram að hann er saklaus? 

Við sumar fréttir er þessi hnappur skiljanlegri eins og t.d. fréttin um 28,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitunnar  Errm   Nei, kannski ekki gott dæmi nema einhver virkilega gleðst yfir þessari hækkun. Sá sem gerir það þorir örugglega ekki að sýna það.

Hérna er ein frétt sem ég væri til í að smella á "Líkar þetta", sjá: 35% fullorðinna Breta sofa með bangsa   Það er eitthvað krúttlegt við þetta :)    Svo þetta getur átt við en í flestum tilfellum finnst mér þetta mjög misvísandi.

Bara einhverjar pælingar rétt fyrir svefninn, ætti auðvitað að vera að gera eitthvað annað en að lesa mbl nú þegar hvíldardagurinn er byrjaður.

Gleðilegan hvíldardag!


mbl.is Neitar sök í morðmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála ... þessi takki er bæði bjánalegur og merkingarlaus.  Hví er ekki "líkar ekki" takki?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 02:00

2 Smámynd: Mofi

H.T. Bjarnason, ég er nú alveg sáttur við að það er ekki boðið upp á "líkar ekki" takka.  Hef gaman að því hvað "facebook" er jákvæður staður.

Mofi, 28.8.2010 kl. 10:24

3 Smámynd: Mofi

Samt nokkuð augljóst að mörgum finnst að það eigi að vera slíkur takki svo kannski vantar bara samkeppni...

Mofi, 28.8.2010 kl. 10:25

4 Smámynd: halkatla

Í gær sá ég að 68 manns höfðu gert líkar við fréttina um 2 vikna barnið sem dó, það stuðaði mig algjörlega! Hversu sjúkur þarftu að vera til þess að ýta á þennan helvítis(sorri mofi) takka við þannig hryllingsfrétt? Svo um kvöldið var búið að taka burt möguleikann á að blogga um fréttina og takkann.

halkatla, 28.8.2010 kl. 10:31

5 Smámynd: Mofi

pirrhringur, gott dæmi um hve fáránlegur þessi takki er!  Takk fyrir að benda á þetta, sum dæmi geta nefnilega virkað alvarlega sjúk.

Mofi, 30.8.2010 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband