Er Guð grimmari en þessi maður?

Af öllum þeim kenningum sem finnast innan kristinanna kirkna þá er kenningin um helvíti sú sorglegasta og hreinlega djöfullegasta. Þ.e.a.s. að þegar fólk deyr þá fari það á stað elds og brennisteins og er þar kvalið um alla eilífð.

Ég er á því að Biblían kenni alls ekki þennan hrylling og í rauninni fyrirlít ég þessa kenningu svo mikið að ég á erfitt með að kalla fólk kristið sem predikar þetta. Þeir sem predika þetta eru í rauninni að segja að Guð er margfalt grimmari en þessi maður í þessari frétt og í rauninni grimmari en Hitler og Stalín samanlagt.

Fyrir þá sem vilja forvitnast um hvað Biblían kennir um þetta þá hef ég gert greinar um þetta efni, sjá:

 


mbl.is Hryllingur á bensínstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað meinarðu?

Helvíti er til, og það er allt í kringum þig. Þúsundir manna og kvenna ganga um og starfa lifandi dauð í helvíti daglega, og kunna ekki að lifna við og stíga út úr því.

Maðurinn í fréttinni er á valdi hugar síns, dauður í sínu eigin helvíti.

"Guð" á ekki sök á helvíti né því sem þar fer fram, aðeins maðurinn.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 11:43

2 Smámynd: Mofi

Kristinn, ef einhver vill kalla það helvíti þá er honum frjálst að gera það. Það er aftur á móti ekki kenningin sem ég er að gagnrýna hérna. Ég er að gagnrýna þá hugmynd að þeir fólk deyr, fer það í ákveðna dánarheimi sem inniheldur eld og er þar kvalið um alla eilífð.

Mofi, 1.6.2010 kl. 13:28

3 Smámynd: Odie

 Er Guð grimmari en þessi maður?

Já,

9Ísraelsmenn tóku að herfangi konur Midíansmanna og börn þeirra og rændu öllum eykjum þeirra, öllum fénaði þeirra og öllum eigum þeirra.
  10
En þeir lögðu eld í allar borgir þeirra, sem þeir bjuggu í, og í allar tjaldbúðir þeirra.
  11Og þeir tóku allt ránsféð og allt herfangið, bæði menn og skepnur,
  12og færðu Móse og Eleasar presti og söfnuði Ísraelsmanna hið hertekna fólk, herfangið og ránsféð í herbúðirnar, til Móabsheiða, sem eru við Jórdan gegnt Jeríkó.
  13Móse og Eleasar prestur og allir höfuðsmenn safnaðarins gengu í móti þeim út fyrir herbúðirnar.
  14Reiddist Móse þá hersveitarforingjunum, bæði þeim er settir voru yfir þúsundir og þeim er settir voru yfir hundruð og komu úr leiðangrinum,
  15og sagði við þá: "Gáfuð þér öllum konum líf?
  16Sjá, það voru einmitt þær, sem urðu tilefni til þess, að Ísraelsmenn að ráði Bíleams sýndu Drottni ótrúmennsku vegna Peórs, svo að plágan kom yfir söfnuð Drottins.
  17
Drepið því öll piltbörn. Drepið og allar þær konur, er samræði hafa átt við karlmann,
  18en látið öll stúlkubörn, er eigi hafa átt samræði við karlmann, lifa handa yður.
(Fjórða bók Móse 31)
 

og svo að sjálfsögðu

 3Drottinn Guð vor gaf oss þannig og í hendur Óg, konung í Basan, og lið hans allt, og vér felldum hann, svo að enginn var eftir skilinn, er undan kæmist.
4Þá unnum vér allar borgir hans. Var engin sú borg, að vér eigi næðum henni frá þeim: sextíu borgir, allt Argóbhérað, konungsríki Ógs í Basan.
5Allt voru þetta borgir víggirtar háum múrveggjum, hliðum og slagbröndum, auk mikils fjölda af óumgirtum þorpum.
  6Og vér gjöreyddum þær, eins og vér höfðum áður gjört við Síhon, konung í Hesbon, með því að gjöreyða hverja borg að karlmönnum, konum og börnum. (Fimmta bók Móse 3)

Enga miskun er að finna hér.  

Odie, 1.6.2010 kl. 14:01

4 Smámynd: Rebekka

Jebb, Guð er grimmari.  Það er til heeeellingur af sögum í Biblíunni sem sýna grimmd Guðs.

Drottinn sá nú að illska mannanna var mikil orðin á jörðinni og að allar hneigðir þeirra og langanir snerust ætíð til ills. 6Þá iðraðist hann þess að hafa skapað mennina á jörðinni og hann hryggðist í hjarta sínu 7og sagði: „Ég vil afmá mennina, sem ég skapaði, af jörðinni, bæði menn og kvikfé, skriðdýr og fugla himins, því að mig iðrar þess að hafa gert þá.“ (1. Mós 6:5-7)

Var hvert einasta mannsbarn orðið illt?  Jafnvel kornabörn á brjósti?  Öll dýrin líka orðin syndug?  Auk þess, hvernig getur alvitur Guð iðrast?  Hefði hann ekki átt að vita hvernig færi (nema hann sé ekki ALvitur)?

"Uuuh, ég er reiður og ætla að drepa ALLA".  Ókei, sumir foreldrar verða nú þreyttir á börnunum sínum endrum og eins, en þeir sem myrða börnin sín eru venjulega dæmdir í fangelsi.

Rebekka, 1.6.2010 kl. 14:28

5 Smámynd: Odie

Rebekka þó,  þú gleymir alveg að hann sett þau öll í kassa og geymir þau hjá sér í himnaríki.  Þannig að þau sluppu við helvíti.  Það var svo sætt að drepa alla þannig að þetta var í raun góðverk.  Síðan drap hann öll dýrin líka enda voru þau líka öll að syndga.  þessi dýr voru náttúrulega bara viðurstyggileg eins og allt annað sem hann hefur búið til.  Því var bara eðlilegt að útrýma þessu öllu.  Það er svo gott eða þannig.  

Odie, 1.6.2010 kl. 14:54

6 Smámynd: Óskar

Helvíti er staður sem ísraelar hafa búið til í Palestínu úr landinu sem þeir stálu og loka nú 1,5 m manna inni í gettói.  Merkilegt að allir trúarnöttarar tilbiðja þessa villimenn og verja fjöldamorð fasistanna út í eitt.

Óskar, 1.6.2010 kl. 16:28

7 Smámynd: ThoR-E

Er guð grimmari en þessi maður ?

Ekki veit ég það, ekki frekar en ég veit hvort jólasveinninn sé grimmari en þessi maður ... :P

Kv.

ThoR-E, 1.6.2010 kl. 17:16

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér sýnist það sé tekið úr samhengi sem þú varst að reyna að segja. Ertu ekki að reyna að segja það að biblían Boði umbirðarlindi ? Well. Það fer nú bara eftir því hvernig þú lest það rit. En nóg er nú til af blóðsúthellingum í því riti samt sem áður og hræðsluáróður.

 En er ekki bara málið að þú trúir á kærleikan ? afhverju þurfum trúarrit til þess að trúa á slíkt.

Brynjar Jóhannsson, 1.6.2010 kl. 17:17

9 Smámynd: Þórður Guðmundsson

Mitt mat er það að helvíti sé ekki til sem staður eftir dauðann eins og pistilhöfundur er hér að meina. Ef svo væri þá myndi ég segja að ég væri ósáttur við Guð. Til hvers að skapa mann sem síðan deyr og kvelst sumhvert um alla eilífð? Það er hægt að tala um þetta fram og til baka. Best finnst mér samt hvernig meistari Þórbergur tæklar þetta undir lok Bréfs til Láru.  Hver um sig kíki á það.

Þórður Guðmundsson, 1.6.2010 kl. 17:37

10 Smámynd: Mofi

Odie
Enga miskun er að finna hér

Það getur komið að þeim tímapunkti að það er ekki lengur tími fyrir miskun því að viðkomandi ætlar ekki að láta af vondum verkum.

Mofi, 1.6.2010 kl. 18:05

11 Smámynd: Mofi

Rebekka
Var hvert einasta mannsbarn orðið illt?  Jafnvel kornabörn á brjósti?  Öll dýrin líka orðin syndug?  Auk þess, hvernig getur alvitur Guð iðrast?  Hefði hann ekki átt að vita hvernig færi (nema hann sé ekki ALvitur)?

Öllum stóð til boða að forða sér. Varðandi börnin þá er góður möguleiki á því að þau erfi eilíft líf; frá sjónarhóli Guðs þá gat Hann verið að forða þeim frá þjáningum þessa heims og jafnvel eilífri glötun.

Mofi, 1.6.2010 kl. 18:07

12 Smámynd: Mofi

Óskar
Helvíti er staður sem ísraelar hafa búið til í Palestínu úr landinu sem þeir stálu og loka nú 1,5 m manna inni í gettói.  Merkilegt að allir trúarnöttarar tilbiðja þessa villimenn og verja fjöldamorð fasistanna út í eitt

Blind fylgni við Ísrael er því miður merkilega algeng meðal kristinna. Hef skrifað aðeins um það, sjá:  Ísrael er ekki lengur útvalin þjóð Guðs

Mofi, 1.6.2010 kl. 18:09

13 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Allt um endurholdun og líf eftir dauðann var fjarlægt úr skáldsögunni á sautjándu öld af ríkjandi páfa og hugtakinu helvíti bætt inn. Spurning um að lesa sér aðeins til um bókina sem þið viðist lifa eftir.

Tómas Waagfjörð, 1.6.2010 kl. 18:11

14 Smámynd: Mofi

Brynjar
Mér sýnist það sé tekið úr samhengi sem þú varst að reyna að segja. Ertu ekki að reyna að segja það að biblían Boði umbirðarlindi ?

Hún boðar miskun til þeirra sem iðrast, snúa við blaðinu og setja traust sitt á Krist. En hún boðar líka dóm yfir þeim sem gera þetta ekki en refsingin er dauði, sá sem þegar vofir yfir öllum sem yfirhöfuð draga andann.

Brynjar
En er ekki bara málið að þú trúir á kærleikan ? afhverju þurfum trúarrit til þess að trúa á slíkt.

Eins manns kærleikur er stundum annars manns dauði. Án alvöru skilgreiningar á hvernig kærleikurinn er þá er mjög auðvelt að gera eitthvað sem hefur slæmar afleiðingar í nafni kærleikans.

Einstein á að hafa sagt dáldið forvitnilegt sem má segja að tengist þessu:

Arthur C. Cochrane, The Church's Confession under Hitler (Philadelphia: The Westminster Press, 1962), pp.40, 108, 268-279, 278 respectively.
Being a lover of freedom, when the (Nazi) revolution came, I looked to the universities to defend it, knowing that they had always boasted of their devotion to the cause of truth; but no, the universities were immediately silenced. Then I looked to the great editors of the newspapers, whose flaming editorials in days gone by had proclaimed their love of freedom; but they, like the universities, were silenced in a few short weeks...

Only the Church stood squarely across the path of Hitler's campaign for suppressing truth. I never had any special interest in the Church before, but now I feel a great affection and admiration for it because the Church alone has had the courage and persistence to stand for intellectual and moral freedom. I am forced to confess that what I once despised I now praise unreservedly

Mofi, 1.6.2010 kl. 18:16

15 Smámynd: Mofi

Þórður
Mitt mat er það að helvíti sé ekki til sem staður eftir dauðann eins og pistilhöfundur er hér að meina.

Eitthvað finnst mér þú ekki hafa lesið það sem ég skrifaði og hvað þá greinarnar sem ég vísaði í.  Ég hélt að ég hefði verið mjög skýr í minni afstöðu að ég er á móti kenningunni um helvíti, tók meira að segja svo sterkt til orða að ég ætti erfitt með að kalla þá kristna sem aðhyllast þessa kenningu.

Biblían er skýr, laun syndarinnar er dauði.

Mofi, 1.6.2010 kl. 18:19

16 Smámynd: Mofi

Tómas
Allt um endurholdun og líf eftir dauðann var fjarlægt úr skáldsögunni á sautjándu öld af ríkjandi páfa og hugtakinu helvíti bætt inn. Spurning um að lesa sér aðeins til um bókina sem þið viðist lifa eftir.

Held að þinni sögu þekkingu er mjög ábótavant. Við erum með handrit af Biblíunni sem sum hver eru nálægt því 1800 ára gömul. Það er lítill vafa á því hvað postularnir skrifuðu og spámenn Gamla Testamentisins.  Hugtakið helvíti aftur á móti kom með þýðingum á Biblíunni með Kaþólsku kirkjunni í kringum 300 e.kr.  Það eru góð rök fyrir því að orðið helvíti ætti aldrei að koma fyrir í Biblíunni og flestar þýðingar á Gamla Testamentinu innihalda ekki orðið helvíti.

Mofi, 1.6.2010 kl. 18:23

17 Smámynd: Odie

Odie: Enga miskun er að finna hér
Mofi: Það getur komið að þeim tímapunkti að það er ekki lengur tími fyrir miskun því að viðkomandi ætlar ekki að láta af vondum verkum.
Svo að það réttlætir dráp á börnum.  Það er grimmd á hærra plani en þessa vitleysings í Ástralíu.

Odie, 1.6.2010 kl. 19:31

18 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Orðið Helvíti er notað 54 sinnum í bíblíunni, það er túlkun manna á

öðrum orðum sem notuð voru.

Í gamla testamentinu er eitt orð sem hefur tekið breytingum.
Hebreska orðið Sheol sem þýðir gröf er ritað 31 sinnum.

Í nýja testamentinu eru þrjú orð sem hafa tekið breytingum. Gríska

orðið Hades sem þýðir gröf er ritað 10 sinnum.
Gríska orðið Gehenna sem þýðir staður brunans er ritað 12 sinnum.
Gríska orðið tartarus sem þýðir staður myrkursins er ritað 1 sinni.

Öll þessi orð þekkjast núna í biblíunni sem helvíti.

Tómas Waagfjörð, 2.6.2010 kl. 03:05

19 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Sheol og Hades þýðir ekki bara gröf í dag heldur upprunalega þýddi það óséður staður, gríska = sheol, hebreska = hades.

Upprunalega orðið fyrir gröf var mnemeion í grísku og kever í hebresku.

Allt svona vekur upp spurningar um ágæti þessarra bókar þar sem henni hefur verið breytt eins og mönnum þóknaðist á þeim tíma.

Tómas Waagfjörð, 2.6.2010 kl. 03:16

20 Smámynd: Mofi

Odie
Svo að það réttlætir dráp á börnum.  Það er grimmd á hærra plani en þessa vitleysings í Ástralíu.

Í augum Guðs þá er aðeins um að ræða stuttan svefn; ef þú sem ert syndari ert að reyna að dæma Guð þá ættir þú að minnsta kosti að gefa þér réttar forsendur út frá því að Guð er til og getur gefið þeim líf sem Hann vill.

Tómas
Allt svona vekur upp spurningar um ágæti þessarra bókar þar sem henni hefur verið breytt eins og mönnum þóknaðist á þeim tíma.

Það sem þú sagðir sannaði að Biblíunni hefur ekki verið breytt; hreinlega útilokað að breyta henni. Eina sem hefur breyst eru þýðingarnar og það eru til nóg af þýðingum þar sem t.d. sheol er aldrei þýtt sem helvíti og margar þýðingar af Nýja Testamentinu sem innihalda ekki orðið helvíti ( auðvitað ekki að tala um íslensku þýðingarnar )

Mofi, 2.6.2010 kl. 09:39

21 Smámynd: Odie

Mofi: Í augum Guðs þá er aðeins um að ræða stuttan svefn; ef þú sem ert syndari ert að reyna að dæma Guð þá ættir þú að minnsta kosti að gefa þér réttar forsendur út frá því að Guð er til og getur gefið þeim líf sem Hann vill. 

Þannig að brenna fólk inni og drepa börnin þeirra er góðverk.  Ég árétta að hér ertu að réttlæta morð á börnum.   Við skulum ekkert fara neitt fínt í þetta.  Samkvæmt lýsingunni þá var fólkið brennt inni og augljóslega drepið með öllum mögulegum ráðum.  Síðan fegrar þú þetta líkt og verið sé að leggja til svefns.  Reyndu nú aðeins að setja þig í spor þessa fólks.  Þar sem það er lokað inni og finnur holdið brenna og horfir uppá börn sín drepin og í raun pyntuð til dauða, enda get ég ekki ímyndað mér að dauði af völdum elds sé friðþægjandi og róandi líkt og að leggjast til hvílu.

Ef þú læsir þessa sömu lýsingu og vissir ekki hver hefði framkvæmt verknaðinn þá myndir þú tala um morðóða og geðveika menn (eða konur), sem væru algerlega siðblindir og viðurstyggilegir.

Ekki gera minni kröfu til guðs þins.  það er til lítist að hafa tvöfalt siðferði.  Tvöfalt siðgæði er ágætis lýsing á rasisma þar sem eitt gildir fyrir okkur og annað fyrir ykkur.

Odie, 2.6.2010 kl. 11:12

22 Smámynd: Mofi

Odie, ekki okkur eða ykkur heldur Guð. Ef þú ætlar að dæma Guð sem óréttlátann og grimmann þá verður þú að gefa þér réttar forsendur og þær eru að Guð hefur vald til að gefa líf. Í því ljósi þá er dauði sem Guð veldur aðeins mjög tímabundið nema að Guð ákveði að viðkomandi mun ekki eignast eilíft líf.

Mofi, 2.6.2010 kl. 11:44

23 Smámynd: Odie

Til hvers ertu þá að spyrja svona heimskulegrar spurningar ef þú ætlar fyrirfram að gefa guði þínum frípassa.  Segðu frekar: GUÐ minn má drepa að vild það er góðverk.  Það skiptir ekki máli að hann brenni þig á báli eða drekki,  því hann má leika sér að dótinu sínu.

En ég hef alveg réttar forsendur.  Líf er dýmætt.  Það er meðal þess dýrmætasta sem þú átt.  Það að aðrir hafi frípassa til að svipta þér og þínum nánasta því er bara hluti af rasisma sem ég benti þér á.   Eitt gildir fyrir þig en  annað fyrir mig.  Þú ert enn með tvöfalt siðgæði.  

Næst réttlætir þú eitthvað annað eins og t.d. Ísrael sem réttlæti Gettó fyrir íbúa Gasa.  Eða nasista sem réttlættu gettó fyrir gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni.  Já tvöfalt siðgæði leiðir til mismununar.  En taktu eftir einu báðir hóparnir litu á hina sem glæpamenn/hryðjuverkamenn.

Odie, 2.6.2010 kl. 13:18

24 Smámynd: Mofi

Odie, ég er í greininni að gagnrýna hugmyndina um helvíti sem segir að Guð brenni fólk að eilífu.  Ég er ekkert að gefa Guði einhvern frípassa en ef einhver deyr vegna aðgerða Guðs þá í fyrsta lagi hefur Guð rétt til að taka líf frá þeim sem misnota það og vald til að gefa viðkomandi líf aftur.

Það er ekkert hérna sem er þannig að það gildir eitt fyrir þig og annað fyrir mig; en svo sannarlega gildir annað um Guð en um mig og þig.

Mofi, 2.6.2010 kl. 13:29

25 Smámynd: Odie

Mofi: Odie, ég er í greininni að gagnrýna hugmyndina um helvíti sem segir að Guð brenni fólk að eilífu. Ég er ekkert að gefa Guði einhvern frípassa en ef einhver deyr vegna aðgerða Guðs þá í fyrsta lagi hefur Guð rétt til að taka líf frá þeim sem misnota það og vald til að gefa viðkomandi líf aftur. 
Það er ekkert hérna sem er þannig að það gildir eitt fyrir þig og annað fyrir mig; en svo sannarlega gildir annað um Guð en um mig og þig.

Það er þá orðið alveg ljóst að guð er rasisti sem gerir upp á milli kynþátta og fólks.  Honum finnst augljóslega í lagi að drepa sumt fólk og þyrma öðrum.  Þetta er náttúrulega sama tvöfalda siðgæðið sem ég hef rætt um.  Hann má eitt við hin annað.  Munurinn er enginn.  Hann drap meðal annars börn Egypta fyrir það eitt að einn maður  já aðeins einn maður sagði nei við Móse.  Hann myrti sem sagt börn annarra fyrir gerðir annarra.  Já ekki er það nú gott þetta réttlæti eða siðferði. 

Þú ert en með frípassann á lofti.  Guð má ... drepa því þetta er hans dót. 

Odie, 2.6.2010 kl. 13:57

26 Smámynd: Mofi

Odie, ef þú þekktir vel þessi dæmi í Biblíunni þá sæir þú að alltaf var um að ræða fólk sem iðkaði alls konar illsku og dómurinn yfir þeim tengist ekki að neinu leiti þeirra kynþætti.  Guð síðan drepur í rauninni aldrei því að Hann hefur vald til að gefa líf. Það mun koma sá tími þar sem Guð raunverulega endar líf fólks að eilífu en það mun vera vegna þess að það iðkaði illsku og neitaði boði Guðs um miskun; sé ekki betur en þú hefur ákveðið að vera meða þeirra eins sorglegt og það er.

Mofi, 2.6.2010 kl. 14:27

27 Smámynd: Odie

Mofi: Odie, ef þú þekktir vel þessi dæmi í Biblíunni þá sæir þú að alltaf var um að ræða fólk sem iðkaði alls konar illsku og dómurinn yfir þeim tengist ekki að neinu leiti þeirra kynþætti. Guð síðan drepur í rauninni aldrei því að Hann hefur vald til að gefa líf. Það mun koma sá tími þar sem Guð raunverulega endar líf fólks að eilífu en það mun vera vegna þess að það iðkaði illsku og neitaði boði Guðs um miskun; sé ekki betur en þú hefur ákveðið að vera meða þeirra eins sorglegt og það er.
 

Þetta er náttúrulega alger rökleysa.  Guð drap börn.  Þau voru ekki að iðka alskyns illsku.  Það er alger fásinna að reyna einu sinna að halda því fram.  Hér voru þau drepin því þau voru Egyptar.  Það var að sjálfsögðu ekkert annað en rasismi.  Hér var verið að refsa öðrum fyrir syndir annarra ekki satt ? 

29Um miðnæturskeið laust Drottinn alla frumburði í Egyptalandi, frá frumgetnum syni Faraós, sem sat í hásæti sínu, allt til frumgetnings bandingjans, sem í myrkvastofu sat, og alla frumburði fénaðarins.
  30Þá reis Faraó upp um nóttina, hann og allir þjónar hans, og allir Egyptar. Gjörðist þá mikið harmakvein í Egyptalandi, því að ekki var það hús, að eigi væri lík inni. (Önnur bók Móse 12:29-30)

Dauðinn var honum svo hugleikinn þarna að hann drap líka öll hin illu dýr sem náttúrulega voru gerspillt líka.  Þú sérð af einhverjum ástæðum ást og umhyggju þegar ég sé ótrúlega grimmd og hefnigirni.  En hér var líka rasisminn á fullu.  Eitt gilti fyrir Ísraelsmenn og annað fyrir hina.  En augljóslega lítur hann á hina sem skepnur sem má slátra að vild eins og skepnur.

Odie, 2.6.2010 kl. 15:18

28 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Að reyna rökræða um trúmál er eins og að stinga gaffli í augað, sársaukafullt og gjörsamlega tilgangslaust.

Það er engin almáttug vera sem skapaði allt, er bara saga sem þróaðist út frá góðum boðskap, elskaðu náungan eins og sjálfan þig. Ekki missa ykkur í fornaldar fáfræði og verða verkfæri.

Tómas Waagfjörð, 2.6.2010 kl. 20:15

29 Smámynd: Stefán sv

Ekki gleyma Odie að Faroinn sagði nei útaf því að guði herti hjartað hans og tók valið úr höndum hans

 Önnur bók Móse 10:20

20En Drottinn herti hjarta Faraós, svo að hann leyfði ekki Ísraelsmönnum burt að fara.

Og eins og maður sér hérna, þá var guð að gera þetta til að flexa krafta sína svo það yrði talað um hann í langan tíma.

Önnur bók Móse 10

 1Því næst sagði Drottinn við Móse: "Gakk inn fyrir Faraó, því að ég hefi hert hjarta hans og hjörtu þjóna hans til þess að ég fremji þessi tákn mín meðal þeirra

    2og til þess að þú getir sagt börnum þínum og barnabörnum frá því, hvernig ég hefi farið með Egypta, og frá þeim táknum, sem ég hefi á þeim gjört, svo að þér vitið, að ég er Drottinn."

Stefán sv, 2.6.2010 kl. 21:11

30 Smámynd: Mofi

Odie, hvernig myndir þú leysa þetta vandamál?

Mofi, 3.6.2010 kl. 09:37

31 Smámynd: Odie

Mofi: Odie, hvernig myndir þú leysa þetta vandamál?

það eru nú svo margar lausnir til.

1)  Hið augljósa er náttúrulega að GUÐ er grimmur.  

2) Guð er ekki til.  Spurningin er því markleysa.

3) Ef Guð er til og á að vera almáttugur, þá hefði hann bara átt að svæfa hermenn Egypta í smá stund á meðan Ísraelsmenn komu sér burt.  (almáttugur ekki satt)

4)  Ef Guð er til þá hefði hann getað látið Egypta gleyma því að þeir áttu þræla og allir væru bara happý.  (almáttugur ekki satt)

5) Fyrst guð var alltaf að sýna sig á þessum tíma.  Þá hefði hann bara getað á persónulega stund með hverjum og einum og útskýrt hvað það er rangt að eiga þræla.  (En hann er ekki á móti þrælahaldi

Odie, 3.6.2010 kl. 12:10

32 Smámynd: Odie

á átti að vera átt :-) 

5) Fyrst guð var alltaf að sýna sig á þessum tíma. Þá hefði hann bara getað átt persónulega stund með hverjum og einum og útskýrt hvað það er rangt að eiga þræla. (En hann er ekki á móti þrælahaldi

Odie, 3.6.2010 kl. 12:13

33 Smámynd: Unknown

Guð er grimmt barn sem bjó til djöfulinn vitandi hvað hann væri, býr til morðingja, nauðgara og barnaníðinga. Svo tekur hann einungis þá sem trúa á hans ólíklegu tilveru (sérstaklega ef tekið er mið af þessum bull heimi sem við búum í) til sín til himna...hvernig réttlætir maður það? Maður gerir það ekki því hann er ekki til, alveg eins og jólasveinninn er ekki til

Jesú fórnaði sér fyrir syndir mannana...yeah right, guð er almáttugur og þurfti jesú að "fórna" sér fyrir syndir mannana, þvílíkt djók...

 Ef þú villt endilega trúa á guð þá einfaldlega trúir þú og tilbiður grimman einstakling með mikla egó complexa

Unknown, 3.6.2010 kl. 12:23

34 Smámynd: Mofi

Odie, ég var nú að hugsa um stærra samhengi, hvernig ætti Guð almennt að leysa þetta vandamál með vonda einstaklinga. Í þessu tilfelli já þá gæti Guð hafa gert einhver kraftaverk sem hefðu leyst þjóðina frá egyptum án þess að skaða herminana eða egyptana. En á Guð að vera að gera það aftur og aftur í gegnum söguna til að koma í veg fyrir að vondir menn geti gert vonda hluti?

Eins og ég skil söguna um flóttann frá Egyptalandi þá fengu egyptar þessar viðvaranir ( plágurnar ) og þegar kom að stóru plágunni, dauði fyrsta barnsins þá gátu þeir gert hið sama og gyðingarnir gerðu, bera blóð á dyrastafinn og þá hefði sú plága ekki komið niður á þeim.

Síðan tel ég að Guð er að tala til allra í gegnum samvisku þeirra, hvort sem það er þrælahald eða morð eða hvað annað.

Mofi, 3.6.2010 kl. 12:35

35 Smámynd: Mofi

Unknown, fólk hefur fullt val til að vera gott eða vera vondt; engum að kenna nema því sjálfu.

Unknown
Jesú fórnaði sér fyrir syndir mannana...yeah right, guð er almáttugur og þurfti jesú að "fórna" sér fyrir syndir mannana, þvílíkt djók...

Lausnin sem á illsku heimsins sem Guð hefur ákveðið er að útrýma allri illsku.  Morð eru af hinu illa svo öllum morðingjum verður útrýmt, nauðganir eru af hinu illa svo öllum nauðgurum verður útrýmt, græðgi og þjófnaður er af hinu illa svo öllum þjófum verður útrýmt, lygar eru af hinu vonda svo öllum lygurum verður útrýmt og svo framvegis.

Þú kannski áttar þig á því að ég og þú erum líklegast í þessum hóp; ég veit að minnsta kosti að ég hef stolið og logið.

Þegar Guð framkvæmir þetta þá mun verða hópur sem ætti ekki að fá að lifa miðað við þennan dóm yfir illskunni. Ástæðan fyrir því að þetta fólk sleppur er vegna þess að Jesú keypti þeirra líf með sínum dauða. Réttlætinu fullnægt sem heimtar dauða yfir þeim sem myrtu, stálu eða lugu því að Jesú borgaði gjaldið fyrir þá.

Mofi, 3.6.2010 kl. 12:42

36 Smámynd: Odie

Mofi: Odie, ég var nú að hugsa um stærra samhengi, hvernig ætti Guð almennt að leysa þetta vandamál með vonda einstaklinga. Í þessu tilfelli já þá gæti Guð hafa gert einhver kraftaverk sem hefðu leyst þjóðina frá egyptum án þess að skaða herminana eða egyptana. En á Guð að vera að gera það aftur og aftur í gegnum söguna til að koma í veg fyrir að vondir menn geti gert vonda hluti?

Já auðvitað,  fyrst hann getur rætt við valda einstaklinga þá getur hann rætt við alla.  Hann er nú einu sinni almátturgur ekki satt.  Þannig hann hefði nú lítið fyrir því að koma einföldum skýrum skilaboðum til skila.  Bíddu nú síðan aðeins er hann ekki almáttugur.  Hann getur útrýmt allri illsku sí svona.  Það mundi ekki einsu sinni einn einasti maður vita hvað það væri.  En hann gat nú ekki einu sinni haldið friðinn í himnaríki og meira að segja englar hans snérust gegn honum.  

Mofi: Eins og ég skil söguna um flóttann frá Egyptalandi þá fengu egyptar þessar viðvaranir ( plágurnar ) og þegar kom að stóru plágunni, dauði fyrsta barnsins þá gátu þeir gert hið sama og gyðingarnir gerðu, bera blóð á dyrastafinn og þá hefði sú plága ekki komið niður á þeim. 
Síðan tel ég að Guð er að tala til allra í gegnum samvisku þeirra, hvort sem það er þrælahald eða morð eða hvað annað.
 

En samkvæmt þér má líta á eldgosið í Eyjafjallajökli sem fyrirboða og ábendingu frá guði.  Hins vegar hefur ekki nokkur maður hugmynd hvað hann er að segja, nema nokkrir andlega skaddaðir einstaklingar í Ameríku.   Ég bíð eftir skýringum þínum á þessum fyrirboða.

Annars var þetta hluti af rasismanum.  Ekki sagði guð Ísraelsmönnum að vara Egypta við.  Ó nei.   

  7En eigi skal svo mikið sem rakki gelta að nokkrum Ísraelsmanna, hvorki að mönnum né skepnum, svo að þér vitið, að Drottinn gjörir greinarmun á Ísraelsmönnum og Egyptum.  (Önnur bók Móse 11)
 10En þeir Móse og Aron gjörðu öll þessi stórmerki fyrir Faraó. En Drottinn herti hjarta Faraós, og ekki leyfði hann Ísraelsmönnum að fara burt úr landi sínu. (Önnur bók Móse 11)

Hver sá sem les þetta sér að guð ætlaði sér að drepa alla.  Og með þrælahaldið sést vel að hann var ekkert á móti þrælahaldi því annars hefði 10. boðorðið verið öðruvísi

10. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á. 

En hér sést að þrælahald er augljóslega hin eðlilegasti hlutur.   

#QED.  Guð er grimmur. 

Odie, 3.6.2010 kl. 13:52

37 Smámynd: Mofi

Odie
Já auðvitað,  fyrst hann getur rætt við valda einstaklinga þá getur hann rætt við alla.

Ætti Guð þá að stöðva okkur ef að við ætlum að stela eða ljúga?

Hefur þig langað að stela eða ljúga og samviska þín sagði þér að þú ættir ekki að gera þetta?

Odie
Annars var þetta hluti af rasismanum.  Ekki sagði guð Ísraelsmönnum að vara Egypta við.  Ó nei.

Hvernig veistu það?

Odie
En hér sést að þrælahald er augljóslega hin eðlilegasti hlutur.

Ef að orðið "þrælahald" þarna þýðir samningur milli tveggja aðila, að annar vinnur fyrir hinn fyrir mat og húsaskjól; er það þá einhver illska?

Mofi, 3.6.2010 kl. 14:04

38 Smámynd: Stefán sv

Önnur bók Móse 21:20-21 (Icelandic Bible)

20Ef maður lýstur þræl sinn eða ambátt með staf, svo að hann deyr undir hendi hans, þá skal hann refsingu sæta.

    21En sé hann með lífi einn dag eða tvo, þá skal hann þó eigi refsingu sæta, því að þrællinn er eign hans verði keypt.

Önnur bók Móse 21:26

26Ef maður slær þræl sinn eða ambátt á auga og skemmir það, þá skal hann gefa honum frelsi sitt fyrir augað

Önnur bók Móse 21

 1Þetta eru þau lög, sem þú skalt leggja fyrir þá:

    2Þegar þú kaupir hebreskan þræl, skal hann þjóna þér sex ár, en á sjöunda ári skal hann frjáls burt fara án endurgjalds.

    3Hafi hann komið einhleypur, skal hann og einhleypur burt fara, en hafi hann kvongaður verið, skal kona hans fara burt með honum.

    4Hafi húsbóndi hans fengið honum konu og hafi hún fætt honum sonu eða dætur, þá skal konan og börn hennar heyra húsbónda sínum til, en hann skal fara burt einhleypur.

    5En ef þrællinn segir skýlaust: "Ég elska húsbónda minn, konu mína og börn mín, ég vil ekki frjáls í burtu fara,"

    6þá skal húsbóndi hans færa hann til Guðs og leiða hann að dyrunum eða að dyrastafnum, og skal húsbóndi hans stinga al í gegnum eyra honum, og skal hann síðan vera þræll hans ævinlega.

Það er meira, svo sem að þú mátt selja dóttir þína sem ambátt en mér fannst þetta vera nóg í bili.

Stefán sv, 3.6.2010 kl. 14:59

39 Smámynd: Mofi

Ég gerði grein um þetta efni hérna: Þrælahald í Biblíunni

Mofi, 3.6.2010 kl. 15:17

40 Smámynd: Odie

Odie: Já auðvitað, fyrst hann getur rætt við valda einstaklinga þá getur hann rætt við alla.
Mofi: Ætti Guð þá að stöðva okkur ef að við ætlum að stela eða ljúga?
 

Guð er ekki til þannig að það er eðlilegt að hann geri það ekki.   En algóður guð sem er almáttugur myndi ekki láta okkur stela eða ljúga.

Mofi: Hefur þig langað að stela eða ljúga og samviska þín sagði þér að þú ættir ekki að gera þetta? 
 
Nei mig hefur ekki langað til að stela eða ljúga.  Ég meira að segja hef leiðrétt afgreiðslufólk ef það gefur mér of mikið til baka.  P.s. ég hefði getað sparað mér tug þúsundir.
 
Odie: Annars var þetta hluti af rasismanum. Ekki sagði guð Ísraelsmönnum að vara Egypta við. Ó nei. 
Mofi: Hvernig veistu það?
 

Er það ekki augljóst.   

7En eigi skal svo mikið sem rakki gelta að nokkrum Ísraelsmanna, hvorki að mönnum né skepnum, svo að þér vitið, að Drottinn gjörir greinarmun á Ísraelsmönnum og Egyptum. (Önnur bók Móse 11) 
Að auki er þetta lýsing á atburði sem er ótrúlega vel skráð og ef ætlunin var að hjálpa Egyptum þá hefði það nú komið skýrt fram.
 
Odie: En hér sést að þrælahald er augljóslega hin eðlilegasti hlutur.
Mofi: Ef að orðið "þrælahald" þarna þýðir samningur milli tveggja aðila, að annar vinnur fyrir hinn fyrir mat og húsaskjól; er það þá einhver illska?

Þú ert bara að leika þér með hugtök.  Þræll er þræll og það er ljóst að það mátti lemja þá í spað.  Það verður þó ekki neitað að samkvæmt lögum Ísraelsmanna átti almennt að fara vel með þræla en þeir voru eign engu að síður.  Engin samningur bara þrælahald.

44Viljir þú fá þér þræla og ambáttir, þá skuluð þér kaupa þræla og ambáttir af þjóðunum, sem umhverfis yður búa.
45Svo og af börnum hjábýlinga, er hjá yður dvelja, af þeim skuluð þér kaupa og af ættliði þeirra, sem hjá yður er og þeir hafa getið í landi yðar, og þau skulu verða eign yðar.
46Og þér skuluð láta þá ganga í arf til barna yðar eftir yður, svo að þau verði eign þeirra. Þér skuluð hafa þau að ævinlegum þrælum. En yfir bræðrum yðar, Ísraelsmönnum, skuluð þér eigi drottna með hörku, einn yfir öðrum. (Þriðja bók Móse 25:44-46)

Hér er aftur rasismi.  Við og þeir dæmi.  

Odie, 3.6.2010 kl. 15:24

41 Smámynd: Mofi

Odie
En algóður guð sem er almáttugur myndi ekki láta okkur stela eða ljúga.
Er gott að gera okkur að vilja lausum verum?
Odie
Nei mig hefur ekki langað til að stela eða ljúga.  Ég meira að segja hef leiðrétt afgreiðslufólk ef það gefur mér of mikið til baka.  P.s. ég hefði getað sparað mér tug þúsundir.

Hefur þú þá aldrei stolið eða logið?

Odie
Er það ekki augljóst.

Nei, öll þjóðin fylgist með þessum atburðum og var vitni að öllum níu plágunum. Það er tekið sérstaklega fram að Móse var í hávegum hafður hjá mörgum egyptum og þegar gyðingarnir fóru frá Egyptalandi fylgdu þeim hópur af fólki. Ég að minnsta kosti tel mig hafa góðar ástæður til að ætla að egyptar vissu af þessu með blóðið og gátu sloppið við þessa síðustu plágu.

Odie
Þú ert bara að leika þér með hugtök.  Þræll er þræll og það er ljóst að það mátti lemja þá í spað.  Það verður þó ekki neitað að samkvæmt lögum Ísraelsmanna átti almennt að fara vel með þræla en þeir voru eign engu að síður.  Engin samningur bara þrælahald.

Refsingin fyrir að slasa frjálsan mann og þræl var í rauninni sú sama. Ef síðan þræll varð fyrir skaða af húsbónda sínum átti að leysa hann frá honum. 

Odie
Hér er aftur rasismi.  Við og þeir dæmi.

Þarna er gerður greinarmunur á milli þjóða, það er ekki hið sama og kynþáttahatur. 

Mofi, 3.6.2010 kl. 15:32

42 Smámynd: Mofi

Odie
Þú ert bara að leika þér með hugtök.
Nei, það skiptir höfuðmáli að lesa ekki í orðin eitthvað sem er ekki þar. Þrælahaldið sem tíðkaðist í kringum 1800 í t.d. Bandaríkjunum á ekkert skylt með þær reglur sem voru til um þræla í Ísrael fyrir þrjú þúsund árum síðan.

Mofi, 3.6.2010 kl. 15:34

43 Smámynd: Odie

Mofi: Odie,Þú ert bara að leika þér með hugtök.
Nei, það skiptir höfuðmáli að lesa ekki í orðin eitthvað sem er ekki þar. Þrælahaldið sem tíðkaðist í kringum 1800 í t.d. Bandaríkjunum á ekkert skylt með þær reglur sem voru til um þræla í Ísrael fyrir þrjú þúsund árum síðan.

Nú ertu farin að segja lygasögu.  Þú skalt nú ekki fara að breyta sögulegum staðreyndum.   Það er enginn ástæða til að ætla að þrælahald hafi verið eitthvað betra í fortíðinni þar sem tíminn hefur afmáð ummerkin.  Litu að meðferð rómverja á þrælum í skipum sínum eða bara almennt.  Málið er bara að Ísraelsmenn skildu hvað það var að vera Þræll og settu því einhverjar reglur, hins vegar er ekkert sem bendir til að þetta hafi verið eitthvað ástvinasamband.  Þrælar gengu kaupum og sölum.   Þrælafjölskyldur voru slitnar í sundur.  Þó að þeir hafi sett sér nokkrar mannúðarreglur um meðferð þræla sinna þá er langt frá því að hægt sé að líta á þrælahald sem félagslega aðstoð eins og þú vilt gera.  

En þeir voru með rasisma.  Eitt gilti um Ísraelsmenn sem voru þrælar og alla hins vegar. 

Odie, 3.6.2010 kl. 16:18

44 Smámynd: Odie

Odie: En algóður guð sem er almáttugur myndi ekki láta okkur stela eða ljúga.
Mofi: Er gott að gera okkur að vilja lausum verum? 
 

Já því ekki, er það ekki útópían sem þú vilt búa í hvort sem er.   Ef þú veist ekki annað ertu þá viljalaus ?  

Mofi: Nei, öll þjóðin fylgist með þessum atburðum og var vitni að öllum níu plágunum. Það er tekið sérstaklega fram að Móse var í hávegum hafður hjá mörgum egyptum og þegar gyðingarnir fóru frá Egyptalandi fylgdu þeim hópur af fólki. Ég að minnsta kosti tel mig hafa góðar ástæður til að ætla að egyptar vissu af þessu með blóðið og gátu sloppið við þessa síðustu plágu. 

Þú býrð á internet öld!!!   Fáfrætt fólk hefði ekki haft minnsta skilning um hvað var í gangi eða að foringi þeirra væri orsök þess, eða að þau hefðu vald til að breyta neinu.  Þú hefur akkúrat engar ástæðu til að ætla að Egyptar vissu hvað átti að gera.  Það eina sem þú hefur er ekkert.  Því það stendur ekki og þess er ekki getið aðeins innantóm óskhyggja hjá þér.

P.s. ertu búin að átta þig á því hvað eldgosið á að vara okkur við ? 

Odie, 3.6.2010 kl. 16:29

45 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Það sem er merkilegast i þessum sögum um guð sem þið eruð ad ræða er ekki i sjálfu sér spurningin hvort hann sé góður eða vondur - það er hversu lítilfjörlegur, smámunasamur og ómerkilegur hann er.

Ef ég tryði eins og þú, Mofi, ad þessi litli fantur réði yfir lífi mínu og dauða þá væri ég svo sannarlega mjög mjög hræddur.

En til allrar hamingju er ekkert sem bendir til þess að svo sé - við getum því sofið rótt, það er jú enginn guð.

Brynjólfur Þorvarðsson, 4.6.2010 kl. 08:33

46 Smámynd: Mofi

Odie
Nú ertu farin að segja lygasögu.  Þú skalt nú ekki fara að breyta sögulegum staðreyndum.   Það er enginn ástæða til að ætla að þrælahald hafi verið eitthvað betra í fortíðinni þar sem tíminn hefur afmáð ummerkin.

Þetta eru ekkert sögulegar staðreyndir, þetta fer allt eftir því hvaða meiningu þú gefur orðunum. Reglurnar sem voru varðandi þræla segja mér að þetta voru reglur til að vernda fátæka, að gefa þeim möguleika á mat og húsaskjóli ef að viðkomandi var kominn í þannig vandræði. Þú vilt sjá þetta öðru vísi og verði þér að góðu.

Odie
Litu að meðferð rómverja á þrælum í skipum sínum eða bara almennt.

Þar mátti drepa þrælana án afleiðinga en að drepa þræl í Ísrael var alveg eins og að drepa frjálsan mann. Síðan ef að þræll slapp frá nágranna þjóð voru lögin þannig að það mátti ekki skila honum til baka.

Odie
Já því ekki, er það ekki útópían sem þú vilt búa í hvort sem er.   Ef þú veist ekki annað ertu þá viljalaus ?

Nei, ég vil hafa val frelsi, tel að það er kjarninn í tilveru okkar. Ef það er tekið frá okkur þá er í rauninni við ekki lengur til.

Mofi, 4.6.2010 kl. 09:39

47 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, reglur Biblíunnar um meðferð á þrælum eru ekkert einsdæmi. Þú berð saman við Rómverja, þeir voru lengi með þau lög að fjölskyldufaðir réði yfir lífi og limum allra fjölskyldumeðlima, dæmi um heiðursmorð á börnum eru þekkt frá lýðveldistíma. Að drepa þræla féll innan sama ramma.

Ill meðferð á heimilisþrælum var alltaf illa séð og á keisaratímum var búið að lögfesta ýmsa vernd á lífi og líkama þræla - en hugsanlega ekki allra þræla.

Það er að miklu leyti réttur skilningur hjá þér að ákveðnar tegundir þrælahalds var nokkurs konar atvinna fyrir lægra setta í þjóðfélaginu. Launuð vinna var mjög sjaldgæft fyrirbæri, annað hvort átti maður sjálfur sinn bissness eða maður var "þræll" í vinnu hjá öðrum. Þrælar í þannig kringumstæðum lifðu vernduðu lífi og fengu laun og höfðu sín frí. Enda var ekki óþekkt að menn seldu sig í þrældóm án sérstakrar nauðar. Kennarar og læknar hjá Rómverjum voru gjarnan þrælar, þeir voru vel menntaðir skattlandsbúar og seldu oft sjálfan sig eftir menntun. Með launum sínum gátu þeir síðan keypt sér frelsi og fengu um leið sjálfkrafa borgararétt eftir nokkurra áratuga þjónustu.

En aðrir flokkar þræla voru "óviljugir" þrælar, glæpamenn eða herfangar. Þessir þrælar voru taldir hættulegir, þeir voru settir í hættulega vinnu og líf þeirra hefur verið langt í frá skemmtilegt. Dæmi frá Palestínu gæti verið stærri landbúnaðarheildir ("ríkisreknar") á bronsöld og námuvinnsla ýmis konar.

Gyðingar voru auðvitað alltaf jaðarþjóð og áhrifasvæði biblíunnar mjög lítið, í Ísrael og Júdeu járnaldar hefur ekki verið mikið um þræla aðra en heimilsþræla, "atvinnuþræla". Lögvernd þeirra hefur verið siðferðilegt en ekki síður efnahagslegt atriði: Það er erfitt að fá "sjálfviljuga" þræla ef þeir hafa ekki rétt gagnvart lífi og limum.

Tegundir þrælahalds fór fyrst og fremst eftir efnahagslegum þörfum og öðrum kringumstæðum. Galeiðuþrældómur þótti t.d. ekki sérlega slæmur, þar var farið vel með menn og þótti mun betra en að vinna í námum eða landbúnaði. En þetta hékk jú saman með að galeiðuþrælar gátu komið frjálsri áhöfn skipsins í veruleg vandræði með því einu að neita að vinna.

Brynjólfur Þorvarðsson, 4.6.2010 kl. 11:23

48 Smámynd: Odie

Mér nægir alveg að lesa um meðferð Ísraelsmanna á herteknum borgum.  brenna fólk og drepa alla nema stúlkur sem voru hreinar meyjar.  Og allt var þetta gert í guðs nafni og vilja.  Að gera ráð fyrir að þræll ætti von á einhverju mikið betra er óskhyggja.  Ég er á því að meðferð þræla hafi svo sannarlega verið með mismunandi hætti, en að reyna að halda því fram að meðferð Ísraela á þrælum hafi verið eitthvað allt öðruvísi en annarra á þessum tíma er bara rugl.

Okkur nægir aðeins að fylgjast með meðferð þeirra á gettóbúum landa sinna. 

Odie, 4.6.2010 kl. 12:33

49 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ég er alveg sammála þér, Odie, en sögurnar í Biblíunni eru jú bara skáldskapur. Þessi voðaverk áttu sér (til allrar hamingju) aldrei stað.

Þegar lögbækur Gyðinga voru skrifaðar, á 7. og 8. öld fyrir okkar tímatal, var það undir miklum áhrifum frá Assýríumönnum. Margir hafa bent á líkindi milli sáttmálann milli Jahve og Ísraels í Biblíunni og milli assýríumanna og undirþjóða.

Lög eru alltaf sett til að bregðast við ástandi. Þegar Alþingi okkar til forna setti lög um hámarkslaun húskarla þá var það vegna þess að laun þóttu of há (frá bændum séð), af því getur maður ráðið að skortur hafi verið á vinnuafli. Lög spretta sem sagt ekki upp úr engu.

Það að Biblían setji ýmsar reglur um meðferð á þrælum sýnir að þörf hefur verið á slíkum reglum. Þótt siðferðileg sjónarmið hafi alltaf ákveðið vægi þá er heimurinn nú einu sinni þannig að það eru peningarnir sem ráða. Löggjafinn hefur því haft efnahagslega hagsmuni í huga þegar hann setur lög um verndun þræla.

Það er síðan auðvelt að sjá þessa hagsmuni, dæmigerður "stórbóndi" í Palestínu hefur haft nokkurn fjölda þræla sem voru mikilvægur hluti af vinnuafli hans og efnahagslegri stöðu. Lang hagkvæmast fyrir bóndann er að þrælarnir vinni sem best með sem minnstum tilkostnaði, t.d. við gæslu.

Það er sem sagt stórbóndanum sjálfum í hag að þrælarnir séu sæmilega sáttir, og til að tryggja almennan efnahagslegan stöðugleika eru settar almennar reglur um góða meðferð á þrælum.

Þrælarnir eru síðan margir "sjálfviljugir" þrælar (trúlega, þetta er vel þekkt annars staðar og oft eina leið fátækra). Hagkerfið verður því háð þrælum. Ef einstaka þrælahaldarar eru síðan algjör kvikindi sem berja og drepa þræla sína þá hefur það eyðileggjandi áhrif á efnahag alls samfélagsins.

Þar kemur ástæðan til að reglurnar eru settar til að byrja með: Einhverjir þrælahaldarar fara illa með þræla, en flestir telja eigin hagsmunum betur borgið ef allir fara þokkalega vel með þræla.

Þar sem Júdea og Ísrael voru aldrei sérstklega stór lönd miðað við nágranna þá er ekki sennilegt að þeir hafi haft stóra hópa hertekinna þræla. Glæpamenn hafa hugsanlega verið hnepptir í þrældóm og þá jafnvel seldir til staða þar sem þörf var á vinnuafli, t.d. koparnámurnar á Sínaí.

En langflestir ef ekki allir þrælar á áhrifasvæði Biblíunnar hafa verið það sem við myndum kalla heimilisþræla, þar sem hagur samfélagsins alls, og eignamanna sérstaklega, er að þeir séu þokkalega sáttir við kringumstæður sínar.

Brynjólfur Þorvarðsson, 5.6.2010 kl. 10:20

50 Smámynd: Mofi

Brynjólfur
Mofi, reglur Biblíunnar um meðferð á þrælum eru ekkert einsdæmi. Þú berð saman við Rómverja, þeir voru lengi með þau lög að fjölskyldufaðir réði yfir lífi og limum allra fjölskyldumeðlima, dæmi um heiðursmorð á börnum eru þekkt frá lýðveldistíma. Að drepa þræla féll innan sama ramma.

Ég er ekki að fatta hvaða punkt þú ert að koma með hérna. Reglur rómverja á þrælum og allar þeirra reglur og þá sérstaklega reglur um að fjölskyldufaðir réði yfir lífi fjölskyldumeðlima eru allt öðru vísi reglur en í Biblíunni.  Að drepa þræl var dauðasök eins og að drepa frjálsan mann.

Restin hljómaði vel...

Odie
Okkur nægir aðeins að fylgjast með meðferð þeirra á gettóbúum landa sinna.

Biblían er alveg skýr að Ísrael var ekki góð þjóð, nóg af virkilega vondu fólki þeirra á meðal.

Brynjólfur
Þegar lögbækur Gyðinga voru skrifaðar, á 7. og 8. öld fyrir okkar tímatal, var það undir miklum áhrifum frá Assýríumönnum. Margir hafa bent á líkindi milli sáttmálann milli Jahve og Ísraels í Biblíunni og milli assýríumanna og undirþjóða.

Þú talar eins og þú vitir þetta... mér finnst það alveg magnað! Þvílík trú!   Er virkilega málið að þú hefur lesið þessar bækur og komst að þeirri niðurstöðu að þær voru að ljúga öllu saman?

Mofi, 7.6.2010 kl. 13:03

51 Smámynd: Unknown

Mofi: "Þegar Guð framkvæmir þetta þá mun verða hópur sem ætti ekki að fá að lifa miðað við þennan dóm yfir illskunni. Ástæðan fyrir því að þetta fólk sleppur er vegna þess að Jesú keypti þeirra líf með sínum dauða. Réttlætinu fullnægt sem heimtar dauða yfir þeim sem myrtu, stálu eða lugu því að Jesú borgaði gjaldið fyrir þá."

Svona í alvöru?
Semsagt við því sem ég sagði þá segiru basicly að guð er það barnalegur að hann heimtar DAUÐA fyrir að einhver hafi stolið eða logið...hann hljómar eins og svolítið mikið jerk :S

Væri ekki einfaldara að búa okkur bara til þannig að við séum ekki að myrða ljúga og stela? Æi nei, við eigum bara skilið að deyja fyrir það að vera eins og hann býr okkur til...

Unknown, 8.6.2010 kl. 15:54

52 Smámynd: Mofi

Unknown, þetta er lausnin, leiðin til að búa til heim þar sem engin illska er. Einu skilyrðin til að fá aðgang að þeim heimi er að biðja um aðgang og gera sitt besta að gera gott en ekki vondt. Ég sé ekki að Guð er neitt ósanngjarn hérna.  Finnst þér þitt frjálsa val til að ákveða þetta fyrir sjálfan þig einskis virði?

Mofi, 9.6.2010 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband