Geta skilaboð orðið til án vitsmuna?

dna.jpgÉg hef spurningu til þeirra sem vilja útskýra lífið án vitsmuna og hún er þessi "Geta skilaboð orðið til án vitsmuna?". 

Skilaboð eru þannig að það eru búin til merki sem hafa meiningu og einhver annar getur skilið skilaboðin. Dæmi eru t.d. Morse kóði, skrifað bréf, útvarps útsending og fleira.

DNA er líka þannig dæmi af skilaboðum. Röð af táknum hefur ákveðna merkingu og það eru vélar sem skilja hvað hvaða röð af táknum þýðir.  

Að mínu mati er eina vísindalega og rökrétta svarið "nei". Aðeins vitsmunir geta búið til skilaboð.

Ef einhver kemst að þeirri skoðun að það er rétt að það þarf vitsmuni til að búa til skilaboð þá er hinn sami komin með góð rök fyrir tilvist hönnuðar og ég tel að líklegasti kandídatinn sé Guð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað Mofi... galdrakarl kom og galdraði allt dæmið upp...og þú færð extra líf í lúxus fyrir að trúa því..

The Secret Life Of Chaos; Þetta er í 6 hlutum... horfðu á þá alla
http://www.youtube.com/watch?v=HACkykFlIus

DoctorE (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 11:30

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Ef einhver kemst að þeirri skoðun að það er rétt að það þarf vitsmuni til að búa til skilaboð þá er hinn sami komin með góð rök fyrir tilvist Guðs, sá sem bjó til DNA.

Hann er líka kominn með 'góð' rök fyrir tilvist fljúgandi spagettískrýmslisins, Óðins (og allra hinna), Vishnu, Ra eða bara hvers sem sá hinn sami trúir á skv. þessari rökvillu þinni.

Það að vitsmunir séu nauðsynlegir til að búa til skilaboð (sem þú færir engin haldbær rök fyrir) sannar ekkert um hverjir þessir vitsmunir eru eða hver hefur þá. Þetta er fölsk valþröng enn einu sinni.

Egill Óskarsson, 3.3.2010 kl. 11:45

3 Smámynd: Arnar

Hvernig skilgreinirðu 'vitsmunir' og 'skilaboð'?

Alveg eins og DNA þá geta eindir, ljós, rafsegulbylgjur og bara hvað eina verið 'skilaboð' og við vitum að þarf ekki vitsmuni til að búa það allt til.

Arnar, 3.3.2010 kl. 11:56

4 Smámynd: Arnar

Og svo er ég sammála Agli, þótt niðurstaðan væri á þá leið að það þurfi vitsmuni til þess að mynda 'skilaboð' þá þýðir það ekki sjálfkrafa að guðinn þinn sé á bakvið þá vitsmuni.  Óteljandi margir möguleikar í boði.

Arnar, 3.3.2010 kl. 12:14

5 Smámynd: Mofi

DoctorE, nei, hönnuður sem notaði vitsmuni til að setja þetta saman. Þannig virkar þetta í dag og þannig er rökrétt að leysa svona mál. Það eru galdrar að láta skilaboð myndast án vitsmuna, það eru hin raunverulega trú á galdra.

Mofi, 3.3.2010 kl. 12:35

6 Smámynd: Mofi

Egill, hann er kominn með rök fyrir skapara en hvaða skapara er enn óleyst.

Mofi, 3.3.2010 kl. 12:36

7 Smámynd: Mofi

Arnar, skilaboð eru merki með ákveðna meiningu. Þarf tvo aðila til að koma sér saman um merkingu tákna. Þetta er t.d. skilaboð mín til þín og þú skilur þau af því að það er komið samkomulag um hvað þessi tákn þýða.

Ég er síðan ekki viss hvort að það sé góð hugmynd að láta sem að maður viti ekki hvað vitsmunir eru :)

Mofi, 3.3.2010 kl. 12:37

8 Smámynd: Arnar

Mofi:
Ég er síðan ekki viss hvort að það sé góð hugmynd að láta sem að maður viti ekki hvað vitsmunir eru :)

Alltaf gott að vita hvar þú dregur línuna, er myglu sveppur td. vitsmunavera?

Slime Design Mimics Tokyo's Rail System

Arnar, 3.3.2010 kl. 12:54

9 Smámynd: Mofi

Arnar, nei, ég myndi ekki álykta að myglusveppur er vitsmunavera. Lífverur hafa óneitanlega mismikla vitsmuni; ég myndi t.d. ekki halda að apar gætu sett saman Morse kóða svo dæmi sé tekið en þeir væru líklegri en náttúrulegir ferlar sem hafa ekki vott af vitsmunum.

Varðandi linkinn þá er hérna um að ræða hönnun á myglu sveppum; ég er ekki á því að þarna er inn í þeirra heila, þeir að hugsa upp leiðir til að gera eitthvað heldur er þetta byggt inn í þá. 

Mofi, 3.3.2010 kl. 13:02

10 identicon

nei, ég myndi ekki álykta

ég myndi t.d. ekki halda

 ég er ekki á því að

Og eru þetta rök fyrir einhverju?

Cicero (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 13:41

11 Smámynd: Mofi

Cicero, nei, þetta eru mín svör við þessum spurningum og aðalega í formi staðhæfinga. Ég bjóst ekki við að menn væru ósammála því sem ég sagði en er alveg til í að rökræða það.

Mofi, 3.3.2010 kl. 14:05

12 Smámynd: Arnar

Sveppir hafa reyndar engan heila, amk. ekki svona miðlægan.

En þarna var þá sem sagt óvitsmunaleg vera að gera vitsmunalega hluti, eitthvað sem tók marga lærða verkfræðinga til að gera.

Hvernig geturðu þá sagt að það þurfi vitsmuni til að búa til 'skilaboð'?

Jú kannski; það voru vitsmunir sem 'hönnuðu' þetta óvitsmunalega sem gerði því kleyft að gera eitthvað vitsmunalegt, en þar sem þú villt meina að það séu vitsmunir á bakvið allt þá getur allt búið til 'skilaboð'.

Hvað segirðu þá um helmingunartíma geislavirkra efna?  Það liggja ákveðis 'skilaboð' í því sem hægt er að nota í margvíslegum tilgangi.  Eru vitsmunir þar á bakvið, ég segi nei.

Arnar, 3.3.2010 kl. 14:09

13 Smámynd: Egill Óskarsson

hann er kominn með rök fyrir skapara en hvaða skapara er enn óleyst.

 Viltu þá ekki taka þessa línu út eða allavega breyta henni úr upprunalega póstinum:

þá er hinn sami komin með góð rök fyrir tilvist Guðs

Egill Óskarsson, 3.3.2010 kl. 14:38

14 identicon

Þetta er svo sannarlega byltingarkennd vísindaleg niðurstaða sem þú hefur þarna dottið niður á. Næsta skref hjá þér hlýtur að vera að fá hana birta í ritrýndum fræðitímaritum ásamt rannsóknargögnum. Ég held svei mér þá að þú hljótir að fá Nóbelinn fyrir þetta!

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 14:49

15 Smámynd: Mofi

Arnar, þarna var lífvera að gera það sem hún var hönnuð til að gera. Ertu með einhver dæmi þar sem skilaboð voru búin til og vitsmunir voru ekki á bakvið það?

Mofi, 3.3.2010 kl. 14:50

16 Smámynd: Mofi

Egill, rök fyrir hönnuði geta verið framlengd á rökréttan hátt yfir í tilvist Guðs. Það er auka skref en samt það skref sem miljónir hafa gert út frá hönnun í náttúrunni. Skal samt gera þetta skýrar, það er alveg gildur punktur.

Mofi, 3.3.2010 kl. 14:52

17 identicon

 Ég bjóst ekki við að menn væru ósammála því sem ég sagði en er alveg til í að rökræða það

Það er mitt álit að þetta sé ekki rétt hjá þér

Frekari rökræða er tilganglaus enda ekki hægt að rökræða við mann hver einu rök eru hans eigin skoðanir í formi staðhæfinga

Cicero (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 14:54

18 Smámynd: Mofi

Birgir, já, sammála :)   Það eru að minnsta kosti engin góð rök sjáanleg fyrir því að þetta er ekki vísindaleg niðurstaða út frá gögnunum. Ekki sönnun fyrir að það sé rétt enda eiga vísindin ekki að vera með einhvern endanlega sannleika.

Mofi, 3.3.2010 kl. 14:54

19 Smámynd: Mofi

Cicero, þetta snýst vonandi ekki allt saman um að koma mér á ákveðna skoðun heldur líka að aðrir sem lesa sjái mótrök.

Mofi, 3.3.2010 kl. 14:56

20 Smámynd: Arnar

Mofi:
Ertu með einhver dæmi þar sem skilaboð voru búin til og vitsmunir voru ekki á bakvið það?

Já, í seinni hluta athugasemdar minnar sem þú svaraðir ekki.

12 Smámynd: Arnar

Sveppir hafa reyndar engan heila, amk. ekki svona miðlægan.

En þarna var þá sem sagt óvitsmunaleg vera að gera vitsmunalega hluti, eitthvað sem tók marga lærða verkfræðinga til að gera.

Hvernig geturðu þá sagt að það þurfi vitsmuni til að búa til 'skilaboð'?

Jú kannski; það voru vitsmunir sem 'hönnuðu' þetta óvitsmunalega sem gerði því kleyft að gera eitthvað vitsmunalegt, en þar sem þú villt meina að það séu vitsmunir á bakvið allt þá getur allt búið til 'skilaboð'.

Hvað segirðu þá um helmingunartíma geislavirkra efna?  Það liggja ákveðis 'skilaboð' í því sem hægt er að nota í margvíslegum tilgangi.  Eru vitsmunir þar á bakvið, ég segi nei.

Arnar, 3.3.2010 kl. 14:09

Arnar, 3.3.2010 kl. 15:08

21 identicon

Cicero, þetta snýst vonandi ekki allt saman um að koma mér á ákveðna skoðun heldur líka að aðrir sem lesa sjái mótrök.

Það eru ekki til nein mótrök gegn staðhæfingum byggðum á persónulegum skoðunum

Cicero (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 15:18

22 Smámynd: Mofi

Arnar, við höfum engar ástæður til að ætla að þessir sveppir voru þarna að gera eitthvað sem er eins og það er forritað í þá. Þeir voru þarna ekki heldur að búa til nein skilaboð svo ennþá vantar dæmi.

Varðandi helmningunartíma geislavirkra efna þá eru það ekki skilaboð heldur einhver að lesa í náttúrulegt ferli. Menn geta auðvitað lesið hvað sem þeir vilja úr umhverfinu en það er stór eðlismunur á því og þinni athugasemd þar sem þú raðaðir táknum ( stöfum ) í ákveðna röð sem hafði meiningu fyrir mig af því að við báðir skiljum merkin á sama hátt.

Mofi, 3.3.2010 kl. 15:41

23 Smámynd: Arnar

Og afhverju heldurðu að uppröðun DNA sé ekki náttúrulegt ferli sem 'einhver' les meiningu úr?

Þú setur dæmið upp þannig að 'skilaboð' eru bara eitthvað sem menn búa til (Morse kóði, skrifað bréf, útvarps útsending og fleira) og líkir því svo saman við DNA.  Sem er svona svipuð rökfærsla og að segja að fyrst það kemur ljós þegar við kveikjum á kertum og hleypum rafstraumi á ljósaperur þá hljóti sólinn að hafa orðið til með svipuðum hætti og kerti og ljósaperur.

Arnar, 3.3.2010 kl. 16:06

24 Smámynd: Mofi

Arnar, það eru nefnilega vélar sem lesa táknin sem eru á DNA; þetta er eins og skilaboð. Einhver er búinn að ákveða hvaða röð af táknum þýðir hvað.  Ég set dæmið þannig upp að það þarf vitsmuni til að raða saman táknum í skilaboð með einhverja meiningu.

Hvernig heldur þú að ákveðin röð af merkjum í DNA fékk ákveðna þýðingu?

Mofi, 3.3.2010 kl. 16:14

25 identicon

Þú ert ekki ID sinni Mofi, þú ert sköpunarsinni - trúir á sköpunarsögu biblíunnar

Þú notar þetta síðan sem rök fyrir þeirri trú þinni.

Það er svona svipað og ef við fyndum spor í sandi eftir mannsfót, þú myndir síðan sækja Einar frænda þinn og segja "sjáið, einar frændi er með svona fót, þessi spor hljóta að vera eftir hann"

Það að þú sjáir merki hönnunar á einhverju þá er það ekki á nokkurn hátt staðfesting á þinni trú á guð gyðinga

Og það er enginn sem útilokar með öllu þann möguleika að um einhverskonar vitsmuni sé um að ræða (þó mönnum finnist það kannski mis ólíklegt)

Ekkert af þessu er því á nokkurn hátt staðfesting eða rök fyrir þinni sköpunartrú og er af þeim ástæðum ekkert líkleg til að sannfæra neinn trúlausan um gildi þinnar trúarsannfæringar

Cicero (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 16:31

26 Smámynd: Arnar

Ég er ekki líffræðingur svo _ég_ veit ekki hvernig ákveðnar raðir í DNA fengu ákveðnar merkingar.  En mér finnst líffræðingar koma með mjög góðar útskýringar og þótt þeir geti ekki útskýrt _allt_ þá eru þeirra rök studd af gögnum, rannsóknum og öðrum rökum sem eru svo aftur studd af gögnum, fleirri rannsóknum og en þá fleirri rökum sem eru studd af gögnum, miklu fleirri rannsóknum og rökum.. etc.

Mofi:
Ég set dæmið þannig upp að það þarf vitsmuni til að raða saman táknum í skilaboð með einhverja meiningu.

Afhverju, af því að það er svo ógeðslega flókið?  Sem forritari, brýturðu aldrei stór vandamál niður í smærri viðráðanlegri parta?

Skemmtilegt og fróðlegt video frá cdk007 þar sem hann útskýrir tilurð gena með náttúrulegu vali;

The Origin of the Genetic Code

Útskýrir vel hvernig þetta gat byrjað smátt og einfalt og undið upp á sig með tímanum, köllum það þróun.  Allt byggt á rannsóknum og gögnum.

Arnar, 3.3.2010 kl. 16:55

27 Smámynd: Mofi

Cicero, ef einhver trúir á Guð þá er það stórt skref að mínu mati í rétta átt.

Arnar,þetta er ekkert leyst vandamál hjá líffræðingum; langt frá því og verður aldrei leyst án vitsmuna.

Mofi, 3.3.2010 kl. 17:12

28 Smámynd: Arnar

Enda tók ég það fram.

En, þeir hafa amk. eitthvað meira heldur en: 'þetta er svo svakalega flókið og við vitum að allt sem er flókið hlýtur að hafa verið búið til af vitsmunum og einu vismunirnir sem gætu hugsanlega búið til eitthvað svona flókið er guð.'.

Það kallast trú (í þröngum skilningi orðsins).

Arnar, 3.3.2010 kl. 17:24

29 identicon

Þetta endar algerlega hjá þér Mofi með; Hver hannaði hönnuðinn og hver hannaði hönnuð hönnuðarins etc etc etc... það gengur ekki upp að segja bara að hann hafi alltaf verið til

DoctorE (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 18:29

30 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mófi,

Ég var að átta mig á hvað rekur mig áfram til að reyna að opna augu þín fyrir villu þinni.  Mig langar að gefa þér frelsi, sjálfsvirðingu, heiðarleika og virðingu fyrir sannleikanum.  Þú veist ekki hvers þú ert að fara á mis.

Theódór Gunnarsson, 3.3.2010 kl. 22:27

31 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Og athugaðu það, að ef við trúleysingjrnir höfum rétt fyrir okkur, þá er þetta líf sennilega það eina sem þú færð.  Ætlarðu að sólunda því í þessa fáránlegu dellu?

Theódór Gunnarsson, 3.3.2010 kl. 22:39

32 Smámynd: Mofi

Arnar
En, þeir hafa amk. eitthvað meira heldur en: 'þetta er svo svakalega flókið og við vitum að allt sem er flókið hlýtur að hafa verið búið til af vitsmunum og einu vismunirnir sem gætu hugsanlega búið til eitthvað svona flókið er guð.'

Nei, þetta er spurning um hvert vandamálið er og hver er þekkt leið til að leysa vandamálið. Vitsmuna verur geta gert þetta og við vitum hvernig. Þetta er þekking, að náttúrulegir ferlar sem hafa enga vitsmuni geta gert þetta er algjörlega trú án gagna.

Mofi, 4.3.2010 kl. 09:40

33 Smámynd: Mofi

DoctorE
Þetta endar algerlega hjá þér Mofi með; Hver hannaði hönnuðinn og hver hannaði hönnuð hönnuðarins etc etc etc... það gengur ekki upp að segja bara að hann hafi alltaf verið til

Hann verður að hafa alltaf verið til, það er eitthvað sem við getum ályktað út frá okkar þekkingu á alheiminum því að gögnin benda til þess að hann og tíminn sjálfur hafði byrjun, sem þýðir að hvað sem orsakaði hann verður að vera fyrir utan tíma.

Mofi, 4.3.2010 kl. 09:41

34 Smámynd: Mofi

Theódór
Mig langar að gefa þér frelsi, sjálfsvirðingu, heiðarleika og virðingu fyrir sannleikanum.  Þú veist ekki hvers þú ert að fara á mis.

Ég sé ekkert slíkt í guðleysi. Ég sé enga ástæðu til að halda að þessir eiginleikar eru til ef að Guð er ekki til.  Ég hef mjög góða ástæðu til að vera heiðarlegur því að ljúga er synd og enginn lygari erfir eilíft líf.

Theódór
Og athugaðu það, að ef við trúleysingjrnir höfum rétt fyrir okkur, þá er þetta líf sennilega það eina sem þú færð.  Ætlarðu að sólunda því í þessa fáránlegu dellu?

Þá mun ég lifa því í von en ekki vonleysi. Þá mun ég lifa því með tilgang en ekki tilgangsleysi.  Ég síðan veit ekki um neitt fáránlegra en að láta upplýsingakerfi, forritunarmál og flóknar vélar verða til án vitsmuna. Það er einfaldlega órökrétt og ég hef engan veginn næga trú til að trúa einhverju sem fer svona algjörlega á móti gögnum og rökhugsun.

Mofi, 4.3.2010 kl. 09:45

35 identicon

Hvernig getur þú bara sagt: Hann var alltaf til, fyrir utan tíma og rúm... það er algerlega augljóst að slík hugmynd er svo langtum langsóttari en það að líf, það sem þarf til að líf verði til hafi allaf verið til.
Ef þú hefur horft á þáttinn sem ég bent þér á þá sérðu að það er ekkert langsótt.. alls ekki, liggur eiginlega ljóst fyrir.

Hversu langsótt er það að hér hafi verið galdrakarl fyrir utan tíma og rúm..og hafi síðan galdrað allt dæmið upp, farið og talað við einhverja dúda aftan úr fornöld, skrifað bók í gegnum þá... sendir síðan son sinn, sem er hann sjálfur til að fyrirgefa mönnum fyrir það sem þeir eru saklausir af, þá komist þeir í eilífa alsæli

DoctorE (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 09:52

36 Smámynd: Mofi

DoctorE, málið er að hvað sem orsakaði alheiminn verður að vera fyrir utan alheiminn. Þar sem tíminn sjálfur var ekki alltaf til heldur hafði byrjun þá verður hvað sem orsakaði tíman að vera fyrir utan tíma. Þetta er ekki langsótt heldur rökrétt og jafnvel nauðsynlegt út frá gögnunum.

Mofi, 4.3.2010 kl. 10:08

37 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Ég skil.  Þú ert með öðrum orðum að staðfesta að þú álítir alla sem ekki eru trúaðir á guðinn þinn siðlausa og óheiðarlega.  Ekki satt?  Þú álítur semsagt að þú sért betri maður en ég, vegna þess að þú trúir í blindni á guðinn þinn og ert þar af leiðandi siðaðri en ég.  Ekki satt?

Theódór Gunnarsson, 4.3.2010 kl. 10:49

38 Smámynd: Mofi

Theódór, nei, hvernig eiginlega fórstu að því að lesa það út úr þessu?

Mofi, 4.3.2010 kl. 11:00

39 identicon

Það er himnaleikfimi að segja að einhver gaur hafi verið fyrir utan tímann Mofi.

Ég veit vel að þú veist þetta sjálfur, ég veit vel að þú lalala'ar yfir rödd skynseminnar í hausnum á þér; Það er jú það sem flest trúarrit kenna, ekki hugsa, það er búið að hugsa fyrir þig; Ekki taka sjálfstæðar ákvarðanir, það er búið að taka þær fyrir þig; Þú færð verðlaun ef þú trúir bók X.

En veistu hvað Mofi, ef einhver guð er til þá er það kristaltært að hann mun ekki sækjast eftir félagsskap við menn sem hlaupa á eftir einfeldningslegum ævintýrasögum; Hann mun ekki eltast við ass-kissers.

Ef við tökum Einstein á þetta, heldur þú að hann hefði sóst eftir að vera í félagsskap við vanvita sem vilja ekki hugsa... bara segja já við öll sem maður segir... vill einhver vera í samskiptum við fólk sem segir bara já við öllu sem maður segir og dýrkar mann að auki... segi já við hvaða vitleysu sem maður segir... ekkert hefur áhrif á dýrkun þeirra... slíkar manneskjur eru fáránlegar Mofi.
2 + 2 = 10; Yes master þú ert bestur
2 + 2 = úgga búgga; Yes yer uber kewlness, fæ ég verðlaun núna... ekki lemja mig.

Sorry mofi en þú ert að draga meintan guð niður á plan fáfræði og heimsku; Það er mergur málsins

DoctorE (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 11:06

40 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Mig langar að gefa þér frelsi, sjálfsvirðingu, heiðarleika og virðingu fyrir sannleikanum.  Þú veist ekki hvers þú ert að fara á mis.

Ég sé ekkert slíkt í guðleysi. Ég sé enga ástæðu til að halda að þessir eiginleikar eru til ef að Guð er ekki til.  Ég hef mjög góða ástæðu til að vera heiðarlegur því að ljúga er synd og enginn lygari erfir eilíft líf.

Er hægt að skilja þetta öðruvísi?

Theódór Gunnarsson, 4.3.2010 kl. 11:07

41 Smámynd: Mofi

Theódór, ég er ekki að tala um að ég sjái slíkt í guðleysingjum heldur að ef Guð er ekki til þá eru þessir hlutir bara tálsýn, afurð tilviljanakenndrar þróunnar. Það hefði alveg eins getið verið þannig að þróunin hefði getað látið okkur líta á sjálfselsku og getuna að ljúga vel sem grunninn að sjálfsvirðingu svo dæmi sé tekið.

Guðleysingjar eru auðvitað Guðs börn eins og allir menn og þar af leiðandi með grundvallar þekkingu á réttu og röngu þó að oftast er ágreiningur um hin og þessi atriði.

Mofi, 4.3.2010 kl. 11:25

42 Smámynd: Arnar

Við ættum greinilega að þakka guði fyrir að Mofi trúir á hann, því án boða og banna biblíunar væri Mofi greinilega algerlega siðlaus (samkvæmt hans eigin orðum).

Arnar, 4.3.2010 kl. 11:25

43 Smámynd: Arnar

Mofi:
Það hefði alveg eins getið verið þannig að þróunin hefði getað látið okkur líta á sjálfselsku og getuna að ljúga vel sem grunninn að sjálfsvirðingu svo dæmi sé tekið.

Hefið alveg eins.  Þróun hefði alveg eins getað 'látið' okkur vera græn, þróun hefði hitt og þetta.  Allt 'hefði getað gerst' kemur málinu bara ekki við og gerir lítið annað en rugla umræðuna.

Náttúrulegt val er hinsvegar ekki hrifinn af svona 'hefði' hitt og þetta og sigtar því út þá eiginleika sem koma hópnum best.

Hef lesið nokkrar greinar þar sem þróun siðferðis er bara nokkuð vel rökstudd og aðrar greinar þar sem það er bennt á að svipað 'siðferði' fyrir finnist hjá dýrum, td. öpum.  Það passar ágætlega við sameiginlegan forföður.

Arnar, 4.3.2010 kl. 11:30

44 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Nákvæmlega.  Við skulum hætta að andskotast í honum.  Við vitum ekki hvað við gætum leyst úr læðingi.  Kanske er hann einmitt svona trúaður vegna þess að hann finnur fyrir miklum þrýstingi.

Theódór Gunnarsson, 4.3.2010 kl. 11:32

45 Smámynd: Mofi

Arnar
Við ættum greinilega að þakka guði fyrir að Mofi trúir á hann, því án boða og banna biblíunar væri Mofi greinilega algerlega siðlaus (samkvæmt hans eigin orðum

Nei og ef þú getur ekki verið heiðarlegur þá skaltu vera annars staðar.

Mofi, 4.3.2010 kl. 11:49

46 Smámynd: Arnar

Er það nú orðið óheiðarlegt að benda á þín eigin orð?

Arnar, 4.3.2010 kl. 11:57

47 Smámynd: Mofi

Arnar, þú bentir ekki á mín orð.  Ég sagði síðan að ég liti ekki á guðleysingja sem óheiðarlega.

Mofi, 4.3.2010 kl. 12:06

48 identicon

Mofi hefur margoft sagt það að án guðs sé ekki nein ástæða til að vera almennilegur maður, rétt eins og margir kristnir hafa sagt að án guðs sé ekki nein ástæða til að nauðga ekki, myrða ekki...

Engin verðlaun = Enginn guð..

DoctorE (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 12:08

49 Smámynd: Einnar línu speki

Ég lít orðið á trúaða sem geðsjúklinga...

Einnar línu speki, 4.3.2010 kl. 12:10

50 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Já, eins og ég benti Mofa á nýlega, þá álít ég að hann sé að sverta málstað trúaðra.  Það fara bara um mann einhver ónot.  Það er eitt að vera trúaður, en allt annað að vera Mofi.

Theódór Gunnarsson, 4.3.2010 kl. 12:18

51 identicon

Mofi... þú hefur sagt það hér oftar en einusinni að ef þú værir ekki trúaður þá sæir þú líklega enga ástæðu til þess að líta á samborgara þína sem annað en safn mismunandi efna sem hafa engan tilgang og engin ástæða sé að taka tillit til...

Sannarlega hræðilegt viðhorf

Cicero (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 12:25

52 Smámynd: Arnar

Nei, ég gerði það ekki en Theódór gerði það og ég var að svara hans athugasemd.

Hvað á maður annars að halda þegar þú hefur margsinnis sagt að án guðs séu engar reglur.  Og hér á ofan sagðirðu að ef guð væri ekki til þá væru eiginleikarnir sem Theódór taldi upp tálsín og þú hefðir enga ástæðu til þess að ætla að þeir væru til án guðs.

En ég viðurkenni að þetta var alveg á svipuðum nótum og að spyrja "Ertu hættur að berja konuna þína?".

En, til að 'sanna' að siðferði og 'allt gott' komi frá guði þarftu að sýna fram á að trúleysingjar búi ekki yfir þessum eiginleikum. 

Ef svarið er þá 'guð setti þessa eiginleika í alla' og þess vegna geta trúleysingjar líka verið siðprúðir og góður þá getum við (trúleysingarnir) útskýrt það sama með sameiginlegum forföður, samfélagsþróun og örugglega einhverju fleirra.

Munurinn er bara að 'guð gerði það' er byggt á trú en hitt á rannsóknum.

Arnar, 4.3.2010 kl. 12:26

53 Smámynd: Sigurður Rósant

Það má vel vera, Mofi, að eitthvað sem við köllum "guð" hafi alltaf verið til vegna þess að engir "vitsmunir" orsökuðu það.

En eitt er víst í mínum huga og þarf ekki mikla vitsmuni til að átta sig á því:

  • Þessi "guð" er alveg saklaus af öllum þeim verkum sem bendluð eru við hann í svokölluðum "helgiritum" trúaðra.

Sigurður Rósant, 4.3.2010 kl. 12:27

54 identicon

Þegar guð myrðir þá er það af kærleika og miskunn... það segja trúaðir, Mofi segir þetta; Þegar guð myrðir börn þá er það ekki morð.

Þið hin sem eruð skráð sem kristin skulið spá í þessu; Er það morð þegar guð murkar lífið úr smábörnum, er það morð þegar guð segir mönnum að skera þungaðar eiginkonur vantrúaðra á kvið, rífa úr þeim fóstrin og berja við stein.

Þegar þið eruð skráð í kristni þá eruð þið að samþykkja þetta,  segja að þetta sé í góðu lagi.

DoctorE (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 12:49

55 Smámynd: Theódór Norðkvist

Viðmælendur Halldórs standa sig vel við að sanna að skilaboð geti orðið til án vitsmuna. Spurning hvort maður ætti að taka athugasemdir þeirra sem sönnun á því.

Theódór Norðkvist, 4.3.2010 kl. 13:17

56 Smámynd: Mofi

Cicero
Mofi... þú hefur sagt það hér oftar en einusinni að ef þú værir ekki trúaður þá sæir þú líklega enga ástæðu til þess að líta á samborgara þína sem annað en safn mismunandi efna sem hafa engan tilgang og engin ástæða sé að taka tillit til...

Sannarlega hræðilegt viðhorf

Ég sagði að út frá guðleysi, út frá þróun þá erum við aðeins samansafn af efnum.  Allar hugmyndir um rétt og rangt verða ákvörðun hvers og eins.  Menn hafa fært rök fyrir því að nauðgun sé í lagi af því að það er aðeins hluti af okkar líffræðilegu þróun, sjá: Er rangt að nauðga eða það innbyggt í okkur af þróuninni?

Ég er ekki að segja að allir guðleysingjar eru á þessari skoðun en svona geta guðleysingjar hugsað vegna þess grunns sem hann byggir á.

Mofi, 4.3.2010 kl. 13:28

57 Smámynd: Mofi

Arnar
Hvað á maður annars að halda þegar þú hefur margsinnis sagt að án guðs séu engar reglur.  Og hér á ofan sagðirðu að ef guð væri ekki til þá væru eiginleikarnir sem Theódór taldi upp tálsín og þú hefðir enga ástæðu til þess að ætla að þeir væru til án guðs.

Það er líka mín skoðun að þessir eiginleikar væru tálsýn einhverra dýra sem tilviljanir og lífs baráttan hefði búið til.  Það þýðir ekki að guðleysingjar hugsi þannig heldur að það er rökrétt út frá þeirra heimsýn og margir guðleysingjar hafa fært rök fyrir því. Frjáls vilji er t.d. eitt þannig dæmi, eitthvað sem Kristinn fjallaði um fyrir nokkru, sjá: Frjáls vilji sem afleiðing af "random"

Arnar
En, til að 'sanna' að siðferði og 'allt gott' komi frá guði þarftu að sýna fram á að trúleysingjar búi ekki yfir þessum eiginleikum

Nei, því það kemur málinu ekki einu sinni við. Auðvitað geta guðleysingjar verið mjög heiðarlegir, aldrei nokkur tíman haldið einhverju öðru fram.  Stórfurðulegt að geta ekki aðgreint þetta tvennt. Hugmyndafræðilegan grunn til að álykta út frá og síðan hverjar skoðanir einstaklinga eru.

Mofi, 4.3.2010 kl. 13:33

58 Smámynd: Mofi

Theódór Norðkvis, takk fyrir heimsóknina og vingjarnlega athugasemd. Ég skil vel aðra kristna að hafa ekki áhuga á að fylgjast með. Samt svekkjandi því að ég tel þetta vera mjög forvitnilegt efni.

Samt já, þeir verða að "side trakka" þetta því að enginn getur svarað spurningunni sem ég kom með. Mætti orða hana á annan hátt "getur þú gefið mér dæmi um skilaboð sem kom ekki frá vitsmuna veru?"

Mofi, 4.3.2010 kl. 13:36

59 identicon

En Mofi ég sendi þér slóð á þátt "The secret life of chaos"...

Þú horfir ekki á hann, er það nokkuð...

Hér er hann aftur, settur í playlist og alles, bara fyrir þig
http://doctore0.wordpress.com/2010/01/16/the-secret-life-of-chaos/


DoctorE (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 13:56

60 Smámynd: Mofi

DoctorE, byrjar vel; forvitnilegt.  En ertu með svar?

Mofi, 4.3.2010 kl. 14:20

61 identicon

Mofi vs. Sanity..........Who will win.........grín, ég er kannski ekki sammála þér en ég dýrka að lesa bloggin þín Mofi.

CrazyGuy (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 14:36

62 Smámynd: Mofi

CrazyGuy, ég held að ég vinni, sanity is overrated! :)

Síðan eins og Theódór Norðkvist benti á, ef guðleysingjar vinna þetta þá hafa þeir sýnt að þeir hafa enga vitsmuni en gátu samt búið til skilaboð 

Að vísu gætu þeir sagt að ég hafi sýnt fram á þetta með mínum skilaboðum :/

Mofi, 4.3.2010 kl. 15:03

63 identicon

Bakteríur hafa enga vitsmuni.. en senda skilaboð... amk sumar tegundir af þörungum senda skilaboð... zero vitsmunir; Fullt af lífverum með zero vitsmuni senda skilaboð....

DoctorE (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 15:09

64 Smámynd: Arnar

Greining á litrófi ljóss sem skín í gegnum fjarlægar stjörnuþokur segir okkur til um efnasamsetningu stjörnuþokunar.  Ljósið inniheldur 'skilaboðin' og það þurfti enga 'vitsmuni' til að búa skilaboðin til.

Arnar, 4.3.2010 kl. 15:15

65 Smámynd: Mofi

DoctorE, vegna þess þessar lífverur eru hannaðar þá geta þær þetta.

Arnar, ég sé enga góða leið til að segja þetta án þess að vera dónalegur en þetta er einfaldlega heimska. Ef þú sérð ekki grundvallar muninn á þessu og t.d. bréfi þá ertu ekki viðræðuhæfur.

Mofi, 4.3.2010 kl. 15:39

66 Smámynd: Arnar

Og þú berð saman bréf og DNA :)

Arnar, 4.3.2010 kl. 15:57

67 identicon

Þetta er ágætis hugleiðing Mofi og laus við biblíumengun. 

Allt sem á sér stað í tilverunni er birting á þeim eiginleikum sem tilveran inniheldur og þar með talið vilji, vit og vitsmunir.

Það skiptir í raun engu máli hverjum menn trúa eða trúa ekki, hlutirnir eru bara eins og þeir eru.  Ef menn kjósa að trúa á almáttugan skapara himins og jarðar, þá er það ekkert verra eð vitlausara en að kjósa að trúa því ekki.

Kannski erum við eins og persónur í sögubók sem eiga ekki nokkurn möguleika á því að skilgreina uppruna sinn eða tilvist og eru fullkomlega háðir því að bókin sé lesin.... annars ekkert.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 16:24

68 Smámynd: Mofi

Arnar
Og þú berð saman bréf og DNA :)

Af því að þau eru í grundvallar atriðum eins, veistu það ekki? Ertu ósammála því að bréf og DNA eru eins að því leiti að þarna er búið að raða saman táknum sem hafa meiningu?

Ólafur í Hvarfi, takk :)     áhugaverð pæling með sögubókina, aðhyllist hana ekki sjálfur nema að því leiti að ég trúi að Guð uppheldur raunveruleikanum og ef Hann "nennti" ekki lengur að viðhalda raunveruleikanum þá hyrfi raunveruleikinn í tómið.

Mofi, 4.3.2010 kl. 16:42

69 Smámynd: Vendetta

Mofi: Lífverur hafa aldrei verið hannaðar. Þær þróuðust yfir milljónir ára. DNA og RNA hefur að sjálfsögðu líka þróazt og er ennþá að gera það. Það var enginn sem í upphafi alda skapaði eða hannaði DNA.Svona DNA-umræða eins og þú hefur er ekkert nýtt meðal aðventista. Greinar um DNA koma alltaf við og við í Watchtower-blaðinu og alltaf byggðar á röngum forsendum og uppgerðum tilvitnunum.Rökfærsla Votta Jehóva (VJ) er þannig:1.    Þróunarsinnar segja líf (og þar með RNA/DNA) hafi orðið til fyrir slysni2.    DNA er svo flókið að það getur ekki hafa orðið til fyrir slysni3.    Ergo: Það hlýtur að hafa verið hannað (af Jehóva).Staðhæfing 1 er röng. Staðhæfing 2 er rétt. Niðurstaða (3) er þess vegna röng. Svona rökfærsla (Rangar forsendur eða lygi - Sannleikur - Röng ályktun) er í ætt við máltækið: Það er hentugast að fela lygi milli tveggja sannleika (A lie is most conveniently hidden between two truths), sem allir stjórnmálamenn eru vel kunnugir.Og það er alveg sama hve oft líffræðingar leiðrétta VJ og segja, að ekkert í þróun lífsins sé slysni eða tilviljun, heldur rökrétt afleiðing á náttúrulegu vali, þá láta VJ sér ekki segjast. Því að VJ hlusta ekki á fólk sem er ekki sammála þeim. Og í þessu tilfelli leggja þeir meira að segja líffræðingum orð í munn, eitthvað sem líffræðingar hafa aldrei haldið fram. (Að því leyti líkjast VJ blaðasnápum DV).Því að VJ halda, að það sem sem stendur í biblíunni sé satt ==> því að biblían er guðs orð ==> því að það stendur í biblíunni ==> því að það sem stendur í biblíunni er sannleikur ==> því að biblían er guðs orð .... o.s.frv.Svona hringalógík minnir á óendanlega lykkju í tölvuforriti og er álíka skilvirk.

Vendetta, 4.3.2010 kl. 16:51

70 Smámynd: Vendetta

Því miður hurfu öll greinarskilin og sum stafabil í athugasemd minni, en vona, að menn geti lesið það án þess að þeim sundli.

Vendetta, 4.3.2010 kl. 16:57

71 identicon

Þessi umræða sem sem fer fram hér á bloggi Moffa er algerlega ótrúleg og reyndar vita gagnslaus. Það er engin leið að nokkur geti komið vitinu fyrir Mofa hann er fastur í sinni trú og slær höfðinu bara harðar í biblíuna eftir því sem mótrökin verða meiri og betri. Mín afstaða er sú að við sem vitum að þróun á sér stað eigum að frysta Moffa og svara honum engu og láta hann einan um þessa pistla sína. Ég veit að mörgum sem skrifa hér á síðu Moffa mun finnast þetta erfitt þar sem skrif hans eru aðeins skrumskæling á sannleikanum og mörgum finna þeir knúinn til þess að leiðrétta ruglið. Umræða sem þessi er ekki til neins gagns og aðeins framkvæmd af sköpunarsinnum til þess að auglýsa hugmyndir sínar og kannski ná að veiða einn og einn guðhræddan til þess að trúa vitleysunni.

Áróðursbragð sköpunarsinnar er að setja upp sínar skoðanir til jafns við þróunarfæðina eins og þetta tvennt sé bæði vísindi. Hinsvegar er það klárt að sköpunarvísindi er engin vísindi heldur trúarbrögð. Þegar Moffi segir svo oft að gögnin sýni eitthvað er hann að tala um biblíuna, það eru gögnin. Og þar sem þekkinguna skortir til þess að leysa vísindalega spurningu þá eru rannsóknir óþarfar hjá sköpunarsinnum þeir setja bara guð inn sem lausnina. Það væri mjög þægilegt, tímasparandi og ódýrt ef alvöru vísindi gætu unnið á þennan hátt. Sköpunar sinnar safna ekki neinum gögnum, heldur lesa gamlar vísindagreinar helst 20 til 30 ára gamlar og veiða úr þeim setningar sem eru síðan teknar úr samhengi og settar í áróðursbæklinga þeirra. Hvað varðar birtingu greina í viðurkenndum ritrýndum vísindaritum þá hafa sköpunarsinnar 1 grein að ég veit best en þróunarfræðin einhverja hundruð þúsunda greina, það þarf ekki að hugsa lengi um hvor vogarskálin er þyngri.


Frystum Moffa!!!

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 17:12

72 identicon

Davið

"Lige børn leger bedst" segjum við á dönsku. Og er það ekki málið? Mofi "býður" vantrúarfólk (og fl. í sama dúr) upp á leik og þau mæta strax. Það er nú bara fyndið.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 18:51

73 Smámynd: Vendetta

Jakob: Jeg har forlængst opdaget, at det er aldeles nyttesløst at diskutere með dybt troende personer. Fordi deres tro forbyder dem at tvivle, forbyder dem að søge eller endda lytte til beviser. Dette blev jeg klar over for mange år siden da jeg hørte en præst sige at den der søger beviser, har mistet sin tro. Efter det holdt jeg op med at diskutere religion med Jehovas vidner, fordi jeg vidste at jeg aldrig ville kunne overbevise dem om noget som helst.

Men så kom Mofi, og jeg kan simpelthen ikke lade være.

Vendetta, 4.3.2010 kl. 20:44

74 Smámynd: Skeggi Skaftason

Getur ekki verið að DNA-ið hafi alltaf verið til? Þ.e. strax og tíminn varð til var þegar til DNA. Þar sem tíminn sjálfur var ekki til hlýtur það sem orsakaði tímann að vera fyrir utan tímann. DNA-ið var fyrst fyrir utan tímann en þegar DNA-ið varð lengra (sem gat gerst áður en tíminn varð til því þá tók allt sem gerðist engan tíma) tók tíma að lesa úr röð þess og þá var orðinn til tími. Þannig að DNA-ið bjó til tímann. Þetta hlýtur að vera, því DNA-ið getur ekki allt í einu hafa orðið til af engu. Ekkert verður af engu, nema það sem var til áður en tími var til.

Svona gæti þetta hafa byrjað. "And the rest is history".

Skeggi Skaftason, 4.3.2010 kl. 21:45

75 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Arnar, við höfum engar ástæður til að ætla að þessir sveppir voru þarna að gera eitthvað sem er eins og það er forritað í þá. Þeir voru þarna ekki heldur að búa til nein skilaboð svo ennþá vantar dæmi.

Höfum við einhverjar ástæður fyrir að ætla að við séum sjálf að gera eitthvað annað en er forritað í okkur?

Sveinn Þórhallsson, 5.3.2010 kl. 08:00

76 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ég hef mjög góða ástæðu til að vera heiðarlegur því að ljúga er synd og enginn lygari erfir eilíft líf.

Er alltaf slæmt að ljúga?

Sveinn Þórhallsson, 5.3.2010 kl. 08:03

77 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Það hefði alveg eins getið verið þannig að þróunin hefði getað látið okkur líta á sjálfselsku og getuna að ljúga vel sem grunninn að sjálfsvirðingu svo dæmi sé tekið.

Nei og þetta var útskýrt fyrir þér vandlega í nýlegum pósti. 

Talandi um óheiðarleika... Ég ætla bara að minna þig á að þú sagðir að lygarar myndu ekki erfa eilíft líf.

Sveinn Þórhallsson, 5.3.2010 kl. 08:07

78 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Menn hafa fært rök fyrir því að nauðgun sé í lagi af því að það er aðeins hluti af okkar líffræðilegu þróun, sjá: Er rangt að nauðga eða það innbyggt í okkur af þróuninni?

Ég sé eiginlega því miður aðeins tvo möguleika í stöðunni hér; annað hvort ertu einfaldlega fáviti, eða fáránlega óheiðarlegur.

Lestu þessa grein aftur og kannski athugasemdirnar við bloggið sem þú skrifaðir um hana. Hafðu orðabók við höndina.

Sveinn Þórhallsson, 5.3.2010 kl. 08:11

79 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

DoctorE, vegna þess þessar lífverur eru hannaðar þá geta þær þetta.

Iss, iss. Þú mátt ekki færa mörkin - þá eigum við skiljanlega aldrei eftir að uppfylla kröfur þínar.

Spurningin var;  "getur þú gefið mér dæmi um skilaboð sem kom ekki frá vitsmuna veru?" Svarið var; skilaboð sem bakteríur senda sín á milli.

Annað dæmi um óheiðarleika.

Sveinn Þórhallsson, 5.3.2010 kl. 08:14

80 Smámynd: Mofi

Sveinn
Höfum við einhverjar ástæður fyrir að ætla að við séum sjálf að gera eitthvað annað en er forritað í okkur?

Ég býst við að maður geti aðeins ályktað um slíkt í trú. Ef maður er forritaður þá býst ég við að maður gæti ekki vitað það.

Sveinn
Spurningin var;  "getur þú gefið mér dæmi um skilaboð sem kom ekki frá vitsmuna veru?" Svarið var; skilaboð sem bakteríur senda sín á milli.

Þarna ertu þegar komin með hönnun. Ég er á því að það þurfti vitsmuni til að hanna bakteríurnar þannig að þær geti sent skilaboð sín á milli.

Þú þarft að finna dæmi sem náttúrulegir ferlar búa til skilaboð; ekki lífverur.  Guðleysingjar vilja meina að náttúrulegir ferlar bjuggu til DNA svo hvar eru gögnin sem styðja að náttúrulegir ferlar geti búið til skilaboð?

Að benda á lífverur er einfaldlega bara heimska.

Mofi, 5.3.2010 kl. 10:20

81 identicon

Láttu ekki svona Mofi, allt í kringum okkur í náttúrunni eru lífverur án vitsmuna sem gefa frá sér og taka á móti skilaboðum... steinar innihalda skilaboð, tré innihalda skilaboð.. jöklar innihalda skilaboð,vindur/loft... ljósið inniheldur skilaboð... hvert skref sem þú tekur skilur eftir sig skilaboð/merki... margar lífverur geta lesið þessi skilaboð án þess að hafa vitsmuni, hafa mun lægri vitsmuni en mannkyn.
Hvert sem þú horfir þar sérðu skilaboð.

Ekkert af þessu er hannað, þaðan af síður hannað til þess að innihalda/gefa frá sér skilaboð.

Obvious.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 10:52

82 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Fyrirgefðu, en þú ert hér sjálfur að bera saman manngerð bréf og DNA. Ef vitið í mönnum er einungis forritað í okkur, eins og hægt er að álykta af því sem þú hefur sagt um eigin trú, þá höfum við einfaldlega engin dæmi um skilaboð sem búin eru til af vitsmunaverum.

Þar sem málflutningur þinn stendur og fellur með samanburði á DNA og manngerðum hönnunum þá eru rökin þín lítils virði hér - því þú getur ekki sýnt fram á að það sem við teljum vera eigin vitræna hönnun sé neitt annað en forritað í okkur.

Sveinn Þórhallsson, 5.3.2010 kl. 10:53

83 Smámynd: Mofi

Sveinn, vá, ég bara vorkenni ykkur núna. Hve lágt ætlið þið að leggjast til að verja trú ykkar?  Vitið ekki hvað skilaboð eru, vitið ekki hvað vitsmunir eru, sjáið engan mun á veirum og fólki.  Ykkur er ekkert viðbjargandi.

Mofi, 5.3.2010 kl. 11:15

84 Smámynd: Arnar

Mofi:
Þarna ertu þegar komin með hönnun.

Samkvæmt forsendum þinum Mofi um að allt sé hannað getur ekkert sem er ekki hannað sent skilaboð.

Varðandi litrófsgreiningu þá gefur það svona svipaðar upplýsingar um samsetningu geimfyrirbæra og DNA gefur um samsetningu lífvera.

Svo eru bara komnar nokkuð góðar hugmyndir umhvernig DNA verður til eftir náttúrulegum ferlum.

Og þú ert eitthvað ósköp uppstökkur og fljótur að grípa til dónaskaps gagnvart þeim sem gera athugasemdir hérna.  Ég tel mig td. hafa verið frekar kurteisan hingað til og þú hefur nú bæði kallað mig óheiðarlegan og heimskan.

Arnar, 5.3.2010 kl. 11:16

85 Smámynd: Mofi

Arnar, þetta er bara svo yfirgengilega vitlaust að ég upplifi það sem dónaskap.  Þykist ekki vita muninn á röð af táknum eins og stöfum í bréfi og litsrófsgreiningu.  Í einu tilfellinu er verið að segja saman skilaboð en í hinu ertu aðeins að lesa hvað umhverfið getur sagt þér. Ertu svo heimskur að þú sérð ekki muninn á því að lesa t.d. hvað setlög geta sagt þér um sögu jarðar og síðan að lesa bréf frá ættingja?

Mofi, 5.3.2010 kl. 11:23

86 identicon

Við erum samansafn af lífverum Mofi, svona einskonar maurabú...

010001000110111101101110001001110111010000100000
011000100110010100100000011000010010000001100110
011011110110111101101100001000000100110101101111
0110011001101001

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 11:41

87 Smámynd: Arnar

Þú segir:

  • Allt sem kemur frá lífverum (lífrænt) er afleiðing hönnunar sem þú gerir ráð fyrir að sé til staðar.
  • Allt sem kemur frá náttúru (ólífrænt) er yfirgengilega vitlaust og dónalegt.

Þar af leiðandi ertu búinn að útiloka allt nema þína skoðun um hönnun.

Og svo ertu ekkert nema dónalegur og uppstökkur gagnvart þeim sem reyna að ræða þetta við þig.

Arnar, 5.3.2010 kl. 11:43

88 identicon

Vendetta,

Ha, ha. Du skulle søge om hjælp. Og ég er alveg sammála prestinn sem segir - geng ég út frá - að trú sem leitar að sönnun er ekki lengur trú. Það er meira skildi við vísindi. Eins konar trúvísindi sem Mofi elskar að stunda. Mér finnst það frekar óheiðarlegt, en það er ég búinn að skrifa oft hér á blogguna.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 17:28

89 Smámynd: Mofi

Arnar, ólífrænt er það sem þið segið hafi búið til skilaboð eins og við finnum í DNA svo þá er málið að finna þannig dæmi. Ekki fara í lífrænar verur og pikka þar eitthvað út, það er bara fáránlegt. Það er ekkert hægt að sýna þannig heimsku kurteisi.

Jakob, mér finnst það mjög kjánalegt að trúa án þess að hafa einhverjar sannanir fyrir trúnni. Það er ekki það sem Newton, Galileó, Michael Faraday og margir fleiri gerðu. Þeir trúðu vegna t.d. hönnunar í sköpunarverkinu. Hvernig er hægt að ljá þeim það?

Mofi, 5.3.2010 kl. 17:49

90 Smámynd: Egill Óskarsson

Vitið ekki hvað skilaboð eru, vitið ekki hvað vitsmunir eru, sjáið engan mun á veirum og fólki.
Hluti af vandamálinu er Mofi að þú átt það til að leggja mjög óvenjulegar merkingar í hin og þessi hugtök sem þú notar svo í umræðum, og jafnvel að breyta merkingunni lítið eða mikið í miðri umræðu. 

Það er ekkert hægt að sýna þannig heimsku kurteisi.
Eru það ekki einna helst þá sem kristilegu gildin þín ættu að segja þér að kurteisi eigi best við? Áttu bara að vera kurteis þegar umræðan er (að þínu  mati) gáfuleg og fer eftir þínum forsendum?

Egill Óskarsson, 5.3.2010 kl. 18:12

91 identicon

Hér hafa verið lögð fram hin ágætustu dæmi um það sem Mofi bað um, hann bara rífur kjaft og kallar menn heimska... segir okkur að galdrakarl hafi galdrað þetta allt upp.. að það sé ekki heimska að segja slíkt.

Hátt hreykir heimskur sér...

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 19:34

92 identicon

Mofi

Nú ertu kominn á hálan ís. Er bíblíun ekki trúverðug? Þarfstu að leita eftir sönnun fyrir tilvist guðs í náttúrinni eða geiminum? Er það ekki nóg að lesa bíblíuna?

Og í alvöru: er creationism einmitt ekki dæmi um vantrú á bíblíuna? Ef allt sem er skrifið í bókina er satt, hvers vegna þá leita til vísindanna eftir rétt svar eða sönnun. Það gengur bara ekki upp.

Jú, auðvitað gengur það upp ef vísindin er notað sem eitthvað allt annað en það er. Og er það ekki einmitt málið hjá þér og sköpunarsinnum: vísindi er notað sem hlutur af trúbóði ykkar og það finnst mér óheiðarlegt.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 22:49

93 Smámynd: Reputo

Ekki sannfærist kallgreyið með rökum og sönnunum, enda kannski ekki við því að búast þar sem biblían krefst ekki slíks. Mofa verður því ekki snúið í þetta skiptið, en ég hef trú á því að hann fatti einn daginn hvað verið er að tala um.

Reputo, 6.3.2010 kl. 00:11

94 identicon

Trú er eins og alkahólismi, sá sjúki er síðasti maður til að horfast í augu við sjúkdóm sinn... sóa öllu lífi sínu í ruglið; Draga aðra með sér í sukkið svo þeim líði betur....

DoctorE (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 11:48

95 Smámynd: Mofi

Egill
Eru það ekki einna helst þá sem kristilegu gildin þín ættu að segja þér að kurteisi eigi best við? Áttu bara að vera kurteis þegar umræðan er (að þínu  mati) gáfuleg og fer eftir þínum forsendum?

Ég er aðeins mannlegur, ef að einhver endurtekur einhverja heimsku þá getur þolinmæðin runnið út.

Mofi, 7.3.2010 kl. 14:04

96 Smámynd: Mofi

Jakob
Nú ertu kominn á hálan ís. Er bíblíun ekki trúverðug? Þarfstu að leita eftir sönnun fyrir tilvist guðs í náttúrinni eða geiminum? Er það ekki nóg að lesa bíblíuna?

Jú, Biblían er trúverðug og ég vil benda á hvernig hún er það gagnvart þeim sem ráðast á hana.  Biblían segir að hægt er að greina tilvist Guðs út frá sköpunarverkinu og ég er sammála henni.

Auðvitað er ekki nóg að lesa Biblíuna, aðeins hálfvitar gætu verið á slíkri skoðun.

Jakob
Og í alvöru: er creationism einmitt ekki dæmi um vantrú á bíblíuna? Ef allt sem er skrifið í bókina er satt, hvers vegna þá leita til vísindanna eftir rétt svar eða sönnun. Það gengur bara ekki upp.

Nei, þetta er aðeins að lesa forna heimild og athuga hvort hún segi satt frá fortíðinni. Það er hið eina vísindalega að gera. Mín niðurstaða er að sagan sem hún segir passar við gögnin sem við höfum í dag.

Þú lætur hérna eins og vísindin eru guðleysis útskýringar en það er auðvitað af og frá. Nærri allir sem lögðu grunninn á nútíma vísindum  trúðu á sköpun og flestir á hina Biblíulegu sköpun; menn eins og Newton, Michael Faraday, Pasteur og James Joule.  Þeir vísuðu hiklaust í sköpunarverkið sem ástæðu til að trúa á Guð og það sem meira er, ástæðu til að stunda vísindi.  Máttu þeir þá þetta ekki að þínu mati?

Mofi, 7.3.2010 kl. 14:10

97 Smámynd: Mofi

Reputo
Ekki sannfærist kallgreyið með rökum og sönnunum, enda kannski ekki við því að búast þar sem biblían krefst ekki slíks. Mofa verður því ekki snúið í þetta skiptið, en ég hef trú á því að hann fatti einn daginn hvað verið er að tala um.
Veist þú þá um skilaboð sem vitsmunir bjuggu ekki til?

Mofi, 7.3.2010 kl. 14:10

98 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Allt um trúverðugleika Mofa hér: Lokaþáttur í sápunni um Mofa

Kristinn Theódórsson, 23.4.2010 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 802799

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband