Hvað eru kraftaverk?

miracles.jpgÞað er stórkostleg frétt að það skuli enn vera að finnast fólk á lífi og kraftaverki næst. En kraftaverk?  Því miður hafa margir og þá oftar en ekki kristnir, notað orðið kraftaverk yfir eitthvað sem er í raun og veru ekki kraftaverk.  Ég tel þennann ávana gengisfella alvöru kraftaverk. Til dæmis kraftaverkin sem Biblían talar um, eins og þegar gyðingar gengu í gegnum Rauðahafið, þegar Jesú reis upp frá dauðum eru dæmi um alvöru kraftaverk. 

Að einhver mjög ólíklegur atburður gerist er... bara heppni.  Ég skil vel þá sem lesa ákveðna forsjón í slíku. Sjá Guðs hönd í t.d. þegar eitthvað mjög ólíklegt gerist sem bjargar lífi þeirra en slík forsjón er ekki kraftaverk í sönnum skilningi orðsins.

C.S.Lewis skrifaði heila bók um þetta efni, sjá: Miracles

Fyrir þá sem þekkja ekki C.S.Lewis þá geta þeir hlustað á nokkrar af hans bókum hérna: C.S.Lewis


mbl.is Stúlka fannst á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Skil hvað þú átt við. Uppruni lífs gæti t.d. verið slíkt dæmi um heppni

Sveinn Þórhallsson, 28.1.2010 kl. 16:31

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi

Til dæmis kraftaverkin sem Biblían talar um, eins og þegar gyðingar gengu í gegnum Rauðahafið, þegar Jesú reis upp frá dauðum eru dæmi um alvöru kraftaverk. 

Ég gæti hugsanlega fallist á að kalla það kraftaverk ef þú Mofi hættir skyndilega að trúa því að þjóðsögur Hebrea segi frá kraftaverkum, en færir jafnframt að trúa því að þjóðsögur Íslendinga greini frá hinum einu og sönnu kraftaverkum.

Sigurður Rósant, 28.1.2010 kl. 17:43

3 identicon

Það hefði sannarlega verið kraftaverk ef Guð hefði hreinlega komið í veg fyrir þessar hörmungar

Hvernig hægt er að sjá handbragð guðs á því einn maður finnist á lífi þegar 150 þús liggja í valnum finnst mér.....  sérstakt, svo ekki sé meira sagt

Cicero (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 18:31

4 identicon

Btw...

Hvaða skoðun ætli spámaðurinn þinni hafi á Skáldskap C.S: Lewis og þeim fantasíum sem hann skapaði og fjölmargir sökktu sér?

Cicero (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 18:32

5 Smámynd: Mofi

Sveinn
Skil hvað þú átt við. Uppruni lífs gæti t.d. verið slíkt dæmi um heppni

Ég held ekki; ef að um tilviljun væri að ræða þá væri það eitthvað enn meira en kraftaverk og hvað þá heppni.

Rósant
Ég gæti hugsanlega fallist á að kalla það kraftaverk ef þú Mofi hættir skyndilega að trúa því að þjóðsögur Hebrea segi frá kraftaverkum, en færir jafnframt að trúa því að þjóðsögur Íslendinga greini frá hinum einu og sönnu kraftaverkum.

Ég læt þig vita ef það gerist :)   Og þú lofar að þá muntu trúa á yfirnáttúruleg kraftaverk?

Cicero
Hvaða skoðun ætli spámaðurinn þinni hafi á Skáldskap C.S: Lewis og þeim fantasíum sem hann skapaði og fjölmargir sökktu sér?

Spurning þar sem skáldskapurinn var til að kenna eitthvað um Guð og Biblíuna. Grunar samt að hún hefði ekki verið hrifin en er ekki viss.

Mofi, 29.1.2010 kl. 10:02

6 identicon

Eru sögurnar af Narníu ætlaðar til að kenna fólki eitthvað um guð og biblíuna?

Cicero (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 10:15

7 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Heppni er skv. skilgreiningu tilviljun.

Sveinn Þórhallsson, 29.1.2010 kl. 10:24

8 Smámynd: Mofi

Cicero, já, þær eru það.

Sveinn,  já, mikið rétt.

Mofi, 29.1.2010 kl. 10:27

9 identicon

Nú hef ég lesið þessar bækur (komið soldið langt síðan reyndar)

Getur þú útskýrt fyrir mér hvernig þær eiga að kenna fólki um guð og biblíuna?

Cicero (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 10:30

10 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Góð tilviljun hlýtur því að teljast heppni.

Ef lífið varð þess vegna til fyrir tilviljun má vel kalla það heppni.

Sveinn Þórhallsson, 29.1.2010 kl. 10:32

11 Smámynd: Mofi

Cicero, til dæmis er ljónið Aslan táknmynd fyrir Krists og þegar hann gefur sig á vald drottningarinnar til að einn af krökkunum sleppur þá er það táknmynd fyrir krossdauða Jesú.

Sveinn,  ef það var heppni þá finnst mér að um er að ræða eitthvað sem er enn meira en yfirnáttúrulegt kraftaverk.

Mofi, 29.1.2010 kl. 10:43

12 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ok

Sveinn Þórhallsson, 29.1.2010 kl. 10:47

13 identicon

Það að eitthvað hafi einhverja dulda  merkingu er ekki það sama og að kenna eitthvað ákveðið Mofi

Þetta er frekar einhver innprentun um ákveðna breytni eða hegðun - ekki kennsla um guð og biblíuna

Er það ekki?

Cicero (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 10:59

14 Smámynd: Mofi

Cicero, í mörgum tilfellum þá er lexían greinilega endurspeglun á einhverju í Biblíunni. Stundum er það miklu óljósara eins og í seinni Narníu myndinni. Held að flestir misstu af tengingunni milli Biblíunnar og hennar, þar á meðal ég :/

Í flestum tilfellum ákveðna breytni og hegðun en nokkur dæmi þar sem atriði úr Biblíunni voru útskýrð. 

Mofi, 29.1.2010 kl. 13:08

15 identicon

Jájá... það þýðir ekki að bækurnar (og í "guðanna" bænum ekki tala um bíómyndirnir og bækurnar eins og um sama hlutinn sé að ræða) séu kennsla í biblískum fræðum heldur er boðskapur í þeim sem hægt er finna í biblíunni

Þú ert að rugla saman 2 mismunandi hlutum hérna

PS: Hefur þú ekki lesið bækurnar?

Cicero (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 15:21

16 Smámynd: Mofi

Ekki lesið bækurnar.  Hérna er fjallað um þetta og ég hafði rétt aðeins heyrt um þetta og séð myndirnar, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/The_Chronicles_of_Narnia

Það er þarna sér kafli "Christian parallels" sem fjallar um þetta.

Mofi, 29.1.2010 kl. 15:34

17 identicon

Ég er ekkert ósammála þér hérna Mofi... við skulum bara kalla hlutina réttum nöfnun

Fólk sér ýmislegt úr því sem það les og sér, sumir sjá eitthvað allt annað en næsti maður og sumir sjá ekki neitt - það gerir samt ekki hlutinn sem um ræðir að einhverskonar kennslutóli í fræðum tengdu því sem fólk sér útúr hlutunum...

Ég get líka sagt þér að ég las þessar sögur fram og til baka sem barn og unglingur og ekki nokkru sinni tengdi ég söguna á nokkurn hátt við biblíuna eða Jesú... seinna meir sá ég kannski tenginguna - en það eins og áður segir gerir sögurnar ekki að kennslutæki

Svo finnst mér hálf kjánalegt að vera ræða þetta svona við mann sem hefur ekki reynslu af fyrstu

Cicero (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 15:51

18 identicon

sem hefur ekki reynslu frá fyrstu hendi

Cicero (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 15:52

19 Smámynd: Mofi

Cicero, sammála...

Mofi, 29.1.2010 kl. 16:12

20 Smámynd: Einnar línu speki

En þegar Búkolla bjó til vatn úr einu hári?

Einnar línu speki, 1.2.2010 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband