Siðferðis spurningar Óla Jóns

kallinn.jpg

Í umræðunni sem skapaðist við greinina Hver ákveður hvað sé rétt og hvað sé rangt?  þá kom bloggarinn Óli Jón með nokkrar spurningar sem mér finnst vera þess virði að svara. Vildi líka ekki leiða hina umræðuna út í eitthvað allt annað svo hérna eru spurningarnar hans Óla og svo geri ég heiðarlega tilraun til að svara þeim.

Óli Jón
Hvort á maður að hata foreldra sína eða heiðra þá? Hvort á maður að fyrirgefa náunganum eða senda þrjár birnur til þess að slátra 42 ungmennum fyrir smá stríðni? Hvort á maður að hjálpa syndugu fólki eða drekkja því? Á maður að bjarga saklausum englum frá nauðgun með því að bjóða saklausar dætur sínar í staðinn? Hvenær á maður að fórna börnum sínum til þess að þóknast öðrum? Er í lagi að halda þræla eða ekki? Á maður að leiða fólk í freistni til illra verka eða reyna að koma í veg fyrir slíkt? Eiga börn í þriðja og fjórða ættlið að gjalda fyrir syndir feðra sinna?
Biblían eins og önnur alvöru bókmenntaverk er oft þung og erfið. Sumt getur virkað mótsagnakennt og annað illskiljanlegt eins og framandi algebra. En alveg eins og algebra sem var mjög framandi fyrst og tók hellings á að skilja og ná tökum á þá á hið sama við margt í Biblíunni, það þarf alvöru stúderingu til að skilja hana.
  • Hvort á maður að hata foreldra sína eða heiðra þá?
    Þú getur heiðrað einhvern sem þú hatar. En þú ert að vitna í orð Jesú í Lúkas 14. Þegar maður hefur í huga að Jesús kenndi að við ættum að elska jafnvel óvini okkar þá rekur maður upp stór augu þegar maður rekst á þetta. En samhengið útskýrir hvað er þarna í gangi, Jesús heldur áfram og segir dæmisögu um mann sem fer í stríð án þess að meta kostnaðinn og áhættuna. Það sem Jesús er þarnna að fjalla um er hvað það getur kostað að gerast lærisveinn Hans, það gæti kostað þig fjölskyldu þína og vini. Orðið sem þarna er notað er líka notað í Biblíunni þannig að það þýðir "elska minna", meira um þetta hérna: http://www.apologeticspress.org/apcontent.aspx?category=6&article=781 
  • Hvort á maður að fyrirgefa náunganum eða senda þrjár birnur til þess að slátra 42 ungmennum fyrir smá stríðni?
    Maður á að fyrirgefa náunga sínum.
     
  • Hvort á maður að hjálpa syndugu fólki eða drekkja því?
    Hjálpa því.  Ef viðkomandi er að reyna að drepa þig þá er líklegast ekki hægt að ætlast til þess að þú setir þig í hættu til bjarga viðkomandi.
  • Á maður að bjarga saklausum englum frá nauðgun með því að bjóða saklausar dætur sínar í staðinn?
    Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að þegar Biblían segir frá atburðum þá er hún ekki að segja hvað sé rétt að gera eða rangt að gera; hún er einfaldlega að segja frá einhverju sem gerðist.
  • Hvenær á maður að fórna börnum sínum til þess að þóknast öðrum?
    Aldrei
  • Er í lagi að halda þræla eða ekki?
    Fer eftir samfélaginu sem þú lifir í.  Ég þarf endilega að uppfæra þessa grein hérna, margt sem ég gæti bætt en fyrir þá sem eru forvitnir um þrælahald í Biblíunni þá: Þrælahald í Biblíunni

  • Á maður að leiða fólk í freistni til illra verka eða reyna að koma í veg fyrir slíkt?
    Endilega ekki vera að leiða fólk í freistni. Samt verður fólk að fá að fara sína eigin leið, ekki okkar að binda það niður ef við grunum að það er að fara að gera illt. Ef viðkomandi er að fara að drepa einhvern þá er alveg gilt að binda hann niður eins og var gert við okkar heimsfræga flugdólg.
  • Eiga börn í þriðja og fjórða ættlið að gjalda fyrir syndir feðra sinna?
    Ekki spurning hvort þau eiga að gjalda fyrir syndir ferða sinna heldur einfaldlega að það er það sem gerist. Við sitjum uppi með margt sem okkar forfeður gerðu. Komandi kynslóðir munu þurfa að glíma við margt sem er í rauninni okkur að kenna og þannig hefur það alltaf verið.

Þetta er heiðarleg tilraun til að svara þessum spurningum en sjáum til hvað honum Óla finnst.


Akkíalesarhæll Þróunarkenningarinnar

Evolution's Achilles' Heels er ný mynd þar sem fjórtán vísindamenn fara yfir ástæður fyrir því að Þróunarkenningin geti ekki staðist. Meira hérna: creation.com/eah


Bloggfærslur 25. janúar 2014

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband