25.6.2013 | 22:31
Miljarður Kínverja eru ósammála
Klukkan er orðin of margt fyrir mig að nenna að skrifa mikið um þetta, læt bara nokkur myndbönd útskýra af hverju lág kolvetna dæmið er óhollt.
Fyrst kemur banana stelpan, borðar ógrynni af bönunum sem eru með mikið af kolvetnum en mjög lítið af fitu.
Síðan kemur kærasti hennar, DurianRider sem er ekkert að skafa af hlutunum.
Síðan Dr Douglas Graham, höfundur bókarinnar 80/10/10 um þetta efni.
Það er margt sem spilar inn í þegar kemur að mataræði og að grennast er aðeins hluti af því.Hérna eru nokkrar greinar sem ég hef skrifað um þetta:
70 ára sem lítur út fyrir að vera 40 ára
Orkuleysi ef þú ert grænmetisæta?
95 ára gamall hjartaskurðlæknir
Ahh, nærri því gleymdi. Af hverju er titillinn "miljarður Kínverja ósammála". Ástæðan er að Kínverjar hafa í gegnum aldirnar aðallega borðað hrísgrjón sem eru aðallega kolvetni en ekki mikil fita og offita hefur aldrei verið vandamál á meðan hrísgrjón var aðal fæðan.
![]() |
Læknanemi svarar Steinari B. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2013 | 12:34
Engar líkur á því að einu sinni prótein myndist fyrir tilviljun
Áður en Urey-Miller tilraunin var gerð þá voru þessi lífrænu efni, amínósýrur, huldar dulúð og menn engan veginn viss hvernig gætu orðið til. En síðan var þessi tilraun gerð og menn komust að því að amínósýrur gátu myndast með því aðeins að blanda saman nokkrum efnum. Þetta fannst þróunarsinnum vera risastórt skref í áttina að því að sýna fram á að líf gæti myndast án hönnuðar, að eina sem þyrfti voru náttúrulegir ferlar og rétt skilyrði og þannig gæti þetta gerst að sjálfu sér.
Núna vitum við betur, fleiri rannsóknir hafa sýnt okkur svo ekki verður um villst að bara myndun amínósýra er virkilega ólíkleg. Hérna eru nokkrar ástæður fyrir því að amínósýrur eru ekki að fara raða sér saman í prótein án utan að komandi hjálpar:
- Amínósýrur safnast ekki saman í vökva eins og sjónum, þær dreifa sér.
- Amínósýrur væru algjörlega mengaðar af efnum sem koma í veg fyrir myndun próteina.
- Jafnvel í lausn af bara amínósýrum búin til af vitrænum hönnuðum þá samt raða þær sér ekki í prótein, akkúrat hið öfuga gerist, ef við erum með prótein þá með tíma brotnar það sundur í amínósýrur.
- Þegar amínósýrur myndast í svona lausn eins og var gert í Urey-Miller tilrauninni þá myndast jafn mikið af hægri handar amínósýrum og vinstri en lífið notar aðeins vinstri handar amínósýrur. Meira um þetta vandamál hérna: http://www.icr.org/article/105/
- Jafnvel ef að aðeins vinstri handar amínósýrur myndu raða sér saman þá væri það ekki í réttri röð, í lifandi verum þá er kóði í DNA sem er lesinn af flóknum vélum sem segir til um hvernig þessi röð á að vera. Meira á eftir um af hverju það er ekki stjarnfræðilegur möguleiki að amínósýrur raði sér upp í réttri röð.
- DNA og það sem það er búið til úr myndast ekki af sjálfu sér heldur.
En, ef við bara ímyndum okkur að svona keðja af amínósýrum myndaðist án hönnuðar, hvað þá? Árið 2005 byggði IBM stærstu ofurtölvu sögunnar ( kölluð "Blue Gene" ) til að tækla vandamálið varðandi hvernig röð af amínósýrum leggst saman og myndar prótein. Á vefi IBM var útskýrt af hverju:
IBM and Department of Energys NNSA partner to expand IBMs Blue Gene Research Project, www.research.ibm.com/bluegene/press_release.html, 28 November 2003
The scientific community considers protein folding one of the most significant grand challengesa fundamental problem in science whose solution can be advanced only by applying high-performance computing technologies.Proteins control almost all cellular processes in the human body. Comprising strings of amino acids that are joined like links of a chain, a protein folds into a highly complex, three-dimensional shape that determines its function. Any change in shape dramatically alters the function of a protein, and even the slightest change in the folding process can turn a desirable protein into a disease
Sem sagt, þrátt fyrir að vera með réttu röðina af amínósýrum þá geta mistök í því hvernig röðin er brotin saman tl að mynda próteinið valdið sjúkdómum. Það var ætlað að það tæki tölvuna sirka ár að reikna út hvernig ætti að brjóta saman eitt einfalt prótein en frumur gera þetta á sekúndu!
Þetta er bara sýnishorn af því af hverju við getum talað um að við vitum að prótein myndast ekki án hönnuðar, þetta er miklu meira mál en það sem ég er búinn að fjalla um, sjá: http://creation.com/did-god-create-life-ask-a-protein
En, ef við gefum okkur lausn af hreinum amínósýrum af réttri gerð, hverjar eru þá líkurnar að eitt einfalt prótein myndist? Meðal stórt prótein er á milli 200-300 amínósýrur svo ef við tökum minna en það, prótein sett saman úr 100 amínósýrum, hverjar eru þá líkurnar?
Þetta er einfalt líkinga reiknings dæmi. Líkurnar á því að fyrsta amínósýran sé rétt er einn á móti 20 því að það eru 20 gerðir af amínósýrum. Líkurnar á að númer tvö verði líka rétt er því 20 sinnum 20 og þannig koll af kolli. Sem þýðir að líkurnar á því að mynda einfalt prótein er 20^100! Þetta kann að virka eins og ekki svo ólíklegt en það sem eðlisfræðingar tala um sem fjöldi atóma í alheiminum er 10^80! Tölfræðilega séð getum við sagt með fullri vissu að þetta er atburður sem gerist ekki í náttúrunni. Hérna er fjallað ýtarlegra um þetta atriði: http://www.creationsafaris.com/epoi_c04.htm
Svo af hverju eru þessir vísindamenn svo viss um að ef þeir finna plánetu þar sem er kannski vatn á vökva formi? Það er aðeins vegna þess að þeir hafa guðleysis sýn á heiminn. Í þeirra huga þá kviknaði líf á jörðinni án hönnuðar og þar af leiðandi getur það gerst annars staðar. En það er útilokað ef við einfaldlega skoðum staðreyndirnar og byggjum ekki okkar hugsun á guðleysi.
![]() |
Fundu þrjár lífvænlegar stjörnur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 25. júní 2013
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar