Atkins kúrinn - hraðbraut í gröfina

Ef við myndum líkja líkamanum við bíl þá væri fitan eins og olían, prótein eins og járnið sem bíllinn er búinn til úr og kolvetni eins og bensínið sem við setjum á tankinn.  Líkaminn er miklu flóknari en nokkur tíman einhver bíll, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að líkaminn getur náð sér í orku úr próteinum, fitu og kolvetni. En líkingin er bara til að koma á framfæri einföldum punkti sem er að það sem við þurfum aðalega á að halda er bensín á tankinn, eða við þurfum aðalega kolvetni.

lambSíðan besta leiðin til að fá kolvetni er að borða mat sem er ríkur af þeim næringarefnum sem við þurfum og þar er kjöt afskaplega neðarlega á listanum; persónulega hef ég tekið það af listanum, aðalega vegna þess manns hérna: Ertu að valda þjáningum?  en heilsan og aðvent heilsuboðskapurinn spilar líka hérna stóran þátt.

Ímyndaðu þér að setja barn í herbergi með lambinu hérna til hægri og síðan skál af vínberjum, hvort ætli barnið vilji borða, lambið eða vínberin?   Þetta segir okkur heilmikið varðandi hvað er innbyggt inn í okkar þegar kemur að því sem við eigum að borða og hvað við eigum að vera góð við.

Þegar fólk fer yfir á hráfæði og borðar aðalega ávexti og grænmeti þá stendur árangurinn ekki á sér, hérna er gott dæmi: 70 ára sem lítur út fyrir að vera 40 ára

Fólk má ekki gleyma sér í útlitslegum árangri sem felst í því að missa nokkur kíló ef sú breyting felur ekki í sér betri heilsu.  Hérna er fyrirlestraröð um heilsu sem fyrir mitt leiti er algjör snilld, sjá: Removing the Mystery Behind Disease

Varðandi síðan Atkins þá hefur verið gerður heill vefur sem fjallar um hve skaðlegur þessi kúr eða lífstíll er, sjá: http://www.atkinsexposed.org/

Hérna er stutt viðtal við Bill Clinton og hans breytingar á sínu mataræði.


mbl.is Atkins-kúrinn tekinn með trompi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virtur guðleysingi yfirgefur hið sökkvandi skip darwinisma

Nagel_Thomas1Hérna er skemmtileg viðurkenning frá Jerry Coyne sem kom vegna þess að einn virtur guðleysingi var að gefa út bók þar sem hann gagnrýnir darwinisma.

Jerry Coyne
Virtually all of the non-creationist opposition to the modern theory of evolution, and all of the minimal approbation of Shapiro's views, come from molecular biologists. I'm not sure whether there's something about that discipline that makes people doubt the efficacy of natural selection, or whether it's simply that many molecular biologists don't get a good grounding in evolutionary biology.

And now we learn that another respected philosopher has come out against neo-Darwinism, too: the distinguished philosopher Thomas Nagel is about to issue Mind and Cosmos: Why the Materialist Neo-Darwinian Concept of Nature is Almost Certainly False.

Kannski ástæðan fyrir því að "molecular biologist" eru þeir sem aðalega efast um Darwin eru ótal dæmin um ótrúlega hönnun í náttúrunni eins og þessi hérna, sjá: Myndband sem sýnir sönnunargögn fyrir vitrænni hönnun í DNA

Thomas Nagel er ekki kristinn bókstafstrúar einstaklingur, hann aðhyllist ekki einu sinni Vitræna hönnun en hann sér að það er eitthvað mikið að hinni guðleysis darwinisku hugmyndafræði.


Bloggfærslur 14. september 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband