Nýlega var ég spurður hvað mér finndist um íslam, búddatrú, ásatrú, hindúisma, bahá'i og kaþólsku á þræðinum: Vantrú - Fáguð eða fáránleg trú?
Þetta fannst mér vera skemmtileg spurning og gott efni í stutta blog grein.
Íslam
Múhammeð kom 500 e.kr. sagðist byggja á mörgum af bókum Biblíunnar og sagðist vera spámaður eins og Elía og Jeremía nema að hann væri síðasti spámaðurinn sem Guð myndi senda og hann væri að leiðrétta allt sem hefði farið misfarist í varðveislu á Biblíunni. Mínar ástæður fyrir því að trúa ekki að Múhammeð hafi verið spámaður frá Guði er að hann gerði ekkert til að gefa okkur ástæðu til að trúa að hann hafi verið frá Guði, engin kraftaverk og engir spádómar. Hann síðan er í mótsögn við höfunda Gamla og Nýja Testamentisins en Gamla Testamentið spáir fyrir um Messías sem er Guð sjálfur og höfundar Nýja Testamentisins segja að akkúrat það gerðist en Múhammeð segir að Jesú er ekki Guð og Hann dó ekki á krossinum. Síðan fyrir mig þá fyrirlít ég hugmyndina um eilífar kvalir í helvíti en hún er mjög áberandi í Kóraninum en það mætti tína helling í viðbót til að efast um að Kóraninn sé raunverulega frá Guði.
Búddatrú
Þar sem ég hef varið megnið af mínum tíma til að gagnrýna guðleysi þá er ég í rauninni búinn að útskýra hvað ég hef á móti búddisma því að búddistar almennt trúa ekki á tilvist Guðs. Við það bætist síðan við að takmark búddisma er að slíta tengslin við þetta jarðneska líf til að lina þjáningar. Ég skil takmarkið en mér finnst leiðin vera röng. Ég tel að þykja vænt um vini og ættingja er mikils virði, jafnvel þótt að um leið og manni þykir vænt um aðra manneskju þá á maður á hættu að finna sársauka ef hún hafnar manni, særir mann eða hún deyr.
Ásatrú
Ég hef ekki hitt neinn sem virkilega trúir á tilvist Þórs og Óðins. Jafnvel þeir sem ég hef heyrt í, í Ásatrúarfélaginu þá trúa þeir ekki raunverulega að þessir guðir séu til heldur aðeins að þeir eru tákngervingar fyrir náttúruöflin. Jafnvel þannig að Ásatrú er nær Vantrú ef eitthvað er. Ef einhver veit meira um þetta þá endilega láta mig vita.
Hindúismi
Rit hindúista innihalda voðalega lítið sem gefur manni ástæðu til að trúa að þau eiga sér guðlega uppsprettu, þau innihalda t.d. ekki spádóma sem hafa ræst. Ég hef ekki mikið lesið af trúarritum hindúa en hugmyndin að við endurfæðumst aftur og aftur er hugmynd sem mér finnst vera órökrétt og hef ekki séð neitt sem styður að það sé rétt. Ég gerði eitt sinn grein sem kom inn á þetta og í rauninni flest þessra trúarbragða, sjá: Afhverju Kristni?
Þessi grein vakti hellings viðbrögð og mikla umræðu sem var mjög forvitnileg.
Bahá'i
Í þessu tilfelli þá þyrfti ég að velja á milli tveggja spámanna, Ellen White og Bahá'u'lláh. Það er mjög auðvelt val eftir að hafa lesið nokkuð eftir Bahá'u'lláh og Ellen White. Bahá'u'lláh sagðist vera kristur sjálfur sem passar engan veginn við lýsingu Biblíunnar á því hvernig Kristur mun koma aftur. Síðan samþykkir Bahá'u'lláh Múhammeð sem spámann en Múhammeð sjálfur sagði að það kæmu ekki fleiri spámenn á eftir honum svo strax þar er komin mótsögn. Bahá'ul'lláh sagði að Móses, Jesús og Múhammeð hafa allir verið að spámenn frá Guði, ásamt nokkrum fleirum en ég get engan veginn séð hvernig menn sem kenna mismunandi hluti geta verið sendiboðar sama guðs, nema sá guð er eitthvað gleyminn eða ringlaður. Ég gerði eitt sinn grein um bréf sem Bahá'u'lláh sendi páfanum, sjá: Kæri Páfi, ég(Jesús) er kominn aftur! Kveðja Bahá'u'lláh
Kaþólska kirkjan
Það sem ég hef á móti Kaþólsku kirkjunni er hún metur hefðir manna fram yfir það sem Biblían kennir. Hún kennir t.d. eilífar kvalir í helvíti sem ég hef mikla óbeit á og hef skrifað ýtarlega um, marg oft, sjá: Svar mitt til AiG varðandi þeirra grein um helvíti og Helvíti gerir Guð óréttlátan
Þannig að þetta væri í rauninni nóg fyrir mig til að hafna Kaþólsku kirkjunni en það er margt fleira sem ég gæti týnt til en læt þetta duga.
Bloggfærslur 26. júlí 2012
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 803344
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar