Líkamsrækt er vonlaus aðferð til að grennast

pizzas_with_coke_product.jpgÞað tekur aðeins nokkrar mínútur að torga niður nokkrum sneiðum af pizzu og glasi af kók. Þetta er eitthvað sem við flest gerum án þess að hugsa mikið út í það en hvað voru þetta margar kaloríur og hve mikið þarf maður að hreyfa sig til að brenna þessar kaloríur?

Nokkrar sneiðar af pizzu og glas af kóki er sirka 1000 kaloríur.  Skoðum aðeins hvað klukkutími af mismunandi hreyfingu brennir mikið af kaloríum:

Fyrir mann sem er 85 kíló þá brennur hann sirka 860 kaloríum í karate, 690 kaloríum í körfubolta, hlaupa 690 kaloríur og ganga 300 kaloríur.
Fyrir konu sem er 58 kíló þá brennur hún sirka 600 kaloríum í karate, 470 í körfubolta, 470 í að hlaupa og ganga 200 kaloríur.

Að hreifa sig er frábært fyrir heilsuna og það er alveg rétt að maður brennir meiru en til að grennast þá er bara hreyfing algjörlega vonlaust að mínu mati. Ef þú torgaðir niður lambalæri með góðri sósu, nokkur glös af jólaöli og ís og súkkulaði í eftirmat þá lofa ég þér því að klukkutími af hreyfingu brennir aðeins litlu broti af því sem þú borðaðir.

Maður þarf að taka á mataræðinu ef maður vill grennast og best að taka hreyfingu ekki inn í myndina heldur láta mataræðið vera aðal tækið.

fruit_vegetables.jpgEitt af því besta sem ég hef gert í þessum málum var þriggja daga fasta.  Þarna fékk líkaminn tækifæri til að hreinsa sig. Andlega lærði ég að stjórna matarlystinni, að ég gæti sitið og horft á sjónvarpið á kvöldin án þess að vera sífellt að borða.  Aðrar reglur sem ég hef sem hafa reynst mér vel er að ég hef hætt að borða eftirfarandi mat: pasta, kartöflur, hrísgrjón, brauð og sykur. Ef þú hugsar með þér að þú getir ekki sleppt brauði þá getur þú búið til brauð sem er bæði hollt og gott, sjá: Esekíel brauð

Ég borða síðan ákveðna hluti til þess að koma líkamanum í gang, fá orku og stilla líkamannn inn á að brenna fitu frekar en geyma hana. Hérna eru nokkur dæmi:

  • Omega 3 lýsi
  • 1 skeið af kókosolíu ( mæli með NOW )
  • Prótein drykk á morgnanna, í kringum 20 grömm af próteini.
  • Hörfræ, graskersfræ og Chia fræ.  Maður fær prótein og trefjar og margt fleira gott.
  • Blómkál.
  • Ávaxta safi. Fyrir mig þá líkar mér best við epli og frosin ber.

Vonandi gagnast þetta einhverjum, þetta er búið að hjálpa mér mjög mikið.


mbl.is Jól án samviskubits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. desember 2011

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband