21.12.2011 | 22:58
Jólin og hátíðir Guðs
Það er áhugavert að bera saman hátíðir Guðs og síðan jólin sem er töluvert erfiðara að segja að sé kristin hátíð. Eins og allir vita þá fæddist Kristur ekki þann 25. des en aftur á móti fæddust nokkrir heiðnir guðir þann dag svo frekar undarlegt af kristinni kirkju að velja þennan dag til að halda upp á fæðingu frelsarans. Eitthvað segir mér að það var ekki andi Guðs sem var þar á bakvið.
Mjög líklega fæddist Jesú á einni af hátíð Guðs og sú sem ég trúi að Hann hafi fæðst á er Laufskálahátíðin af því að hún er táknmynd þess þegar Guð býr á meðal fólks síns. Hérna má lesa meira um Laufskálahátíðina eða Sukkót, sjá: http://www.hebrew4christians.com/Holidays/Fall_Holidays/Sukkot/sukkot.html
Skoðum stuttlega hátíðir Guðs til að átta okkur á því hvaða lexíur Guð var að kenna okkur með þeim.
- Páskadagur.
Á þessum degi lærði fólkið um páskalambið sem myndi deyja fyrir syndir mannkyns. Prestarnir þurftu að velja lamb til að vera páskalambið og það þurfti að vera fullkomið og flekklaust. Þessi rannsókn stóð yfir rétt fyrir páskadag, alveg eins og Jesú var grandskoðaður og fundinn flekklaus áður en Hann dó á páskadag. - Hátíð hinna ósýrðu brauða ( Feast of unleavened bread )
Þessi hátíð byrjaði strax eftir Páskadag og stóð yfir í viku. Hún átti að kenna fólki um hið syndlausa líf. Fólkið átti að fjarlægja alla synd úr lífi sínu sem var táknað með því að á þessum tíma var aðeins borðað ósýrt brauð. Þeir sem velta því fyrir sér hvort að kristnir eiga að halda þessa hátíð þá segir Páll skýrt að við eigum að gera það, við lesum um það í 1. Kórintubréfi, fimmta kafla, sjöunda vers:
1. Kórintubréf 5:7 Hreinsið burt gamla súrdeigið, til þess að þér séuð nýtt deig, enda eruð þér ósýrðir. Því að páskalambi voru er slátrað, sem er Kristur.
8 Höldum því hátíð, ekki með gömlu súrdeigi né með súrdeigi illsku og vonsku, heldur með ósýrðum brauðum hreinleikans og sannleikans. - Feast of first fruits
Ef að páskadagur væri á föstudegi þá væri þessi hátíð á sunnudegi og út frá kristnum skilningi þá táknaði þessi hátíð upprisuna og Kristur reis upp á þessum degi og varð frumgróðri allra sem hafa dáið. - Hvítasunna ( Pentecost )
Fimmtíu dögum eftir páska þá var Hvítasunnuhátíðin en penta þýðir fimmtíu. Á þeim degi var fagnað því að Ísrael fékk lögmálið frá Guði. Lærisveinunum var skipað að vera áfram í Jerúsalem eftir krossfestinguna og það var á Hvítusunnunni sem þeir fengu Heilagan Anda og byrjuðu að predika og þar með varð í rauninni kristna kirkjan til. Áhugavert að Guð skuli tengja þetta svona saman, að fá lögmálið og fá Heilagan Anda en þegar maður skilur að lögmálið segir okkur hvað synd er og þegar við iðrumst og fylgjum lögmálinu þá er syndin farin úr lífi okkar og við erum hætt að syndga og þá getur Heilagur Andi búið í okkur. - Feast of trumpets
Þessi hátíð var tíu dögum fyrir Day of Atonement eða Friðþægingardaginn mikla og hann var nokkurs konar viðvörun um að núna skildu allir undirbúa sig undir þann dag sem var alvarlegasti dagur ársins. - Friðþægingardagurinn ( Day of Atonement )
Á þessum degi áttu allir að fasta og iðrast synda sinna. Fara yfir líf sitt og syrgja hvaða syndir þeir gætu hafa drýgt. Á þessum degi fór líka æðsti presturinn inn í hið allra helgasta og færði fórn á náðarsætið sem var lokið á örkinni sem geymdi Boðorðin tíu. Þarna fékk fólkið skýra táknmynd um að það væri blóð Krists sem borgaði fyrir okkar brot á lögum Guðs og það væri ekki þeirra eigin verk sem færði þeim réttlæti heldur var það þessi fórn sem dó fyrir syndir þeirra. - Laufskálahátíðin ( Feast of Tabernecles )
Á þessari hátíð þá átti þjóðin að fagna og búa í laufskálum í heila viku. Taka sér frí frá daglegu amstri og sínu vanalega umhverfi. Þarna átti fólkið að læra að fara úr sínu daglega umhverfi til að undirbúa það fyrir að skilja við þessa jörð. Það átti líka að minnast þess þegar Guð lét þjóðina búa í laufskálum þegar það var í eyðimörkinni áður en það kom inn í fyrirheitna landið. Þessi hátíð táknaði einnig endurkomuna, þann tíma sem fólk Guðs færi frá þessri jörð til að dvelja með Guði.
Eins og sjá má þá voru þarna mikilvægar lexíur fyrir fólk Guðs. Annað sem á að hafa í huga er að orðið sem notað er yfir þessar hátíðir þýðir í rauninni stefnumót enda hafði Guð mælt sér mót við þjóðina á þessum dögum en Jesú mætti þjóð sinni á páskadag og uppfyllti þá hátíð. Það er í mínum huga alveg öruggt að Guð mun uppfylla hinar hátíðarnar líka.
Svo hvað ef maður ber hátíðir Guðs, saman við jólin? Hátíð sem í praksís snýst um að borða of mikið af óhollum mat og gefa óþarfa. Vellistingar og óhóf er það sem einkennir þessa hátíð. Ég vona að kristnir fari að snúa sér frá jólunum aftur til þeirra hátíða sem Guð bjó til handa okkur til að leiðbeina okkur og undirbúa okkur undir eilífa lífið með Honum.
Hérna er fyrsta myndbandið af sjö sem fjallar um ýtarlega hátíðirnar.
![]() |
Minnir á boðskap jólanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 21. desember 2011
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar