Og fjarlægja alla krossa og allt sem minnir á Biblíuna?

Nei, ég geri ráð fyrir að krossarnir fái að vera áfram og jafnvel  hálf Biblía en af hverju eru nemendur að heimsækja kirkju ef að kirkjan verður að hætta að vera kristin á meðan nemendurnir eru þarna?

Flestir aðilar í þessari deilu virðast vera sammála að fræðsla um trúarbrögð sé í lagi og hvað er þá að því að nemendur heimsæki kirkjur og sjái hvernig þær raunverulega eru og hvað er raunverulega predikað í þeim?  Og já, ég hefði ekkert á móti því að nemendur heimsæktu Moskvu og sæu hvað þar fer fram.

Vandamál okkar tíma er miklu frekar alger fáfræði um kristna trú og trúarbrögð heimsins almennt. Akkúrat rétta leiðin til að ala á fordómum og sá fræum ófriðar.  Ég er á því að ríkið á ekki að vera að kenna eina ríkis trú í skólum eða ríkis heimspeki eins og Þróunarkenninguna, þess vegna skil ég og styð Siðmennt og Vantrú í að losna við trúboð úr skólum. En fræðsla er nauðsynleg og menn þurfa fara að ná áttum í þeim efnum og það er ekki rétta leiðin að afkristna kirkjur á meðan nemendur koma í heimsókn.


mbl.is Bannað að fara með faðirvorið á aðventu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prótein og grænmetisætur

proteingorilla.jpgÞessi mynd hérna til hægri segir ótrúlega mikið um hvort við þurfum að borða kjöt til að fá nógu mikið af próteini. Ég er ekki grænmetisæta svo ég er ekki hérna að reyna að predika minn lífstíl. Mig langar aftur á móti að minnka hve mikið kjöt ég borða og hef engar áhyggjur af því að mig muni skorta prótein eða einhver önnur næringarefni.

Ellen White sem aðventistar trúa að hafa fengið sýnir frá Guði varaði við því að það yrði sífellt óhollara að borða kjöt og ég tel í dag það vera búið að rætast. Hérna er dæmi um hvað hún skrifaði um kjötát.

Counsel for Diet and Foods, 359
We see that cattle are becoming greatly diseased, the earth itself is corrupted, and we know that the time will come when it will not be best to use milk and eggs. But that time has not yet come. We know that when it does come, the Lord will provide.

Manuscript Releases Volume 8, Letter 14, 1901, 3
Soon butter will never be recommended, and after a time, milk will be entirely discarded, for disease in animals is increasing in proportion to the increase of wickedness among men. The time will come when there will be no safety in using eggs, milk, cream or butter
Fyrir þá sem efast um að það geti verið rétt að mjólk sé ekki holl þá endilega kíkið á þetta: Er mjólk holl?

Hérna er síðan ágætis grein um prótein og grænmetisætur, sjá: Vegetarian Protein - Myths and Facts


Bloggfærslur 29. nóvember 2011

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband