Er þetta þeirra sannfæring?

alfrednobel.jpgMér finnst í allt of mörgum málefnum að fólk skipti sér í fylkingar, ekki vegna sannfæringar sinnar heldur vegna hópsins sem það tilheyrir.  Mér finnst þetta mjög óheppilegt, ef satt er en óneitanlega finnst mér sönnunargögnin benda mjög sterklega í þessa átt.  Ég á t.d. erfitt með að ímynda mér að þessar þjóðir eru sannfærðar að Liu Xiaobo eigi ekki skilið friðarverðlaun Nóbels. Miklu frekar að þetta eru vinar þjóðir Kína og eru að láta undan þrýstingi.

Mig grunar að hið sama eigi við þegar kemur að mörgum trúarlegum atriðum eins og kenningin um helvíti. Líklegast sú hugmynd sem ég hata einna mest því að hún gerir Guð að einhverju pyntingar skrímsli.  Ég skil vel þá sem eru ekki kristnir að hafa hafnað þessum Jesú sem sumir kristnir boða, enda minnir hann á Allah Kóransins, sjá: Helvíti gerir guð sumra kristna að guði Kóransins

Flestir sjá strax ósamræmið milli þess að kvelja einhvern í eldi að eilífu og að vera kærleiksríkur en... af einhverju mjög brengluðum ástæðum þá er til fólk sem reynir að verja þetta með kjafti og klóm.

Heimurinn væri miklu betri, ef að fólk fylgdi sinni sannfæringu um hvað sé rétt, þótt að það bakaði þeim óvini, þótt það væri þeim persónulega óþægilegt og þótt það þýddi að missa vini. Það hefðu hvort sem er, ekki verið merkilegir vinir ef að þeir yfirgefa þig bara af því að þú ert ósammála þeim í einhverjum atriðum.

 


mbl.is Nítján þjóðir hunsa Nóbelsathöfnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2010

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband