Kristilegt klám?

wine-lg-63555269.jpgEf hægt er að gera bjór kristilegan er þá ekki hægt að gera hvað sem er kristilegt?  Fáfræði um hvað Biblían segir veldur því að margir kaupa svona vitleysu í fólki. Þ.e.a.s. að þegar kristnir hegða sér ósæmilega þá er stundum Biblíunni kennt um þrátt fyrir að viðkomandi var að fara algjörlega á móti því sem Biblían segir kristnum einstaklingum að gera. 

Það er ekki hægt að gera bjór kristilegan frekar en hægt er að gera sígrettur kristilegar eða klám kristilegt. Kristilegur bjór eða klám er það sem ég myndi kalla oxy moron og einhver ætti að benda þessari kirkju á hvað Biblían segir um áfengi.

Efesusbréf 5:18
Drekkið ykkur ekki drukkin af víni, það leiðir aðeins til spillingar. Fyllist heldur andanum

Orðskviðirnir 20
4Ekki sæmir það konungum, Lemúel,
ekki sæmir það konungum að drekka vín
eða höfðingjum áfengur drykkur.
5Þeir kynnu að drekka og gleyma lögunum
og ganga á rétt hinna fátæku.

Orðskviðirnir 23
19Hlustaðu, sonur minn, vertu vitur
og beindu hjarta þínu á rétta leið.
20Vertu ekki með drykkjurútum
eða þeim sem háma í sig kjöt
21því að drykkjumenn og mathákar verða snauðir
og víman mun klæða þig í tötra.

Jesaja 28
1
Vei hinum drembilega blómsveig drykkjurútanna í Efraím,
hinu bliknaða blómi, hinni dýrlegu prýði hans
á hæðarkollinum í hinum frjósama dal
þar sem vínið lagði þá að velli.
...
7Þessir menn slaga einnig af víndrykkju,
skjögra af áfengum drykkjum,
prestar og spámenn slaga af sterkum drykkjum,
ruglaðir af víni, skjögrandi af drykkju,
slaga er þeir sjá sýnir, riða er þeir kveða upp dóma.

Biblían talar ekki algjörlega illa um bjór og vín, hérna er eitt dæmi þar sem talað er um tilfelli sem vín getur verið í lagi.

Orðskviðirnir 31
6
Gefið áfengan drykk hinum lánlausa
og vín þeim sem er beiskur í lund.
7Drekki þeir og gleymi fátækt sinni
og minnist ekki framar mæðu sinnar. 


mbl.is Kristilegur bjór í klámmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2010

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband