Bill Nye er nú ekki beint góður þegar kemur að staðreyndum

Þegar Bill Nye rökræddi við Ken Ham þá fékk maður smá hugmynd um hvernig Bill Nye nálgast staðreyndir, svona eins og vampíra nálgast hvítlauk. Strax sér maður leikaraskapinn, ef að næsta ár verður með þeim heitustu þýðir ekki að mannkynið er að valda hlýnuninni. Gæti vel verið en ef maður ætlar að þykjast vera eitthvað í vísindum þá ganga slíkar rökleysur ekki. 

Ég hef ekki sökkt mér í þessa deilu, finnst einfaldlega að við ættum öll að geta verið sammála um að mengun er slæm og við viljum vernda jörðina og viljum ekki stytta líf okkar vegna loftmengunnar.  Þarf virkilega eitthvað fleiri rök til að menga minna?

En aftur að Bill Nye og hans ofnæmi fyrir staðreyndum. Hérna er farið yfir hans rangfærslur í hans rökræðum við Ken Ham.

 
Hérna er grein sem fer ýtarlegra í þessi atriði: Ken Ham Bill Nye Debate

mbl.is Veðjar við loftslagsafneitara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig fólk telur að helförin hafi verið af hinu góða?

Ég lenti í því að rífast við vin minn um hvort að helförin hafi verið af hinu góða. Þessi vinur minn hafði þá skoðun að helförin var góð og það vantaði bara aðra helför til að útrýma algjörlega öllum gyðingum af þessari jörð. 

Ég verð ennþá reiður þegar ég hugsa til þessa samtals í lestinni. Ég vissi ekki hvort að ég ætti að álykta að þessi vinur minn væri heimskur, fáfróður eða bara svona svakalega vond manneskja. 

Annar vinur minn var ekki sáttur við mig fyrir að bölva honum í ösku og ekki tala við hann aftur en hvernig er það. Eru engin takmörk fyrir hvers konar fólk maður hefur í kringum sig og kallar vini?


mbl.is Dvergarnir í Auschwitz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáfaðar bakteríur

Hérna er magnaður fyrirlestur um hvernig bakteríur virka og hvernig þær tala sín á milli. Fyrirlesarinn er kona að nafni Bonnie Bassler sem er prófessor við Princeton háskólann. Dæmum um hönnun í náttúrunni fjölgar og fjölgar og minna og minna sem...

ICR kynnir nýtt sköpunarsafn

ICR eða "Institude of creation research" bjó til þetta kynningar myndband af nýju sköpunarsafni, sjá: https://vimeo.com/159068661

Hvað heilbrigð skynsemi segir okkur um ólíklega atburði

Oft tölum við um ótrúlega heppni um atburði sem voru í rauninni þannig að einhver lagði mikið á sig til að koma í veg fyrir hörmungar. Stundum er eitthvað svo ólíklegt að það þykir kraftaverk að ekki fór verr. Hvernig getum við vitað að um tilviljun eða...

Ástæðan fyrir því að við munum aldrei velja besta frambjóðendann

Baráttan til að verða næsti leiðtogi Bandaríkjanna snýst að mjög miklu leiti um hver er besti ræðumaðurinn, hver er besti skemmtikrafturinn og hver er besti leikarinn. Það er áhugavert að leiðtoginn sem Guð valdi til að leiða Ísrael út úr Egyptalandi var...

Nær vilji Guðs fram að ganga?

Fólk talar oft um þennan heim og Guð á þann hátt að Guð stjórnar þessum heimi en málið er að Biblían kennir að Guð er ekki við stjórnvöldin, þess vegna segir Jesús í Faðirvorinu "verði þinn vilji á jörði sem á himni". Nei, Biblían er alveg skýr að Guð er...

Ravi Zacharias um frjálsan vilja og illsku

Hérna er stutt myndband þar sem Ravi Zacharias svarar spurningu frá áheyranda, af hverju Guð stöðvar ekki fólk þegar það ætlar að gera hræðilega hluti. https://www.facebook.com/uju.okezuruonye/videos/984682531597413/

Hvaða þátt spila trúarbrögð í stríðum heimsins?

Ég er sammála Ted Cruz um að ef að Trump yrði forseti þá gæti hvað sem er gerst þó stríð við Danmörk langsótt en Trump er langsóttur svo aldrei að vita. En mig langar að leiðrétta eina lygi sem ótrúlega margir hafa keypt en það er að trúarbrögð hafa...

Eigum við að bjóða hugmyndafræði Múhameðs velkomna?

Frið elskandi frjálslindir sem vilja að bara allir séu vinir virðast eitthvað eiga erfitt með að horfast í augu við hugmyndafræðina sem um ræðir. Þetta eru atriði eins og ef þú yfirgefur trúna þá ertu réttdræpur og þetta er ekki einhver lítill öfga hópur...

Kristni er einstök meðal trúarbragða mannkyns

Kristni er öðru vísi en öll önnur trúarbrögð því hún byggir á atburðum sem gerðust í mannkynssögunni og við getum rannsakað þá út frá sögulegum heimildum. Jesús kenndi opinberlega í nokkur ár og var svo tekinn af lífi opinberlega af heimsveldi þess tíma....

Fornleifafræðingar finna innsigli Hiskía konungs

Vinur minn benti mér á forvitnilega grein sem fjallar um fund í Jerúsalem sem styður sögu Biblíunnar um Hiskía konung. Hérna er greinin: Unearthing King Hezekiah’s Biblical-Era Seal Til hægri er mynd af því sem fannst. 2 Konungabók 18 5 Hiskía...

Af hverju er nútímalist svona slæm?

Ég vil ekki vera eitthvað leiðinlegur en þetta uppátæki er frekar áhugaverð samfélagsleg tilraun en list. Ég sá fyrir nokkru myndband sem fjallaði um hnignun lista í nútímanum og mér fannst það koma með marga góða punkta. Það er samt ekki að segja að það...

Talar Guð stundum í gegnum veraldlega tónlistamenn?

Ég heyrði forvitnilega ræðu í gær þar sem að ræðumaðurinn gældi við þá hugmynd að Guð talar stundum til heimsins í gegnum veraldlega tónlistamenn. Lagið sem ræðumanninum fannst vera Guð að tala til sín og allra er lagið "Make you feel my love" eftir Bob...

Er þetta fólk til að hætta að borða kjöt?

Gaman að vita hvort að helstu baráttumenn gegn loftslagsbreytingum eru tilbúnir að gefa upp kjötát sem er ein helsta orsök loftslagsbreytinga.

Líkti Ben Carson flóttamönnum frá Sýrlandi við óða hunda?

Að lesa á mbl eitthvað sem er augljóslega lýgi veldur mér áhyggjum. Auðvitað var Ben Carson ekki að líkja flóttamönnum við óða hunda. Hann er að benda á að það geta verið meðal flóttamannanna fólk eins og það sem réðst á París og er að líkja fólkinu sem...

BMI er algjört rugl!

Ef menn nota BMI til að meta eitthvað þá eru þeir þegar komnir út í vitleysu. Samkvæmt BMI þá getur vaxtaræktarmaður með 10% fitu verið of feitur. Það ætti að duga til að segja allt sem segja þarf um hve gagnlegt BMI er. Fyrir neðan er farið aðeins...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband