Bill Nye vs sköpunarsinnarnir

Maður að nafni Bill Nye berst af miklum móð á móti sköpun og nýlega gerði hann myndband á youtube sem hefur fengið hellings athygli, nærri því 3. miljónir hafa skoðað myndbandið hans.  Myndbandið hans er hérna fyrir neðan og fyrir neðan það er myndband þar sem Dr. David Menton and Dr. Georgia Purdom svara Bill Nye.

Langar líka að benda á grein sem fjallar ýtarlegar um Bill Nye, sérstaklega er forvitnileg hans heimsókn til sköpunarsafns AiG, sjá: Bill Nye’s Crusade for Your Kids


Er hægt að rannsaka kraftaverk?

Minn skilningur á yfirnáttúrulegum kraftaverkum er kraftur sem ræður yfir náttúrunni og hefur áhrif á náttúruna.  Þegar Jesú gerði kraftaverk þá var um að ræða áhrif sem fólk gat séð fyrir sig sjálft. Fólkið sem skráði niður þessi kraftaverk þekktur alveg eins og við hvernig orsök og afleiðing virka. Það fólk vissi alveg að það er ekki hægt að ganga á vatni, breyta vatni í vín, fæða þúsundir með örfáum fiskum eða rísa upp frá dauðum. Það það síðan gerðist fyrir framan það þá vissi það að sá sem framkvæmdi þessi verk hafði vald yfir náttúrunni, hafði sem sagt yfirnáttúrulegt vald.

Sá sem hefði viljað rannsaka þessi kraftaverk hefði samt aðeins getað gert tvennt, athugað hvort að einhver áhrif væru ennþá greinanleg eftir kraftaverkið eða metið vitnisburð þeirra sem voru vitni að kraftaverkunum. Í flestum tilfellum þá er vitnisburður einu sönnunargögnin sem voru möguleg. Jafnvel þegar kemur að fæða þúsundir með örfáum fiskum þá samt hefði ekki verið nein leið til að meta hvort að maturinn sem var afgangs hefði haft yfirnáttúrulegan uppruna.

Sum kraftaverk sem Biblían lýsir hefðu samt átt að skilja eftir sig ummerki, eitt slíkt dæmi er þegar Guð leiddi Ísrael út úr Egyptalandi. Veit um að minnsta kosti tvær myndir sem hafa verið gerðar um þau ummerki, hérna er ein þeirra: http://video.google.com/videoplay?docid=-4305370740783955461

En jafnvel í þessu dæmi þá er hægt að útskýra ummerkin án yfirnáttúru svo mín niðurstaða er að það er erfitt að rannsaka kraftaverk og staðfesta með mikilli vissu en það geta verið vísbendingar sem styðja að kraftaverk gerðist og síðan verða menn að meta hvort að viðkomandi vitnisburður og gögn eru nógu góð til að velja að trúa.


mbl.is Hvernig rannsakar maður kraftaverk?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átti Noregur Breivik skilið?

Það er svakalegt af þessum franska rithöfundi, Richard Millet að láta þetta út úr sér. Auðvitað átti norska þjóðin ekki skilið svona hörmungar og hvað þá fjölskyldurnar sem misstu börnin sín í þessum harmleik.

En, á eftir flest öllu fylgir alltaf leiðinlegt "en". Það er ekki undarlegt að mörgum stendur ógn af menningu múslima þar sem feður drepa dætur sínar ef þær valda þeim vanvirðingu, þar sem fólk er drepið ef það yfirgefur trúnna og þar sem réttindi kvenna eru oft fótum troðin. Hvað þá þegar börn gera eitthvað heimskulegt eins og að brenna blaðsíður úr Kóraninum að þá eiga þau á hættu að vera refsað grimmilega. 

Þeir sem vilja standa vörð um samfélag þar sem trúfrelsi, tjáningarfrelsi, mannréttindi og lýðræði eru gildi sem samfélagið byggir á þá er ekki nema von að þeir upplifa menningu múslima sem ógn við þessi gildi.

Hérna fjallar Sam Harris um þetta mál.


mbl.is Segir Noreg hafa átt Breivik skilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Albert Einstein: "the more I study science, the more I believe in God"

Áhugavert að Einstein skildi segja þetta. Þarna er hann að bergmála það sem annar merkilegur vísindamaður hafði sagt áður: Louis Pasteur The more I study nature, the more I stand amazed at the work of the Creator Því miður þá trúði Einstein aldrei á...

Vísindamenn geyma 70 miljarða bóka á DNA

Það hafa orðið gífurlegar framfarir í geyma upplýsingar frá dögunum sem notuð voru gataspjöld en hinn óumdeildi konungur gagnamagns er ennþá DNA. Hópur vísindamanna settu 70 miljarða afrit af þeirra genabók - ásamt leiðbeiningum og myndum sem samtals var...

Oprah fræðist um hvíldardaginn frá aðventista

Forvitnileg klippa þar sem aðventisti sem er kvikmyndaframleiðandi segir Oprah Winfrey frá sinni trú og hvíldardeginum.

Stundum er hugmyndin um helvíti skiljanleg

Það er ekki hægt að neita því að þetta fífl sé að sleppa allt of vel út úr þessu. Fyrst fær hann sviðsljósið sem hann ávalt þráði og nú fær hann að dúsa í fangelsi það sem eftir er. Þrátt fyrir mína algjöra andúð á hugmyndinni um helvíti þá samt finnst...

Geta tilviljanakenndar stökkbreytingar breytt apa í mann?

Einhvers konar apaleg vera á að hafa verið sameiginlegur forfaðir simpansa og manna og sagan segir að tilviljanakenndar stökkbreytingar ásamt náttúruvali á að hafa breytt því dýri í mannkynið eins og við þekkjum það í dag. Þetta á að hafa gerst á sirka...

Er beikon fyrir kristna?

Fyrir flesta kristna þá gildir lítið sem ekkert frá Gamla Testamentinu fyrir kristna í dag. Þetta er mjög undarleg afstaða þar sem Jesú sagði að það fólk sem tilheyrði Hans fjölskyldu væru það fólk sem færi eftir boðum Guðs. Markúsar guðspjall 3:35 Hver...

Er trú ekki byggð á gögnum?

Það er komin upp einhver misskilningur meðal margra að trú sé ekki byggð á gögnum. Að ef þú hefur gögn þá er ekki um trú að ræða. Þetta er alls ekki rétt. Það er skiljanlegt að margir hafa þessa hugmynd því að fólk trúir mörgu sem það hefur engin gögn...

The Atheist Experience og Ray Comfort

Hérna er skemmtilegt viðtal sem "Atheist Experience" tók við Ray Comfort. Þetta var vingjarnlegt spjall en fyrir mitt leiti var svekkjandi að Ray hafði ekki nógu góða þekkingu á vísindum til að koma með betri punkta. Einnig vegna þess að Ray hefur rangan...

Hvaða uppgvötanir á síðustu öld studdu þróunarkenninguna?

Ég spurði þessarar spurningu fyrir nokkru og það var ekki mikið um svör, sjá: Hvaða vísindalegu uppgvötanir síðustu aldar styðja þróunarkenninguna? Eina tilraunin var að sumt milli dýrategunda er líkt og þar af leiðandi er þróunarkenningin sönn en þetta...

Dawkins og Lennox - taka 2

Hérna mætast John Lennox og Richard Dawkins að öðru sinni. Gaman að sjá hvernig umræðan þroskast þó að mín persónulega skoðun er að Dawkins er bara þrjóskur :)

Eru stökkbreytingar tilviljanakenndar?

Hérna er stutt myndband sem fjallar um stökkbreytingar og hvort þær séu tilviljanakenndar eða hvort að málið er aðeins flóknara en svo. Það eru gögn sem benda til þess að mismunandi hlutar DNA verða frekar fyrir stökkbreytingum en aðrir svo kannski er...

Dýrð Guðs

Ég tók þátt í Biblíulexíu síðasta hvíldardag þar sem þetta umræðuefni kom upp, þ.e.a.s. dýrð Guðs. Fólk var að velta því fyrir sér dýrð Guðs út frá bæn Jesú í Jóhannesarguðspjalli 17. kafla. Sumir töldu þarna vera að tala um krossinn, aðrir um upprisuna...

Skyldleiki manna og simpansa í uppnámi

Þegar vísindamenn nýlega báru saman Y-litninginn á simpönsum og mönnum þá brá þeim verulega í brún. David Page frá Whitehead stofnuninni orðaði þetta svona " horrendously different from each other" Af hverju þetta orð "horrendously"? Af því að hann trúir...

Heilsufarslegar afleiðingar offitu eru orðnar meiri en afleiðingar reykinga

Ég vil svo sem ekki að þessari konu líði illa yfir útlitinu en aukakíló eru einfaldlega afleiðing of miklum óhollum mat og þetta hefur mjög slæmar afleiðingar fyrir heilsu fólks. Meira hérna:

Er einhver hræddur við Amish sjálfsmorðssprengjumenn?

Hérna fjallar guðleysinginn Sam Harris um Islam og hvernig mismunandi trúarbrögð augljóslega trúa mismunandi atriðum. Að öfga Amish trúar hópur er orðinn þá einmitt hópur sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af. Ef Amish hópurinn aðhyllist frjálshyggju...

Spretthlaup og aldursgreiningar

Ímyndaðu þér að þú ert að horfa á hlaupið þar sem Bolt hleypur á ofsa hraða og akkúrat þegar hann kemur í mark þá er klukkan 14:33 og 33 sekúndur. Hve lengi var Bolt að hlaupa 100 metrana? Spurningin sem ætti að vakna er þessi: "hvenær byrjaði hlaupið?"....

Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Ágúst 2012
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 803344

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband