Út frá guðleysi er kynlíf með dýrum rangt?

Kannski kjánaleg spurning þar sem guðleysi innifelur engar siðferðisreglur. Guðleysingjar hafa örugglega alls konar skoðanir á þessu enda hef ég rekist á marga guðleysingja með mjög sterka siðferðiskennd. Punkturinn er samt sá að ef að við erum aðeins blanda af atómum sem tilviljanir settu saman á löngum tíma þá höfum engan grunn til að segja í þessu tilfelli, kynlíf með dýrum er rangt.

Fyrir þá guðleysingja sem finna eitthvað innra með sér sem segir þeim að þetta er rangt þá vil ég hvetja þá til að spyrja sig hvort að það sé ekki vegna þess að þeirra guðleysi er ekki rétt og þeirra trú um uppruna okkar er heldur ekki rétt.

Kristnir eru hérna líka í smá vandræðum. Mig grunar að flestir kristnir trúi því að kynlíf með dýrum sé rangt en Nýja Testamentið segir ekkert um það. Versin sem fjalla um það eru að finna í Gamla Testamentinu en þar er líka að finna vers um að halda sjöundadaginn heilagann og vers um hreina og óhreina fæðu sem þeir vilja meina að sé ekki lengur í gildi. 


mbl.is Vilja banna kynlíf með dýrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hvíldardagsskóli sniðug hugmynd?

article-new_ehow_images_a07_ih_k5_games-christian-teen-groups-800x800Hérna er forvitnileg mynd sem fjallar um æskulýðsstarf í kirkjunni. Hún glímir við spurningar eins og er það biblíulegt að skipta börnum eftir aldri og búa til prógröm sérstaklega fyrir börn. Einnig og enn mikilvægara, á kirkjan að fræða börn um hina kristnu trú og niðurstaðan sem aðstandendur þessarar myndar komast að er nei. Kirkjan á að láta foreldrum eftir fræðslu barna.

Mjög áhugavert efni, sjá: http://vimeo.com/26098320


Leikarinn úr Two and Half Men gerist aðventisti

Ég rakst á mjög forvitnil110907angus-t-jones1.jpgegt viðtal við Angus T. Jones sem leikur strákinn í þáttunum í "Two and a Half Men" en hann gerðist aðventisti, sjá: Turning Point - Angus T Jones 

Gaman að hlusta á ungan strák sem maður hefur óbeint þekkt í mörg ár í gegnum þættina tala um hvernig hann varð aðventisti. Skemmtilegt hvernig ungur strákur sem hefur aðgang að öllu sem honum dettur í hug enda mold ríkur hefur áhuga að vita meira um Biblíuna og nýtur þess að eiga kristið samfélag.  Það ættu allir að vera sammála að þættirnir "Two and a Half Men" eru ekki uppbyggilegir og tímasóun af verstu sort.  

 


mbl.is Two and a half men er „óþverri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undur þróunnar eða sköpunnar?

Hérna er kynning á áhugaverðu verkefni sem kallast "Birds of paradise" en þar fjalla vísindamenn um mjög skrautlega fugla, bæði í hegðun og útliti. Hvort sjáið þið þarna, sköpun eða þróun?

Leikarinn úr Two and Half Men gerist aðventisti

Ég rakst á mjög forvitnilegt viðtal við Angus T. Jones sem leikur strákinn í þáttunum í "Two and a Half Men" en hann gerðist aðventisti, sjá: Turning Point - Angus T Jones Gaman að hlusta á ungan strák sem maður hefur óbeint þekkt í mörg ár í gegnum...

Orkuleysi ef þú ert grænmetisæta?

Fyrir nokkrum mánuðum ákvað ég að prófa að vera grænmetisæta. Þar spilaði helst inn í þessi bók hérna 80/10/10 og þessi fyrirlestur hérna: Ertu að valda þjáningum? En ég upplifði ekki orkuleysi eins og Hayden Panettiere, stjarnan úr Heros gerði. Þeir sem...

How the Scientific Consensus is Maintained

Forvitnilegt myndband þar sem fjallað er um "scientific consensus" sem er samþykkt skoðun vísindanna . Ef einhver getur þýtt "scientific consensus" almennilega þá væri gaman að sjá það.

Á þeim tímum voru risar á jörðinni

Í fyrstu Mósebók, sjötta kafla er að finna setningu sem segir að það var einu sinni risar á jörðinni. Hve stórir þessir risar voru kemur ekki svo augljóslega fram en í 1. Samúelsbók 17. kafla er sagan af Davíð og Golíat og sum handrit tala um að Golíat...

Kristin sjónvarpsstöð segir í beinni að þau ætla að byrja að halda sjöunda daginn heilagan

Rakst á áhugaverða frétt þar sem sjónvarpsstöð í Finnlandi segir í beinni útsendingu að þau hafa verið að halda rangan hvíldardag. Eftir að rannsaka Biblíuna þá sáu þau að sjöundi dagurinn er hinn rétti hvíldardagur og þau ætla að halda hann. Hérna er...

Er möguleiki að þetta mannfall er Palestínumönnum að kenna?

Mér líður eins og ég er að sjá hið sama og gerðist fyrir seinni heimstyröldina þar sem það var í gangi áróðursstríð sem hafði þann tilgang að réttlæta útrýmingu gyðinga. Gyðingar lifa með að það eru miljónir sem vilja tortýma þeim og ef að þetta...

Hvað er Pallywood?

Fréttaskýringaþátturinn 60 minutes var með umfjöllun um eitthvað sem er mjög forvitnilegt, kallað Pallywood. Nokkurs konar Hollywood en með aðeins minna menntaða leikara og leikstjórna og allt annan tilgang, búa til lygar til að ala á hatri. Hérna fyrir...

Richard Lenski - þróunarkenningin í tilraunaglasi

Þetta er gott dæmi um áhrif stökkbreytinga, þær eru margfallt líklegri til að skemma eitthvað en að búa eitthvað gagnlegt til. Í rauninni þurfa menn að trúa að þær geti búið eitthvað til því að það vantar alveg rannsóknir sem sýna fram á að þær geti gert...

Og hvað svo fyrir Hartman?

Sumir trúa að þegar þeir deyja þá byrjar einhvers konar ferðalag yfir í annan heim. Það er ekki það sem Biblían kennir. Hebreabréfið segir beint út hvað Hartman á von á: Hebreabréfið 9:27 Og eins og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir...

Hin venjulega kristni er orðin að Babýlón

Mér finnst engan veginn eðlilegt að stjórnarskráin velji eina kirkju sem þjóðkirkju Íslands um alla tíð. Ef að þjóðkirkjan á undir högg að sækja í dag, heldur fólk að ástandið verði betra eftir tíu ár eða tuttugu? Þetta er augljóslega ekki heppilegt...

Mega þá sköpunarsinnar kenna sköpun?

Fyrir þá kristna sem taka Biblíuna alvarlega þá skiptir það miklu máli að fá að fræða sín börn um sköpun þróun deiluna á þann hátt sem við trúum að sé rétt. Svo gaman að vita hvort að hópurinn hafi haft slíkt í huga með þessu ákvæði. Sumir náttúrulega...

Sönnun fyrir ungum setlögum, þau eru beygð ekki brotin

Í mörgum fjallasvæðum þá eru setlög sem eru mörg hundruð metra á þykkt sem hafa verið beygð án þess að hafa brotnað. Hvernig gæti það hafa gerst ef að sérhvert setlag var lagt niður þ.e.a.s. myndaðist yfir miljónir ára og þá þegar harðnað? Hörnuð setlög...

Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2012
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803357

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband