Hin heillandi Jimmy Savile

Jimmy_Savile,_HeadstoneSumir kannski taka andköf við að heyra einhvern segja að Jimmy Savile hafi verið heillandi þar sem núna vitum við að hann var eins illa innrættur og menn geta orðið. En þegar maður les wikipedia greinina um hann, sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Jimmy_Savile  þá er nokkuð ljóst að hann átti langan feril að baka og var mikilsmetinn og dáður af mjög mörgum. Ótal heiðursdoktorsgráður og viðurkenningar, hérna til hægri er mynd af legsteininum hans þar sem hans afrek eru upp talinn.  Var Savile heillandi, ég held að hann hefði aldrei komist upp með þetta eða náð að tæla svona margar konur nema hann hafi verið einmitt heillandi.

Kannski hélt Savile að hans góðu verk gætu vegið upp á móti því slæma sem hann gerði en á dómsdegi þá er ekki spurning um að vega góð verk og síðan vond verk og ef að góðu verkin eru fleiri en hin vondu þá færðu sakaruppgjöf og eilíft líf. Alveg eins og í dómssölum hérna hjá okkur þá ef þú ert sekur um nauðgun þá skiptir ekki máli þótt þú gafst helling til góðsgerðamála; það skiptir heldur ekki hve mikið þú sérð eftir glæpnum, ekkert af þessu getur gert þig saklausan eða borgað sekt þína.

Við erum öll í svipaðri stöðu og Savile, við erum flest ekki sek um jafn svakalega illsku og hann en höfum við ekki flest gerst sek um að ljúga, stela, reiðast, öfunda, verið gráðug, hata og fyrirlíta meðbræður okkar?  Ef þú heldur að það eigi ekki við þig þá þarftu ekki að lesa neitt meira sem ég hef að segja. Ef ef þú ert eins og ég og veist að þú ert sekur og veist að þú munt deyja þá veistu að þín staða er ekki góð.


mbl.is Tók táninga með sér á spítalann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindin uppgvöta örsmáar vélar sem virka eins og klettaklifrarar

HayleyNý rannsókn sem birt var í Science leiddi dáldið skemmtilegt í ljós sem er að það er örsmá vél sem er eins og klettaklifrari en hún klifrar DNA.  Ef einhver hefur reynt að búa til vél sem kann að klifra, leita að góðum stað til að grípa og þannig smá saman toga sig upp þá ætti viðkomandi að geta metið hvort sé líklegt að hafa orsakað þessa vél, tilviljanir eða vitsmunir. 

Hérna er stutt lýsing á því sem er þarna í gangi, alveg magnað dót sem er þarna á ferðinni.

http://www.sciencedaily.com/releases/2012/10/121026110747.htm
Although ATP hydrolysis is essential for the activity of SMC complexes, its mechanistic importance has been unclear. Our data indicate that the minimal functional MukBEF complex acting at discrete chromosome positions is an ATP-bound dimer of MukB dimers, with ATP binding and head engagement being necessary for stable chromosome association and ATP hydrolysis required to release complexes from chromosomes. The observation that turnover of MukBEF complexes from chromosomes is slower than predicted from in vitro adenosine triphosphatase (ATPase) levels supports a model where ATP hydrolysis within each ATPase head pair is independent, with all four ATP molecules in the two closed dimer heads needing to be hydrolyzed almost simultaneously to completely release a single DNA-bound complex. A multimeric form of MukBEF would therefore allow release of one DNA segment and capture of a new segment without releasing the complex from the chromosome, a process akin to a rock climber making trial grabs to reach a hand hold, and one which could lead to ordered MukBEF movement within a chromosome, perhaps leading to DNA remodelling. This is analogous to the processive “walking” of the molecular motors kinesin and dynein along microtubules.

Vísindin eru svo skemmtileg fyrir þá sem trúa á sköpun, endalaust verið að finna gögn sem styðja trúnna á skapara.


Er afstaðan "Jesús var ekki til" gild afstaða?

170px-Noel-coypel-the-resurrection-of-christ-1700Af og til þá rekst ég á fólk sem heldur að það eru engin gögn fyrir tilvist Jesús og að menn taka tilvist Jesú í blindri trú.  Staðreyndin er aftur á móti sú að þessi afstaða að Jesús var ekki til, er ekki söguleg persóna er engan veginn vitræn afstaða sem hægt er að verja.

Hvort sem sagnfræðingar eru kristnir eða ekki þá er afstaðan nokkvurn veginn alltaf sú sama og það er að Jesús var raunveruleg persóna sem gékk hér á jörðinni og bara fáfróðir kjánar halda einhverju öðru fram.

Hérna eru nokkur dæmi um hvað sagnfræðingar hafa um þetta að segja:

Günther Bornkamm
To doubt the historical existence of Jesus at all . . . was reserved for an unrestrained, tendentious criticism of modern times into which it is not worthwhile to enter here.

Willi Marxsen
I am of the opinion (and it is an opinion shared by every serious historian) that the theory [“that Jesus never lived, that he was a purely mythical figure”] is historically untenable.

Paul L. Maier
The total evidence is so overpowering, so absolute that only the shallowest of intellects would dare to deny Jesus’ existence

Michael Grant
To sum up, modern critical methods fail to support the Christ-myth theory. It has “again and again been answered and annihilated by first-rank scholars.” In recent years “no serious scholar has ventured to postulate the non-historicity of Jesus”—or at any rate very few, and they have not succeeded in disposing of the much stronger, indeed very abundant, evidence to the contrary.

Rudolf Bultmann
Of course the doubt as to whether Jesus really existed is unfounded and not worth refutation. No sane person can doubt that Jesus stands as founder behind the historical movement whose first distinct stage is represented by the oldest Palestinian community.

Robert Van Voorst
Contemporary New Testament scholars have typically viewed their [i.e., Jesus mythers] arguments as so weak or bizarre that they relegate them to footnotes, or often ignore them completely.

Þannig að þessi afstaða að sagan af Jesú er bara þjóðsaga eða að Jesú er ekki raunveruleg sögupersóna er ekki gild afstaða fyrir fullorðna manneskju.

Ég gerði eitt sinn grein sem svaraði grein frá Vantrú um þessi mál, sjá: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn 


The Screwtape Letters (lesin af John Cleese)

Sérstaklega áhugaverð bók eftir C.S.Lewis þar sem tveir djöflar skrifast á, eldri frændinn Screwtape að gefa hinum yngri Wormwood ráð hvernig á að vinna sál fyrir helvíti. Forvitnilegt að kynna sér sjónarhól óvinarins eins og C.S.Lewis setur hann fram og...

Biblían er með bestu útskýringuna á hvernig Miklagljúfur myndaðist

Einn skemmtilegur leikur sem ég hef spilað nokkrum sinnum er þannig að maður fær smá upplýsingar um sögusvið og síðan þarf maður að spyrja spurninga sem aðeins má svara með já eða nei. Ein skemmtileg saga er þannig að langt inn í eyðimörk er nakinn maður...

Illska og vilji Guðs

Það er alltaf jafn sorglegt og ergilegt þegar einhver sem kallar sig kristinn segir eitthvað sem er af hinu illa vera vilja Guðs. Biblían samt talar um að Guð geti látið alla hluti verka til góðs fyrir þá sem ganga á Hans vegum svo í erfiðum aðstæðum þá...

Hvort stóð sig betur, Romney eða Obama?

Ég hef núna hlustað á allar þrjár rökræðurnar milli Obama og Romney og að endanum þá finnst mér þetta hafa endað í jafntefli. Romney var miklu betri í fyrstu en síðan voru þeir mjög svipaðaðir í seinni tveimur. Alltaf þegar ég hlusta á Romney þá...

Þáttur á BBC - Hin leyndi geimur - Lífið inn í frumum

Forvitnilegur þáttur sem sýndur var á BBC sem fjallar um heiminn sem er að finna inn í frumum. Þeir reyndu að gefa Darwin nokkrar fórnir en svakalega virkaði það kjánalega innan um öll verkfræði undrin. Ef að horfa á þessar vélar sannfærir fólk ekki um...

Frank Turek vs Christopher Hitchens

Hérna rökræða Frank Turek, einn höfunda bókarinnar "I don't have enough fath to be an atheist" og Christopher Hitchens, höfundur bókarinnar "God is not great: How religion poisons everything". Umræðuefnið er hvort Guð er til eða ekki. Það opnar vonandi...

Okkar skapaða tungl

Tunglið okkar er afskaplega merkilegt og kenningar um hvernig það varð til eru þó nokkrar og þessi hugmynd ekki ný enda voru þessir menn örugglega aðeins að rannsaka hvort þessi gamla kenning gæti staðist. Ég ætla rétt að vona að ég sé ekki sá eini sem...

Myndin Machine Gun Preacher

Fyrir nokkru síðan sá ég myndina Machine Gun Preacher . Ég vissi ekki alveg á hverju ég átti von á; nafnið var svona týpískt fyrir algjöra B-mynd. Einhverja Steven Seagal mynd sem er algjörlega án innihalds. Svo reyndist ekki vera heldur var þetta mjög...

Endalaus áróður um miljónir ár

Ég efast um að fólk geri sér grein fyrir hve mikið af áróðri fyrir miljónum árum það verður fyrir úr alls konar áttum. Það er varla ein einasta rödd þarna úti sem varpar einhverjum efasemdum þegar einhverjir menn tala um stokka og steina og gefa þeim...

Mjög ólíklegt að finna aðra jörð eins og okkar

Jörðin okkar er einstaklega hönnuð fyrir tilvist lífs og enn frekar tilvist manna og við höfum ótal ummerki um það. Flestir líta á svo sem að vegna þess að fjöldi pláneta og stjörnukerfa er gífurlegur og þá hljóta að vera til aðrar plánetur eins og...

Af hverju er svona mikill munur milli kristni og Biblíunnar?

<span class=""></<span class="">body</span>></span> Fyrir sérhvern nemanda Biblíunnar þá eftir að hafa rannsakað hana þá hlýtur þessi spurning að vakna, "af hverju er svona mikill munur á kristni og Biblíunnar". Þá á ég við...

Er kristni áreiðanlegri en önnur trúarbrögð?

Það er mjög algengt að setja öll trúarbrögð undir einn hatt og láta sem svo að þau eru öll eins, öll jafn trúverðug og jafnvel að þau kenni öll hið sama. Maður þarf aðeins smá þekkingu til að vita að þau kenna alls ekki hið sama, hvort sem kemur að hver...

Setlög í höfunum of þunn ef að jörðin er margra miljón ára gömul

Ef að setlög hafa verið að safnast saman á botni sjávar í þrjá miljarða ára þá ættum við að finna margra kílómetra þykkt setlög á botni hafsbotninum. Sérhvert ár þá riðja vatn og regn í kringum 20 miljörðum tonna af jarðvegi af meginlöndunum og setja þau...

Hljómfögur útskýring á mormóna trúnni

Mér finnst alveg ótrúlegt hve lítinn þátt mormóna trú Mitt Romney ætlar að spila í þessum kosningum. Að vísu þá spilar trú Obama lítið sem ekkert inn í umræðuna svo kemur ekki á óvart að sumir halda að hann sé bara múslimi. En út frá því þá ætti það ekki...

Peppered Moths en engin þróun

Nýleg rannsókn sýndi að vísindalegar rannsóknir á felugetu mölflugna ( við íslendingar vanalega köllum þær fiðrildi en fólk í heitari löndum er ekki alveg sammála ) þarf ekki á þróunarkenningunni að halda. Ég held að flestir sem hafa stúdentspróf þekki...

Að fórna lífinu fyrir syndina

<span class=""></<span class="">body</span>></span> Það er eins og menn ætli að gáfnafar segi mjög mikið til um hvort menn álykta rétt um tilvist Guðs. Það virðist vera að stórum hluta áhugi fólks á trúarskoðunum Einsteins....

Guðleysi - nógu gott fyrir þessa kjána

Ég rakst á þessa mynd og fannst gaman af henni. Aðalega vegna þess að þeir eru ekki beint margir og af þessum fáu þá eru þrír þeirra, ekki guðleysingjar! Abraham Lincon, Einstein og Darwin voru ekki guðleysingjar. Kann að koma sumum á óvart að Darwin var...

Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Okt. 2012
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803356

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband