Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Kenningar sem valda ágreiningi - ástand hinna dauðu

Góð "ræða" með Doug Bachelor þar sem hann útskýrir hvað Biblían kennir um ástand hinna dauðu. Margar kristnar kirkjur kenna að þegar þú deyrð þá ferðu til himna en þessi hugmynd er heiðin og passar engan veginn við vitnisburð Biblíunnar. Doug Bachelor gerir þetta hérna á frumlegan hátt, setur sig í spor þeirra sem eru ósammála og svarar þeirra athugasemdum.


Er venjulegt salt í lagi?

Hérna er áhugavert myndband um salt, sögu salts og tenginguna við heilsu. Það sem mér finnst áhugavert er að venjulegt borðsalt skortir það sem náttúrulegt salt hefur. Ekki að venjulegt salt sé óhollt en eins og búið er að predika í mörg ár þá er slæmt að nota of mikið af því. Vegna þess að náttúrulegt salt sem ekki er búið að vinna þá inniheldur það alls konar steinefni sem líkaminn þarf og er þar af leiðandi hollt á meðan venjulegt borðsalt hefur ekki þessi steinefni.


mbl.is 1 poki af iðnaðarsalti á KFC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristið rokk - annar hluti

Síðast þegar ég gerði færslu um kristið rokk þá hvartaði einn vinur minn yfir því að ég sleppti alveg hans uppáhalds hljómsveit sem er Petra.  Þannig að ég ætla að bæta loksins úr því. Ég kynntist þessari hljómsveit fyrst þegar ég var á Hlíðardalsskóla sem var heimavistarskóli rekinn af Aðvent kirkjunni en því miður er hann hættur.  Hérna eru þá nokkur lög eftir Petra sem mér finnst góð.

 

 

 

 

 

 

 

Enda á þremur lögum sem eru ekki rokk lög en mjög falleg.

 

 


Baráttan um Biblíuna

Langar að benda á áhugverðan fyrirlestur sem fjallar um hvaða handrit hafa verið notuð til að þýða Biblíuna. Hvernig í dag eru komnar í umferð Biblíur sem byggja á mjög vafa sömum handritum sem grafa undan guðdómi Jesú og að Hann er eina leiðin fyrir menn að öðlast eilíft líf.

Síðan annað myndband sem fer yfir hvað er að breytast í þessum handritum, af hverju breytingarnar eru oft greinilega fikt við textann og hugmyndafræðina sem liggur að baki þessum breytingum.


Jörðin er einstök

Að vera með álíkan massa segir afskaplega lítið um hvort að pláneta sé eins sérstök og jörðin þegar kemur að því að vera heimili lífvera og hvað þá manna.  Hérna er myndin "Privileged Planet" sem er frábær mynd sem fjallar um hve sérstök jörðin er og hvernig það bendir til hönnunar jarðarinnar.

 

 


mbl.is Milljarðar reikistjarna álíka massamiklar og jörðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýji sáttmálinn og kvöldmáltíðin

thelastsupper_1130084.jpgFyrir nokkru gerði ég grein sem ég kallaði Nýja Testamentið tilheyrir ekki nýja sáttmálanum. Ég sá ekki betur en að fyrst að Jesú innsiglaði nýja sáttmálann á krossinum þegar NT hafði ekki verið skrifað að þá gæti NT ekki verið hluti af nýja sáttmálanum.

Síðan síðasta hvíldardag þá var kvöldmáltíð í kirkjunni minni og fótaþvottur. Þegar ég síðan sat þarna og tók þátt í athöfninni, þegar einn af vinum þvoði fæturnar á mér sem er hluti af fótaþvotta athöfninni að þá fattaði ég að þessi athöfn er hvergi í Gamla Testamentinu. Jesú síðan segir þegar kemur að borða brauðið og vínið að þetta er nýji sáttmálinn, að í staðinn fyrir fórnir þá kemur kvöldmáltíðin í staðinn og það er nýji sáttmálinn.  Það var dálið upplifun að vera að gera eitthvað sem sýndi mér svart á hvítu að ég hafði haft rangt fyrir mér og þessi rök ganga ekki upp.

Minn nýji skilningur er núna sá að Jesú kenndi lærisveinunum hver nýji sáttmálinn væri og Hann innsiglaði það á krossinum og síðan áttu lærisveinarnir að gera eins og Jesú sagði þeim, að kenna þeim allt sem Hann hafði kennt þeim.

Þá vaknar upp sú spurning hvort að það þýðir að mín niðurstaða að það sem GT kenndi eins og t.d. hvíldardagurinn og hátíðirnar sé enn gild og ég tel svo vera. Það eru enn nóg af rökum fyrir því og mjög veik á móti að mínu mati þó ég er enn að rannsaka þetta.

Guð sjálfur sagði að þetta væru Hans lög, Jesú hélt þessi lög og sagði okkur að halda lögin eins og Hann hélt lögin og Jesú sannarlega hélt hvíldardaginn og hátíðirnar. Við höfum síðan hvergi skýra skipun um að þetta hafi breyst svo ég sé ekki betur en þetta standi.

Fyrir þá sem vilja skýr svör og engan vafa þá er líklegast pirrandi að lesa bloggið mitt þar sem að ég er enn í því ferli að rannsaka og skilja betur en fyrir þá sem vilja rannsaka og skilja þá vona ég að þetta hafi verið fróðlegt og skemmtilegt.


Nýja Testamentið tilheyrir ekki nýja sáttmálanum

ark-of-the-covenant.jpgEf þú hefur keypt íbúð eða bíl þá hefur þú líklegast skrifað undir samning. Um leið og búið er að skrifa undir samninginn og þinglýsa honum þá er hann bindandi. Það er ekki hægt að breyta samningnum eftir það nema þá ógilda hann. Enginn tæki það í mál að skrifa undir samning um kaup á bíl og síðan daginn eftir þá er búið að bæta við núlli við upphæðina, í staðinn fyrir að kaupa bíl á miljón þá á maður að hafa keypt bíl á tíu miljónir.

Í Biblíunni er talað um sáttmála sem er í rauninni bara annað orð yfir samning. Gamli sáttmálann gerði Guð við Ísrael þegar Hann gaf Móse lögmál sitt og þjóðin lofaði að gera allt sem Guð hafði beðið það um. Við lesum um hvernig gamli sáttmálinn var gerður í 2. Mósebók 24. kafla en sáttmálinn var innsiglaður með blóðfórn og loforði fólksins.

Nýji sáttmálinn var síðan gerður á Golgata þegar Jesú dó á krossinum. Þá innsiglaði Jesú nýja sáttmálann með Sínu eigin blóði. Munurinn á nýja sáttmálanum og hinum gamla var að hinn nýji var innsiglaður með blóði sonar Guðs, hinn nýji sáttmáli var byggður á loforði Guðs með Jesú sem æðsta prest sem þjónar í musterinu á himnum en ekki af mönnum hérna á jörðinni.

En hérna kemur mjög mikilvægur punktur sem kristnir þurfa að gera sér grein fyrir. Þegar Jesú dó á krossinum og innsiglaði nýja sáttmálann, hve mikið af Nýja Testamentinu var búið að skrifa?

calvary2.jpgSvarið er nokkuð augljóst, það var ekki búið að skrifa eina blaðsíðu af Nýja Testamentinu. Það þýðir að Nýja Testamentið er ekki hluti af nýja sáttmálanum.  Nýja Testamentið má ekki breyta neinu sem Guð var búinn að opinbera, það væri brot á sáttmálanum sem Jesú gerði á Golgata.

Guð var síðan líka búinn að opinbera fyrir munn spámannsins Jesaja að ef einhver kemur og talar ekki samkvæmt því sem Guð var búinn að opinbera þá væri ekkert ljós í þeim ( Jesaja 8:20 ).

Jesú sagði síðan sjálfur að Hann væri ekki kominn til að afnema lögmálið eða spámennina ( Matteus 5:17 ) og hérna mega menn ekki gleyma því að spámennirnir endurtóku aftur og aftur að fólk á að hlýða lögmáli Guðs sem Guð gaf Móse.

Þetta þýðir að ef að menn vilja tína til vers frá Páli sem þeir halda að gera að engu lögmál Guðs þá gengur það ekki upp. Páll hafði ekkert vald til að breyta sáttmálanum sem Jesú gerði á krossinum. Það er ekki mín trú að Páll hafi gert það enda sagði hann að hann tryði öllu sem stendur í Móse og spámönnunum. Enn fremur sagði Páll við Tímóteus að Gamla Testamentið væri leiðbeinandi okkar í réttlæti ( 2. Tímóteusarbréf 3:16 ).

Ég trúi að Nýja Testamentið er orð Guðs og segi satt og rétt frá en það ber að lesa það í því ljósi að það uppfyllir og staðfestir það sem Guð var þegar búinn að opinbera. Í mínum augum þýðir þetta að hvíldardagurinn, hinn sjöundi dagur sé enn í gildi og það er synd að brjóta helgi hans. Þetta þýðir líka að hinir hvíldardagarnir eða hátíðir Guðs eru líka í gildi og það er líka synd að brjóta helgi þeirra. Örugglega þýðir þetta eitthvað enn meira en maður þarf að taka eitt skref í einu.


Hvernig urðu ensím til?

the-many-health-benefits-of-enzymes.jpgTil að framkvæma margt í náttúrunni þá þarf mörg ensím og prótein að vinna saman í ákveðni röð.  Hvernig eiga röð af tilviljunum að hafa búið til bara einn af þessum hlutum, hvað þá 10 eða 20 eða 30 á sama tíma og oft í ákveðni röð.

Lífefnafræðingurinn Franklin Harold skrifaði "we must concede that there are presently no detailed Darwinian accounts of the evolution of any biochemical or cellular system, only a variety of wishful speculations".  Meira hérna: http://creation.com/design-in-living-organisms-motors-atp-synthase

Oft velti ég því fyrir mér hvort að einhver gögn gætu dugað til að sannfæra guðleysingjana en ég er að komast sífelt nær þeirri skoðun að í þeirra huga snýst þetta ekki um gögn og rök heldur um stolt og tilfinningar. Maður verður að vona að einhverjir geti skoðað gögnin og velt þessu heiðarlega fyrir sér.


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband