Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
20.10.2011 | 11:22
John Lennox um bók Stephen Hawking "The Grand Design"
Mjög skemmtilegur fyrirlestur um bók Stephen Hawking "The Grand Design" og af hverju tillögur Hawkings til að losna við Guð þegar kemur að uppruna alheimsins ganga ekki upp. John Lennox fer yfir rökvillurnar í aðal rökum Hawkings. John Lennox er prófessor í stærðfræði hjá Oxford og hann er að kynna nýja bók sína "God and Stephen Hawking: Whose Design Is It Anyway?"
Hérna er fyrirlesturinn: http://www.discovery.org/v/2511
Ein skemmtileg tilvitnun sem Lennox benti á í fyrirlestrinum:
The Grand Design: New Answers to the Ultimate Questions of Life by Stephen Hawking and Leonard Mlodinow
In this very brief history of modern cosmological physics, the laws of quantum and relativistic physics represent things to be wondered at but widely accepted: just like biblical miracles. M-theory invokes something different: a prime mover, a begetter, a creative force that is everywhere and nowhere. This force cannot be identified by instruments or examined by comprehensible mathematical prediction, and yet it contains all possibilities. It incorporates omnipresence, omniscience and omnipotence, and it's a big mystery. Remind you of Anybody?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2011 | 11:36
Mótor með 100% nýtni
Mótorar sem eru svo litlir að 120.000 geta verið í títiprjónshaus er nógu merkilegt til að maður sitji hljóður í undrun en það er bara byrjunin. ATP mótorinn sem allt líf þarf á að halda er einnig með nýtni nálægt 100% samkvæmt nýlegri Japanskri rannsókn. Þeir sögðu t.d. þetta hérna:
Thermodynamic efficiency and mechanochemical coupling of F1-ATPase
We found that the maximum work performed by F1-ATPase per 120° step is nearly equal to the thermodynamical maximum work that can be extracted from a single ATP hydrolysis under a broad range of conditions. Our results suggested a 100% free-energy transduction efficiency and a tight mechanochemical coupling of F1-ATPase...
The coincidence between the maximum work performed by F1-motor during the 120° rotation (Wstall) and the chemical free energy change of an ATP hydrolysis (Δμ) suggests that F1-motor serves as a highly efficient mechanochemical free-energy transducer of FoF1-ATP synthase at almost 100% thermodynamic efficiency. For such a high efficiency to be achieved, a tight mechanochemical coupling is expected, that is, one ATP is hydrolyzed during every hydrolytic-direction step, whereas one ATP is synthesized during every synthetic direction step
Greinin var ekkert að velta einhverri þróun fyrir sér enda slíkt gæti valdið óþægilegum krampa í trúarvöðvum þróunarsinna. Óskandi að krampinn væri nógu mikill til að láta þá af þessari vitleysu en mín niðurstaða eftir að rökræða þessi mál er að þetta snýst ekki um gögn og rök heldur um einbeitann vilja til að velja sína trú eftir því sem viðkomandi hentar.
Hugsaðu um hve mikið mál þetta hefur verið í mannkynssögunni að búa til mótora. Vindmyllan, gufuvélin, Michael Faraday gerði tilraunir að rafmagns mótorum og fleiri snillingar eins og Nikola Tesla hafa lagt sitt að mörkum til að ná þeim árangri sem við höfum náð í dag. Þeir þurftu á öllum sínum vitsmunum að halda til að ná einhverjum árangri við smíði mótora og þá er lang rökréttasta ályktunin að ATP mótorinn sem við finnum í náttúrunni sem er með sama sem 100% nýtni hafi verið hannaður af veru með ennþá meiri vitsmuni en nokkur maður hefur eða hefur haft.
Hérna er myndband um þetta magnaða tæki sem Guð hannaði:
Meira um þetta hérna: http://crev.info/content/111014-your_motor_generators
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2011 | 11:46
Fyrirlestur um hver Mikael er í Biblíunni
Einnig góð grein um þetta: http://www.creation-science-prophecy.com/michael.htm
Mjög fróðlegt þar sem þetta rekur í gegnum margar sögur í Biblíunni og bendar á athyglisverð vers sem flestir hugsa ekki mikið út í.
18.10.2011 | 00:08
Vegna þess að lögleysi magnast mun kærleikur flestra kólna
Svona fréttir eru ekki hollar fyrir sálina. Það hreinleg nýstir í mann að horfa á myndbandið, get ekki mælt með því að horfa á það. Vil ekki hafa myndbandið hérna en bloggarinn Gunnar Th. Gunnarsson er með link á það, sjá: Hér er myndbandið
Í spádómi Jesú um tíma endalokanna þá segir Hann þetta:
Matteusar guðspjall 24:12
Og vegna þess að lögleysi magnast mun kærleikur flestra kólna
Fyrir mitt leiti þá er hinn kristni heimur, heimur lögleysis. Ef maður talar við aðra kristna um rétta hegðun og boðorðin tíu þá eru þeir alveg harðir á því að þetta eru lög Guðs og okkur ber að fylgja þeim. En, ef maður talar við kristna um fjórða boðorðið, hvíldardaginn þá allt í einu er búið að afnema lögmálið. Þá eru hinir kristnu dánir lögmálinu og við höfum frelsi í Kristi til að... ja, líklegast gera það sem okkur dettur í hug. Í einu orði munu kristnir segja að þeir eru að reyna að fara eftir vilja Guðs eins og þeir best geta en þegar maður bendir á að lögmálið er yfirlýsing Guðs um hver Hans vilji sé og hvíldardagurinn er þarna í miðjunni á því þá vilja þeir ekkert hafa með það að gera og vilji Guðs breytist í þeirra eigin vilja. Enn aðrir segja að þeir vilja losna við alla synd úr lífi sínu en þegar maður bendir á að synd er lögmálsbrot ( 1. Jóhannesarbréf 3:4 ) þá breyttist tónninn algjörlega.
Í gegnum Gamla Testamentið þá kemur orðið "lögmál" eða Torah fyrir yfir tvö hundruð sinnum. Í nærri því öllum þessum tilvikum er Guð að biðja fólk sitt um að ekki brjóta lögmálið. Ég gerði stutta grein um lögmálið hérna: Eiga kristnir að fara eftir Móselögunum?
Mín trú er að kærleikur manna er gjöf frá Guði en Guð mun ekki láta anda sinn endalaust vera hjá því fólki sem neitar annað hvort Honum eða að fara eftir Hans lögum. Þegar það gerist þá munu þeir sem vilja elska, ekki einu sinni geta það því að uppspretta kærleikans mun hafa yfirgefið þá.
![]() |
Hundsuðu barn sem varð fyrir bíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2011 | 10:05
Stephen Meyer um staðreyndir sem styðja tilvist Guðs - 1
Hérna er forvitnilegt viðtal við Stephen Meyer um vísindi og tilvist Guðs. Hann fer yfir sögu vísinda og þeirra manna sem mótuðu þá heimsmynd sem við sitjum uppi með í dag.
13.10.2011 | 11:19
Áhugavert ráð frá Kaþólsku kirkjunni
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2011 | 10:09
Mega kristnir borða blóðuga steik?
Ég vissi hreinlega ekki að hrá steik inniheldur sama sem ekkert blóð og rauði safinn sem lekur úr steikinni er ekki blóð svo ég hér með leiðrétti þetta. Hérna á eftir kemur færslan en endilega hafið í huga að ég hafði rangt fyrir mér varðandi að steikur væru loðrandi í blóði.
Flestir kristnir tala um frelsið sem þeir hafa i Kristi Jesú. Tala um að Jesú hafi lýst alla fæðu hreina og núna skiptir þetta ekki máli heldur einlæg trú á Krist. Enn fremur er vitnað í að við erum dáin gamla lögmálinu og núna gildir aðeins lögmál Krists, það er að vísu dáldið óljóst hvaða lögmál það er en oft er bara vísað til þessa orða Jesú "elska skalt þú náungan eins og sjálfan þig". Hið fyndna er að Jesú er að vitna í 3. Mósebók, nítjánda kafla og nítjánda vers.
Í einmitt 3. Mósebók er neysla blóðs oft bönnuð en út frá hugmyndum flestra kristna í dag þá tilheyrir þetta gamla lögmálinu sem er búið að afnema.
En þegar lærisveinarnir fóru að boða til heiðingja, þeirra sem voru ekki gyðingar þá einmitt kom upp þessi umræða, hvað eiga þeir að gera. Sumir af gyðingunum vildu að hinir nýju meðlimir yrðu umskornir, út frá þessu kom niðurstaða frá lærisveinunum hvað hinir nýju trúmeðlimir ættu að gera. Við lesum það í Postulasögunni 15. kafla.
Postulasagan 15:19-21
Ég lít því svo á að eigi skuli íþyngja heiðingjum þeim sem snúa sér til Guðs 20heldur rita þeim að þeir haldi sig frá öllu sem flekkað er af skurðgoðum, frá saurlifnaði, frá kjöti af köfnuðum dýrum og frá blóði. 21Frá fornu fari hafa menn prédikað Móse í öllum borgum. Hann er lesinn upp í samkundunum hvern hvíldardag.
Það sem ætti að vera á hreinu út frá þessu er að lágmarkskrafa til þeirra sem taka kristna trú er þessi og þar tóku þeir fram að halda sig frá blóði væri lágmarkskrafa. Svo svarið við spurningunni hvort að kristnir mega borða hráa, blóðugu steik er risastórt nei. Sumir gætu haldið að það væri verið að tala um að drekka blóð beint en gyðingar hafa aldrei skilið þetta þannig enda erum með ákveðnar reglur varðandi meðhöndlun kjöts til að taka mesta blóðið út. Enn fremur sjáum við hérna að lærisveinarnir skildu Krist heldur ekki þannig að það skipti engu máli hvað við borðum, annars væri ekki þeirra lágmarks krafa að halda sig frá blóði og köfnuðum dýrum.
Líklegast held ég þó að ástæðan hafi verið að þetta voru lágmarkskröfur til að geta farið inn í samkunduhús gyðinga til að hlusta á Guðs orð en eina Guðs orð á þessum tímum var Gamla Testamentið sem gyðingarnir höfðu aðgang að.
Trúmál og siðferði | Breytt 12.10.2011 kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
7.10.2011 | 10:45
Nóbelsverðlaunin - það er eitthvað að
Ég rakst a grein sem gagnrýndi hverjum hefði verið veitt Nóbelsverðlaunin i eðlisfræði sem mér finnst ahugaverð, sjá: A Nobel prize in Physics for what?
Persónulega finnst mer eitthvað undarlegt í gangi fyrst að Bob Dylan var sniðgenginn fyrir einhvern óþekktann rithöfund.
Annað dæmi sem gefur mér astæðu til að ætla að það er eitthvað ekki i lagi með það hvernig ákveðið er hverjir hljóta Nóbelsverðlaun er dæmi þar sem frumkvöðull MRI tækninnar fékk ekki Nóbelsverðlaunin. Tveir menn fengu Nóbelsverðlaunin fyrir þeirra starf að MRI tækninni en ekki frumkvöðullinn. Ástæðan var mjög líklega sú að frumkvöðullinn í MRI tækninni, Raymond Damadian er sköpunarsinni. Hérna er grein sem fjallar um þetta mál: The not-so-Nobel decision
![]() |
Grunur um Nóbelsleka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2011 | 10:27
Kostir þess að umskera, minni líkur á krabbameini
Fyrir einhvern sem er kristinn þá ætti hans afstaða að vera að þegar Guð gaf Ísrael leiðbeiningar um hvernig þjóðin ætti að hegða sér þá voru það leiðbeiningar gefnar í kærleika og visku. Allt of oft heyri ég kristna tala um lögin sem Guð gaf Ísrael upprunalega sem byrgði sem kristnir eru þakklátir að hafa losnað við. Það er eins og þeir gera sér ekki grein fyrir því að þá eru þeir að segja að Guð annað hvort var að reyna að vera vondur við Ísrael eða var bara dáldið vitlaus.
Í dag þá eru í kringum 60-75% af öllum drengjum umskornir í Bandaríkjunum og það er ekki vegna þess að fólk er almennt að fylgja Gamla Testamentinu heldur eru aðrar ástæður fyrir þessu háa hlutfalli. Miðað við það sem ég hef lesið þá er margar ástæður fyrir þessu háa hlutfalli.
Það eru aftur á móti rannsóknir sem sýna fram á að umskurn minnkar áhættuna á krabbameini og öðrum sýkingum og þá aðalega krabbameini í konum, sjá: Medicine: Circumcision & Cancer og http://www.circinfo.net/pdfs/GFW-EN.pdf
Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á minni líkur á HIV smiti meðal þeirra sem eru umskornir, sjá: http://www.medicinenet.com/circumcision_the_medical_pros_and_cons/article.htm
Það var mjög mikið fjallað um umskurn í Nýja Testamentinu vegna þess að þá átti fagnaðarerindið að fara til heiðingjanna svo mikill fjöldi af óumskornum mönnum tóku trú en þetta var sannarlega hindrun og skiljanlega svo. Ákvörðun postulanna var að nýir meðlimir þyrftu ekki að umskerast. Ég set aftur á móti stórt spurningamerki við því hvort að það þýddi þá líka að það ætti að hætta að umskera drengi en er enn að melta það. Læknirinn Lúkas var eini höfundur Nýja Testamentisins sem var ekki gyðingur en hann skrifaði þetta:
Lúkasarguðspjall 2:21-23
Þegar átta dagar voru liðnir skyldi umskera hann og var hann látinn heita Jesús eins og engillinn nefndi hann áður en hann var getinn í móðurlífi. 22En er hreinsunardagar þeirra voru úti eftir lögmáli Móse fóru þau með hann upp til Jerúsalem til að færa hann Drottni, 23en svo er ritað í lögmáli Drottins: Allt karlkyns, er fyrst fæðist af móðurlífi, skal helgað Drottni
Það er áhugavert að áratugum eftir krossinn að þá skuli einhver sem var ekki gyðingur segja þetta. Það sem aftur á móti stendur eftir er að Guð hefði aldrei átt að hafa gefið reglur sem voru fólkinu ekki til blessunar og í dag höfum við rannsóknir sem styðja það.
![]() |
Bannað að banna umskurn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
3.10.2011 | 16:59
Eiga menn og apar sameiginlegan forföður?
Flestir kannast við þá staðhæfingu að apar og menn eru nærri því eins DNA eða í kringum 98% af DNA manna og apa sé eins og það sanni að menn og apar eiga sameiginlegan forföður.
Fyrst vil ég benda á það að rök fyrir sameiginlegum forföður eru ekki mótrök gegn Vitrænni hönnun. Vitræn hönnun segir aðeins að það eru hlutir í náttúrunni sem eru betur útskýrðir með vitrænni hönnun en blindum tilviljanakenndum breytingum á DNA og náttúruval.
En, rök fyrir því að menn og apar eiga sameiginlegan forföður eru rök gegn biblíulegri sköpun svo mér finnst ástæða fyrir mig að skoða þetta mál.
Til að setja mun á DNA í samhengi þá er gott að gera sér grein fyrir muninum sem er milli manna sem er í kringum 0,9% sem þýðir munur upp á 27 miljón basa para.
http://www.evolutionnews.org/2011/09/critically_analyzing_the_argum051321.html
Looking at the latter article, if we add those amounts together and round up to about 27 million base pairs, that implies that only about 0.9% of the human genome is known to vary -- not 2%. This statistic is corroborated by the National Institutes of Health website which states "Human DNA consists of about 3 billion bases, and more than 99 percent of those bases are the same in all people
Þeirra heimild fyrir þessu kemur frá þessari grein hérna: http://genome.cshlp.org/content/21/6/830.abstract
Þegar kemur síðan að muninum á milli DNA simpansa og manna þá hafa erfðafræðingar fært rök fyrir því að munurinn er miklu meiri en þessi tvö prósent sem margir vísa í. Hérna útskýrir erfðafræðingurinn Richard Buggs af hverju þessi munur getur verið miklu meiri:
http://www.refdag.nl/chimpanzee_1_282611
To compare the two [human and chimpanzee] genomes, the first thing we must do is to line up the parts of each genome that are similar. When we do this alignment, we discover that only 2400 million of the human genome's 3164.7 million "letters" align with the chimpanzee genome -- that is, 76% of the human genome. Some scientists have argued that the 24% of the human genome that does not line up with the chimpanzee genome is useless "junk DNA." However, it now seems that this DNA could contain over 600 protein-coding genes, and also code for functional RNA molecules.Looking closely at the chimpanzee-like 76% of the human genome, we find that to make an exact alignment, we often have to introduce artificial gaps in either the human or the chimp genome. These gaps give another 3% difference. So now we have a 73% similarity between the two genomes.
In the neatly aligned sequences we now find another form of difference, where a single "letter" is different between the human and chimp genomes. These provide another 1.23% difference between the two genomes. Thus, the percentage difference is now at around 72%.
We also find places where two pieces of human genome align with only one piece of chimp genome, or two pieces of chimp genome align with one piece of human genome. This "copy number variation" causes another 2.7% difference between the two species. Therefore the total similarity of the genomes could be below 70%.
Ef að þetta er rétt, að munurinn er í kringum 30% þá þýðir það mun upp á 949.410.000 DNA "stafi". Ef einhver telur að tilviljanir séu líklegar til að skrifa slíkt magn af upplýsingum sem breyta simpansa í mann þá bara vorkenni ég viðkomandi.
Það sem er kannski mikilvægast er að allt sem er líkt milli manna og apa er alveg eins hægt að útskýra með sameiginlegum hönnuði frekar en sameiginlegum forföður. Þar sem bæði menn og dýr lifa í sama heimi og borða svipaðan mat þá er ekki nema von að margt sé eins í okkur.
Ég tel að staðreyndirnar segi okkur að stökkbreytingar og náttúruval er algjörlega útilokað að sé það sem orskaði mannkynið og að gögnin benda frekar til þess að sá hinn sami sam hannði eðs skapaði dýrin, skapaði mannkynið líka.
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar