Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
16.8.2010 | 09:57
Neyðaraðstoð ADRA í Pakistan
Þessi frétt sló mig. Vissi ekki af hve mörg börn eru þarna í hættu.
Ég vil benda á hjálparstarf ADRA en samtökin eru að hjálpa þessu fólki. Hérna er slóð til að gefa til að hjálpa þessu fólki, sjá: Neyðarsjóður ADRA
Hérna er umfjöllun ADRA um ástandið, sjá: ADRA í Pakistan
![]() |
3,5 milljónir barna í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2010 | 10:43
Laug Gylfi vísvitandi?
Ég á erfitt að sjá fyrir mér að Gylfi hafi virkilega logið vísvitandi. Af hverju hefði hann á að gera það? Að vera gripinn að því að ljúga í stjórnmálum er alvarlegt mál og í rauninni á öllum sviðum lífs. Þú missir traust, fólk getur misst álit á þér, getur kostað þig vini og starf svo eitthvað sé nefnt.
Það er bara ekki rökrétt að Gylfi hafi vísvitandi logið að mínu mati svo ég svara þessari spurningu neitandi. Gæti auðvitað haft rangt fyrir mér og ekki hægt að neita því að einhver var að ljúga.
![]() |
Ekki kappsmál að vera ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2010 | 10:12
Á að kenna Vitræna hönnun sem vísindi?
Hérna rökræða Michael Behe og eðlisfræðingurinn Stephen Barr um hvort ætti að kenna Vitræna hönnun sem vísindi eða ekki. Forvitnileg umræða og sérstaklega í ljósi þess að þeir eru báðir kaþólikkar.
Should Intelligent Design Be Taught as Science?
Vitræn hönnun segir að vitsmunir eru góð útskýring á einhverri af þeirri hönnun sem við finnum í náttúrunni. Í náttúrunni finnum við hluti sem virka eins og stafrænn forritunarkóði, upplýsingakerfi og mjög flóknar vélar sem fylgja skipunum forritunar kóðans og við höfum tvo valmöguleika til að útskýra hvað orsakaði þessa hluti:
- Tími, tilviljanir og náttúruval orsakaði þetta þótt við höfum aldrei séð þessa ferla gera neitt líkt þessu né höfum við grænan grun um hvernig það gæti gerst.
- Vitsmunir orsökuðu þetta, eitthvað sem við höfum marg oft séð í mannkynssögunni og við vitum hvernig vitsmunaverur fara að því að hanna svona hluti.
Vísindi og fræði | Breytt 18.8.2010 kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (201)
11.8.2010 | 13:11
Trú fyrir rétti
Hátíð sem kallast FreedomFest 2010 var haldin í Las Vegas fyrir stuttu síðan. Þar rökræddu Dinesh D'Souza og Steven Landsburg hvort að trúarbrögð væru orsökin fyrir mikið af illskunni í heiminum. Þetta var sett fram eins og dómsmál þar sem Dinesh og Steven kölluðu á vitni sem þeir síðan yfirheyrðu. Mjög skemmtileg framsetning og margt forvitnilegt sem þarna kom fram. Sérstaklega fannst mér áhugavert eitt vitni sem Dinesh talaði við sem sagði að rannsóknir sýndu að því oftar sem fólk fer í kristna kirkju, því betur hegðaði það sér. Annað mjög áhugavert var sagnfræðingur sem sagðist ekki trúa á Guð en hann fullyrti að það var hin kristna trú sem olli vísindabyltingunni.
Sorglegt að svona rökræður eiga sér ekki stað hérna á Íslandi.
9.8.2010 | 10:53
Behe um Edge of Evolution
Fyrir þá sem hafa áhuga á því hvaða rök Michael Behe kemur með í bókinni Edge of Evolution þá útskýrir hann þau í þessum fyrirlestri hérna: http://www.c-spanvideo.org/program/199326-1
8.8.2010 | 17:05
Aðvent boðskapurinn á Oprah
Langar að benda á þetta myndband hérna: http://www.facebook.com/video/video.php?v=655628014230&ref=mf
Þarna er fjallað um konu sem er 103 ára gömul sem er alveg ótrúlega spræk. Sumir gera lítið úr því að margir aðventistar lifa lengur en þetta er ekki bara að lifa lengur heldur geta árin verið miklu betri eins og sést í þessu myndbandi.
Þetta er auðvitað ekki allur aðvent boðskapurinn, aðeins að ráðgjöf Guðs þegar kemur að heilsu virkar. Það síðan sýnir kærleika Guðs, að Hann vill að við lifum vel og lengi; að eilífu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2010 | 14:18
Óvinur kristninnar númer 1, þjóðkirkjan
Sumir gætu haldið að Vantrú væru aðal óvinur kristni á Íslandi en ég tel að þeir aðalega vekja áhuga á trúmálum og láta almenning fá slæma tilfinningu fyrir þeirra öfga hegðun og málflutningi.
Sú stofnun sem aftur á móti gefur mjög ljóta mynd af kristni á Íslandi er þjóðkirkja. Með sinni grænsápu kristni og prestum á ofurlaunum þá lætur þessi stofnun kristni líta úr fyrir að vera ógeðfelda hræsni. Kristin stjórnmála samtök gerðu smá yfirlit yfir laun nokkra presta og launin eru alveg svimandi há, sjá: Hvorum ber að þjóna Guði eða mammon?
Kjarni vandans eru kristnir sem láta Jesú Krist líta illa út og ein af stóru bænarefnum mínum er að ég muni ekki gera það en ég er sannarlega hræddur við það og þvílíkur glæpur að gerast sekur um slíkt.
Réttast væri að heimta 50% lækkun á svona ofurlaunum en jafnvel þau laun eru fáránlega há fyrir þá sem setja sig upp sem lærisveina Krists sem vægast sagt bjuggu við þröngan kost. Ég hef heyrt í nokkrum þjóðkirkju prestum og oftar en ekki virka þeir einlægir og góðir menn en hérna er eitthvað svo mikið að, að það er ekki hægt að líta fram hjá því.
Ég vil hvetja alla þá sem taka sínu kristnu trú alvarlega að yfirgefa þessa stofnun því á verri villigötum er varla hægt að vera á.
![]() |
Kirkjunni gert að spara um 9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2010 | 13:22
Þú skalt dæma
Biblían fjallar að mjög miklu leiti um hvað er rétt og hvað er rangt. Hún glímir t.d. við hver munurinn er á milli þess sem segist fylgja Guði en er ekki að ganga á Guðs vegum og þess sem raunverulega gengur á Guðs vegum.Varðandi "þú skalt ekki dæma" þá er ég búinn að glíma við það, sjá: Þú skalt ekki dæma
Byrjum á því sem Páll ritaði til Kórintumanna:
2 Kórintubréf 13:5
Reynið yður sjálfa, hvort þér eruð í trúnni, prófið yður sjálfa. Gjörið þér yður ekki grein fyrir, að Jesús Kristur er í yður? Það skyldi vera, að þér stæðust ekki prófið.
Við lesum sömuleiðis í 2. Tímóteusarbréfi 3. kafla þetta:
2 Tímóteusarbréf 3:5
Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar. Snú þér burt frá slíkum!
Svo út frá þessu eiga kristnir að dæma hvort að einhver sé sannur eða falskur. Ef það t.d. kemur til þinnar kirkju predikari sem hefur einkenni sem passa ekki við þann sem lætur orð Guðs leiðbeina sér þá er fullkomlega eðlilegt að taka því sem hann segir með miklum fyrirvara; vera á varðbergi gagnvart því sem hann kennir.
Páll tekur enn sterkar til orða í 1. Kórintubréfinu 5. kafla þegar hann segir:
1. Kórintubréf 5:9
Ég ritaði yður í bréfinu, að þér skylduð ekki umgangast saurlífismenn.
10 Átti ég þar ekki við saurlífismenn þessa heims yfirleitt, ásælna og ræningja eða hjáguðadýrkendur, því að þá hefðuð þér orðið að fara út úr heiminum.
11 En nú rita ég yður, að þér skuluð ekki umgangast nokkurn þann, er nefnir sig bróður, en er saurlífismaður eða ásælinn, skurðgoðadýrkari eða lastmáll, ofdrykkjumaður eða ræningi. Þér skuluð jafnvel ekki sitja að borði með slíkum manni.
12 Hvað skyldi ég vera að dæma þá, sem fyrir utan eru? Dæmið þér ekki þá, sem fyrir innan eru?
13 Og mun ekki Guð dæma þá, sem fyrir utan eru? "Útrýmið hinum vonda úr yðar hópi."
Það er vægast sagt ekki lítið sem Páll krefst hérna af kristnum. Til þess að gera þetta þá er nauðsynlegt að geta opnað augun, metið viðkomandi út frá Biblíunni og ályktað hvort það er í lagi með hans kristnu göngu eða ekki.
Kannski virkar þetta mjög hart og ókærleiksríkt en er ekki möguleiki að kærleikur Guðs er meiri enn okkar yfirborðs kurteisi? Við sem erum miklu frekar þannig að við metum meira að fólki líkar vel við okkur en að gera það sem Guð segir okkur að gera.
En hvað á maður þá að gera þegar maður sér að trúbróðir hefur merki þess að það er eitthvað að hans göngu með Guði? Ef að fyrstu viðbrögðin eru þannig að svona dómur þýði að maður hati viðkomandi eða vill losna við þá, þá er eitthvað mikið að hjartalagi þess einstaklings. En á maður ekki bara að hugsa um sjálfan sig og hugsa um sína eigin trúargöngu og láta aðra um þeirra trúargöngu? Er það virkilega kærleiksríkt að vera sama um þá sem eru í kringum sig? Er það í einhverju samræmi við það sem við vorum að lesa í Biblíunni? Svarið er augljóslega nei.
Hvað á maður þá að gera? Ég vil ekki setja mig upp eins og ég viti svarið fyrir víst en langar að koma með nokkrar tillögur. Fyrst tel ég að maður ætti að biðja fyrir viðkomandi. Síðan að biðja og lesa orð Guðs eins og maður væri að spyrja Guð spurningu, hvað get ég gert. Í mjög mörgum tilfellum þá er maður ekki rétti aðilinn til að nálgast viðkomandi og tala við hann en ef maður kemst að þeirri niðurstöðu að maður ætti að tala við viðkomandi þá er slíkt mjög vand með farið. Kærleikur til viðkomandi verður að vera í fyrirrúmi og ef það er eitthvað sem er að minni kristilegu göngu þá er það skortur á kærleika.
Læt Jakob eiga loka orðin:
Jakobsbréf 5:19
Bræður mínir, ef einhver meðal yðar villist frá sannleikanum og einhver snýr honum aftur,
20 þá viti hann, að hver sem snýr syndara frá villu vegar hans mun frelsa sálu hans frá dauða og hylja fjölda synda.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
4.8.2010 | 11:10
Skiptir það máli hverju aðrir trúa?
Kannski er þetta skrítin spurning hérna á blogginu þar sem allir hérna virðast keppast um að sannfæra aðra um að þeir hafa rétt fyrir sér og að það skipti máli en sú skoðun að það skiptir ekki máli hverju annað fólk trúir má samt finna víða.
Langar að byrja á sögunni um Ota Benga, manninum sem var gerður að sýningagripi í dýragarði. Ota var dvergur frá Afríku sem var kynntur sem millistig milli manns og apa. Eftir að hafa verið læstur inn í búri og seinna meir orðið fyrir sí endurteknum áreiti af fólki í þeim dýragarði sem var orðið heimili hans þá framdi hann sjálfsmorð. Hérna má lesa sögu hans, sjá: Ota Benga
Þá er það spurningin, ætli Ota Benga hafi verið sama að fólk trúði því að hann væri ekki alvöru maður heldur eitthvað millistig sem mátti koma fram við eins og dýr?
Mín skoðun er að honum hafi alls ekki staðið á sama og hafi viljað að fólk kæmi fram við hann af sömu virðingu og það vill að annað fólk komi fram við sig.
Út frá boðskapi Biblíunnar þá skiptir trú þín og annarra máli því að náð og eilíft líf veltir á þinni trú. Út frá þessu þá getur það aðeins verið vegna þess að manni er alveg sama um annað fólk ef manni er sama hverju það trúir. Hatrið verður að vera frekar mikið til að hafa þessa kristnu trú en síðan vera sama þótt að annað fólk setur ekki trú sína á Krist. Oftast er samt örugglega um að ræða að viðkomandi trúir í raun og veru ekki boðskapi Biblíunnar, verst að þannig fólk er alltaf að flokka sig sem kristið sem vægast sagt ruglar utan að komandi varðandi hver boðskapur Biblíunnar er.
Jakobs bréf orðar þetta vel:
Jakobs bréf 2:14
Hvað stoðar það, bræður mínir, þótt einhver segist hafa trú en sýnir það eigi í verki? Mun trúin geta frelsað hann? 15Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi 16og eitthvert ykkar segði við þau: Farið í friði, vermið ykkur og mettið! en þið gefið þeim ekki það sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það? 17Eins er líka trúin ein og sér dauð vanti hana verkin.
18En nú segir einhver: Einn hefur trú, annar verkin. Sýn mér þá trú þína án verkanna og ég skal sýna þér trúna af verkum mínum
Ef að verk annarra skipta þig máli, sérstaklega ef þau verk eru að skaða þig þá er nokkuð greinilegt að trú annarra skiptir þig máli.
1.8.2010 | 12:40
Vestmanneyjaferð
Jæja, þá er mín Vestmanneyjaferð á enda og var alveg meiriháttar. Það var vægast sagt brösótt að komast hingað. Fartölvan bilaði sem ég ætlaði að taka með mér, kvöldið fyrir brottför og sömuleiðis farsíminn. Þar sem að farsíminn minn er mín vekjaraklukka þá þurfti ég að ná í eitthvað forrit til að vekja mig. Það sannarlega vakti mig því það var forritað þannig að það hringdi með þvílíkum hávaða á hálftíma fresti! Ég var ný sofnaður þegar forritið gerði mér þennan grikk. Síðan þegar kom að því að ná í félagana þá bilaði skottið á bílnum, aldrei gerst áður svo allir sátu grafnir undir farangri alla ferðina og allt leit út fyrir að ég yrði að fara til Eyja farangurslaus. En þetta reddaðist á bílaplaninu hjá Landeyjahöfn. Gaman að vita hvort ég fái þúsund kallinn til baka sem ég borgaði fyrir að fá að leggja bílnum mínum þarna.
Áætlunin var að vera með samkomu í Eyjum og ég átti að predika og síðan vera með smá boðun í Vestmanneyjum á hvíldardaginn. Ræðan gekk ágætlega vona ég, ég talaði um hátíðir Guðs í Gamla Testamentinu og hvernig þær rættust í dauða og upprisu Krists. Síðan fórum við út í bæinn með bæklinga og DVD diska og ætluðum að bjóða þeim sem höfðu áhuga. Tveir í hópnum voru með spurningar sem þeir lögðu fyrir gangandi vegfarendur en þær voru:
- Hve margar bjórtegundir kanntu
- Hve mörg af boðorðunum tíu kanntu
- Trúir þú á Guð
- Heldur þú að þú færir til himna.
Allir tóku þessu mjög vel og höfðu gaman af. Fyrst hafði fólk ekki mikinn áhuga en þegar við buðum þeim miljón dollara fyrir að taka þátt þá byrjaði boltinn að rúlla. Hérna má sjá seðilinn, sjá: Million dallar bill. Þetta er að vísu ekki alveg seðillinn og við vorum með en mjög líkur honum.
Með þessu þá áttum við skemmtilegt spjall við marga og allir voru vingjarnlegir og virtust bara hafa gaman af. Gaman af þeim sem sagði að eitt af boðorðunum var að virða eigin konu náunga þíns. Kærastan var ekki alveg á því að þetta væri eitt af boðorðunum tíu. Töluðum við einn lögreglumann sem leist ekkert á himnaríki því að þá yrði hann atvinnulaus. Ég benti honum á að hann hlyti að finna eitthvað að gera en hann bara brosti og fór.
Náttúran er alveg frábær í Vestmanneyjum og við gengum á þó nokkur fjöll. Vestmanneyjar mega eiga það að nýja sundlaugin þeirra er líklegast sú besta á landinu. Rennibrautirnar algjör snilld og toppa allt sem er í Reykjavík; nokkrir af hópnum urðu að litlum börnum og gátu ekki hætt! Ég sýndi aðeins meiri stillingu en þetta var bara of gaman.
Eitt af því sem stendur upp úr ferðinni er flugeldasýningin. Ég og tveir aðrir vinir mínir klifruðu upp fjall fyrir ofan dalinn og horfðum á sýninguna þaðan. Þetta var eitt mesta sjónarspil sem ég hef séð á ævinni! Hvernig fjöllin nötruðu við sprengingarnar og hvernig flugeldarnir lýstu upp reykinn sem fyllti dalinn lét mér líða eins og ég væri staddur í miðri Opinberunarbókinni.
Jæja, báturinn fer eftir klukku tíma svo best að taka saman og drífa sig.
![]() |
Metfjöldi gesta í Eyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar