Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Mormónar ( Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu )

Fyrir stuttu síðan þá var ég að hitta nokkra Mormóna og var að kynna mér þeirra trú.  Flestir fundirnir sem við áttum saman voru þannig að þeir útskýrðu einhver trúaratriði fyrir mér og síðan spjölluðum við um það.  Í flestum ef ekki öllum tilvikum þá vorum við ósammála sem kom mér frekar á óvart.  Langar að taka það fram að kom vel saman og ég lít á þá sem vingjarnlega og einlæga, vel meinandi einstaklinga svo ég vona að ég er ekki að særa þá persónulega með því að gagnrýna Mormóna trúna.

Það var árið 1830 sem Joseph Smith gaf út Mormónsbók sem átti að vera heilög ritning eins og Biblían. Þessi bók innihélt sögu gyðinga sem áttu að hafa flutt frá Ísrael og urðu seinna að tveimur þjóðum í Ameríku. Mörgum árum seinna samkvæmt Mormónsbók þá birtist Jesú meðal þeirra og kemur á friði en sá friður helst ekki og báðar þjóðirnar deyja út í stórum bardaga við hæðina Cumorah

Þegar kemur að því að meta trúverðugleika þá er ekki hægt að neita því að það væri gott að lesa Mormónsbók sjálfa. Ég reyndi en því miður upplifði ég Mormónsbók á svipaðan hátt og Mark Twain upplifði hana en hann sagði hana vera "chloroform in print". Aðal kraftaverkið við bókina sagði hann það að halda sér vakandi við að skrifa hana; sjá: http://www.jimmyakin.org/2006/04/mark_twain_and_.html

Hérna á eftir ætla ég að fara yfir nokkur af þeim atriðum angra mig eftir mín fyrstu kynni af trú Mormóna.

Á Guð pabba?

joseph_smith_first_vision_stained_glassJoseph Smith kenndi þvert á boðskap Biblíunnar og trú gyðinga og kristinna í þúsundir ára að Guð væri ekki eilífur og það væri aðeins einn Guð til heldur kenndi Joseph Smith að Guð ætti pabba sem átti pabba og svo framvegis. Að eitt sinn var guð okkar jarðar ekki guð heldur maður sem lifði eftir kennisetningum Mormóna og varð þannig að guði. 

Í orðum Joseph Smith:

Joseph Smith - Journal of Discourses, Vol. 6, pp. 1-11
God himself was once as we are now, and is an exalted Man, and sits enthroned in yonder heavens! That is the great secret. If the vail was rent today, and the great God who holds this world in its orbit; and who upholds all worlds and all things by his power, was to make himself visible-I say, if you were to see him today, you would see him like a man in form-like yourselves

Myndin hérna til hægri er af sýn sem Joseph Smith hélt fram að hann hefði fengið þar sem Jesú og Guð faðir birtast Joseph.  Að Guð á faðir sem á faðir og svo framvegis gerir það að verkum að flestar kristnar kirkjur flokka Mormóna ekki sem kristna. Þarna fara Mormónar alveg á móti því að kristnir og gyðingar hafa trúað í meira en þrjú þúsund ár. Bæði Gamla og Nýja Testamentið kenna skýrt að Guð er eilífur og það er enginn annar Guð til.

Jesaja 44:6
6Svo segir Drottinn, konungur Ísraels,
lausnarinn, Drottinn allsherjar:
Ég er hinn fyrsti og ég er hinn síðasti.
Enginn Guð er nema ég.

...
8 Er nokkur Guð til nema ég? Nei, ekkert annað hellubjarg er til, ég veit af engu öðru

Bók Abrahams 

BookOfAbrahamVignette1Joseph Smith þóttist þýða egypskt handrit og kallaði það bók Abrahams. Abraham átti að hafa skrifað bókina þegar hann var í Egyptalandi. Þegar aftur á móti menn gátu lesið hýróglífur Egypta og skoðað hvað raunverulega stóð á handritunum sem Joseph sagðist hafa þýtt þá var þar enga samsvörun að finna. Bók Abrahams er greinilega skálduð upp af Joseph Smith, hún er ekki þýðing á fornu egypsku handriti. Meira um þetta hérna: http://en.wikipedia.org/wiki/Book_of_Abraham

 

Uppruni Mormóns bókar

Sagan af því hvernig Mormónsbók varð til er annað sem gefur mér ástæðu til að efast um þetta allt saman. South Park gerði þátt þar sem þeir fóru yfir söguna af því hvernig Mormónsbók varð til og í viðtali við þá, þá sögðu þeir að þeir hefðu afskaplega lítið þurft að gera, til að gera þáttinn fyndinn því að sagan sjálf er svo kostuleg. Hérna má sjá þáttinn: http://vids.myspace.com/index.cfm?fuseaction=vids.individual&videoid=34935685

Sérstaklega finnst mér athyglisvert að sagan af því þegar kona að nafni Lucy Harris faldi það sem Joseph Smith hafði skrifað svo ef hann væri virkilega að þýða af gullplötunum þá gæti hann gert það aftur. Joseph Smith gat ekki gert það en til að bjarga sér þá sagðist hann hafa fengið sýn sem bannaði honum að þýða viðkomandi töflu aftur.  Hvernig er hægt að trúa þessu?

Ótrúverðugleiki Mormónsbókar

Saga Mormónsbókar tilheyrir engri þekktri mannkynssögu og eiga Mormónar í miklum basli að benda á eitthvað sem styður að þessir atburðir raunverulega gerðust. Hérna er myndband sem fjallar um hvernig fornleyfafræðin styður ekki Mormónsbók:


Eitt sinn voru kort aftast í Mormónsbókunum sem sýndu hvar sagan gerðist en í dag er ekkert slíkt að finna vegna þessara erfiðleika að staðsetja sögurnar. Gott dæmi er hæðin Cumorah þar mikið stríð átti að hafa gerst. Mörg hundruð þúsund manns eiga að hafa dáið þarna en enginn hefur fundið neitt á hæðinni sjálfri til að styðja þessa sögu, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Cumorah

Indíánar eru ekki afkomendur gyðinga

Joseph Smith kenndi að indjánar Ameríku væru afkomendur gyðinga en DNA rannsóknir hafa sýnt að það er rangt.  Þetta er ekki beint eitthvað til að auka trú manns á að vitnisburður Joseph Smith hafi verið sannur. Meira um þetta hérna: DNA research and Mormon scholars changing basic beliefs

Endurreisn kristninnar?

Mormónar vilja meina að Joseph Smith hafi endurreist kirkju Jesús Krists svo að Mormóna kirkjan væri eins og frumkirkjan. Það hljómar vel en í hverju var þessi endurreisn fólgin?  Að fjölkvæni væri ekki aðeins í lagi heldur eftirsóknavert?  Að hinir lifandi þurfa að skýrast aftur og aftur fyrir dáið fólk? Að sérstök nærföt hjálpa fólki að nálgast Guð? Að svartir væru undir bölvun og gætu aðeins komist til himna sem þrælar?  Að guð faðir hefði líkamlega heimsótt Maríu mey og átt kynmök með henni?

Ég sé einfaldlega ekkert gott við þessa endurreisn kristinnar sem Joseph Smith's kom með.

Í rauninni er öll trú Mormóna byggð á Joseph Smith en ég skil ekki hvernig er hægt að treysta manni sem t.d. á nokkra ára tímabili giftist yfir 20 konum og dó síðan í skotbardaga...

Þetta er aðeins nokkur af þeim atriðum sem láta mig hafna Joseph Smith sem spámanni.  Hérna er mynd sem fjallar ýtarlega um trú Mormóna: Jesus Christ & Joseph Smith - Christianity versus Mormonism

Ég vona að þetta komi ekki út eins og árás á einstaklinga heldur áskorun til einstaklinga að yfirgefa kirkju sem er á augljósum villigötum.

Ég þakka lesturinn.


Án Biblíunnar geta menn bullað út í eitt

Þegar menn notast ekki við leiðsögn Biblíunnar þá geta þeir haldið hverju sem er fram. Kristnir falla því miður oft í þessa gildru þegar þeir velja hefðir manni fram yfir orð Guðs. Ef þessi maður hefði tekið Biblíuna alvarlega þá hefði hann skjálfið á beinunum yfir t.d. þessum orðum hennar:

Fyrra Korintubréf 6
9 Vitið þið ekki að ranglátir munu ekki erfa Guðs ríki? Villist ekki! Enginn sem er saurlífur, dýrkar falsguði eða lifir í hórdómi, enginn karlmaður sem lætur nota sig eða notar aðra til ólifnaðar, 10enginn þjófur eða fégráðugur, vínsvallari, rógberi eða fjársvikari fær að erfa Guðs ríki.

Það er alveg yfirþyrmandi sorglegt að hugsa til þess sem þessi kona og dætur hennar hafa gengið í gegnum. Sem betur fer er von fyrir þær um betra líf, bæði hér og nú og þegar Guð skapar nýjan himinn og nýja jörð.

Opinberunarbókin 21
1Og ég sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið var ekki framar til. 2Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði er skartar fyrir manni sínum. 3Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu er sagði: „Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. 4Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“


mbl.is Telur sig sendiboða Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Darwins dilemma ( kambríum sprengingin )

DDWebBannerIllustra Media er að gefa út nýja heimildarmynd sem þeir kalla "Darwin's Dilemma".

Þessi heimildarmynd mun skoða það sem margir telja vera ein af öflugustu rökum á móti þróunarkenningu Darwins sem eru steingervingarnir sem finnast í kambrían setlögunum. Charles Darwin sá að steingervingarnir studdi ekki kenninguna hans um litlar breytingar dýrategundanna yfir langan tíma. Hann vonaði að meiri rannsóknir í framtíðinni myndu staðfesta hans hugmyndir. Í dag eftir meira en 150 ár af rannsóknum á setlögunum þá er ekki enn að finna þessa hægfara breytingar á dýrategundum sem Darwin hélt að myndu finnast.

Í staðinn fyrir það þá finnum við mynd þar sem dýr birtast fullmynduð; flókin dýra flóra strax í fyrstu setlögunum. Dýr sem tilheyra nærri því öllum dýrafylkingunum sem til eru í dag.  Þessa ótrúlega sprenging lífs er best útskýrð með vitrænni hönnun.

Darwin's Dilemma verður gefin út þann 15. september.

Hérna er hægt að sjá kynningu á myndinni:  http://illustramedia.com/ddinfo.htm

 

 


Skapaði ekkert alheiminn?

Janna Levin er stjarnfræðingur við Columbia háskólann og í þessu myndbandi útskýrir hún uppruna alheimsins: það var ekkert, raunverulega ekkert en möguleikinn að verða til. Hvernig fékk ekkert getuna að búa til heilan alheim?  Það má segja að Guð er ekki vísindalega svarið við þessari spurningu en ástæðan er sú að öll svör við þessari spurningu eru trúarleg vegna þess að við bara vitum ekki svarið.  Fyrir mig er að minnsta kosti góð rök fyrir tilvist Guðs því að það sem hefur getuna að búa til alheim úr engu á skilið að kallast Guð.


Er umræða um trúmál leiðinleg?

Fyrir ekki svo löngu síðan þá fann litli frændi minn bloggið mitt og sagði mér hve svakalega leiðinlegt það var. Það væri bara fjallað um trúmál á því. Það væri ekki fjallað um eitthvað mikilvægt eins og…bíómyndir.  Ég maldaði eitthvað í móinn, sagði að fólk hefur gaman af mismunandi hlutum og þess háttar. En þetta vakti mig til umhugsunar. Eru trúmál leiðinleg?

Ég velti þessu heilmikið fyrir mér og mig langaði að fjalla um trúnna og þær mörgu hliðar sem hún hefur; þannig að ef einhverjum finnst Kristin trú frekar dauf, frekar leiðinleg, óáhugaverð eða hafa lítið gildi þá vona ég að ég get látið hann sjá trúnna í nýju ljósi.

Kristnir hafa almennt allt of mikið litið á sína trú sem bara það að Guð er til, Biblían segir okkur eitthvað um hvernig við eigum að lifa og hvernig við eigum að komast til himna og þá er það bara komið… ég er á því að þetta er miklu miklu meira en það.

Hver er ég? Hvaðan kom ég? Hvað verður um mig? Er tilgangur með lífi mínu? Þetta eru aðeins örfáar af þeim mikilvægu spurningum sem móta allt lífið en svörin eru grundvölluð í þeirri trú sem sem viðkomandi hefur. Hvort sem hann er guðleysingi, hindúi, kristinn eða hvað annað.

Mannkynssagan

Kristni er ólík flestum ef ekki öllum trúarbrögðum heims að því leiti að hún byggist á atburðum og vitnisburðum sem tilheyra mannkynssögunni.  Bæði Gamla og Nýja Testamentið fjalla um atburði sem gerðust mitt á meðal stærstu þjóða mannkyns.

babylon_smallBiblían var lengi vel eina heimildin um nokkrar mjög merkilegar samfélög eins og Hittítana, um borgir eins og Babelón og steinborgin Petra. Lengi var þá gerðu efasemdamenn gys að Biblíunni fyrir að fjalla um þjóðir og borgir sem engar heimildir voru fyrir; sögðu að þetta sýndi fram á að þetta væru bara skáldsögur en fornleifafræðin sýndi fram á áreiðanleika Biblíunnar í þessum atriðum. Í dag þá efast enginn um tilvist Babelónar eða Petru því að við höfum fundið þær.  Í dag eru til kristnir fornleyfafræðingar sem eru að rannsaka út frá Biblíunni og meir og meir er þar að koma í ljós. Til dæmis hefur komið í ljóst margt sem styður söguna af Móse; heimildir um Davíð konung og heimildir um Jósef í Egyptalandi svo eitthvað sé nefnt.

5Enn annað þegar kemur að fornleifafræði er rannsókn á sérstökum hlutum og byggingum. Stórkostlegar byggingar eins og musteri í Peru, Líbanon og fleiri stöðum þar sem steinblokkirnar sem notaðar voru eru gífurlegar þungar, þyngri en 100 tonn, sumir segja mörg hundruð tonn. Þær eru svo þungar að ekkert tæki sem við höfum búið til í dag gæti loftað þeim. Við gætum örugglega hreyft þessar steinblokkir en… það væri rándýrt og til hvers?  Þetta lætur mann velta fyrir sér af hverju þetta folk gerði þetta og hvernig það fór að því?  Annað dæmi er t.d. kort af suðurskautinu en sýnir það án þess að vera með ís. Enn annað dæmi eru batterí sem hafa fundist t.d. í Bagdad sem eru meira en 2000 ára gömul og einnig mjög flókið tæki sem virkar eins og reiknivél en er talið vera meira en tvö þúsund ára gamalt.

Hvað kemur þetta trúmálum við?   Þetta kemur þeim við að því leiti, hver er fortíð mannkynssins?  Er hún að við vorum eitt sinn einhverjar heimskar apalegar verur og höfum smá saman verið að þróast í að verða gáfaðra og gáfaðra eða var mannkynið skapað af Guði; gáfað og öflugt fyrir ekki svo löngu síðan. 

Spádómar

Þegar ég var að alast upp þá voru það spádómarnir sem heilluðu mig mest.  Mín trú á Biblíunni styrkist mjög við að kynna mér spádómana en einnig voru það spádómar sem gáfu Biblíunni ævintýrabrag og gerðu hana spennandi.  Fyrir mig þá gaf það Biblíunni miklu meira gildi að lesa hvernig Guð sagði fyrir um hvernig stór veldi á jörðinni kæmu og færu, sjá: Uppfylltur spádómur Biblíunnar um sögu heimsins

petraHvernig Guð sagði fyrir um fall borga eins og Petru og Tyre og sagði fyrir um örlög gyðinganna. Og í dag ættum við að fylgjast með miklum áhuga þróuninni í Bandaríkjunum þar sem við fengum innsýn inn í framtíð þeirra í gegnum Biblíuna og Ellen White.

Vísindi

Þegar kemur að vísindum þá skiptir það miklu máli hvaða heimsmynd þú hefur. Hérna ættu kristnir að hafa mjög mikið fram að færa því að kristnir nálgast jarðfræði og líffræði á allt annan hátt en þeir sem vilja ekkert með Biblíuna að gera. Í jarðfræði þá t.d. útskýra kristnir setlögin öðru vísi en þeir sem trúa á þróun og miljónir ára. Steingervingarnir verða sönnun á sögu Biblíunnar um flóð og dómi Guðs á meðan þróunarsinnar sjá þróun yfir miljónir ára. Hérna er svo margt sem styður vitnisburð Biblíunnar en einnig margar áskoranir, stórar spurningar sem kristnir eigum eftir að finna svör við sem gerir þetta allt saman enn áhugaverðara.

Líffræði

Í líffræði þá nálgast hinn kristni sérhvert sköpunarverk Guðs með aðdáun. Hann leitar að tilgangi, hann rannsakar með það í huga að finna snilld því að Guð er hönnuðurinn.  Öll náttúran er full af stórkostlegri hönnun eins og örsmár mótor sem svo lítill að hann er mældur í nanómetrum. Svo lítill að það er tiltulega stutt síðan að vísindamenn gátu skoðað hann með gífurlega öflugum smásján. Vísindamenn hafa sagt að þetta er hagkvæmasta vél sem við vitum um. Mótor sem getur náð nokkrum tugi þúsunda snúningum á mínútu, hraðar en þeir mótarar sem við höfum búið til. Er með gíra og getur gert við sjálfan sig svo eitthvað sé nefnt. Ótrúlegt tækni sem margir vísindamenn hafa eytt áratugum í að rannsaka.  Þegar ég les um svona hluti þá fyllist ég lotningu yfir snilld skaparans og get ekki annað en vorkennt þeim sem sjá hérna röð af tilviljunum, þótt þeir hafa ekki grænan grun um hvernig tilviljanirnar gátu sett þetta saman.

Louis Pasteur sagði að rannsaka náttúruna gæti fært menn nær Guði og ég er hjartanlega sammála þessum merka vísindamanni.  Hérna þá er svo óendanlega margt fyrir hinn kristna sem er spennandi að læra meira um.  Þetta er orðið sér fræðigrein þar sem men rannsaka náttúruna til að læra hvernig við getum búið til betri vélar, betri flugvélar og báta, betri meðöl og hið nýjasta er á mínu sviði sem er forritun. Hérna gætu mörgum brugðið, forritun?  Já, sérðu, DNA er eins og stafrænn forritunarkóði en margfalt flóknari og fullkomnari en við höfum búið til svo hérna höfum við margt að læra.

Eðlisfræði

Í eðlisfræðinni þá hafa vísindamenn verið að sjá að þau lögmál sem stjórna alheiminum eru gífurlega fínstillt. Ef þau væru aðeins öðru vísi þá værum við ekki hér. Fyrir kristinn einstakling þá getur hann séð tilgang sem hefur hans eiginlífi meiri þýðingu.

Samfélagsmál eða stjórnmál

Trúmál snerta einnig stjórnmál og siðferði. Menn svara spurningum um t.d. samkynhneigð, fóstureyðingar, hjálparstarf og líknarmorð á mismunandi hátt og þar spilar trúin stóran part.  Við getum líka spurt okkur að því hvort að kreppan hefði skollið á Íslandi ef að sannkristnir einstaklingar hefðu átt í hlut. Fólk sem hefði ekki bara hugsað hvort að eitthvað væri löglegt heldur líka hvort að það væri brot á lögum Guðs eða væri Guði að skapi.

Heilsa

Það er síðan fátt sem fólk í okkar samfélagi hefur jafn mikinn áhuga á og heilsa. Fyrir kristinn einstakling þá sér hann heilsu frá öðru sjónarhóli en t.d. sá sem aðhyllist þróun. Fyrir þá sem aðhyllast þróun þá ættum við að vera kjötætur því að samkvæmt þeim höfum við verið kjötætur í tugþúsundir ára og höfum þróast í þá átt. Á meðan kristinn einstaklingur les í Biblíunni að Guð ætlaði okkur að lifa á ávöxtum, hnetum og fræum. Ekki að það er rangt að borða kjöt en að við erum ekki sköpuð með það mataræði í huga svo það er ekki jafn hollt. Hérna höfum við aðventistar sérstaklega mikið fram að færa og mikið að rannsaka í gegnum heilsuráðgjöf Ellen White; eitthvað sem aðventistar líta á sem dýrmætan fjársjóð sem getur gefið okkur lengra og betra líf.

Alls konar áhugaverðar spurningar

Það eru margar mjög áhugaverðar spurningar sem við svörum á mismunandi hátt eftir því hvaða trú við höfum.  Spurningar eins og:

·         Hvernig varð lífið til?

·         Hvernig varð mannkynið til?

·         Er til líf á öðrum hnöttum?

·         Hvað með risaeðlurnar?  Hvænær lifðu þær og hvernig voru þær?

·         Eru til draugar?

·         Eru til geimverur og eru þær að heimsækja okkur?

·         Eru til englar?

·         Höfum við frjálsan vilja?

·         Hvað gerist þegar við deyjum?

·         Hvar eru þeir sem hafa þegar dáið og hvað eru þeir að gera?

·         Hvað gerist í framtíðinni?

·         Hver er tilgangur lífsins.

Í rauninni finnst mér alveg merkilegt að fólk skuli nenni tala um eitthvað annað en trúmál...

 

Trúa kristnir að María mey steig upp til himna?

Assumption-of-Virgin-3Svarið við þessari spurningu er já og nei. Kaþólikkar trúa þessu, mér til mikillar undrunnar. Því miður þá hefur Kaþólska kirkjan skáldað svo mikið upp á síðustu tvö þúsund árum að erfitt getur verið að greina á milli grískrar goðafræði og raunverulegri kristni. Allt þetta má rekja til þeirra hugmyndar að páfinn sjálfur er óskeikull og þar af leiðandi sitja þeir uppi með alls konar rugl sem alls konar páfum hefur dottið í hug.  Ég hef lengi langað til þess að spyrja kaþólikka hvort að páfinn sem rak hóruhús hafi líka verið óskeikull staðgengill Krists.

Það sem er virkilega svekkjandi við þessa frétt er að þetta er sett þannig fram að allir kristnir trúa þessu sem er engan veginn rétt.

Ég á hreinlega erfitt með að trúa því að venjulegur einstaklingur sem tilheyrir Kaþólsku kirkjunni raunverulega trúir öllu þessu...

Hérna má lesa meira um þetta mál: Assumption of Mary


mbl.is Madonna í Varsjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig lógar maður pólitíkinni?

Mér fannst skemmtileg setning koma þarna í lokin hjá Herberti "pólitík er með hundaæði og það þarf að lóga henni það er ekki til lækning önnur".  En hvernig lóar maður pólitíkinni?  Er það hægt?

god_politicsÞað sem við erum að sjá þarna er hve maðurinn er fallvaltur þegar kemur að þeim dyggðum sem við flest öll reynum að hafa í heiðri.

Það verður svo erfitt að sýna umburðarlindi þegar stoltið er sært og enn erfiðara að fyrirgefa þegar ráðist er á mannorð manns. Kærleikurinn sem við höfum til annarra víkur allt of oft fyrir sjálfs elskunni. Það leið ekki langur tími frá því að Bítlarnir sungu "All you need is love" og að þeir hættu. Þó ég tel að kærleikurinn er kröftugur þá tel ég að kærleikur manna á milli vera frekar fátæklegan.

Ég trúi því að aðeins á himnum verður hægt að lóa pólitíkinni. 


mbl.is Þingmenn okkar hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að finna Guð á Galapagos

Galapagoseyjarnar eru gífurlega merkilegar og það væri stórslys að skemma þessa tiltuglega ósnortnu náttúru.

Darwin rannsakaði Galapagoseyjarnar og dró margar ályktanir út frá þeim sem leiddi hann að lokum til þeirrar niðurstöðu sem við lesum um í "Uppruni tegundanna". Hann sá dýr sem tilheyrðu samskonar grunntegund en voru aðeins öðru vísi eftir því á hvaða eyju tegundin bjó.  Þar sem Darwin var frá Englandi þá mótuðu þær hugmyndir sem þar ríktu hvernig Darwin sá þennan undarlega heim. Ein af þeim hugmyndum sem Darwin hafði lært var að Guð hafði skapað öll dýrin og þau breyttust ekki.  Darwin gæti hafa spurt sjálfan sig af hverju Guð hefði skapað sérstaklega hverja einustu tegund fyrir sérhverja eyju.  Þessi hugmynd virtist engan veginn passa við það sem Darwin fann þarna og réttilega svo.  Það var síðan ekki fyrr en hann kom aftur til Englands að hann sá hve merkilegar hans athuganir voru. Hafa ber í huga að hann fer í þessa ferð til Glapagos 1835 en bókin ekki gefin út fyrr en 1859.

galapagos_finchEn sá Darwin eitthvað á Galapagos eyjunum sem réttlætti þá ályktun að sköpunin þyrfti ekki skapara?  Ég segi alls ekki.   Það sem Darwin sá voru afbrigði af dýrum sem höfðu aðlagast mismunandi umhverfi.  Hann sá finkur með mismunandi gogga sem hentuðu þeirra umhverfi. Það var ruglingslegt fyrir Darwin að sjá þessar mismunandi tegundir fugla og það var ekki fyrr en fugla sérfræðingar í Englandi skoðuðu það sem Darwin hafði fundið að þeir áttuðu sig á því að þetta voru allt finkur.   Sú trú að dýrin voru óbreytanleg var röng og Darwin réttilega réðst á þá hugmynd.  Það var ekki fyrr en 1845 í annarri útgáfu af bókinni "The voyage of the beagle" þar sem hann treysti sér að stinga upp á því að finkurnar hefðu upprunalega komið frá meginlandinu og að goggurinn hefði breyst eftir það.

daisyDarwin safnaði einnig ótal tegundum af blómum fyrir vin sinn, prestinn John Henslow og gerði það með prýði. Safnaði 193 tegundum og af þeim voru 100 nýjar tegundir. Þarna gilti hið sama, mjög líkar tegundir en samt aðeins öðru vísi eftir því á hvaða eyju þær voru.

 

 

GalapSeaLionNOAAEin vinkona mín sem er líffræðingur og auðvitað sköpunarsinni fór til Galapagos. Það sem hún sá þar var ekki eitthvað sem studdi þróun heldur sá hún stórkostlega sköpun Guðs. Ein saga sem hún sagði mér var að hún lagðist á ströndina og sæljón eins og þau sem sjást á myndinni hérna til vinstri mynduðu röð við hliðina á henni. Það er víst til mynd af þessu en ég á hana því miður ekki.

Þakka lesturinn og vonandi sjá fleiri fegurðina í þessum myndum og ástæðu til að trúa á skaparann.


mbl.is Galapagos ógnað af ferðamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndband sem sýnir sönnunargögn fyrir vitrænni hönnun í DNA

Stephen C. Meyer útskýrir í þessu myndbandi hvernig það sem við erum að læra um DNA styður vitræna hönnun.  Í hans eigin orðum: “This video is going to make things worse for critics of intelligent design, they will have more difficulty convincing the public that their eyes are deceiving them when the evidence for design literally unfolds before them in this animation.”

Að sjá er að trúa og það er mjög auðvelt að trúa að gífurlegir vitsmunir eru á bakvið það sem við sjáum hérna. Á meðan það ætti að vera alveg gífurlega erfitt að trúa því að náttúrulegir ferlar bjuggu þetta til en það er fólk í okkar samfélagi sem hefur slíka svakalega trú.   Væri svo gaman ef hægt væri að beina þeirri trú á rétta braut! 


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband