Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Framfara spor

baptism.jpgMér finnst nú að þingmenn ættu að vera að glíma við önnur mál en þessi á þessum tímum en samt væri þetta mjög góð breyting og löngu kominn tími til.  Mér finnst nauðsynlegt að hver einstaklingur finni sína eigin sannfæringu og þá skrái sig samkvæmt þeirri sannfæringu.

Í þessu samhengi þá myndi ég vilja benda á hverjum þeim sem var skírður barnaskírn en ekki fullorðins skírn að hugsa aðeins um hvað skírnin táknar.  Þegar einstaklingur skírist þá er hann að gera samning við Guð á táknrænann hátt.  Samningurinn er að einstaklingurinn deyr sjálfum sér og iðrast en í staðinn fyrir það þá lofar Guð honum eilífu lífi. Táknmyndin í skírninni er að einstaklingurinn deyr sjálfum sér og rís upp nýr einstaklingur sem táknar endurfæðingunni sem Jesús talar um í Jóhannesi 3.

Sá sem hefur ekki skírst niðurdýfinga skírn hefur ekki gert þennan samning við Krist svo ég vil hvetja alla þá sem vilja fylgja Kristi að gera þennan samning.


mbl.is Endurskoða sjálfkrafa skráningu í trúfélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er trúleysi til?

atheism.gifÉg vil meina að það er ekkert til sem er trúleysi. Þá á ég við það sem orðin sjálf þýða, ekki einhver merking sem mismunandi fólk hefur lagt í þessi orð.  Mér finnst einfaldlega að ef einhver trúir ekki á æðra máttarvald þá einfaldlega hefur þá trú að æðra máttarvald er ekki til. Fyrir mig er það gífurlega mikil trú og virkilega órökrétt eins og ég útskýrði í þessari færslu hérna: Þeir sem eru án afsökunar

Sá sem er trúlaus að mínu mati er sá sem hefur ekki skoðun á stóru spurningum lífsins. Spurningum eins og:

  • Hvaðan komum við?
  • Hver er tilgangurinn með tilveru okkar?
  • Hvað verður um okkur þegar við deyjum?

Ef einhver hreinlega hefur ekki skoðun á hver svörin við þessum spurningum er þá get ég samþykkt að hann er það sem kalla mætti trúlausan.  Miklu frekar ætti að tala um guðsafneitara eða guðleysi þegar kemur að þeim sem trúa ekki á æðra máttarvald eins og Guð. Fyrir mig er þá er það afstaða sem þarf miklu meiri trú en ég þarf til að trúa á Guð, sjá: Ég hef ekki næga trú til að vera Guðs afneitari

Gaman að sjá að 97% af þjóðinni tilheyrir einhvers konar trúfélagi þó það er mjög svekkjandi fyrir mig hve fáir tilheyra Aðvent kirkjunni en vonandi mun þeim fjölga.


mbl.is Ekki sjálfgefið að trúin sé meðfædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okkar einstaka jörð

keplerb_807668.jpgAð heyra af svona rannsóknarverkefni gleður mig og það verður gaman að sjá þær myndir sem þessi sjónauki mun taka. Það var líka skemmtilegt að frétta að þeir hjá NASA skýrðu sjónaukann í höfuðið á kristna sköpunarsinnanum Jóhannes Kepler.  Til dæmis sagði Kepler þetta eitt sinn:

Johannes Kepler, quoted in: J. H. Tiner, Johannes Kepler-Giant of Faith and Science, Mott Media, Milford, Michigan (USA), 1977, p. 193
only and alone in the service of Jesus Christ. In Him is all refuge, all solace

En er líklegt að finna aðra jörð eins og við búum á eða er hún alveg einstök?  Sjáum við einkenni hönnunar þegar við skoðum hve sérstök jörðin er. Dæmi um atriði sem gera okkar jörð sérstaka:

  • Gegnsætt andrúmsloft sem er bæði nauðsynlegt fyrir líf og fyrir vísindi.
  • Fullkomnir sólmyrkvar.
  • Hárrétt skilyrði fyrir vatn en vatn hefur eiginleika sem virðast sér hannaðir fyrir lífið sjálft.
  • Staðsetning jarðarinnar í geimnum gefur okkur möguleika til að sjá út í geiminn og rannsakað.

Hérna er síðan myndin The Priviledge Planet

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Geimsjónauka skotið á loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar í krossinum að bulla á Omega

gunnarkr.jpgVildi svo til að ég kíkti á Omega í dag og sá þá Gunnar í krossinum var að afsaka sunnudags hald og að brjóta hvíldardags boðorðið.  Hann talar um að það er dagljóst frá Biblíunni sem er auðvitað algjör fyrra því að það er engan veginn hægt að rökstyðja sunnudags helgi hald út frá Biblíunni. Sorglegt að horfa á mann sem segist vera kristinn reyna að færa rök fyrir því að brjóta eitt af boðorðunum tíu.

Ég ætla að glíma aðeins við nokkrum af þeim rökum sem Gunnar kom með.

Postularnir héldu sunnudaginn
Þetta er nú svo lélegt að það nær engri átt.  Postularnir héldu aldrei fyrsta dag vikunnar, á örfáum stöðum talar Postulasagan um að lærisveinarnir hittust á fyrsta degi vikunnar. Aldrei er í þeim tilfellum gefið til kynna að þeir voru að halda hvíldardaginn. Það kemur líka fram í Postulasögunni að lærisveinarnir hittust á hverjum degi og eins og áður þá kom það hvíldardags helgi haldi ekkert við.

Aftur á móti þá sjáum við lærisveinana halda hvíldardaginn oft í Postulasögunni. Hérna eru nokkur dæmi:

Postulasagan 13
13Þeir Páll lögðu út frá Pafos og komu til Perge í Pamfýlíu en Jóhannes skildi við þá og sneri aftur til Jerúsalem. 14Sjálfir héldu þeir áfram frá Perge og komu til Antíokkíu í Pisidíu, gengu á hvíldardegi inn í samkunduhúsið og settust. 15En eftir upplestur úr lögmálinu og spámönnunum sendu samkundustjórarnir til þeirra og sögðu: „Bræður, ef þið hafið einhver hvatningarorð til fólksins takið þá til máls.“

Postulasagan 15:21; Postulasagan 16:13; Postulasagan 17:2; Postulasagan 18:4

Postulasagan 13
27Þeir sem í Jerúsalem búa og höfðingjar þeirra þekktu hvorki Jesú né skildu orð spámannanna um hann þótt þau séu lesin upp hvern hvíldardag en uppfylltu þau þegar þeir dæmdu hann til dauða

Postulasagan 13
42Þegar Páll og Barnabas gengu út báðu menn um að mál þetta yrði rætt við þá aftur næsta hvíldardag. 43Og er samkomunni var slitið fylgdu margir Gyðingar og guðræknir menn, sem tekið höfðu trú Gyðinga, þeim Páli og Barnabasi. En þeir töluðu við þá og brýndu fyrir þeim að halda sér fast við náð Guðs.
44Næsta hvíldardag komu nálega allir bæjarmenn saman til að heyra orð Drottins.

Þetta er sérstaklega áhugavert vers því að hérna eru ekki gyðingar að biðja um að fá að vita meira en Páll vill ekki hitta þá á sunnudegi til að tala um þessi atriði heldur áttu þeir að koma næsta hvíldardag.

Þrælaviðjum
Gunnar talar um að það að halda hvíldardaginn er einhvers konar þrældómur. Mjög afbrigðileg rök að tala um beiðni Guðs um að hvíla sig og eiga stund með Honum sé þrældómur.  Gunnar ætti að íhuga þetta hérna vers vel:

Jesaja 58:13
Ef þú varast að vanhelga hvíldardaginn, varast að gegna störfum þínum á helgum degi mínum, ef þú kallar hvíldardaginn feginsdag, hinn helga dag Drottins heiðursdag og virðir hann svo, að þú framkvæmir ekki fyrirætlanir þínar, annast ekki störf þín né talar hégómaorð, 
14þá munt þú gleðjast yfir Drottni og þá mun ég láta þig fram bruna á hæðum landsins og láta þig njóta arfleifðar Jakobs föður þíns, því að munnur Drottins hefir talað það.

Hebreabréfið 4
Eitthvað fannst mér undarlegt að nefna Hebreabréfið til að styðja það að brjóta boðorðin tíu. Þarna í Hebreabréfinu þá lesum við t.d. þetta hérna:

Hebreabréfið 4
1Fyrirheitið um að ganga inn til hvíldar hans stendur enn, vörumst því að nokkurt ykkar verði til þess að dragast aftur úr.
4Því að einhvers staðar er svo að orði kveðið um hinn sjöunda dag: „Og Guð hvíldist hinn sjöunda dag eftir öll verk sín.“ 5Og aftur á þessum stað: „Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar.“ 6Enn stendur því til boða að nokkrir gangi inn til hvíldar Guðs. Þeir sem áður fengu fagnaðarerindið gengu ekki inn sakir óhlýðni. 7Því ákveður Guð aftur dag einn er hann segir löngu síðar fyrir munn Davíðs: „Í dag.“ Eins og fyrr hefur sagt verið: „Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar.“
11Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar til þess að enginn óhlýðnist eins og þeir og falli.

Versin tala svo sem sínu máli, ekki óhlýðnast og falla heldur ganga inn til hvíldarinnar hinn sjöunda dag.

Rómverjabréfið 14
5Einn gerir mun á dögum, annar metur alla daga jafna. Hver og einn fylgi sannfæringu sinni. 6Sá sem þykist verða að taka tillit til þess hvaða dagur er gerir svo vegna Drottins. Og sá sem neytir kjöts gerir það vegna Drottins því að hann gerir Guði þakkir.

Að nota þessi vers til að styðja sunnudags helgi hald er vægast sagt misnotkun. Umræðuefnið er ekki boðorð Guðs og hvað þá hvíldardags boðorðið.  Gyðingar höfðu margs konar helgi daga og sumir gyðingar vildu halda áfram að halda þá og Páll hafði ekkert á móti því en skyldi þá sem vildu ekki halda þessa helgi daga. Þetta er svona svipað og sumir vilja halda jól á meðan aðrir telja þetta ekki vera kristna hátíð og vilja ekki halda jól.  Páll er aðeins að segja að við eigum ekki að dæma fólk fyrir slíkt.  Engan veginn að einn vill brjóta lögmál Guðs og það er í góðu lagi; það er mjög gróf misnotkun á Biblíunni.

Taka boðorðin framfarir Krist - Kjarninn er Kristur en ekki Hvíldardagurinn
Jesús sagði "Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín" ( Jóhannes 14:15 )  svo af hverju ætti kristin manneskja að velja að brjóta eitt af boðorðunum?  Sérstaklega í ljósi þess sem Jakobsbréfið segir um boðorðin:

Jakobsbréfið 2
10Þótt einhver héldi allt lögmálið en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess. 11Því sá sem sagði: „Þú skalt ekki hórdóm drýgja,“ hann sagði líka: „Þú skalt ekki morð fremja.“ En þó að þú drýgir ekki hór en fremur morð, þá ertu búinn að brjóta lögmálið. 12Talið því og breytið eins og þeir er dæmast eiga eftir lögmáli frelsisins.

Að kveljast í sálunni
Gunnar talaði um að sú kona sem spurði að þessu með hvíldardaginn væri að kveljast í sálunni. Gunnar vildi meina að besta leiðin til að glíma við það væri að sannfæra sjálfan sig um að halda áfram að óhlýðnast boðorðum Guðs en ég held að betri leið væri að fylgja boðorðum Guðs og friða þannig sálina gagnvart þessu. 

Fyrir þá sem vilja kynna sér hvíldardaginn almennilega þá mæli ég með þessum fyrirlestri hérna: The Rest Of The Story 


Virka galdrar?

prayer1Auðvitað virka galdrar ekki!  Af hverju væri þá búðin að loka og eigandinn að leita að annari vinnu?  Ef að galdrar virkuðu, myndi þá fólk ekki í hrönnum vilja fá viðkomandi norn til að redda sér vinnu, fá betri náms árangur eða vinna ástina sína?

Gott að sjá að það eru ekki það margir íslendingar sem eru svo hjátrúafullir að þeir trúi á galdra; að það sé ekki markaður fyrir svona dót hérna á landi. 

Sumir gætu fallið í þá gryfju að líkja bæninni við galdra en alveg eins og að falla í gryfju þá er það ekki sniðugt. Bænin er einkasamtal einstaklings við Guð um lífið og tilveruna; ekki eitthvað yfirnáttúrlegt afl til að láta hluti gerast. Bænin getur verið beiðni um eitthvað en það skipar enginn Guði fyrir, ef Guð vill láta beiðnina rætast þá getur Hann gert það, annars ekki.


mbl.is Nornabúðin lokar dyrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýsti Jesú alla fæðu hreina?

Þegar margir kristnir glíma við spurninguna hvort að reglurnar sem Guð gaf Móse varðandi hreina og óhreina fæðu þá vísa þeir oft í þessi vers hérna:

Markúsarguðspjall 7
17Þegar Jesús var kominn inn frá fólkinu spurðu lærisveinar hans hann um líkinguna. 18Og hann segir við þá: „Eruð þið einnig svo skilningslausir? Skiljið þið ekki að ekkert sem fer inn í manninn utan frá getur saurgað hann? 19Því að ekki fer það inn í hjarta hans heldur maga og út síðan í safnþróna.“ Þannig lýsti hann alla fæðu hreina.

Það eru margvíslegir gallar við þessi rök og þessi vers, ég ætla að taka þau hérna lið fyrir lið.

Röng þýðing - það er ekkert vers sem segir "þannig lýsti hann alla fæðu hreina"
Þegar grískan er skoðuð þá eru þessi orð hvergi að finna. Svona þýðir King James þetta:

Markúsarguðspjall 7:19
Because it entereth not into his heart, but into the belly, and goeth out into the draught, purging all meats?

Markús gerði ekki þessa athugasemd að Jesú hafi ógilt lög Guðs varðandi mat sem Hann gaf Móse heldur er þessi setning áframhald af setningu Jesú.  Ýtarlegri umfjöllun um þetta hérna: http://www.judaismvschristianity.com/pronounce_foods_clean.htm

Það er ekki verið að fjalla um óhreina fæðu og hreina
Öll þessi umræða er vegna þess að farisearnir eru að gagnrýna Jesú og lærisveinana fyrir að halda ekki þeirra hefðir varðandi handaþvott. Svínakjöt eða hvaða önnur óhrein fæða er ekki umræðuefnið svo mjög langsótt að láta Jesú þarna afnema lög sem gyðingar tóku mjög alvarlega án þess einu sinni að það efni kæmi upp!  Með því að gera slíkt er verið að brengla boðskap Biblíunnar alvarlega.

Jesú gagnrýnir faríseana fyrir að halda ekki lögmál Móse
Það er áhugavert að Jesús svarar gagnrýni faríseana með því að gagnrýna þá fyrir að halda hefðir manna en halda ekki það sem Móse boðaði en hrein og óhrein fæða kemur frá Móse. 

Fórnarlögmálið var afnumið við krossinn, ekki fyrr
Það eru nokkur vers sem tala um fórnarlögmál gyðinga og hvernig það var afnumið þegar Kristur dó á krossinum. Ástæðan er einföld, fórnarlögmálið benti til krossins en eftir krossinn þá var engin þörf á því. Í fyrsta lagi er Jesú þarna að tala áður en Hann deyr á krossinum og í öðru lagi tilheyrðu lögin varðandi hreina og óhreina fæðu ekki fórnarlögmálinu.

Lærisveinar Krists skildu þessi orð Jesú ekki svona
Pétur fær sýn til að skilja að nú ætti fagnaðarerindið að vera boðið öllum heiminum, ekki aðeins gyðingum. Það sem er áhugavert er að Guð biður Pétur um að borða óhreina fæðu en Pétur neitar Guði!  Hver myndi neita Guði ef Hann bæði mann að borða beikon borgara?  Svo alvarlega tók Pétur þessu sem sýnir að hann skildi Jesú engan veginn þannig að nú mætti hann borða það sem Guð var búinn að lýsa óhreint.

peter.jpgPostulasagan 10
11Hann sá himininn opinn og hlut nokkurn koma niður, líkan stórum dúki. Var hann látinn síga til jarðar á fjórum skautum. 12Þar voru á alls kyns ferfætt dýr, skriðdýr jarðar, svo og fuglar himins. 13Og honum barst rödd: „Slátra nú, Pétur, og et!“
14Pétur sagði: „Nei, Drottinn, engan veginn, aldrei hef ég etið neitt vanheilagt né óhreint.“

Var Jesú vondur?
Fyrir Jesú að taka burt reglur sem verndaði fólk frá sjúkdómum á þessum tíma hefði verið hræðilegt og sérstaklega illa gert. Það væri svona svipað og ráðleggja einhverjum að reykja og drekka.

Guð óskar öllum sínum börnum langa og ánægjulega æfi og eitt af því sem Hann gaf okkur voru reglur varðandi mat til að við mættum forðast sjúkdóma og upplifa góða heilsu. Allir sem kalla sig kristna ættu að taka ráðleggingum Guðs með opnum örmum og treysta að Hann viti betur en við.


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband