Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
6.1.2009 | 14:21
Guð er löngu búinn að yfirgefa Ísrael
Þrátt fyrir að ég styðji tilverurétt Ísraels og er almennt á þeirra bandi þá samt ber manni að fordæma svona voðaverk. Því miður eru sumir kristnir að mála sig sem sérstaklega kærleikslausa með því að afsaka svona morðæði. Ísrael var Guðs útvalda þjóð til að vernda orð Hans og taka á móti Syni Guðs. En Ísrael hafnaði Syni Guðs og Guð hafnaði þeim. Þetta var ekki fyrsta skipti sem Guð neyddist til að yfirgefa Ísrael því að oftar en einu sinni þá fór þjóðin svo villu vegar að Guð yfirgaf þau og þjóðin var leidd í ánauð.
Jesús talaði um þetta atriði, að tími gyðinganna væri kominn á enda t.d. í þessu versi hérna:
Matteusarguðspjall 21:42
Og Jesús segir við þá: "Hafið þér aldrei lesið í ritningunum: Sá steinn, sem smiðirnir höfnuðu, er orðinn hyrningarsteinn. Þetta er verk Drottins, og undursamlegt er það í augum vorum.
43 Þess vegna segi ég yður: Guðs ríki verður frá yður tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess.
44 Sá sem fellur á þennan stein, mun sundur molast, og þann sem hann fellur á, mun hann sundur merja.
45 Þegar æðstu prestarnir og farísearnir heyrðu dæmisögur hans, skildu þeir, að hann átti við þá.Lúkas 13:34
Jerúsalem, Jerúsalem! Þú, sem líflætur spámennina og grýtir þá, sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum eins og hænan ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi.
35 Hús yðar verður í eyði látið.
Þetta þýðir ekki að gyðingar geta ekki nálgast Guð, alls ekki. Gyðingar geta nálgast Guð eins og allir aðrir menn en það er í gegnum Jesús Krist.
![]() |
12 úr sömu fjölskyldu létust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 10:54
GPS sem Guð hannaði
Í Science Daily er fjallað um prótein vél sem kölluð er cilium en flestar frumur í mannslíkamanum hafa svona vél. Þessi vél lítur út eins og loftnet og virkar eins og GPS tæki. Alveg eins og GPS hjálpar skipum að staðsetja sig og finna í hvaða átt þau eiga að fara þá hjálpar cilium frumunni að fara í þá átt sem hún þarf að fara eins og t.d. ef það þarf að gera við sár á líkamanum.
Ekki nóg með það eða í orðum eins af þeim vísindamönnum sem rannsökuðu þetta:
Soren T. Christensen (U of Copenhagen)
What we are dealing with is a physiological analogy to the GPS system with a coupled autopilot that coordinates air traffic or tankers on open sea.
Einnig er áhugavert hvernig greinin endaði:
http://www.sciencedaily.com/releases/2008/12/081217190330.htm
Once written off as a vestigial organelle discarded in the evolutionary dust, primary cilia in the last decade have risen to prominence as a vital cellular sensor at the root of a wide range of health disorders, from polycystic kidney disease to cancer to left-right anatomical abnormalities
Enn annað dæmið þar sem þróunarkenningin leiddi menn á villigötur en sem betur fer var skaðinn ekki endanlegur.
Fyrir hvern þann sem langar að styrkja sína trú á Guði þá er um að gera að læra líffræði og læra um alla þá stórkostlegu hönnun sem þar er að finna. Ef hann getur leitt fram hjá þér guðleysis darwiska áróðurinn sem mjög líklega þvælist þarna um þá ætti þannig nám að vera frábært til kynnast Guði.
5.1.2009 | 16:00
Því miður, stundum hlutdrægur heilaþvottur
Fyrst vil ég taka fram að mér finnst Wikipediavera alveg meiriháttar og hef gaman af því að lesa í henni. Því miður samt þá er eins og þegar kemur að umdeildum málefnum í samfélaginu þá getur hún verið mjög hlutdræg. Þegar umfjöllun um eitthvað efni er þannig að aðeins önnur hliðin er kynnt þá er ekki lengur um óhlutdrægna fræðslu að ræða heldur heilaþvott og áróður.
Þegar kemur að því að fjalla um Vitræna hönnun ( Intelligent design ) á wikipedia þá sér maður ekki hlutlausa umfjöllun heldur darwiniskan áróður. Þegar fjallað er um það fólk sem aðhyllist Vitræna hönnun þá er líka oftar en ekki aðeins verið að rakka niður þá aðila.
Væri gaman að sjá í wikipedia að þegar eitthvað er umdeilt þá fengju þeir sem aðhyllast viðkomandi hugmynd pláss til að færa rök fyrir sínu máli og þeir sem eru á móti fengju að færa rök fyrir sínu máli.
Hérna er yfirlýsing eins mann sem aðhyllist Vitræna hönnun um hvað honum finnst vera að Wikipedia og þá sérstaklega umfjöllun wikipedia um hann sjálfan:
To whom it may concern,
Wikipedia is a useful resource for uncontroversial areas, but in areas of controversy I find it quite biased. My own extensive biography at Wikipedia is terribly slanted. Colleagues who try to correct misrepresentations find their edits scrupulously removed. Until and unless Wikipedia is more careful about fact-checking and provides some means for correcting the bias of editors, I cannot in good conscience donate to Wikipedia. At the very least, I would suggest that acknowledged experts in an area (such as the living subjects of biographies) be given a 1,000-word response section to relevant articles sections completely at their discretion and beyond the control of biased editors.
Sincerely,
William Dembski
Hvort sem menn eru á móti Vitrænni hönnun eða ekki þá ættu þeir sem hafa einhverja sóma tilfinningu og þykja vænt um málefnalega umræðu að vera sammála því að svona hegðun er ekki í lagi. Eðlilegast væri að þeir sem aðhyllast ákveðna hugmynd gætu útskýrt sýna afstöðu frekar en að sá sem er á móti henni er sá eini sem fær að tjá sig. Sömuleiðis er ómerkilegt að wikipedia getur fjallað um einstakling án þess að sá einstaklingur fái að verja sig. Mjög eðlilegt væri að ef wikipedia er með síðu sem fjallar um einstakling að viðkomandi aðila sé þá gefið tækifæri til að fjalla um sjálfan sig og þá útskýrt sína hlið ef honum finnst vera þörf á því.
Vonandi heldur wikipedia áfram að vaxa og dafna en sérstaklega vona ég að þegar kemur að umdeildu efni að innihaldi hún áreiðanlega fræðslu en ekki lélegan heilaþvott.
![]() |
Wikipedia festir sig í sessi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar